miðvikudagur, desember 31, 2003

Brúðkaupið
Sem við vorum í var ÆÐISLEGT ! Það var sko gæsahúð og tár í augun. Meiriháttar, þau voru svo sæt og fín. Við vorum nú reyndar ekki lengi í veislunni, vorum komin heim um 2 leytið. Fórum út með strákana á snjósleða, það var svo gaman að þeir komu allir krambúleraðir inn. En jey hvað það var gaman.
Allir hressir
hér á bæ. Löngu vaknaðir og komnir á stjá. Gaman saman. Strákarnir fóru í leikskólann í gær og voru þar með öðrum börnum sem eiga foreldra sem nenna ekki að sjá um þau. Ég er með smá moral yfir því að hafa þurft að láta þá fara en við eigum ekki annara kosta völ, draslið pakkar sér víst ekki sjálft. Annars eru þeir líka svo litlir að þegar þeir fara að ásaka okkur um að uppeldið hafi mistekist þá held ég að þeir eigi nú ekkert eftir að tína þetta til. En hver veit. Eftir leikskóla fórum við í ammæli hjá Helenu frænku þeirra og skemmtum okkur svo ægilega vel að við vorum ekki komin heim fyrir um 21. Ji ótrúlega villt. En núna erum við hress að fara í brúðkaup á eftir í hádeginu og svo bara stanslaust stuð í kvöld. Sprengjur og læti. Hlakka til.

mánudagur, desember 29, 2003

Gummi er búin að elda
og er núna að svæfa. Við erum búin að vera á fullu í dag. Hann að pakka en ég að gera verkefni. Mér finnst leiðinlegt að gera verkefni, það er mikið skemmtilegra að pakka. En ég er nú að klára þetta hel*****
Viðvörun
kom í útvarpinu áðan. Fólk var varðað við að vera á ferli. Og hvar var Gummi ? Auðvitað nýfarinn út. Á bílnum okkar sem er á sumardekkjum ! Enduðum líka á því að moka hann inn í bílastæði. Huggulegt.

sunnudagur, desember 28, 2003

Orðin hress eða þannig !
Við erum allavegana að reyna að fara í heimsóknir og kveðja alla. Fórum í gærkvöldi í matarboð með MSingunum, það var bara snilld. Hrikalega góður matur + skemmtilegur félagsskapur = gott kvöld. En annars er lítið að frétta, það er bara búið að vera svo ógeðslega kalt að það er ekki hundi út sigandi hvað þá litlum strákum. þannig að það er búið að vera pínu strembið að vera heima með þá. Einar spurði meira að segja í morgun ;"hvenær fæ ég að fara á Garðaborg ?" ferlega þreyttur á að vera heima. En þetta er líka komið gott, ég þarf líka að spýta í lofana ef það á að gerast eitthvað í þessum verkefnamálum. Úff og púff.

föstudagur, desember 26, 2003

Annar í jólum
Jæja nú er það svart, við erum bæði orðin slöpp en höfum látið okkur hafa það að mæta í jólaboðin *dæs* nei ég segi svona, það sem er yndislegast við jólin er einmitt að fara og borða góðan mat og hitta skemmtilegt fólk. Við vorum hjá mömmu og pabba í gær og það var ótrúlega mikið stuð. Krakkarnir voru svo skemmtilegir, maturinn snilld og félagsskapurinn til fyrirmyndar. Kvarta ekki yfir því.
Í dag fórum við svo til Soffu systur hennar mömmu í jólaboð. Það var gaman að hitta alla, en skrítið að vita að við eigum kannski ekki eftir að sjá fólkið fyrr en eftir kannski 5-6 ár. Krakkarnir eitthvað svo litlir og það er synd að missa af þeim vaxa og þroskast. En svona er þetta nú allt saman. En núna erum við komin heim, strákarnir eru uppi að horfa á " Þegar Tröllið stal jólunum" og við að bíða eftir að þeir sofni. Kannski spurning um að taka smá syrpu í 24.

fimmtudagur, desember 25, 2003

Aðfangadagur jóla
var ágætur, ég er reyndar orðin lasinn en það er bara þannig. Ég fór með strákana að keyra út síðasta dótið og á meðan kláraði Gummi. Þegar drengirnir voru búnir að reyna að sofa var farið með þá út að keyra, það gekk svona ljómandi vel og þeir sváfu eins og ljós. Gummi kíkti upp í garð en ég kláraði að undirbúa matinn. Svo var þessi hefðbundna dagskrá, bað og spariföt. Jólamaturinn var þvílík snilld. Tartalettur fylltar með rækjum og fiskbollum í hvítvínssósu. Nammm. Hreindýrasmásteik með brúnum kartöflum og því helsta, sósan var frábær með bláberjum. Í eftirrétt var sérrí frómas eins og amma Tóta gerir. Ég held að það hafi verið gott, en ég var hætt að finna bragð ! Við dönsuðum aðeins í kringum jólatréið og svo var drifið í pakkana. Það var svo gaman að fylgjast með strákunum segja Vá Vá sama þótt að við værum að opna pakkana. Frekar krúttlegt. En við fengum; pening frá foreldrum okkar, diskamottur, ostaskera, kerti og minnisbók frá systkinum okkar. Gummi fékk sokka, vettlinga, útvarp og bók frá okkur hinum en ég fékk húfu, trefil og 3 bækur frá þeim. Þetta eru æðislegar gjafir og ég hlakka til að koma þeim fyrir á nýja heimilinu okkar í danmörku. Strákarnir fengu líka ótrúlega mikið flott; föt, bækur, pússl, dúkkur, bíla, hnífapör, Harry Potter snaga og dýr. Þeir voru rosalega ánægðir með allt sem þeir fengu. Við gáfum Einari hjól og Guðna dúkkukerru, ég held að það hafi slegið í gegn. Við fórum svo til mömmu og pabba, skoðuðum gjafirnar þeirra og horfðum á krakkana skemmta sér.
En núna er ég hundlasinn og ég vona að ég komist í jólaboðið sem er á eftir hjá mömmu og pabba. Frekar súrt, en svona er þetta.
Takk fyrir okkur, öll kortin og allar gjafirnar. Gleðileg jól enn og aftur.

miðvikudagur, desember 24, 2003

Gleðileg jól
Kæru vinir. Og takk fyrir allt gamalt og gott. Hérna er ansi huggulegt get ég sagt ykkur. Tréið fór upp í gær og það er bara ansi fínt, vísu svolítið skakkt en hey ! það tilheyrir. Eða hvað ? Strákarnir fengu sitthvora jólaspóluna frá jólasveininum og þeir dunda sér núna við að horfa á Tvið. Gummi fékk líka í skóinn svona nörda mynd ég held að hann hafi verið ægilega ánægður með það. En núna erum við strákarnir að fara út að klára jólajóla eitthvað.
Hafið þið það sem bessssst.

þriðjudagur, desember 23, 2003

Baldur og Hanna
New York búar komu í mat í gær. Það var rosa gaman. Þau komu með nýju seríuna af 24 ekki leiðinlegt það. Þannig að við hjónin getum legið spennt í sófanum á kvöldin eftir jólaboðin. Það er nú ekki leiðinlegt. En annars erum við búin að þrífa, pakka inn gjöfunum, fórum í kringluna -ekki góð hugmynd- og erum bara chilluð en með hrikalegt kvef !

sunnudagur, desember 21, 2003

Litlir strákar
Eins og okkar strákar eru skemmtilegir. Við vorum að koma inn eftir að hafa farið með þá út á róló. Það var -10c°. Fínt það. Í gær fórum við í heimsókn til Hafþórs frænda og Binnu konunar hans. Þau eru búin að byggja sér hús upp í Grafarholti og það er Frábært. Ég held bara að ég vel hugsað mér að búa þar.......þegar við komum heim. Svo langar mig líka til að læra að setja myndir inn á bloggið. Kann það einhver ! Einhver !
Annars er þetta búin að vera fín helgi, fínt veður og gaman gaman.

laugardagur, desember 20, 2003

Ammælisdagurinn
var frábær. Hann byrjaði frekar furðulega við sváfum öll yfir okkur, en mér tókst að hlaupa út með kökuna sem ég hafði bakað fyrir leikskólann. Þegar ég kom síðan heim í hádeginu var Gummi búin að baka þessa fínu köku handa mér. Það hafði reyndar víst ekki alveg gengið áfallalaust fyrir sig, kremið var eitthvað vefjast fyrir honum. Það stóð nefnilega 2 matskeiðar kaffi og hann setti kaffikorg. Það var svolítið þurrt *döh* og ekki gott að bíta í korginn. Furðulegur hann Gummi getur leyst allskonar eðlisfræðigátur, en það er ekki séns að fá hann til að fara eftir uppskrift. Hann áttaði sig nú á þessu. Ég fór síðan aðeins í Smáralindina til þess að klára síðustu gjafirnar, og við sóttum síðan strákana snemma. Ég fékk ægilega fínar gjafir. Bók, inniskó og dvd -Stuard litla- Gummi og Einar Kári höfðu farið í kringluna og valið þessar gjafir af mikilli ást. Um kvöldið kom Júlía sys og vinkonur hennar að passa fyrir okkur á meðan við fórum niður í bæ. Ansi huggulegt, fórum í strætó og fengum okkur að borða. Mjög góður dagur. En það hringdi hins vegar enginn í mig, fyrir utan mömmu, Kötu og Birnu vinkonu. Það hefur kannski eitthvað með það að gera að ég var varla heima allann daginn. <:o)

miðvikudagur, desember 17, 2003

Týndur sími og ammæli
Ég er búin að týna símanum mínum. Hann bara hvarf, púff. Ég skil ekkert í þessu. S.l fimmtudag er síðasta skipti sem ég notaði hann. Furðulegt. Svo var alltaf á tali í honum, en furðulegra. Það sem er mest svekkjandi er að það er ekki hægt að rekja hann þar sem við erum búin að henda ábyrgðarskirteininu -döh- og aularnir týndu nótunni okkar. Frekar svekkjandi. Við höldum í vonina að hann finnist á einhverjum dularfullum stað þegar við flytjum. Þannig að það þýðir ekkert að hringja í mig eða senda mér SMS. Frekar leiðinlegt svona rétt fyrir jól, allir sem ætluðu að senda mér jólasms verða bara að hringja í mig. En það er nú kannski ekkert svo leiðinlegt.
Svo á ég ammæli á morgun. Allir ; Hringja í mig heim í síma 562 48 18. Alveg ófeiminn. Hehe

sunnudagur, desember 14, 2003

Jóla hvað !
jólahlaðborð. Við fórum í jólahlaðborð í gær. Á Hvolsvöll, gistum þar. Við fórum með Gumma og Hafdísi, og það var MEIRIHÁTTAR. Góður matur, jömmí. Skemmtilega sveitó og frekar ódýrt. Ji hvað það var gaman. Strákarnir voru í næturgistingu þannig að við vorum úthvíld, í fyrsta sinn í laaaaaaaangan tíma. Bergdís og Halli buðu okkur síðan í kvöldmat, heimalagaða pizzu og stuð. Það var frábært, krakkarnir reyndu reyndar að klóra augun úr hvert öðru, en það var gaman. Núna á Gummi aðeins eftir að fara yfir svona um 30 próf og þá er hann komin í jólafrí. Jey !

laugardagur, desember 13, 2003

Jólasveininn minn, jólasveininn minn
kom í nótt og nóttina það áður. Hann er búin að vera mjög góður og skemmtilegur. Strákarnir fengu dýr og bók í skóinn. Ég fékk heilsukodda. Fínn jóli það. Mæli með honum.
Annars er það að frétta að við erum að fara í jólahlaðborð í kvöld. Á Hvolsvöll, förum með Gumma og Hafdísi og ætlum að gista eina nótt. Einar verður hjá Jónínu frænku sinni og Guðni ætlar að vera í Barmó. Huggulegt.
Eðlisfræðingarnir voru hérna í partýi í gær, það var mjög gaman. Allavegna voru þeir í hláturskasti fram eftir nóttu. Þetta var skrifað um partýið fyrir fram; Also remember that Gummi is having a party tonight at his house starting at 21:00. He lives at Tunguvegur 56. Bring your own booze (BYOB) and lots of it, since physics parties are by definition boring and need scandalous behavior by everybody to be any fun. Ehem.
Vettvangsnámið gengur vel og mér finnst ótrúlega gaman að vinna á leikskóla. Ég held að þetta sé það skemmtilegasta sem ég geri. Börnin eru svo mikil krútt og það eru svo skemmtilegar konur að vinna með mér. Verst að það eru 135 þús kr laun. Well. Sjáum til, ég frétti reyndar að leikskólakennarar væru hvergi betur borgaðir heldur en í danmörku. Sjáum til, spurning um að klára námið fyrst. Ég hlakka til..............jólanna.

mánudagur, desember 08, 2003

Helgin og annað
Á laugardaginn fóru strákarnir í síðasta tímann sinn í íþróttaskólanum. Gaman að því. Í skólanum hjá Einari áttu foreldrarnir að fara í þrautirnar með börnunum. Það var ótrúlega gaman og Einar var duglegur að segja mér til. Enda ekki vanþröf á. Ég þurfti að fara upp í skóla í verkefnavinnu og á meðan fóru strákarnir með pabba sínum á leitin að Nemó. Það fannst þeim nú ekki leiðinlegt. Um kvöldið komu Gummi og Hafdís í smá heimsókn. Very nice.
Sunnudagurinn var alveg týpiskur letidagur. Við fórum út að viðra strákana, ætluðum að sýna þeim jólaljósin en þeir höfðu nú lítinn áhuga á þeim. Vildu mikið frekar skoða alla jeppana. Hallllló. Svo kíktum við til vina okkar sem voru að fá sér lítinn hvolp. Tík sem heitir trú. Ægilega sæt, strákarnir voru alveg í skýjunum með kvikindið. Við fórum svo að sjá kveikt á jólatréinu niðri á Austurvelli. Það var ægilega huggulegt.........í svona 30 mín en þá voru strákanir líka búnir að missa þolinmæðina. Gaman að segja frá því.
Ég er búin að vera heima í dag að vinna verkefni. Jey en gaman.

sunnudagur, desember 07, 2003

Nýjar myndir
Það eru komnar nýjar myndir í albúmið okkar. Ægilega fínt.

miðvikudagur, desember 03, 2003

Læknaheimsóknir !
Ég var að byrja í dag sem nemi. Ég fór á leikskóla hérna í hverfinu sem heitir Jörfi. Mér líst vel á mig, en ég fór í morgun og var frá 8-3. Deildin sem ég er á er með börn á aldrinum 4-5 ára. Þetta er fínir krakkar. Það er ferlega fínt að vera nemi svona í desember, maður fær fullt af hugmyndum um skemmtilegt jólaskraut og svona.
Við fórum með stráknana til læknis í dag. Ég fór með Guðna í heyrnarmælingu og það gekk svona glimrandi vel ! Drengurinn heyrir bara allt. Humm. Gummi fór með Einar Kára til augnlæknis og það kom í ljós að hann er fjarsýnn og með sjónskekkju en ekkert samt til þess að hafa áhyggjur af. Úr því að þetta háir honum ekkert þá verður ekkert gert strax, við kíkjum bara til hans aftur þegar við komum til landsins næst.......... eða þar næst.

sunnudagur, nóvember 30, 2003

ammæli ammæli ammæli
Það er búið að vera stöðugt stuð hérna í allan dag. Húsið er búið að vera stappfullt af gestum. Ótrúlega gaman. Fyrst komu vinkonurnar sem eiga lítil börn, þær komu í morgun og það var ótrúlega gaman. Mikið hlegið. Um 3 leytið komu systkinin hans Gumma og börnin þeirra. Það var nú heldur ekki leiðinlegt, og í kvöld er svo vona á vinum okkar. Sko þessum barnlausu. Jey hvað ég er glöð. Það sem sonur minn er búin að græða á þessu 2ja ára afmæli er;
Fullt af bókum, nokkrar sem hann átti og aðrar nýjar.
Náttföt.
Bíla.
Sængurver -ótrúlega flott heimabroderað-
Litabók og liti.
Föt -buxur bol og sokka-
Jáhá mar græðir aldeilis á því að eiga afmæli.

laugardagur, nóvember 29, 2003

3ja og hálfsárs skoðun.
Einar fór í skoðun á föstudaginn er svona 3 1/2 árs skoðun. Þar er allt skoðað, málskilningur, líkamlegur þroski, sjónmæling og bara fullt fullt. Allavegana kom hann mjög vel út í flestu, var með mjög gott í málskilningi en hann sér ílla. Elsku karlinn, hann þarf kannski gleraugu. Hömm það er nú ekki eins og það sé ekki í fjölskyldunni að sjá ílla. Við nennum nú reyndar ekki með hann til augnlæknis fyrr en þegar við komum til danmerkur, sjáum til.
Annars er það að frétta að ég fer í verknám á leikskóla hérna í hverfninu og er yfir mig lukkuleg með það. Ég var ekki alveg að meika að fara inn í kópavog, þá sveit á hverjum degi. Ég er löt ég viðurkenni það. Það er allt í undirbúningi fyrir afmælið á morgun, ég er búin að standa sveitt að baka. Úff hvað það er gaman. Annars eigum við nú ekki von á mörgum á morgun, Barmahlíðar gengið kom í mat á fimmtudaginn þannig að restin kemur á morgun.
Við fórum líka út á snjóþotu áðan, það var ótrúlega gaman, það var eins gott að við nýttum tækifærið mér skilst að snjórinn fari að fara. Humm

fimmtudagur, nóvember 27, 2003

Guðni á ammæli í dag. Tveggja ára. Vá !

miðvikudagur, nóvember 26, 2003

Laus við ofnæmið.
Guðni er alveg laus við ofnæmið. Jey og Jibbý. Hann fór í mælingu hjá ofnæmislækninum í dag og Volla ekkert ofnæmi, ekki fyrir neinu. Þannig að við fórum beint niður á Macdonalds og gáfum barninu ostaborgara. En ekki hvað ! En honum fannst osturinn ógeðslegur. Sjáum til hvernig hann bregst við mjólkinni. En svo er afmæli á morgun. Guðni flotti verður 2ja ára. Gaman að því.

þriðjudagur, nóvember 25, 2003

Hetja dagsins
er Guðni þór hann fór snemma í morgun í aðgerð. Reyndar frekar litla, það var verið að setja nýtt rör og taka nefkirtlana. Hann var lengi inni á aðgerðarborðinu og HNE læknirinn kom síðan og sagði mér að hann hefði sennilega fundið ástæðuna fyrir því afhverju hann fær alltaf endurteknar sýkingar. Nefbeinið vinstra megin er of þröngt sem verður til þess að það hreinsast ekki eðlilega út úr nefinu og leiðir til endurtekina sýkinga. Jáhá. Hann þarf að fara í aðgerð á spítalanum, það er svosem ekkert mikið mál en hann þarf að leggjast inn. Það er spurning um hvort að þetta verði gert úti í DK eða hérna heima "akút" einhvern tíman þegar við komum heim í frí. Sjáum til. En núna erum við að fara að borða og svo er próflestur í kvöld. Próf á morgun. Wolla.

mánudagur, nóvember 24, 2003

Húsið
Við fórum að skoða húsið okkar. -Skrítið að skoða hús sem við eigum, en búum ekki í- Við kollféllum fyrir hverfinu, þetta er svokallað lokað hverfi, sem þýðir það að þetta er eins og botlangi og það má ekki keyra á meiri hraða en 30. Það eru hjól og barnadót fyrir framan nánast hverja einustu hurð og það er mökkur af krökkum þarna. Nettó -danska bónus- er hverfisbúðin og við erum nú ekki ósátt við það ! Húsið að innan er rosalega krúttlegt og fínt. Það er reyndar allt öðruvísi en ég hafði ímyndað mér, en alls ekki síðra að neinu leyti. Það eru reyndar nokkrir hlutir sem við myndum þurfa að gera, leggja parket, setja nýja innréttingu inn í þvottahús og svona. En það gerist nú bara seinna. En við erum ótrúlega ánægð og hlökkum til. Það gefur mikið öryggi að hafa séð húsið og umhverfið. Eftir skoðunarferðina voru sumir orðnir slappir þannig að við fórum heim til Einars Baldvins og Heiðbráar -sem voru reyndar í Berlín- og chilluðum þar, lásum blöðin og höfðum það huggulegt. Þegar húsráðendur komu heim elduðu þau frábæran mat og við spiluðum, spjölluðum og höfðum það huggulegt, fórum snemma að sofa því að við þurftum að vakna svo snemma. Við stilltum klukkuna á 6:50. Þegar klukkan hringdi vorum við svo þreytt að við kúrðum aðeins lengur. Heiðbrá kom síðan niður til þess að kíkja á okkur, humm þá vorum við á íslenskum tíma þannig að klukkan var 8 og við þurftum að keyra 320 km til þess að vera komin út á Kastrup kl 11. Well í stuttu máli ; það tókst. Þetta er í annað skipti á allt of stuttum tíma sem við erum í flugvallastressi. Ekki sniðugt ! En heim komumst við, sóttum Einar sem hafði verið í góðum félagsskap hjá Sigga og Hafdísi. Hann var nú ekkert leiður yfir því. Þegar við komum heim, hentum við læri inn í ofn sem ég hafði tekið út áður en við fórum til Dk. Borðuðum, háttuðum, svæfuðum, fórum sjálf upp í rúm að horfa á Nikolei og Julie og steinsofnuðum. Nice.

sunnudagur, nóvember 23, 2003

Ferðasagan.
Ferðasagan mikla hófst eiginlega á fimmtudaginn þegar við fórum með Einar Kára til Sigga og Hafdísar. Hann mátti varla vera að því að kveðja okkur. Mjög sáttur. Um kvöldið smurðum við nesti og pökkuðum niður.
Á föstudagsnóttina vöknuðum við um 4 leytið, vorum komin út um 5 leytið og upp á völl um 6 leytið. Flugið gekk ótrúlega vel og Guðni var eins og ljós alla leiðina. Jólaljós. Við hlupum út í bílaleigubíl, brunuðum til Árhús en það tók um 3 tíma að keyra. Við erum reyndar langflottust þegar það kemur að því að keyra og rata. Keyrum hratt og vel. En þegar til Árhús var komið, var tékkað inn á hótel í HRAÐI og Gummi brunaði í geimið. -Hann verður að segja frá því sjálfur- Guðni og ég fórum niður í bæ og OMG hvað hann er flottur. Það er svo mikið af flottum búðum, ég var alveg með sleftaumana en keypti samt ekki neitt. Dugleg, enda hef ég nógan tíma þegar þangað er komið. Við Guðni löbbuðum um og keyptum pulsur, fórum upp á hótelherbergi, horfðum á danskt Idol og höfðum það huggulegt. Ekki leiðinlegt það. Gummi kom um 1 leytið, MJÖG hress. Hehe
Daginn eftir fórum við að skoða húsið og ég er bara með tárin í augunum ég er svo ánægð með það............ núna er ég hins vegar orðin svo þreytt að framhald verður að vera á morgun.

fimmtudagur, nóvember 20, 2003

Læri læri læri.
Ég var í dag að læra, gekk ekkert sérstaklega vel. Þoli ekki að sitja yfir bókunum, samt er námsefnið ótrúlega skemmtilegt.
Útlönd á morgun.
Það er;
Búið að koma Einar í pössun.
Pakka.
Smyrja nesti.
prenta út farmiða.
prenta út öll kort.

Ég er stessuð og íllt í maganum.

miðvikudagur, nóvember 19, 2003

Búin að selja !
Við erum búin að selja kofann ofan af okkur í bókstaflegri merkingu. Fórum og skrifuðum undir kaupsamninginn í dag. Tók aðeins um 2 klst. Frekar þreytt. En það er semsagt að saxast á yfirdráttinn sem við fengum til að borga út húsið í DK. Það er líka farið að saxast á verkefnin í skólanum. Ég held bara svei mér þá að ég geti byrjað að lesa undir próf á morgun. Góðann daginn hvað ég nenni því ekki. Döh.

mánudagur, nóvember 17, 2003

Mikið að gera.
Núna er allt í einu brjálað að gera hjá okkur. En þetta reddast allt. Einar Kári er alltaf jafn sniðugur við vorum að keyra í leikhúsið á laugardaginn og þá sagði hann ;Mamma veistu að einu sinni var Garðaborgin mín þarna. Hann benti í áttina að Óskasteini sem hann var einu sinnu á. Og veistu hvað þá var Garðaborgin mín blá, en núna er hún græn. Oh hann er svo klár. Guðni er líka voða klár hann er alltaf að segja meira og meira. Hann er meira að segja farinn að segja mamma.

sunnudagur, nóvember 16, 2003

Nýjar myndir.
Það eru líka komnar nýjar myndir í albúmið okkar.
Meiriháttar helgi.
Þetta er nú búið að vera hrikalega skemmtileg helgi. Við slepptum reyndar íþróttaskólanum á laugardaginn, það var komin svo mikil dagskrá að það varð einhverju að fórna. Við fórum nebbl á Dýrin í Hálsaskógi og það var SkO gaman. Við fengum frábær sæti alveg fremst fyrir miðju og bæði Mikki refur og Lilli klifurmús komu og heilsuðu upp á okkur. Klöppuðu meira að segja Guðna á hausinn. Eftir leikhúsið drifum við okkur heim því að við þurftum að fara að elda fyrir dinnerinn hjá Soffu frænku. Þemaið var Arabískt en ég misskildi það aðeins og við komum með rétt frá Kazastan, en ég meina Hey ! Það kom nú ekki að sök. Það var allavegana hrikalega gaman, fullt af góðum mat, skemmtilegt fólk, bjór og grín. Við hittumst alltaf 1x í mánuði móðurfjölskyldan mín, allir koma með eitthvað, það er bara ákveðið þema og svo er kvöldið í takt við þemað. Mjög gaman. Og mjög góður matur. Við komum ekki heim fyrr en um 10 í gærkvöldi og úff hvað allir voru þreyttir. En í morgun drifum við okkur á fætur, fórum í sund og núna er Gummi að þrífa jeppan sem við erum að fara að skila á morgun. :-( Guðni er sofandi og ég og Einar erum að spjallast á. En fram undan er að það eru bara 2 vikur eftir í kennslu hjá Gumma og bara 2 dagar eftir í skólanum hjá mér. Það eru reyndar um 1.000.000 verkefni eftir en ég rúlla þeim upp. Svo er það bara Árhús næstu helgi. Jey hvað ég hlakka til.

föstudagur, nóvember 14, 2003

Ammæli !Gummi á ammæli í dag, svona hálft stórafmæli 35 ára. Einar Kári og ég fórum í kringluna í gær að kaupa ammælisgjöf. Það var mjög merkilegt. Einar vildi nefnilega kaupa hvíta könnu sem hægt er að setja kaffi í. En það varð að vera spiderman á henni. Við leituðum og leituðum en fundum ekkert í þeim dúr. Þannig að við létum okkur nægja að kaupa nýjustu bókina hans Arnalds Indriða og nýja kaffikönnu. Næsti bær við.
Svo þegar ég kom úr leikfimi í morgun, lagði ég á borðið allskyns kræsingar, við fengum meira að segja gest í morgunmat og úr því varð heljarinnar veisla. Gaman gaman. Við fórum svo í foreldraviðtal upp á leikskóla, þar kom í ljós að Guðni er voðalega fær og duglegur en fylgist kannski ekkert neitt mikið með. En hann er nú ekki orðin 2ja ára þannig að.
Við Guðni fáum að fara með Gumma til Árhús þar næstu helgi, við ætlum að fljúga á föstudeginum og koma aftur á sunnudeginum. Einar Kári ætlar að gista hjá Sigga og Hafdísi á meðan. Hann hefur gott af því að kynnast þeim aðeins. Við hlökkum mjög til að sjá umhverfið og húsið sem við erum búin að kaupa. Spennó.
En annars er ég bara í skólanum að vinna fullt af verkefnum, ekki alveg jafn spennandi, en þarft skilst mér. Jay !

þriðjudagur, nóvember 11, 2003

Benjamín og Daníel.
Hérna eru nýjar myndir af krúttunum. Annars er lítið að frétta, en Gummi er að fara út í Julefrokost til Árhús 21 okt. Hann ætlar að vera frá föstudegi til sunnudags, mig dauðlangar að fara með, en mar gerir víst ekki allt. Og svo vantar okkur líka pössun. En ef það er einhver sem langar rosalega til að hafa strákana yfir helgi..........núna er tækifærið, við erum að fara af landibrott.

mánudagur, nóvember 10, 2003

Frábær helgi.
Þetta er nú búið að vera meiri snilldar helgin. Á föstudagskvöldið höfðum við það huggulegt, laugardagurinn byrjaði á hefðbundinn hátt með íþróttaskóla og grjónagraut. Við fórum síðan í myndatöku til mömmu og pabba. Þau voru sem sagt búin að kaupa ljósmyndara til að koma í Barmahlíðina, þetta tókst allt alveg snilldar vel og ég hlakka til að sjá útkomuna. Um kvöldið komu Sveinn og Unnur í mat, við vorum með hreindýrakjötbollur og þær voru bara hreinasta lostæti. Fyrsta sinn sem við eldum svona gúmmulaði en Jón og Eydís gaukuðu þessu að okkur fyrr í haust. Á sunnudaginn fórum við og kíktum á einn af nýju vinum okkar hann Bjarka. Þvílíka dúllan. Það var auðvitað mikið hlegið og mikið spjallað, gaman að eiga góða vini. Eftir sund komu síðan bekkjasystur mínar þær Arna og Bergdís, með þeim komu auðvitað börn og Halli fékk að fljóta með. Það var líka ótrúlega mikið hlegið og mikið gaman.
Góð helgi með fullt af góðu fólki. Annars fór Guðni til háls nef og eyrnalæknis áðan og annað rörið er dottið út þannig að hann fer í aðgerð 25. nóv n.k. Við fjölskyldan erum eins og langlegu sjúklingar núna þessa dagana, öll að fara til lækna og láta flikka upp á okkur, allt fyrir danmerkurferðina.

laugardagur, nóvember 08, 2003

Barnaland.is
Við erum komin með myndir á barnaland.is undir heimasíður. Við erum svo miklir plebbar að við höfum lás á síðunni þannig að það geti ekki allir kíkt. En passw. er gummitota, alveg eins og netfangið okkar. Frekar auðvelt. Linkurinn er hérna við hliðina á. Kíkið hvað við erum sæt.

fimmtudagur, nóvember 06, 2003

Keppni í nöfnum !
Það er sko hægt að fara í keppni í öllu. Líka nöfnum. Hérna er hægt að sjá hversu margir á íslandi heita sömu nöfnum.
5 sem heita Þórunn Erla.
10 sem heita Einar Kári.
55 sem heita Guðni Þór.
88 sem heita Guðmundur Þór.
Það þarf ekki að taka það fram að ég vann keppnina.

miðvikudagur, nóvember 05, 2003

Veikindi veikindi veikindi.
Einar Kári er ennþá lasinn, grey karlinn. Hann er voða slappur en voða skemmtilegur. Það er svolítið gaman að vera svona heima með veikt barn ef maður gefur sér tíma í að njóta þess. Það skapast skemmtilegar stundir, liggja upp í rúmi og lesa.....um miðjan dag. Leyfa að vaka lengur og vera að lita. Og svo bara að vera að spjalla og vera saman. Mjög skemmtilegar samræður sem myndast.
Guðni fór í leikskólann í dag, en það var hringt í okkur um 12 leytið og þá var hann svo lítill í sér, bara búin að vola og vera voðalega ólíkur sjálfum sér. En hann hresstist nú eftir að hann kom heim. Ég fór hins vegar á Kjarvalstaði með hópnum mínum og það var mjög skemmtilegt. Náðum að rakka niður kennarana og svona. Gummi og Guðni fóru hins vegar til Dóru frænku, sem er nú hálfgerð Dóra amma. Þeir sátu bara lengi og spjölluðu.
En annars er það að frétta að það rignir inn blöðum og pappírum sem við erum að undirrita fyrir húsakaupin. Það er bara allt að gerast. Annars auglýsum við eftir einhverjum til að koma og sitja hjá strákunum svo að við getum fengið smá tíma fyrir okkur. Bara til að skreppa saman í sund. Púff það er svolítið erfitt að eiga svona lasarusa þó að yndislegir séu.

þriðjudagur, nóvember 04, 2003

Pestarbæli.
Heimilið er nú orðið að sannkölluðu pestarbæli, það eru allir meira eða minna veikir. Við gamla settið erum bara slöpp, Guðni er allur að koma til en Einar Kári er roslega slappur. Elsku karlinn. Pensillinið sem ég fékk fyrir Guðna var nú kannski ekkert svo sniðugt. Honum finnst það svo ógeðslegt að hann kúgast þegar hann finnur lyktina og reynir að skalla mann þegar við erum að reyna pína það ofaní hann. Ég hringdi í Björgvin í morgun og útskýrði þetta fyrir honum, sleppti samt að segja að hann reyndi að skalla okkur. Ég held hef þann grun að það geti hljómað furðulega, sko fyrir fólk sem hefur ekki hitt Skassið. En Björgvin skildi þetta mjög vel og sagði; "ég sá það á honum í gær að maður pínir þennan unga mann ekki mikið" Málið var það að ég dró Guðna inn á stofu til hans og Guðni var MJÖG lengi að fyrirgefa mér. S.s langrækin frekja. Humm.
En núna eru bræðurnir að hlusta á Línu langsokk og það er meiriháttar gaman.

mánudagur, nóvember 03, 2003

Veikindi !
Núna eru báðir strákarnir veikir og við erum að verða geðveik !!! Ég fór reyndar með Guðna í morgun til Björgvins og hann lét hann fá penisillin. Best að koma þessum pöddum fyrir kattarnef strax ! Gummi er núna að kenna og ég er heima með drengina, þeir eru alveg að spila út, hvorugur búin að sofa neitt og þeir hlaupa hérna um allt á kuldaskónum sínum. Eins gott að við erum ekki í blokk.
En annars er allt fínt að frétta, ég er að DRUKKNA í verkefnum akkurat núna og það er eins gott að fara að spýta í lofana ef eitthvað á að gerast. Það þýðir ekki að hanga heima og glápa endalaust á stubbana.

laugardagur, nóvember 01, 2003

Laugardagur til lukku.
Þetta er búin að vera skrítinn dagur. Við Guðni sváfum til 11 í morgun. Wow það hefur ekki gerst síðan hann var sýnishorn. Gummi var með Einar í íþróttaskólanum og ég dreif mig í að elda grjónagraut, því að það á alltaf að vera grjónagrautur á laugardögum. -Segir Einar- Ég fór síðan með Einar í sund og svo skruppum við í heimsókn til ömmu Tótu. Guðni greyið er ekki eins slappur og hann er búin að vera, ekki með nema um 5 kommur þannig að við erum bjartsýn á að hann fari í leikskólann á mánudaginn. Núna er Gummi að þvo bílinn og ég er búin að vera að föndra þessi fínu hjörtu á síðuna. Hvernig líst ykkur á ? Ég er auðvitað ekkert að nota tímann í að læra, nei þvílík vitleysa.

föstudagur, október 31, 2003

Guðni ennþá lasinn.
Guðni karlinn er ennþá lasinn, hann volar bara hann er með svo háan hita og honum líður svo ílla. Greyið litla. Mamma engill ætlar að koma hingað í kvöld til að passa á meðan við förum í leikhúsið með Gumma og Hafdísi.
Einar átti enn eitt gullkornið áðan, hann hafði dottið í hálkunni og kom til mín hálf grátandi; "Mamma ég svellaði það var svo mikið gler". Eitthvað að ruglast. En hann er SVO mikið krútt að það hálfa væri nóg.

fimmtudagur, október 30, 2003

Nýtt hús, nýtt plan,nýtt hús, nýtt land.
Það er sko allt að gerast ! Það er semsagt allt komið á hreint, við förum öll saman út þann 12 janúar, leigjum okkur bíl og keyrum í nýja húsið okkar. Ég verð sem sagt fyrstu önnina í fjarnámi og fer svo næsta haust í skólann. Ég verð þar í ár og klára B.ed ritgerðina mína með. Svona er það bara !
En núna er staðan þannig að Guðni er lasinn, mjög lasinn. Og við að fara í leikhús annað kvöld. Mamma ætlar að hafa strákana, ég veit ekki alveg hvernig það fer. Vonum það besta.
Einar Kári átti líka gullkorn áðan í leikskólanum,
kennarinn hans spurði hann ; Hvar er Guðni bróðir þinn ?
Einar; hann er heima lasinn, hann datt nefnilega niður tröppurnar og er með svo mikinn hita.
Mar náttl veit aldrei, hver veit hvað veldur þessum veikindum, ég held samt ekki að það sé málið.

sunnudagur, október 26, 2003

Benjamín og Daníel.
Þeir heita það allra nýjustu vinir okkar. Ég fór í skírnina þeirra í dag og ég er alveg gáttuð á því hvað svona lítil börn geta verið yndisleg. Þeir eru algjör ljós. Sonur Birnu og Fúsa er líka komin með nafn og hann heitir Bjarki. -man ekki hvort að ég er búin að minnast á það- Við erum reyndar ekki búin að hitta hann en við hlökkum mikið til.

föstudagur, október 24, 2003

Búin að selja !
Við erum búin að selja Tunguveginn okkar. Jey ! Mikill léttir, þetta er samt svolítið fyndið af því að það er vika síðan ég hafði samband við fasteignasöluna og það er búið að vera geðveikt að gera !!!! Þvílíkt og annað eins. Þau gerðu okkur tilboð og við komum með gagntilboð sem þau gengust við. Við fáum meira að segja fullt af húsbréfum sem eru á yfir verði núna þannig að... Jey ! Við erum líka búin að finna okkur hús í Árhús, það er á hér undir Riskov og það stendur við Flintebakken. Mjög spennandi. Enda er ég að drepast í maganum af spenningi. Jey !

miðvikudagur, október 22, 2003

Hús til sölu......
Húsið okkar er komið í sölu og síminn stoppar ekki, þetta er eins og járnbrautarstöð allir æstir í að kaupa og skoða. Gaman að því. Við erum líka komin á fullt að kaupa okkur hús í Árhúsum, við erum með konu sem sérhæfir sig í að hjálpa fólki að flytja út. Hún er sem sagt að kaupa hús fyrir okkur. Frekar huggulegt, en markaðurinn er frekar klikkaður þarna úti og við erum búin að missa af nokkrum húsum sem við vorum spennt fyrir. Svona er lífið.

mánudagur, október 20, 2003

Ferðasagan ógurlega.
Þetta var nú meiri ferðin sem við fórum í. Við fórum til London á laugardeginum, frekar spræk. Lenntum í Standsted og tókum leigubíl á krúttlegt hótel. Þar borðuðum við æðislegan kvöldmat og höfðum það huggulegt. Fórum bara snemma að sofa afþví að við þurftum að vakna 4:30 á laugardagsmorguninn. Og við vöknuðum, það vantaði ekki, við fórum niður í lobby að bíða eftir leigubílnum.........sem kom aldrei. Reyndum að vekja næturvörðinn en hann var svo fullur að það var ekki möguleiki á að hann rumskaði. Kl 6 var enginn leigubíll komin og við að fara á taugunum. En í stuttu máli sagt þá misstum við af vélinni, það var lokað á okkur, beint fyrir framan okkur. Jey !! NOT. Það var skælt svolítið, en svo ákváðum við að setja töskurnar í geymslu, drífa okkur inn í London og reyna að redda þessu. Eftir að við fundum netkaffi og komumst að því að það kostaði 600 pund að fara til þýskalands þá var útséð með það að við værum EKKI á leiðinni í brúðkaupið. Gummi hringdi í Kalla þann sómamann og hann reddaði okkur íbúðinni sem þau Guðríður eiga. Þvílík snilld. Við fórum bara á Oxford, keyptum smá, fórum upp í íbúð og höfðum það huggulegt. Eftir að vera búin að leggja okkur smá þá fórum við á Birtish museum, löbbuðum í gegnum SOHO, fórum í London eye, borðuðum indverskan mat og fórum heim og vorum komin upp í íbúið kl 10 um kvöldið og sváfum til kl 9 um morguninn. Frekar úthvíld. Fengum okkur morgunmat, keyptum okkur ferð með túristastrætó, fórum á Museum of art og aftur í strætóinn að túristast. Komum okkur upp á flugvöll og vorum komin hingað heim kl 23 um kvöldið.
Frábær ferð og þó að ótrúlegt sé þá erum við bara ekkert ósátt við að hafa misst af brúðkaupinu. Við fengum svo MARGT rosalega skemmtilegt út úr þessari ferð.

föstudagur, október 17, 2003

Útlönd.
Við erum að fara til útlanda, fyrst er það Lon og don. Fínt það, hlakka til, gistum þar eina nótt og svo förum við til Dússeldorf í fyrramálið. Ekki leiðinlegt. Brjálað partý og stuð í brúðkaupinu -vonandi- kannski að ég nái eitthvað að dusta rykið af þýskunni. En núna er bara að klára ritgerð og svo drífa sig út á flugvöll. Strákarnir verða hjá mömmu og pabba ! Þau eru algjörir englar, og þegar við komum á sunnudaginn verða þeir komnir hingað sofandi, en þá ætlar Kamilla systir að passa. Ég held svei mér þá að ég eigi bestu fjölskyldu í heimi !!!

fimmtudagur, október 16, 2003

Verkefnavinna.
Sit hérna heima og er að gera verkefni......ég nenni því ekki. Vandamálið er að ég veit alveg hvað ég á að skrifa, ég bara nenni þessu ekki. úff og púff. Það var hringt í mig úr leikskólanum og Guðni hafði óvart fengið mjólk. Ég röllti yfir en það var ekkert að sjá á piltinum. Vonandi er þetta að eldast af kappanum. Það væri nú ekki leiðinlegt ef þetta væri farið áður en við förum út til DK. Best að pannta tíma hjá lækninum.

þriðjudagur, október 14, 2003

Slúberta blogg.
Ég er nú meiri slúbertinn, ekkert búin að skrifa lengi lengi.... það virkar allavegana þannig afþví að það hefur svo mikið gerst. Gummi kom heim á laugardeginum og um kvöldið komu krakkarnir í mat. Það var mikið gaman og mikið grín. Berglind og Ómar komu með súpu í forrétt og hún var alveg ótrúlega góð!!! Jömmí Í aðalrétt var rostbeef með de hele, heimalagaðri bernesósu og alles og Óli kom með eftirréttinn, köku sem eins og nammi. Svo var drukkið mikið vín og sagðar margar sögur. Ekki leiðinlegt það. Daginn eftir fórum við til Berglindar og Sigga með kalt rostbeef og fengum okkur sveittar samlokur sem var alveg í takti við líkamlegt ástandið á fólkinu. Þegar allir voru búnir að leggja sig þá fórum við í sund og svo beint í mat til Hrundar og Kristjáns. Þar var alveg tekin pakkinn. Frekar fínt.
Á mánudagsmorguninn var svo hringt frá DK og við boðin velkomin. Við erum mjög spennt, núna erum við bara að reyna finna út úr því hvað við þurfum að gera áður en við förum út. Ég er líka að reyna að vera í skólanum og Gummi í vinnunni, sjáum til hvernig það gengur. hehe

laugardagur, október 11, 2003

Myndir af nýjustu vinum okkar.
Hérna eru myndir af nýjustu vinum okkar, tvíburum Jóns og Eydísar. Þeir eru að fara heim í dag rúmlega viku gamlir. Við hlökkum til að kynnast þeim betur og vonum að þeim gangi allt í haginn.
En annars er það að frétta af okkur að Gummi kemur heim frá danmörku í dag. Það er orðið opinbert að fyrsta tungumálið hans Guðna verður danska. Við giskum á að hann eigi eftir að segja "en öl" áður en að langt um líður. Spennandi. En í kvöld erum við með matarboð, nokkrir vestmanneyjingar. Það verður fjör ef ég þekki þetta fólk rétt.

föstudagur, október 10, 2003

Læknaheimsóknir.
Þetta er nú búin að vera meiri dagurinn. Gummi fór út SNEMMA í morgun þannig að ég var ein með strákana. Ég var nú svosem ekkert að vorkenna mér það. En Einar fór í heyrnarmælingu í dag og það gekk svona glimrandi vel, drengurinn heyrir bara allt. Hann var svo duglegur að ég fæ bara tár í augun. En semsagt það vantar bara uppeldi á barnið. Hehe.
Þegar ég kom í leikskólann þá höfðu þær svo miklar áhyggjur af Guðna því hann haltrar ennþá svo mikið. Ég fór með hann á slysó og það var ekkert að krakkanum. Hann orgaði hins vegar eins og LJÓN á leiðinni út því að við höfðum fengið að bíða inni í leikherbergi og það var SVoooooooooo mikið af spennandi dóti. Það er víst ekki oft sem maður fer með börnin grenjandi Út af slysó.

fimmtudagur, október 09, 2003

Andleysi.
'Eg er ótrúlega andlaus eitthvað þessa dagana. Er í skólanum og það er ótrúlega gaman. Fórum á kaffihús með félagsfræðikennaranum okkar í dag. Snilld. Guðni datt niður tröppurnar í morgun og er haltur. Hann er búin að vera heima með pabba sínum í dag, en ég í verkefnavinnu. Það er mikil og stór verkefni framundan og ég hlakka bara til að fást við þau. Gaman að því .

sunnudagur, október 05, 2003

2 klst.
Einar sat við matarborðið í 2 klst til að klára matinn sinn. Frábært !!


ble ble ble.
Þetta er búin að vera svona ble dagur. Þegar strákarnir voru farnir að fara nógu mikið í taugarnar á okkur til að drífa okkur út þá fórum við í göngutúr. Löbbuðum upp í Mosfellsbakarí -sko það sem er á Háaleitisbrautinni- og aftur heim. Strákarnir fengu snúð og kruðerí. Fínt það. Komum heim borðuðum hádegismat, lögðum okkur................... og fórum í heimsókn til ömmu þegar við vorum að verða geðveik á piltunum. Fyrirmyndar foreldrar. Vorum þar í svolitla stund, fórum með þá út að príla í klettunum og flækjast í skóginum. -Smá blettur sem er fyrir utan hjá ömmu, en hefur óendanlegt aðdráttarafl fyrir drengina. Komum heim, elduðum mat.........og klst seinna situr Einar ennþá við matarborðið. Varla búin að snerta matinn. Taka skal fram að það er uppáhaldis maturinn í boði. Pasta með hakki og tómatsósu. Jömmí.

laugardagur, október 04, 2003

Íþróttaskólinn og sund.
Fastir liðir eins og venjulega, fórum í íþróttaskólann í mogun. Guðni sló alveg í geng í frekjunni, hennti sér í gólfið í hvert sinn sem hann fékk ekki e-ð sem hann vildi. Humm. Skil ekki hvaðan krakkinn hefur þetta skap. En hann var voðalega duglegur að gera það sem hann á að gera og hann skemmtir sér konunglega. Mikið grín mikið gaman. Einar Kári er hinsvega aðeins óþekkari í sínum íþróttaskóla. Hann nennir ekki að hlýða. Ég held þó alltaf í vonina að þetta sé kannski frekar það að hann heyri ekki hvað maður segi við hann heldur en það að hann sé svona óþekkur. Er meira að segja að fara með hann í heyrnarmælingu á föstudaginn. Nú ef í ljós kemur að krakkinn er bara óþekkur þá verðum við bara að gera e-ð í því. Eins og t.d að nota eitthvað af þessum dásamlegu uppeldisaðferðum sem ég læri í skólanum. Ég get líka sennt Gumma á námskeið í uppeldi barna. Ég held bara svei mér þá að ég geri það frekar heldur en hitt. Þá er þetta ALLT á Gumma ábyrgð en ekki mína.
En anyways þá fórum við í sund eftir bjúti blundinn sem við fengum okkur í hádeginu. Ég fékk að velja og valdi Laugardalslaugina. Það var frekar gaman. En strákarnir voru aðeins of æstir í rennibrautina. Gummi var líka svo ánægður með hana að sundbuxurnar hans rifnuðu utan af honum. Og það fannst mér EKKI leiðinlegt, loksins var komið að því að hann gerði sig að fífli. Yfirleitt er ég sko fíflið. En það var enginn í sundi -því miður hehe- þannig að það voru fáir sem voru vitni að þessari strippsýningu. En bara þannig að það sé á hreinu þá var buxunum hennt, þannig að það verða engar endursýningar.
Núna er drengirnir sofnaðir, Gummi er úti að hlaupa og ég er að DREPAST úr leiðindum. Ekki gaman.

föstudagur, október 03, 2003

Vinir.
Við erum rík af vinum en á síðustu dögum erum við búin að eignast 3 nýja vini, hvorki meira né minna. Birna og Fúsi eignuðust strák að morgni 2.okt. Hann var fljótur í heimin og dreif sig að þessu á 90 mínutum. Við vitum ekki enn hvað hann heitir en hann var 14 merkur og 50 cm.
Eydís og Jón eignuðust 2 stráka í nótt -3.okt- Annar var tekin með sogklukkum en hin með keisaraskurði. Þeir voru 11 og 12 merkur. Við vitum heldur ekki hvað þeir heita en okkur skilst á foreldrunum að þeir séu mjög ólíkir.
Við óskum þessum nýju vinum okkar og foreldrum þeirra alls hins besta. Það verður ekkert smá mikið fjör í kringum okkur næstu árin.

miðvikudagur, október 01, 2003

Lóa spákona.
'A mánudaginn fór ég með Eydísi út að ganga, hún er ennþá kasólétt og er að reyna að ganga börnin úr sér. Ekkert gengið enn ! En allavegana fórum við út í Nauthólsvík í ansi hressilegan göngutúr. Hrikalega hressandi í góðu veðri. Við settumst inn á Kaffi Nauthól og fengum okkur kaffi. Þar sat líka Lóa spákona og var að spá fyrir fólki. 'Eg er nú svona frekar mikil efasemdarmanneskja að eðlisfarið og hef því aldrei farið í neitt svona en Eydís plöggaði þetta svo flott að allt í einu var ég komin með spil í hendi og var að stokka fyrir Lóu spákonum. OMG ég fæ bara gæsahúð yfir öllu sem hún sá; m.a flutninga, peninga, annað barn og það fyndnasta var að hún sá ferðina okkar út til Þýskalands. " Ertu að fara í stutta helgarferð " ég já. "Ertu kannski að fara út í brúðkaup ?" ég ferlega aumingjaleg ; já. En svo var auðvitað fullt af öðru , jarðaför, mikið að gera í prófunum -döh-, mikil jólamanneskja -enn meira döh-, Lottóvinningur -döh, en ég fór nú samt og keypti, hehe- og allskonar svona. Svo sá hún líka alla æðislegu vini mína sem eru svo frábærir og auðvitað Gumma sem er náttl algjör moli. "Þú er greinilega Mjög vel gift" ég gat ekki annað en samþykkt það, hún sagði þetta reyndar líka við Eydísi vinkonu. En ég meina HEY við erum náttl ekkert eðlilega vel giftar. ;-p
Gaman gaman. Mæli með Lóu spákonu sem er á kaffi Nauthól á mánudögum milli 15 og 17.

sunnudagur, september 28, 2003

Karíus og Baktus.
Við sátum við borðið og vorum að ræða Karíus og Baktus. 'Eg var að lesa bókina fyrir Einar og hann var alveg heillaður af þeim félögum. Hann varð nú reyndar svolítið hræddur við þá og þegar pabbi hans bauð honum upp á súkkulaði. "Koma þá ekki Karíus og Baktus og verða með læti" Pabbi hans gat sannfært hann um ef hann burstaði tennurnar vel þá væri allt í lagi að borða smá súkkulaði. Svo sátum við og vorum að spjalla um þá félaga og hann var að telja fyllingarnar i tönnunum á okkur foreldrunum. -Við skulum ekkert tala um hvað þær voru margar- Hann er ekki par ánægður yfir því að vera ekki með svona hús í tönnunum eins og foreldrarnir. SVINDL.
Ammæli ömmu.
Í morgun fór Gummi með strákana í sund, þvílík sæla fyrir mig að vera hérna ein í kotinu. Þvílíkt stuð. Eftir hádegi löbbuðum við niður í Barmó. Mamma var að halda upp á 46 ára afmælið sitt, það var þessi þvílíka veisla. Brjálað stuð og margir gestir. Ji hvað það var gaman. Skora á mömmu að halda oftar svona boð, gaman að hitta skemmtilegt fólk. Við stoppuðum reyndar bara í klukkutíma sem var nú bara fínt afþví að strákarnir voru ennþá góðir og sætir þegar við fórum. Ekki orðnir tjúll. En við söknuðum nú samt Júlíu Kristínar og Ninju, en þær voru hjá pabba sínum. :-(
Einar í leikfimi !
Einar fór líka í leikfimi með pabba sínum. Þetta er sama leikfimin og hann var í síðusta vetur þannig að hann er þokkalega vanur. Þarna voru 4 vinkonur hans úr leikskólanum, hann var nú ekki lítið ánægður með það. Annars var hann ekki alveg nógu duglegur að hlýða þjálfaranum en það kemur vonandi núna með haustinu.
Við fjölskyldan kíktum niður í bæ, Einar átti smá pening -100 kr- og hann vildi endilega bjóða okkur upp á eitthvað. Við fórum í búðina með bleika svíninu og þar keypti hann snúða, ekki dónalegt !!!. Við vorum samt aðallega að fara og kaupa ammælisgjöf handa mömmu, en það sem við ætluðum að kaupa var ekki til -vil ekki skrifa það í bloggið, er of hrædd um að hún lesi það- Þannig að hún verður bara að fá smá bakkelsi frá okkur í dag og svo gjöfina seinna.
'Eg svaf varla í nótt mig var svo mikið að dreyma Eydísi vinkonu sem á von á tvíburum. Mig dreymdi svona mikið að hún væri búin að eiga tvo fína stráka. Sjáum til !!!!!!!!!

laugardagur, september 27, 2003

Baby leikfimi.
'Eg fór með Guðna í svona baby leikfimi í morgun. Það var ótrúlega gaman. Fyrst var upphitun í sal og svo var farið í þrautir. Hann var þvílíkt að fíla þetta í ræmur og ég líka. Andri Snær og mamma hans voru líka að sprikkla. Þetta verður stuð. Núna eru Gummi og Einar í sinni leikfimi ! :-)

föstudagur, september 26, 2003

Hvolpafull læða.
Við vorum að keyra áðan að sækja strákana þegar við sáum kött sem var eitthvað aðeins þung á sér. Gummi var fljótur til ; " Kisan þarna er greinilega hvolpafull " Halló !!!!!
Föstudagar eru sæludagar !
Föstudagar eru fjölskyldudagar, þá erum við öll þreytt eftir vikuna og höfum það kosí öll saman. -eða reynum það- Við gerum okkur einhvern dagamun, pönntum okkur mat og horfum á vídeó. 'i kvöld ætlum við gömlu hjónin að fá okkur Subway en strákarnir barnabox frá Macdonalds
Mjög huggulegt að sleppa við matseld og vesen.
Annars er það að frétta að strákarnir byrja í íþróttaskólanum á morgun, Guðni fer í smábarnaleikfimi sem er fyrir börn á aldrinum 18-24 mánaða. Við förum allar í saumó. Gaman að því. Einar Kári fer eins og síðasta vetur í íþróttaskóla hérna upp í Réttó. Það verður fínt fyrir þá að fá útrás. Sérstaklega þegar það verður kaldara og minna hægt að fara út á róló. Já svona er það !

þriðjudagur, september 23, 2003

Júlía Kristín og Ninja
Eru í heimsókn. Við Einar fórum og sóttum þær í dag í leikskólann þeirra Klambra. Einari fannst það ÆÐI að fá að fara með að sækja frænkur sínar. Hann var reyndar ekki alveg að ná því að leikskólinn þeirra heitir ekki Garðaborg heldur Klambrar, hann bjó til nýtt nafn sem er svona mitt á milli, Klambraborg !!!
En allavegana þá er búið að vera rosalega gaman að hafa þær í heimsókn, strákarnir eru bara auðveldari ef eitthvað er......... humm. 'I kvöldmat átti að vera lifrapylsa, kartöflustappa og rófur, en húsmóðirin (ég) misreiknaði mig aðeins á suðutímanum !!!!!!!!!!! Bara dæmigert ég ! Þannig að börnin fengu pulsur og kartöflur í staðinn. Þau voru hæðst ánægð með það, allavegana borðuðu gestirnir vel. OMG ég hef aldrei séð svona lítið barn eins og Júlíu Kristínu borða, hún borða 2 pulsur, fullt af kartöflum, tómat og svo 'IS. 'Eg skil ekki hvar hún geymir allan þennan mat. Einar Kári sem er svona sirka helmingi stærri en JK gat varla borðað eina pulsu......... jáhá svona er það. 'Eg bara skil þetta ekki eins og mér þykir gaman að borða !

sunnudagur, september 21, 2003

Amma góða.
Allt í einu upp úr þurru sagði Einar Kári "mig langar svo að hitta ömmu" Við reyndum fyrst eitthvað að eyða þessu enda ný komin heim, en þegar hann sagði "mig langar svo að hitta hana, hún er svo góð" þá náttl bráðnuðum við og drifum okkur út í bíl. 'I Barmó var vellandi stuð að venju, pabbi var ný komin frá Finnlandi og alles. Allavegana þá fóru strákarnir út með töskur sem amma góða hafði keypt handa þeim. Mar er alltaf að græða.......... Einar Kári var nú ekki par ánægður með að fara heim, en það endaði þannig að ég lofaði að sækja frænkur hans á þriðjudaginn þannig að þau geti leikið sér almennilega saman. En Einar er svo ánægður með töskuna að hann fór strax með hana upp og fyllti hana af lífsnauðsynlegum bókum, og svo döslaðist hann með hana út um allt. Það er hrikalega krúttlegt að sjá hann burðast um með tösku sem er svo þung að hann ræður varla við hana. En allt fer taskan, meira að segja inn á bað þegar hann var að fara að pissa. !!!!!!!!

Gudmundur Thorunn og Lina.

Guðmundur, Þórunn og Lína.
Við lágum upp í rúmi á föstudagskvöldið, ég og Einar Kári. VIð vorum að spjalla saman svona rétt fyrir svefnin. Það koma oft mjög skemmtilegar samræður. Hann er búin að vera á skeiði að kalla okkur Gumma og Tótu. Mjög fyndið, sérstaklega í sundi og svona. Ehem. En ég var að segja við hann að ég heiti Þórunn og pabbi heiti Guðmundur, hann horfði á mig og sagði;"já ég veit, ég heiti líka Lína ekki bara Einar" ég varð alveg kjaftstopp, ég meina halló !

sund kaffiboð og bíó.

Sund kaffiboð og bíó.
Fín helgi eins og venjulega, við fórum í sund í gær og þrátt fyrir veðrið var ótrúlega gaman. Það er bara meira fjör ef það er smá vindur sem rífur í mann. Við gerðum heiðarlega tilraun til að fara niður í bæ og sjá sniðuga dagskrá en eftir að það kom haglél þá fengum við nóg. Ekki dettur mér í hug að það hafi verið margir að sjá Línu og félaga. En hver veit. Við fórum svo til mömmu og pabba og tróðum okkur þar í kaffiboð sem ekki var búið að bjóða okkur í. Þar var þessi ægilega fína Betty súkkulaði kaka. Um kvöldið komu Gummi og Hafdís í mat og það var svona ægilega mikið stuð.
'I morgun fór Gummi með strákana út á róló, það var víst ansi hvasst hérna upp á hóli, en þeir ljómuðu allir þegar þeir komu inn. Eftir að við vorum öll búin að leggja okkur fór ég með strákana í bíó þar hittum við Hafdísi og 'Ola. Gaman að því, ég verð nú alveg að viðurkenna að mér finnst svona sérhannað bíó fyrir börn ömurlega leiðinlegt, en ég læt mig hafa það. Eftir að hafa keypt bakkelsi í Hagkaup komum við heim og glöddum Gumma sem var búin að sitja sveittur og vinna.

föstudagur, september 19, 2003

Bonni !

Ljósmyndun !
Við vorum að koma úr myndatöku hjá Bonna og hann er svo flottur. Það er alveg sama hversu hrikalegri strákarnir eru þá eru myndirnar alltaf ótrúlega flottar hjá honum. Þetta er í fimmta skiptið sem við förum til hans og það verður ekki næst fyrr en að strákarnir fermast ! Flott það. En allavegana mættum við á staðinn og þá fór Einar Kári strax að suða um bílinn sem hann fékk að vera í þegar hann var um 1 árs. Sko í myndatökunni. Við erum auðvitað oft búin að skoða myndirnar og þegar hann var yngri þá sagði hann alltaf "lesa Einar" og það var sko að skoða Bonna myndirnar. En allavegana var þetta alveg kostulegt, Guðni tók kast og alles. Við ætluðum að vera æðislega sniðug og láta taka mynd af okkur öllum en það tókst ekki betur en svo að Guðni grenjaði eins og ljón og Einar var að bora í nefið ! Næs ! En við hjónin vorum hins vegar eins og flottustu fyrirsætur, hehe.
Núna eru þeir búnir að borða eitt barnabox per mann og eru að horfa á Tvið. Ekki amalegt það.fimmtudagur, september 18, 2003

bleh !

Bleh bleh bleh !
'Eg er heima í dag. Er að drepast í maganum. -nánari lýsingar á magaverknum fást í síma 562 4818/698 1812- En ég er semsagt ALEIN heima og er búin að vera massa fullt af verkefnum fyrir skólann. Núna er ég að hugsa um að skella mér í eitt stykki ritgerð í barnabókmenntum. Er það ekki alveg rakið. Annars fer alltaf ótrúlega drjúgur tími í að hanga í tölvunni, ég bara skil þetta ekki................... hum

þriðjudagur, september 16, 2003

Fréttir !

Fréttirnar
eru núna á báðum stöðvum á sama tíma.............. hvaða rugl er það. Dettur virkilega einhverjum í hug að maður horfi á annað en rúv. Þetta ruglar alveg skipulagið, þetta var orðið svo svakalega fínt. Koma heim um 4, leyfa strákunum að horfa á eina góða ræmu, sörfa aðeins á netinu á meðan drukkinn var kaffibolli, farið að taka til kvöldmat, gefa skrímslunum að borða, ganga frá, hella aftur upp á kaffi, ( já ég veit 'EG DREKK MIKIÐ KAFFI) setjast niður, horfa á 2, horfa síðan á 1, hátta, bursta, lesa og svæfa. En núna er allt í rugli, ég get ekki einu sinni bloggað um það ég er svo miður mín.............. ALGJÖRT RUGL. 'Eg fíla ekki breytingar en ég fíla Línu !

sunnudagur, september 14, 2003

ehem !

Smá slys
Varð á tjörninni í dag. Við fórum snemma út, það er svo gaman að vera með þeim fyrstu niður á tjörn. Þá eru endurnar svo svangar að þær hakka í sig. Allavegana þá var æðislega gaman, það þarf reyndar að passa Guðna rosalega vel, hann var alltaf komin hálfur ofaní. 'I bókstaflegri merkingu............... Það voru komnar alveg massa margar endur þegar allt í einu heyrist splass og þær flugu allar í burtu.............af því að kerran okkar hafði dottið í. OMG við hlógum svo mikið, þetta var eins og lélegur brandari. Gummi fiskaði hana upp úr og gat undið eitthvað úr henni. Svo gátum við sett hana í skottið, það vildi svo heppilega til að við vorum með fullt af dagblöðum í skottinum, þannig að við gátum sett undir rennandi blauta kerruna. Það fyndnasta var samt að strákarnir kipptu sér ekkert upp við þetta, þeim fannst MJÖG eðlilegt að við skyldum henda kerru út í tjörn. Við erum greinilega mjög uppátækjasamir foreldrar !!!!
Eftir hádegi fórum við Einar Kári með mömmu, Júlíu Kristínu og Ninju á Línu Langsokk allt í boði mömmu. Takk fyrir okkur ! Það var ótrúlega gaman, ég hló ekkert minna en krakkarnir. 'A tímabili leið mér eins og það gæti ekki verið leikari að leika Línu, þetta var bara alveg eins og ég held að hin "eina sanna" Lína er. Eftir Línu buðum við í Línu pönnsur og gaman. Guðni og Gummi skemmtu sér líka vel í fjarveru okkar, þeir rölltu saman niður í Hagkaup og keyptu sér FULLT af nammi. Gott hjá þeim.
Núna eru strákarnir farnir að sofa, Gummi í bíói með Hemma og ég á að vera að læra. Humm

laugardagur, september 13, 2003

Ammæli.

Ammæli og fleirra.
Við fórum í ammæli áðan til Birgittu. Þetta var svona Bruch og það var æðislega gaman. Reyndar fullmikil læti í börnunum fyrir minn smekk, en þar sem það voru bara börnin mín sem voru með læti þá get ég mjög lítið sagt. Humm. Núna eru allir búnir að sofa, Gummi upp í FG og ég að reyna að klambra saman ferðinni okkar til þýskalands í október. 'Eg held að við lendum þessu þannig að við förum til London, gistum þar eina nótt á einhverju subbuhóteli, fljúgum á ókrstinlegum tíma til Dússeldorf, förum í brúðkaupið, gistum þar og fjúgum svo þaðan til London og svo heim. Held að þetta verði bara fínt. Svona smá honnímún fyrir okkur hjónin. 'Utskriftargjöfin okkar. Jey !

föstudagur, september 12, 2003

Diddi frænka.
Diddi frænka passaði í gærkvöldi. Hún er ótrúlega frábær pössunarpía :-) Allt til í að passa strákana. Takk fyrir að vera svona góð og dugleg.

Byssur !
'Eg er og hef alltaf verið á móti stríði og hernaði. Mér finnst alltaf hálfóhuggulegt að þjálfa fólk upp í að drepa annað fólk. 'Eg hef nokkrum sinnum lennt í því að lenda inn í miðri þvögu af mótmælendum -sko þegar við bjuggum í danmörku um árið- og ég verð alltaf ótrúlega hrædd þegar ég sé löglegumenn með byssur, kylfur og önnur barefli. Yfirleitt eru svona 10 löggur á hvern mótmælenda. Allavegana þá fórum við á Bloody sunday í gær og ég er ennþá að jafna mig. 'Eg skrifa meira um það á eftir. 'Eg verð víst að fara í verklegan nátturufræði tíma. Bjakk

fimmtudagur, september 11, 2003

Bíó !
Við erum að fara í bíó. 'Eg er dyggur lesandi mbl.is og er alltaf vinnandi einhverja bíómiða. Gaman að því. Við erum að fara á Bloody sunday með Hafdísi og Gumma. Það verður örugglega gaman. 'Oli Boggi og Sveinn komu í heimsókn í gær............þó ekki saman. Það var mikið gaman mikið grín. Við erum að hugsa um að skella okkur í brúðkaupið þeirra Jans og Dilekar sem verður í þýskalandi 18 okt. Er það ekki bara frekar fínt ?

mánudagur, september 08, 2003

tom leidindi.

Tóm leiðindi á sunnudegi.
Ok kannski ekki tóm leiðindi en samt....... Sunnudagurinn var nebbl skrítinn dagur. Aldrei þessu vant fórum við ekki út fyrir hádegi, heldur lágum eins og skötur hérna heim. Veðrið var ekkert spennandi, rigning og leiðindi. En það var til þess að drengirnir, sem eru eins og hundar sem þarf að viðra reglulega, voru hundleiðinlegir. Eða þannig sko. Við drusluðumst svo út eftir hádegi, löbbuðum til Hrundar og Kristjáns. Það var fínt, en drengirnir voru eins og 100 börn. Geri aðrir betur. Þegar við höfðum fluið þaðan heim, komu tengdó í mat. Gummi snilli var með þessa þvílíku steik í matinn. Drengirnir voru eins og ég veit ekki hvað.
Sem sagt svona til að draga þetta saman þá eru þeir litil regludýr sem þurfa að fara út og láta viðra sig 2x á dag. OG hana nú. Það er auðvitað okkur foreldrum að kenna ef það klikkar. Humm.
Annars vorum við að koma úr sundi, það er ekki annað hægt en að nýta þetta góða veður. Namm namm

sunnudagur, september 07, 2003

Myndaalbúm.

Myndir !
'Eg var að setja link hérna á myndir. Stafrænamyndavélin er alveg að gera sig ! ho ho.
Sveinn og Unnur komu í mat í gær og það var ótrúlega gaman. Maturinn var algjör snilld ! Við hlógum út í eitt, mjög gaman.

laugardagur, september 06, 2003

Sund og sager.

Sund og MacDonalds.
'Eg fór með strákana í sund, við fórum eins og venjulega í Grafarvogslaugina. Mamma, amma, Júlía Kristín og Ninja slógust í hópinn. Það var meiriháttar stuð. Eftir sundið fórum við síðan í boði mömmu á MacDonalds. Takk fyrir okkur. 'Eg var stabíl og fékk mér bara kaffi. Dugleg dugleg.

Gummi kokkur.

Dr Gummi meistarkokkur !
Gummi er og hefur alltaf verið snilldarkokkur. Núna á eftir erum við að fá Svein og Unni í mat. Það verður nú gaman. Gummi er búin að vera að föndra við að gera heimatilbúið pasta. Fúsi, Birna, Sivva og Geiri gáfu honum pastavél í útskriftargjöf og núna heyrist mér á kappanum að það verði heimatilbúið pasta á borðum allar næstu helgar. Namm namm.

Ný tölva.

Tölvan dó.
Gamla tölvan okkar dó. Blessuð sé minning hennar. Hún var búin að lifa góðu og farsælu lífi í 3 ár. Hún var orðin mikill garmur undir það síðasta, lyklaborðið var orðið lélegt, músin ónýt og greyið búin krassa einu sinni. Þannig að það var keypt ný tölva á 3ja ára raðgreiðslum. Já há svona er lífið á Tunguveginum.

Bowling for columbine.

Bowling for Columbine.
Er frábær mynd. Algjör snilld ! Fólkið sem kemur fram í myndinni er svona fólk sem maður sér alveg fyrir sér sem "týpiska" ameríkana. Feitir og vitlausir. Sorry mér finnst þetta bara sorglegt hvað þessi þjóð er ílla farinn og fer ílla með aðrar þjóðir. Kannski er þetta eins og með börnin -ég er auðvitað öll þeim- barn sem er barið í æsku ber önnur börn og er líklegra til að berja sín börn. En ég mæli sem sagt hiklaust með henni.

miðvikudagur, september 03, 2003

Feminstahitt.

Feministar
Ég fór að hitta feminista í gær það var ótrúlega gaman og fróðlegt. Hérna eru myndir þaðan. Eins og fyrri daginn þá finnast fínni myndir af mér. En við erum búin að fjárfesta í stafrænni myndavél þannig að það fer nú kannski eitthvað að glæðast í þeim málum. Sko með "góðu" myndirnar. En annars er það að frétta að skólinn er byrjaður, kannski ekki alveg kom á fullt en ég er líka á FULLU að njóta þess að vera í smá fríi. Við hjónin erum líka búin að vera skipta og skila gjöfum. Búin að eignast FULLT af nýju dóti. Jey gaman gaman!

Myndir ur doktorsvorn.

Myndir úr doktorsvörninni.
Hérna eru myndir úr vörninni ! Sjáið hvað maðurinn minn er áberandi sætastur :-) Hann les þetta hvort eð aldrei þannig að. Ég hef hinsvegar alveg séð sætari myndir af mér !

laugardagur, ágúst 30, 2003

Dr Gummi !

Dr Gummi !
Gummi stóðst prófið með glans, þetta var nú kannski smá sýning. Karlar í skikkjum og svona. En þetta var flott og ótrúlega gaman að fylgjast með svona athöfn. Það þarf auðvitað ekki að taka það fram að Gummi glansaði í gegnum þetta. Algjör snilli. En dagurinn var svolítið skrítinn, fórum með strákana snemma á leikskólann og við fórum svo beint í reddingar. Keyrðum með búsið niður í Víkingsheimili, þar sátu nokkrir fullfrískir karlmenn að horfa á bold and the bjútiful. -ég meina um hvað erum við að tala !!!! Helló ! Ég er að enn að jafna mig eftir þessa skelfilegu reynslu. En annars gekk bara allt vel, ég fór í greiðslu hjá Óla, við fórum á Holtið í hádeginu ég fékk mér hrefnu og OMG hvað þetta er góður matur !!!!!!!!!! En allavegana byrjaði vörnin kl 2 og var í tæpa 2 klst. Svo var okkur boðið í glas hjá rektornum. -Það þykir víst fínt ! Mamma og Pabbi sóttu strákana í leikskólann og við vorum komin í veislusalinn um 5 leytið. Þetta var allt algjör snilld, það heppnaðist ALLT ótrúlega vel. Maturinn var meiriháttar þeir elduðu og mér skilst að maturinn hafi verið mjög góður.-Lystin var ekkert sérlega mikil. En ræðurnar voru frábærar, krakkarnir voru mikil prýði, og ég held að allir hafi skemmt sér vel. Við dróum með okkur heim nokkra eðlisfræðinga og héldum VILLT partý. Losnuðum við fólkið um 1 leytið eftir að hafa opnað pakkana. Öhöm ég mæli ekki með því að pakkar séu opnaðir eftir svona marga bjóra :-$. En við vöknuðum hress í morgun, skúrðum og tókum til. Reyndum að sofa en við sökuðum svo strákanna þannig að........... En núna sitjum við og erum með fjölskyldupartý, búin að fara í sund, komin með snakk í skálar og erum að horfa á Tarsan. Jibbý!

fimmtudagur, ágúst 28, 2003

Allt ad gerast !

Stóri dagurinn !
er á morgun, wow hvað það er búið að vera mikið stress í dag. Ég er búin að vera á 1.000.000 í allann dag. Keyrði karlana í morgun, sótti borð, fór í kringluna og fékk lánað fullt af fötum sem ég fór síðan með heim til Eydísar þar sem ég mátaði átfittin og hún kommentaði. Ekki slæmt að eiga tískudrottingu sem vinkonu. En niðurstaðan er semsagt að ég verð í svörtu buxnadragtinni út HM, þvílíku pæjuskónum og rauðröndóttum bol úr polaren og pyret. Mér líður mikið betur með að þetta er allt komið á hreint.............. hehe. Gummi er líka búin að vera þvílíkt duglegur, hann fór og hitti Grissen sem er annar andmælandinn hans. Það gekk bara vel og Gumma leist bara vel á karlinn.
Við fengum Opelin okkar aftur og það er æðislegt að keyra hann, ég fíla kraftmikla bíla. Núna er strákarnir litlu farnir að sofa, Gummi að æfa sig í síðasta skiptið fyrir vörnina. En annars er planið að fara snemma að sofa í kvöld og sofa vel og lengi. zzzzzzzzzzzzz

miðvikudagur, ágúst 27, 2003

Namm namm.

Veðrið er frábært !
Það er ekki hægt að vera annað en súper glaður. Fyrsti dagurinn í fríinu er búin að vera ALLT of fljótur að líða. En ég er búin að hjóla út um allann bæ. Fyrst í klippingu til Óla Bogga, og núna er ég orðin uber blond. Beygluhúsið og kaffi með Eydísi á Súfistanum. Þegar ég kom heim dró ég Gumma frá bókunum og við sóttum strákana í leikskólann og drifum okkur í sund. Það var ótrúlega gaman. Pizza Hut er hverfispizzubúllan okkar og það var þetta fína tilboð í gangi þannig að við skelltum okkur á pizzahlaðborð. Frekar huggulegt. Þurftum þar að auki ekkert að borga fyrir strákana eftir að hafa sannfært starfsfólkið um að þeir borðuðu hvort eð er svo lítið ! hehe.
En núna er ég dottin í bakstur og fínerí. Allt fyrir veisluna............

þriðjudagur, ágúst 26, 2003

Buin i vinnunni.

Hætt að vinna ¨!
Jebbs ég er hætt að vinna í bili. Það var fín tilfinning að baka köku í gærkvöldi og kveðja liðið. Þetta er búið að vera meiriháttar sumar í allastaði. Það er ómetanlegt að fá svona góða reynslu, þetta er á við mörg á í skólanum. Minnst á skólann: arg ég er að verða geðveik á að það eru ekki komnar stundatöflur. ARG. En annars er bara undirbúningur fyrir veisluna framundan. Baka og redda. Úff gaman að því !

mánudagur, ágúst 25, 2003

Ótrúleg gaman !
Það er búið að vera ótrúlegt stuð um helgina. Á laugardaginn var Gummi auðvitað að vinna, en ég gat platað ömmu Tótu með mér í Húsdýragarðinn. Það var frábært, það er ótrúlega mikið nýtt komnir litlir grísir og allt. Hrikaleg krútt. En allavegana eftir að mér hafði tekist að DRAGA Guðna út þá sofnaði hann í bílnum. Við keyrðum ömmu heim og lögðum okkur síðan öll. Eftir hádegi þegar allir voru orðnir hressir ákvað ég að troða mér í heimsókn þrátt fyrir að mamma væri að vinna og pabbi væri út á landi að djamma. Það var ekkert sérstaklega gaman. Einar og Guðni voru eins og 2 risaeðlur þarna nálægt prinsessunum litlu Júlíu Kristínu og Ninju. Bjakk. Það endaði með því að ég hljóp með þá út á róló þar sem þeir gátu hlaupið sykurinn úr sér. Það var sko kók og kaka í boðinu. Ekki alveg nógu sniðugt ! hehe náttl allt mér að kenna. Um kvöldið gerðum við Gummi svo heiðarlega tilraun til að horfa á Cicago. Eða þetta var svona:
Gummi; Ég tók mynd.
ég; Nú frábært !.
Gummi; Já Cicago, við getum farið upp á þú getur sofnað yfir henni. :S frekar halló. Anyways. Ég sofnað allavegna fljótt yfir henni !
Sunnudagurinn.
Ble.......aldrei þessu vant fórum við ekki út fyrir hádegi þannig að það voru allir orðnir frekar pirraðir. En við fórum í sund, í snildar sundlaug í Grafarvoginum. úff hvað var gaman. Guðni ætlaði að tapa sér þegar hann fattaði að hann flaut alveg þegar hann var með handakútana. Ég og Einar fórum í rennibrautina og OMG hvað hún er frábært. Einar vill samt ekki fara í hana aftur. I wonder WHY ! kannski afþví að mamma hans öskraði eins og BRJáluð manneskja. Gæti verið. Við kíktum svo í heimsókn til Ragnars, Guðrúnar og Ásmunds til að kaupa kartöflur. En það var líka þannig að við hálf hlupum út. Furðulegt.
En núna er allt komið í ró.........zzzzzzzzzzzzz og Gummi að vinna eins og venjulega !
Góða nótt.

föstudagur, ágúst 22, 2003

Helgin !

Helgin framundan.
Jæja núna er síðasta helgin fram að vörninni hjá Gumma framundan, þannig að hann verður með "hinni konunni" á meðan. Hin konan er sem sagt Sveinn Ólafsson leiðbeinandinn hans, og þeir verða að vinna alla helgina. Vonandi síðasta helginn þeirra !!! Sorry Sveinn, ekkert personulegt. En allavegana þá er ég ein með strákana ALLA helgina og ég lýsi hér með eftir einhverjum sem nennir að fá okkur í heimsókn, bjóða okkur í mat, hitta okkur á róló eða bara eitthvað. Haha. En amma ætlar allavegana að koma með mér í húsó á laugardaginn, það er ammælishátið í boði leikskólanna. Ví ví og þar sem ég er starfsmaður með 2 börn á leikskóla tel ég það skyldu mína að mæta OFUR hress.

miðvikudagur, ágúst 20, 2003

Nr 1000 !

Hvar var nr 1000 ?
Humm það er spurning, en ég held samt að það hafi verið Gummi. Gaman að því. Annars er það að frétta af okkur að Guðni er hættur að gráta alveg svona mikið í leikskólanum. Ekki alveg hættur þó ! Þetta kemur sennilega allt, bara spurning um hvenær. En annars erum við bara að gera það sama, Gummi að æfa sig fyrir vörnina, ég að vinna og drengirnir í skólanum. Skólinn hjá mér byrjar svo 1. sept. Wooo ég hlakka svo til. Annars fór ég í heimsókn til Eydísar í gærkvöldi og hún er ekkert smá fín með bumbuna. Bumban er samt svo nett að ég er ekkert viss um að það séu tvíburar í henni tíhí. Það verður bara að koma í ljós.

sunnudagur, ágúst 17, 2003

Sunnudagur !

Sunnudagur til sælu.
Ummm sunnudagar eru æðislegir. Það var svo æðislegt veður í morgun að við skelltum okkur beint í sund. Umm það var frábært. Komum heim borðuðum heimatilbúna pizzu og hugguðum okkur. Við vorum búin að hvíla okkur og hafa það fínt ákváðum við að kíkja upp í kirkjugarð til ömmu Sellu. Við reyndum aðeins að útskýra fyrir Einari hvern við værum að fara að heimsækja. Hann var ekki alveg að ná þessu......en...... kannski líka afþví að hann er bara 3ja. Þegar við vorum kominn upp eftir ákváðum við bara að sleppa þessu og hætta að útskýra allt svona nákvæmlega. En í góða veðrinu kíktum við líka til langömmu Tótu að kíkja á rifsberin, sem nb Einar kallar jarðaber. Anyways. Góður dagur, gott veður.
Komin heim búin að borða og strákarnir komnir inn í rúm.

laugardagur, ágúst 16, 2003

Menningarnott !

Menningarnótt.........
......eða frekar menningardagur í okkar tilfelli. Við fórum niður í bæ um 1 leytið og það var ótrúlega gaman. Við kíktum fyrst niður í Top Shop til þess að sjá alla eðlisfræðinördana að verki. Við sáum margt flott og skemmtilegt, en fyrst og fremst sáum við fullt af fólki, meira að segja nokkra sem við þekkjum. Gaman að því. Við löbbuðum fram og aftur um laugaveginn, fórum í bónus og keyptum okkur nesti. Löbbuðum niður á tjörnina og gáfum öndunum brauð, þær voru glorsoltnar greyin litlu. Greinilega ekki menningarnótt hjá þeim. En allavegana erum við komin heim núna, Einar liggur grátandi uppi í herbergi afþví að hann vildi ekki borða kvöldmat. Við erum búin að hóta svo oft að senda hann upp matarlausan ef hann vill ekki það sem er í boði. -sem er nú reyndar oftast !!! Þannig að......... Guðni hleypur hér um í skóm af mér með plastpoka í hendini, Gummi er farinn niður í bæ að vinna við eðlisfræðitilraunirnar í Top Shop og ég er búin að leigja mér Friends og er farin að hlakka til að horfa............

Tóta

fimmtudagur, ágúst 14, 2003

Numer 1000 !

Hver verður gestur númer 1000 ?

I leikskola er gaman !

Guðni í aðlögun.
Hann Guðni er í aðlögun eins og ekki hefur framhjá dyggum lesendum bloggsins. Honum hefur ekkert líkað neitt sérstaklega vel að fara í leikskólann, hann er búin að gráta og gráta. Elsku karlinn. En í dag sótti ég hann þegar hann var búinn að sofa í hádeginu og þá hafði hann aðeins verið að vola yfir daginn en ekkert alvarlegt þó. Hann var að lita þegar ég kom og sótti hann, en hann var voðalega glaður að sjá mig........... en ekki hvað.
Annars gengur allt vel hérna heima, Gummi er duglegur að vinna að vörninni og við sjáumst varla. Það er svona rétt að við borðum saman kvöldmat, en þetta fer nú að taka enda.

Tóta


sunnudagur, ágúst 10, 2003

Uff !

Dauðþreyttir foreldrar.
Eftir svona helgar erum við foreldrarnir dauðuppgefin, enda ekki furða búið að vera nóg að gera.
Laugardagurinn vöknuðum snemma og fórum í sund, drifum okkur heim og fengum okkur hádegismat. Lögðum okkur öll. Þar sem veðrið var frekar óspennandi þá ákváðum við að slaufa gay pride og drífa okkur frekar í bíó. Fórum á skógarlíf 2 það var hin mesta skemmtun. Það var svo mega mikil rigning að við ákváðum að kíkja í kaffi til ömmu og afa í Barmó. Þar var náttl partý eins og venjulega. Alltaf stuð í barmó. Einar skemmti sér svo vel að hann vildi ekki koma með okkur heim, en hitti okkur hjá Soffu. Við fórum hins vegar með Guðna heim og settum hann í náttföt. Fórum til Soffu í mat, það var tailenskt þema og maturinn var MEIRIHÁTTAR ! Takk fyrir okkur. Um 7 1/2 hlupum við út, sóttum Júlíu barnapíu. Við fórum svo á tónleikana, þeir voru frábærir, en aðstaðan þarna í Laugardalshöllinni er til skammar. Við vorum að drepast að sitja á svona ömurlegum stólum. Komum heim, horfðum á video og höfðum það huggulegt. Guðni tók reyndar á móti okkur í mega stuði, en Einar hafði háttað sig úr öllu, neitað að fara í náttföt og sofnað í hjónarúminu. Guðni var náttl ákveðinn í því að missa ekki af neinu í þessu svaka partýi sem hann var í.
Sunnudagurinn var kosí, strákarnir vöknuðu auðvitað ALLT of snemma og við gátum pínt þá til þess að leggja sig um 11 leytið. Þannig að þá gátum við aftur sofnað zzzzzzzzzzzz. Um 1 leytið rukum við út, löbbuðum niður í bæ, keyptum okkur snúð og fengum brauð handa öndunum. Fórum niður að tjörn, henntum brauði í endurnar, fórum í strætó heim og núna erum við í tjilli. Frekar fínt og frekar fín helgi. Svo bara á morgun vinna og leikskóli. Það verður fínt fínt.

föstudagur, ágúst 08, 2003

Dagskra.

Aðlögun barna á Garðaborg.
Fimmtudagur 1. dagur. Guðni fer í leikskólann kl 9 með pabba sínum og skoðar deildina og leikskólann. Hittir börn og starfsfólk. Fer kl 10.
Föstudagur 2.dagur. Guðni mætir kl 9 og er í leikskólanum kl 11. Mamma með Guðna allann tímann.
Mánudagur. 3.dagur. Guðni mætir kl 9, Pabbi er með honum til að byrja með en skreppur svo aðeins frá. Guðni er í leikskólanum til 11.
Þriðjudagur. 4.dagur. Guðni mætir kl 9, Pabbi kveður fljótlega og nær í hann eftir hádegismat kl 12:30.
Miðvikudagur. 5.dagur. Guðni mætir kl 9. Aftur kveður Pabbi en hann sækir peyjann eftir hvíld kl 13:30.
Fimmtudagur. 6.dagur. Guðni mætir kl 8:30 í morgunmat og Pabbi sækir hann kl 13:30.
Föstudagur. 7.dagur. Guðni kemur kl 8:30 og er til 15.
Mánudagur. 8.dagur. Aðlögun að öllum líkindum lokið og Guðni orðinn LEIKSKÓLASTRÁKUR !!! jey jey.

Gudni skolastrakur.

Guðni er orðinn leikskólastrákur.
Ég fór með Guðna í aðlögun í morgun. Það var æðislega gaman. Við komum kl 9 og fórum fyrst inn í heimilisdót, kíktum í kubbana og fórum svo út að leika. Guðni er svo cool að hann spáði ekki í það hvort að ég væri á svæðinu eða ekki. Einar Kári var heima afþví að í gærkvöldi þá var hann allt í einu kominn með háann hita. Hann fór því ekki í leikskólann í dag, þó að hitalaus sé. Við nenntum ekki að taka sénsinn á því að senda hann í dag og hafa hann síðan hundlasinn heima um helgina. Það er nebbla margt að gerast um helgina, það er náttl gaypride og svo erum við að fara á tónleika með Diane Krall. Siggi mágur snillingur reddaði miðum. Ví hí.

fimmtudagur, ágúst 07, 2003

Aðlögun !

Guðni er komin í aðlögun
á Garðaborg. Hann fór í morgun með pabba sínum og bróður. Fyrst fóru þeir í söngstund, svo fór hann að leika með trékubbana og út að leika. Honum fannst þetta nú lítið mál. Langflottasti töffarinn. En hann hefur nú svo sem líka mikinn styrk af bróður sínum. Einar Kári var hinsvegar hæst ánægður að mæta aftur á leikskólann, hann mátti varla vera að því að kveðja gamla settið ! Gummi er að læra alla daga og er byrjaður að hringja út og bjóða í veisluna. Það gegnur bara vel að mér skilst. Ég er hins vegar byrjuð aftur í vinnunni og ég er pínulítið eins og Einar Kári, ótrúlega ánægð að vera komin í rútínu. Gaman að því !

mánudagur, ágúst 04, 2003

Komin heim !

Við erum komin heim !
Á Tunguveginn og við erum hrikalega ánægð. Ferðin heim gekk vel. Við vöknuðum snemma, fengum okkur morgunmat og svo var brunað út á flugvöll. Þar þurftum við auðvitað að bíða ansi lengi eftir að vera tékkuð inn. Döh ! En það hofst að lokum. Í flugvélininni var ekki ALVEG jafn kosi og í ferðinni út. Daman sem tékkaði okkur inn missti nebbl af námskeiðinu þar sem kennt var að vera almennileg við fólk með börn. En það er nú bara þannig. Jói flug vinur tengdapabba var flugstjóri og hann bauð Gumma og Einari Kári fram í flugstjórnarklefa. Einari fannst það nú álíka merkilegt og að styra bíl. Sem hann hefur og gert þegar við fórum í dýragarðinn. hehe, næstum alveg eins. En við komumst í gengum tollinn með glans og það meira að segja án þess að við smygluðum víni. Humm. Pabbi sótti okkur síðan út á völl og við vorum komin hingað heim um 2 leytið. Strákarnir horfðu á góða ræmu og við lásum póstinn. Tókum upp úr töskum og gengum frá. Þvotturinn OMG, um hvað erum við eiginilega að tala............svona 30 vélar í það minnsta.
Kíktum til tengdó og í mat til mömmu og pabbi. Þvílík snilld........ steiktur silungur i forrétt, lambalæri með nýjum kartöflum og ís í eftirmat. Betra gerist það varla. Takk fyrir okkur. Núna erum við komin heim, drengirnir sofnuðu á 5 mín og ég held bara að ég fari að trítla upp.

sunnudagur, ágúst 03, 2003

Ammæli.
Tad var rosalegt stud i ammælinu i gær. Tad var alveg a islenska visu, majonesbraudtertur og de hele. Mjøg fint. Strakarnir voru i 7unda himni. Fullt af nyju doti og skemmtilegur felagsskapur.
Um 7 leytid forum vid svo nidur i bæ ad hitta Arna, Hrønn og Rannveigu Eyju sem var med Einari Kara a leikskola. Tau voru endalaust hress og vid vorum nidri i bæ til kl 10 um kvøldid. Enda 22 c hiti. Huggulegt.
I morgun skundudum vid svo nidur i bæ og forum i svona kanalsiglingu. Tad var otrulega gaman ad fara tetta med gæd sem var med allt a hreinu. Siglingin tok um 1 klst. Eftir tad løbbudum vid og fengum okkur smørrebraud settumst nidur i solinni og huggudum okkur. Nuna erum vid hinsvegar ad taka sma siestu uppi a hoteli.
A morgun. I fyrramalid er svo flogid heim. Gaman ad tvi. Afi Einar ætlar ad sækja okkur. Vid hløkkum til ad hitta hann. Og audvitad alla hina lika.laugardagur, ágúst 02, 2003

Heim til Islands.

Heim til 'Islands.
Vid forum nidur i bæ i morgun, forum i Illum ta snildar verslun. We love it. Alllavegana keyptum vid lika alveg fullt af doti. Skyrtur a Gumma, nyja tøsku fyrir allt sem vid erum buin ad kaupa og sængurverarsett. Gaman ad tvi.
Svo tokum vid metroin heim og tegar vid saum hotelid sagdi Einar mjøg anægdur, vei vid erum komin til 'Islands ! ehemm. Hvernig eigum vid ad utskyra fyrir honum ad a Islandi er ekki 24/7 herbergistjonusta og morgunmatur sem er algjør snild. Nb kl er ad verda 16 og eg er ennta sodd sidan kl 8. Tengist tvi kannski ad vid bordudum otrulega mikid, enda otrulega gott ! hehe.
En nuna erum vid i barnaafmæli og eg sit vid tølvuna og tarf EKKI ad borga fyrir skrifa tennan pistill. Gaman ad tvi.

K?benhavn.

København.<
Vid komum til køben i gær eftir finan akstur. Vid vorum ekki nema um 3 klst a leidinni. Mjøg gott. Serstaklega tar sem tetta eru tæpir 400 k.
En allavegana komum vid hingad a hotelid um hadegi og tekkudum inn. Vid fengum fint herbergi a 16 hæd med utsyni yfir midbæinn. Ekki slæmt tad. Tad var magnadur hiti i gær. Um 30 c. Allt of heitt !!! En vid drifum okkur to fljott ut, keyptum okkur vatn og avexti og forum a rolo. Telma og Snorri sem bua a Øresundskollegiinu voru buin ad benda okkur a nokkra roloa og vid forum a einn teirra i gær. Eg veit ekki alveg hvernig eg a ad lysa teim en tetta er einhverskonar gæsluvøllur med engir gæslu. Tad verda ad vera foreldrar eda einhver fullordin med børnunum. En tad er fullt af doti og fineri. Hjol, skoflur og føtur og svoleidis. Svo er lika oft sullupollur sem er audvitad ædislegt i tessum hita. En allavegana satum vid tar i godu yfirlæti i tæpa 2 klst. Gummi for sidan med strakana upp a hotel en eg nidur i bæ ad versla sidustu hlutina sem mig "vantadi". En tad var farid i HM og verslad grimmt. Faranlega odyrt samt. Eg keypti mer 2 skyrtur, 2 boli, 1 peysu, 1 pils, 1 buxur og nattføt a strakana. Og tetta kostadi um 1500 dkr. Mer finnst tad nu mjøg vel sloppid.
En svo forum vid i kvøldmat til Gunna og Torørnu. Vid viltumst bædi a leidinni uppeftir og heim, tannig ad vid erum buin ad sja ansi mikid af stor københavn.
I dag er rigning, og vid erum bodin i afmæli til Bergdisar dottur Gunna og Torørnu. Tannig ad...............

fimmtudagur, júlí 31, 2003

Farvel Julland.

Farvel Julland og hej københavn !
I dag er semsagt sidasti dagurinn okkar herna a Jotlandi. Og i tilefni dagsins forum vid a "strøndina". Strøndin er vid Silkeborgarvatnid. Tad var otrulega fråbært. Sol og blida, 25 c hiti og fineri. Gerist ekki betra. En i dag erum vid adallega samt buin ad vera herna "heima " ad taka til og taka saman dotid okkar. Mer finnst ekkert snidugt ad vera i svona storu husi, draslid dreifist ut um allt og tad tekur heljarins tima ad trifa svona stort hus. En tessu verd eg audvitad buin ad gleyma tegar eg kaupi stora husid mitt. hehe
Dvøl okkar herna a Jotlandi er buin ad vera mjøg skemmtilegt. Tad sem stendur upp ur er allt tad sem hægt er ad gera med børnum og fyrir børn herna. Danir eru svo børnevenlige.
En å morgun, snemma i fyrramålid er tad svo københavn. Tetta er ekki nema um 4 klst keyrsla med 1 stoppi. Vonadi verdur ekki of heitt. Vedurfrædingarnir eru bunir ad spå rigningu ansi lengi og okkar vegna må hun vel koma a morgun. Sjåum til.
En semsagt næsta blogg verdur fra KØBENHAVN. Dejligt !

þriðjudagur, júlí 29, 2003

Danir !

Nuna erum vid ordin eins og alvøru danir !
uff eg gleymdi ad blogga i gær. Vid vorum eitthvad svo afsløppud. En allavegana byrjudum vid daginn i gær a tvi ad fara ad versla inni i IKAST. Tad er gaman ad versla mat i utløndum, madur finnur svo margt skemmtilegt. En vid finnum lika ad okkur finnst ekki allt eins odyrt og herna i denn tegar vid bjuggum herna. Tad hefur bara svo margt breyst, bædi tad ad kronan er ekkert serlega hagstæd og ad matur hefur breyst heima. Kjukklingur og svinakjøt er ordid jafn odyrt og herna. Eins hefur fjølbreytnin i grænmeti og avøxtum aukist gifurlega. Vid verslum alltaf i Bonus heima og tar er nanast hægt ad finna allt, eggaldin, engifer og finar frostnar vørur.
En nog um tad .................. vid akvadum svo ad gera svona eins og danirnir gera; vera med nesti. Herna eru allir med nesti tegar farid er i svona garda eins og vid hofum verid ad gera undanfarid. Tad ferdast allir um med svona stor kælibox og i teim leynist of mikid godgæti. Vid erum audvitad adeins buin ad spæja ! En allavegana tad sem for ofani okkar box var vatn, kaffi, vinber, sætabraud og kex. Tetta var allt annad lif, vid Gummi gatum setid og fylgst med drengjunum med kaffi i annari og sætabraud i hinni. Mjøg gott ! Strakarnir voru lika mjøg anægdir med tetta, serstaklega var hressadni ad hafa vatnid og djusid kalt ! Tad verdur frekar ogirnilegt svona slepjulega volgt.
En eg gleymi audvitad ad segja fra tvi hvert vid forum, vid kiktum aftur i ljonagardinn Givskud vid saum greinilega ekki helmingin sidast tegar vid forum, en nuna saum vid sem sagt margt sem vid saum ekki sidast !
Um kvoldid forum vid sidan inn i Ikast ad na okkur i spolu, vid fengum okkur agætis mynd og svo leigdum vid lika eina fyrir strakana.
I dag ætlum vid hinsvegar inn i Silkeborg, tad er stort of fallegt vatn tar, og vid ætlum ad kikja tangad. Svona einskonar strandartur.

sunnudagur, júlí 27, 2003

Radersregnskov !

Tad er sko buid ad vera spennandi hja okkur. Einar Baldvin, Heidbra og Baldvin komu i heimsokn i gær, bordudu kvøldmat og gistu herna hja okkur. Ji hvad tad var gaman. Serstaklega fyrir foreldrana. Tau satu fram a rauda nott og kjøftudu. Gaman gaman. Svo i dag var akvedid ad fara i Randers regnskov. Tad var ekkert sma flott allt saman. En tetta eru svona 3 grodurhus med allskonar regnskogardyrum. Vid saum t.d krokodila, risasløngur, litla kruttlega apa, tarantullur og allskonar fugla og fidrildi. En tad var lika regnskogarloftslag inni i belgjunum og tad var um 25 gradu hiti og 98% raki. Gudni var nu ekki alveg nogu anægdur med tad ! Tegar vid vorum buin ad labba i gegnum skoginn ta var Gudni komin med nog og tad var hlaupid akut ut a Macdonalds ad gefa honum ad borda. Litli skapmadurinn ! Humm hvadan ætli hann hafi tad ! Well. Tangad komu Einar B og co og vid fengum okkur kaffi og huggulegheit. Svo kvøddum vid og heldum heim. Mjøg anægd med daginn og heimsoknina. ;-)
Setningu dagsins a Einar Kari, vid satum vid morgunverdarbordid og hann og Baldvin voru ad borda morgunmat. NB, Baldvin er 8 ara. Ta sagdi Einar Kari " Baldvin er besti vinur minn " ohhh dullan. Enda gerdi hann ALLT sem frændi hans gerdi ! Og sem betur fer er Baldvin tad vel gerdur ad honum fannst tad bara fint ad hafa litinn addaanda.

laugardagur, júlí 26, 2003

Leikvellir !

Danir eru flottir å tvi tegar kemur ad børnum !
Allstadar tar sem madur kemur med børn herna i danaveldi er hugsad um børnin. Vid forum i dag i Akvarium sem er i Silkeborg sem er mjøg nalægt okkur. Tad tekur ekki nema um 20 min ad keyra. Vedrid er ekkert serstakt, adeins buid ad rigna en tad er hlytt og notalegt. Allavegana akvadum vid ad skella okkur. Tetta var fråbært. Tad var allt mjøg flott tarna inni og allt gert mjøg ahugavert og frædandi. Strakunum fannst frabært ad sja alla fiskana. Svo forum vid ut og tar er svona sma dyragardur med allskonar dyrum sem lifa vid og i votnum. Svo var sidast en ekki sist, stor leikvollur tar sem vid vorum lengi lengi ! Uff hvad tad var gaman. Vid akvadum bara ad taka tad rolegt eftir hadegi og erum buin ad vera heima i chilli og huggulegheitum. Tannig ad vid erum bara buin ad sitja uti i gardi. nammi namm.

Bæjo Tota

föstudagur, júlí 25, 2003

Vonandi er h?gt ad lesa tetta blogg !

Vonandi er tetta blogg læst !
En vid hofum ekkert komist inn a bloggid okkar undanfarid. Og svo skilst okkur ad sout outin seu i molum. *Hrmp* Ekki anægd med tad. 2 sidustu dagar eru bunir ad vera stor finir. I gær forum vid og hittum Bamba, tad var hægt ad klappa teim og gefa teim spagetti. Tad fannst strakunum algjor snilld !
I dag forum vid svo i Givskud sem er dyragardur sem madur keyrir i gegnum og ser allskonar dyr. Teir auglysa serstaklega ljonagardinn og tar er hættulegt ad keyra i gengum. Tad var samt fyndid ad sja ljonin tau lagu adeins ser a medan ljonynjurnar og ungarnir voru saman. Ljonin adeins of cool. En drengjum fannst tetta tvilika snilldin og teir satu fram i hja okkur til tess ad sja betur. (Tad er alsida i tessum dyragardi ad børnin sitja fram i hja foreldum til tess ad sja betur inn ) Svo tegar vid vorum buin ad skoda øll dyrin ta var RISASTORT leiksvædi tar sem vid vorum a i hatt a annann tima.
Vid komum heim um 3 leytid og ta var skverad ser i "middag" og vid bordudum uti tennan lika ljomandi hadegismat. Tetta er allt ad komast i reglu og gott horf hja okkur, nuna tegar friid er halfnad. Malid er ad eg og Einar vøknum alltaf kl 7 ! og førum nidur, lesum blødin og horfum a skripo. Eda sko eg les blødin og Einar ser um skripoid. Svo um 9-10 ta eru hinir 2 bunir ad sofa, ta er drifinn i ta morgunmatur, vid Einsi faum okkur e-d lett og svo er sverad ser ut !
Tannig ad tegar vid komum heim um 3 leytid eru allir ordnir svangir og ta gengur tetta allt svo glimrandi. Svo er verid ad dunda ser herna heima. Vid foreldrarnir adallega i tvi ad reyna ad slaka a og passa drengina. En teir adallega i ad skottast um og slast. Alveg ljomandi tad ! Svo milli 6-7 er farid ad gefa drengjunum snarl, badad, spilad, burstad tennur, pissad, upp i rum, lesid og farid ad sofa. I tessari rod. Tannig ad tetta er ordid nokkud fint hja okkur ! hehe. Enda erum vid ad koma heim 10 daga ! Fint tad !

Hej hej Tota

miðvikudagur, júlí 23, 2003

Ømmubrodir !

Einar Baldvin ømmubrodir !
I dag var finn dagur, vid forum fyrst inn i næsta bæ sem er bara i 15 min fjarlægd. Tangad forum vid ad versla inn helstu naudsynjar.
Eftir hadegi keyrdum vid svo til Hadsten tar sem ømmubrodir okkar hann Einar Baldvin og fjølskyldan hans eiga heima. Tad var meiri hattar gaman. Vid keyrdum i gegnum morg dønsk sveitatorp a leidinni og tau eru rosalega falleg og snyrtileg. Tad var sko tekid vel a moti okkur, vorum i mat og finerii. Baldvin frændi okkar a lika fullt af skemmtilegu doti sem vid lekum okkur med og svo a hann lika fullt af videospolum. Hann lanadi okkur meira ad segja nokkrar.
En nuna erum vid komin heim i roleg heitin og ætlum ad hafa tad gott. Vid vitum ekkert hvad vid ætlum ad gera a morgun, sjaum bara til med vedrid. Vedrid var nebbl fint i dag, heitt en engin sol. Tannig viljum vid helst hafa tad. !!

hej hej

Ammæli!

Julia frænka okkar a ammæli !
Til hamingju med ammælid elsku Julia okkar ! hafdu tad nu sem best.
Einar Kari og Gudni Tor.

Mamma og Pabbi bidja lika ad heilsa ;-)

þriðjudagur, júlí 22, 2003

Legoland.

I Legolandi er gaman.............
........tar leika allir saman. O ja tad var skooooooooo gaman i legolandi i dag. Vid akvadum ad fara um leid og vid saum ad tad yrdi sennilega ekki mikil sol i dag, Gudni er ekki hrifinn af sol !!!! Vid logdum af stad um leid og svefnpurrkurnar Gudni og Gummi voru bunir ad borda morgunmat. Vid vorum komin um 11 leytid og tad streymdi ad folk i somu erindagjordum og vid. Tad var svo gaman, tetta er svo flott allt saman ! Fyrst tegar madur kemur inn er bud med fullt af legofotum. Eg stodst freistinguna og keypti ekkert ! Tegar madur er buin ad fara i HM ta er allt annad svo OTRULEGA dyrt ! En allavegana var margt og mikid brallad i dag. Vid forum i morg tæki og tad var mikid stud. Vid logdum af stad heim um 5 leytid en ta vorum vid lika alveg komin med nog ollsomul. En tad er nu samt ekki alveg a hreinu hver skemmti ser betur vid foreldrarnir eda drengirnir. Tetta var ædi !
A morgun ætlum vid ad fara adeins inn i Silkeborg og svo kikja i heimsokn til Einars Baldvins og Heidbraar. Hann er brodir hennar ommu Hildar. Tad verdur orugglega gaman, tau hafa aldrei sed strakana okkar og vid hlokkum til ad sja krakkana teirra.

Bless i mens !
Tota

mánudagur, júlí 21, 2003

Julland

Vid erum komin til Jotlands !
Og tad verda ekki lengur islenskir stafir i blogginu okkar. Ferdin gekk vel, tad var reyndar otrulega heitt i bilnum enda um 30 gradur hiti uti. Og engin loftkæling. En vid lifdum tad af.
Vid komum hingad i husid um 5 leytid og tad er frabaert, stort og flott med storum gardi sem vid turfum ekkert ad gera fyrir. Sem betur fer eg yrdi nu ekki lengi ad koma tessum blomum fyrir kattarnef. Humm. En allavegana ta var buid ad redda ollu. Fullt af doti fyrir strakana, baedi uti og inni dot, tripp trapp stolar og bara allt til alls. Tau eru greinilega ad vanda sig hjonin. hehe !
En nuna erum vid ad koma okkur fyrir, atta okkur a adstaedum og fa okkur ad borda.

Bless i bili Tota

Sumarfrí !

Gleymdi að skrifa í gær.....
Ji ég gleymdi hreinlega að skrifa í gær. Þetta er nú algert hneyksli ! En gærdagurinn var svakalega skemmtilegur. Við fórum snemma á róló og kíktum síðan á Macdonalds í hádeginu. OMG ég hef aldrei séð Guðna borða jafn mikið, hann lét eins og hann hefði aldrei fengið ætann bita. Well.
Um 2 leytið fórum við í svaka lestarferð að heimsækja Peter sem er vinur hans Pabba siðan þeir voru að vinna saman hjá Plogman. Hann og konan hans eru með bumbubúa, tíhí. Þau eiga sem sagt heima svolítið út í sveit og það var ótrúlega gaman að heimsækja þau. Það var sko eldaður snilldar matur umm. Fullorðna fólkið skemmti sér konunglega og strákarnir voru eins og litlir puntuenglar allann tímann. Við fórum að sjá kanínur og það var sko ævintýri. Í leigubílnum á heimleiðinni um 9 leytið lognuðust drengirnir út og það var haldið á þeim sofandi inn. Ég var reyndar skólaus því að Einar fékk þá snilldarhugmynd að henda skónum mínum niður af svölunum og þeir fundust ekki meir. Meira en lítið furðulegt. En ef þetta var ekki merki um að ég á að kaupa mér nýja skó þá veit ég ekki hvað. Ég er búin að hafa augastað á sandölum síðan við komum. Hver veit !
En við erum síðan á leiðinni til Jótlands á eftir. Við ætlum að hitta fjölskylduna á flugvellinum kl 11. Jey það verður gaman.

Bæjó Tóta

laugardagur, júlí 19, 2003

Sól blíða og sandkassar.
Þannig er dagurinn búinn að vera í hnotskurn. Fínt fyrir litla stráka. Við erum líka búin að skemmta okkur vel og núna er Gummi að sækja eitthvað að borða handa okkur. Umm hlakka til.

Tóta

föstudagur, júlí 18, 2003

Við hættum okkur út í rigninguna....
....við Einar þegar við (ég) ákváðum að það væri kominn tími á að fara í nike outlettið. Það var svona eins og 40 mín strætóferð og skemmtileg heit en það var nú bara gaman. Strætóinn fór í gegnum hverfi sem ég labbaði oft um þegar við bjuggum hér um árið. Gaman að því. En svo komum við í búðina og OMG hvað það var mikið af flottu dóti, sérstaklega barnafötum. En ég var dugleg og keypti mér bara skó sem mig vantaði og íþróttagalla sem kostaði ekki nema 164 dkr og það er nú ekki mikið á NIKE mælikvarða.
Þegar við komum heim voru Guðni og Gummi útúr chillaðir eftir að hafa hvílt sig ansi vel. Við ákváðum að labba út í ein af görðunum sem var mælt með við okkur í gær og það var svona ljómandi gaman. Það voru fullt af hjólum, dýrum, sanddóti og lítill pollur til að sulla í . Við ætlum sko endilega að endurtaka þessa skemmtun, jafnvel bara strax á morgun. Nú fer að líða að því að við förum til Jótlands. Jey hvað það verður gaman !
Það rignir !
Ótrúlega mikið. Það er bara alls ekki vist að við teystum okkur út í dag. Sjáum til. Það er ekki það að drengirnir séu ekki nógu vel gallaðir, heldur eru foreldrarnir frekar ílla skóaðir og ekki með neinar yfirhafnir. Frekar súrt. Sjáum til. Ef það styttir ekki upp í bráð þá getur vel verið að við förum og kaupum okkur léttar regnkápur. hver veit !
En ég er nú aðeins búin að versla. Kíkt í HM úti í Amagercenter. Snilldar kringla. Alveg að gera sig. Gaman að því !

Tóta

fimmtudagur, júlí 17, 2003

Bakken var fínn.
En þetta er bara svona tívólí úti í skógi. Guðni var ekki alveg að njóta sín þannig að við erum að hugsa um að sleppa öllu túristadæmi svona á meðan við erum hérna. Auðvitað var gaman, Einar fór í nokkur tæki og Guðni fékk meira að segja að fara í 2. Svo fengum við okkur middag inn í skógi og það fannst Guðna skemmtilegt. Hægt að hlaupa um og sprella, það er sko gaman. Við fórum til baka á lestarstöina með hestakerru og Einar sat sjarfur allann tímann, honum fannst þetta alveg geðveikt. Guðni var ekki eins hress. Þegar við komum heim þá hittum við skólasystur mína úr MH úti á róló og hún bennti okkur á fullt af skemmtilegum görðum þar sem hægt er að róla og sprella. Ætlum að tékka á því á morgun.
Svo kom pakki með póstinum í morgun. Ég hafði gleymt möppunni með öllum upplýsingunum sem ég var búin að vera svo dugleg að safna mér. Ég hringdi hálf volandi í Kötu á flugvellinum og Kata náttl reddaði þessu. Takk fyrir það Kata okkar. ;-)

Bæjó spæjó Tóta

Dagurinn hálfnaður.
Og við erum búin að gera alveg fullt. Fórum út snemma í morgun út í möntvask að þvo svolítið. Kíktum aðeins út á Amagercenter og borguðum leiguna, úpps svolítið seinnt. En betra er seinnt en aldrei. Fórum í búðina og keyptum nesti. Við erum búin að vera að horfa mikið á danina og þeir eru allir með "madpakke" sem er auðvitað mikið skynsamlegra og sniðugra heldur en að láta taka sig í óæðri endann í búllum sem selja ógeðslegan mat og flatt kók. Við erum semsagt að fara á bakkann með "madpakke" og huggulegheit. Nú er bara vonandi að litla kvikindið verði til friðs ! HEHE.

Tóta

miðvikudagur, júlí 16, 2003

Dýragarðurinn....
var æði. Við vöknuðum á skikkanlegum tíma eftir fína nótt. Ákváðum að drífa okkur í dýragarðinn. Við erum ansi vel staðsett hérna úti á Amager. Stutt í metronið. Dýragarðurinn var frábær, ótrúlega flott allt þarna. Skemmtilegast fannst okkur samt að sjá apana tína lýsnar af hvor öðrum. Þá hlógum við mikið. En við vorum þar í um 4 klst og við hefðum getað verið enn lengur, en það var sól og svolítið heitt þannig að við fórum bara heim þegar strákarnir voru búnir að fá nóg.
Á morgun ætlum við að fara á bakkann. Það verður vonandi jafn skemmtilegt.

Tóta

þriðjudagur, júlí 15, 2003

ALLT OF HEITT !.
Fyrir okkur íslendingana er allt of heit hérna í köbenhavn Við sáum 29 stig á einum mæli í dag og það er einum of mikið. En annars er dagurinn búinn að vera skrítinn, við sváfum öll eitthvað furðulega og Einsi var vaknaður kl 5. Halló ! en hún var þá 7 að dönskum tíma þannig að við rölltum út í bakarí og huggulegt. Annars er dagurinn aðallega búin að fara í nostalgíu hluti hjá mér. Fara á alla gömlu staðina og rifja upp það helsta. Gaman að því. Við rölltum líka aðeins niður í bæ og höfðum gott af því. Versluðum aðeins í HM og svona.
En núna er komin ró og friður en það er allt búið að vera svolítið skrítið í dag. Enda synir mínir mikilir reglupésar. Á morgun er stefnt á dýragarðinn og það verður örugglega fjör !

tóta

Sjukkit við þurfum ekki að fljúg fyrr en eftir 3 vikur.
Allavegana þá eru strákarnir auðvitað bestu strákar í heiminum eeennnnn það eru takmörk. Allavegana þá fórum við snemma út á völl til þess að sjarmera inntékkunargellurnar og fá góð sæti. Það gekk svona príma vel, við vorum með sitt hvora sætalengjuna. Anyways... þá komum við inn á flugstöð í góðum gír og hittum meira að segja hana Ragnhildi ofurbeib frá London. Það var mikið verslað og mikið grín. Aðal grínið var samt hjá drengjunum. Við hittum líka hana Hörpu Karen sem er á leikskóla með Einari Kára, gaman að því. Hún ætlar líka að vera í 3 vikur í kongsins Köbenhavn. En allavegana þá fór nú samt vel um okkur í flugvélinni því er ekki að neita. En við foreldrarnir erum ekkert að deyja úr spenningi yfir því að fljúga aftur. Sko málið var að fyrst sat Guðni hjá Mömmu, hún var æðislega stressuð yfir því að peyjarnir yrðu eitthvað órólegir í flugtaki en nei ekki Tunguvextöffararnir. En svo fór Guðni yfir Pabba og Einar til Mömmu. Einar var nú bara svona lala hress með þetta, en eftir að hafa rukkað flugfreyjuna um liti og spil þá gátum við aðeins dundað okkur. Guðni svaf allann tímann hjá Pabba, en Einar var á einhverju klósett bröllti. Hann þurfti að kúka og pissa alveg trekk í trekk. Þegar við vorum hálfnuð þá var hann sko komin með nóg af þessu og vildi fara heim að kúka. Ekki leist nú Mömmu á það, en eftir margar sögur og mikla skemmtun vildi hann fara til Pabba og Guðni kom til Mömmu. Það gekk fínt en í lendingu GUBBAÐI Einar út um allt og það var ekki góð lykt né fögur sjón. Humm. Hann var háttaður og svo heppilega vill til að það er HEITT í danmerku og gott að vera þannig að ekki væsti um piltinn á leiðinni á kolligiet.
En núna erum við semsagt komin kl er 24 að staðartíma og það er allt í fullu fjöri. Kannski ég fari fram og Bíi liðið niður. So long.

Tóta