laugardagur, febrúar 28, 2004

Einar Kári er ansi mannalegur
orðinn. Hann er svo fullorðinslegur í tali og speglar svo mömmu sína að manni bara blöskrar á köflum *roðn* En samtöl eins og þessi hafa heyrst;
Einar við mömmu; sko ef þú ert ekki almennileg við Guðna þá nenni ég bara ekki að vera hérna í danmörku með þér !!!
Einar við pabba; heyrðu ef þú leyfir mér ekki að borða þessa appelsínu í friði þá nenni ég bara ekki að borða appelsínu með þér !

Tekið skal fram að ég er allaf almennileg við Guðna, hann er bara svo ansi þrjóskur og þver stundum að ég skil bara ekkert hvaðan hann hefur það *dæs*.

Við erum hress og kát að vanda. Gummi er í ljósaupphengingum og svo er það sturtuhengið. Ég bara skil ekki hvað þetta ætlar að taka langan tíma allt.
Bless í bili.

föstudagur, febrúar 27, 2004

Vikan hefur verið annasöm
og við finnum mikið fyrir því að amma er farinn, en svona er þetta. Århús stelpuvinkonur mínar komu í lunch á þriðjudaginn og það var æðislega gaman. Mikið spjallað og hlegið. Þegar skvísurnar voru farnar fórum við strákarnir á róló niðri í bæ. Ótrúlega gaman. Miðvikudagurinn fór í eitthvað snatt, fórum niður á tjörn að gefa öndunum brauð og það var frábært, þær voru svo gráðugar. En Guðni var eitthvað pirraður allann daginn og um kvöldið var hann kominn með háan hita. Elsku karlinn, allur fimmtudagurinn fór svo í að hjúkra sjúklingnum sem var með hátt í 40 stiga hita. Ekki gaman að því. Gummi kom reyndar og leysti mig af um 1 leytið og þá fórum við Einar Kári að hitta Maríu og Emiliu á stórum markaði sem hjálpræðisherinn er með. Ég fann rosalega flottan skenk á 400 dkr til að hafa upp í stofu en María keypti sér hægindastól á 200 dkr. Við vorum ekkert svekktar með þessi innkaup. Við fórum svo heim til þeirra mæðgna og krakkarnir léku sér þar til kl 6. Þau skemmtu sér SVO vel. Elsku karlinn hann Einar, frábært að vera komin með vinkonu fyrir hann. Hann varð nebbl frekar spældur á þriðjudaginn þegar vinkonur mínar komu, hann tilkynnti mér hátíðlega að í næstu viku ætluðu vinkonur hans þær Júlía Kristín, Jónína og Ninja að koma í heimsókn og þá þarft þú að vera stillt mamma og horfa á sjónvarpið. Ég hlýði því þegar þar að kemur.
En annars er Guðni orðinn hress, bara allt í einu kl 3 í nótt þá hætti hann að vola, og núna er hann hitalaus, en kannski ekkert hress beint. En alltí áttina.
Þeir eru að bjóða farmiða á krónu og í morgun voru margir miðar lausir. Þannig að drífð ykkur og pantið miða. Kíkið í heimsókn. Allir velkomnir.
Bless í bili og góða helgi.

þriðjudagur, febrúar 24, 2004

Það er alveg ljóst
að við eigum eftir að sakna ömmu mikið. Úff ég held bara svei mér þá að hún hafi bjargað gleði okkar allra. En við fylgdum henni út á lestarstöð þar sem hún tók lestina til Kastrup. Við bættum okkur upp bröttför hennar með því að kaupa okkur moggann og fara í bíó að sjá Björne brödrene. Það var ægilega gaman, tár og allt.
Ég er búin að finna mér fína búð hérna í hverfinu, húsgagnabúð m.m við fórum um daginn og keyptum okkur kommoðu í herbergi piltanna og hún kostaði litlar 200 dkr. Þetta er verslun til styrktar hjálpræðishernum og það er margt fyrir augað þar inni. Ég er allavegna mjög glöð. Ég keypti líka skeiðar, en þær hverfa hérna á heimilinnu á mjög dularfullan hátt ! Ef einhver er með lausnina á hvarfi skeiðanna þá má hann hafa samband og skrifa í gestabókina okkar á barnalandi Bless í bili.

sunnudagur, febrúar 22, 2004

Vorið er komið og grundirnar gróa
hérna í Århús eru komin fyrstu merki um vorið, það eru litlir laukar sem stinga sér upp hér og þar. Það eru meira að segja nokkrir stubbar í garðinum okkar. En við hlökkum mikið til að sjá hvernig þetta kemur út hérna í garðinum okkar.
Helgin er búin að vera viðburðarrík og skemmtileg. Oddi kom frá Hamburg og það var rosalega gaman að hitta hann. En núna erum við búin að elda kveðjumáltíðina fyrir ömmu því að hún er á förum á morgun. -Því miður- En eins og danirnir segja þá munar mikið um að vera með "ung pige i huset" mín var nú reyndar komin af léttasta skeiði, en það er semsagt alveg jafn gott -jafnvel betra- að hafa "en gammel dame í huset" Hennar verður sárt saknað.

laugardagur, febrúar 21, 2004

Matarsmekkur
þeirra bræðra er ólíkur. Guðni er svona maður gæðanna, hann vill gjarnan góða osta, kæfu og rauðvín. Einar er hinsvegar einfaldar -en um leið erfiðari- því að hann vill helst bara borða franskar, pulsur og annað góðgæti. En allur hans matur verður hins vegar að vera með tómatsósu. Afskaplega huggulegt og girnilegt, jummí. Eða þannig. Soðin ýsa og kartöflur er þó alltaf sígildur réttur hér á borðum og þá borða þeir bræður eins og þeir hafi aldrei fengið að borða áður.
En annars er það að frétta að veðrið er að verða ljúft og fínt hérna, sól og blíða. Amma og ég fórum niður í bæ, ég græddi buxur og tvennar skyrtur í H&M. Ekki amalegt það. Annars er það helst á döfunni að Odd Martin vinur okkar frá Þýskalandi er að koma í heimsókn og ætlar að gista eina nótt. Einar B og co eru að koma í mat þannig að það verður heljarinnar stuð.

Strákarnir fóru áðan á Festelavn úti í Superbest sem er hverfisbúðin okkar. Ég var að setja inn myndir sem Gummi tók þar.

Góða helgi.

þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Kvitta !
Fyrst að sout outið virkar ekki þá langar okkur að biðja ykkur um að kvitta í gestabókina á myndasíðunni okkar. Annars er allt gott að frétta af okkur. Gummi hjólar eins og herforingi og María -Århúsvinkona- kom og litaði mig og plokkaði. Frekar huggulegt !

mánudagur, febrúar 16, 2004

Bókasafnið
sem við fórum á áðan er algjör snilld. Fyrir það fyrsta gegnur strætó alveg upp að dyrum. Það er ókeypis, kortið kostar ekkert og allt er ókeypis. Það kostar ekkert að fara á netið eða leigja spólu. Ekki slæmt það, og svo er það mjög barnvænt. Það sem við amma tókum samt helst eftir var að maður skilar bókunum á færiband og maður skannar þær sjálfur inn þegar maður fær þær lánaðar. Skiljiði. En annars er það í fréttum að Gummi fór hjólandi í morgun og hann ætlar að koma við í hjólabúð og kaupa millistykki sem vantar á hjólið mitt svo að ég geti sett vagnin fína á það. Jey hvað ég er glöð með að það er verið að redda því. Gaman gaman.

sunnudagur, febrúar 15, 2004

Myndir á barnalandi.
Ég var að setja inn myndir af húsinu okkar á barnaland. Enjoy !
Gleði gleði gleði
gleði líf mitt er því að myndavélin okkar er fundin ! Jey. Hún var í hanskahólfinu á bílnum okkar. Ótrúlegt hvað sumir hlutir eru ótrúlega vel faldir í Laaaaaaaaaaaangan tíma.
Helgin er búin að vera fín, við hjónin fórum í Bilka í gær sem er svona RISAstór búð. Við ætluðum að kaupa smátæki fyrir strákana og myndavél. En okkur leist ekki nógu vel á myndavélina sem var í Bilka, hún var reyndar á megatilboði en.......hey. Heppin við að hafa ekki keypt vélina, við erum mjög ánægð með títluna okkar. Hún er lítil en svínvirkar. Okkur var síðan boðið til Einars Baldvins í mat. Það var svona ægilega huggulegt.
Í dag keyrðum við síðan til Grenå, en það var nú hálf óspennandi bær. Enginn á ferli og ekkert opið. Við enduðum á að borða á MacDonalds.


föstudagur, febrúar 13, 2004

Bíófréttir og bílmál
Jæja við erum búin að fá Opelinn aftur. Einar Kári var svo glaður að hann hljóp af stað þegar hann sá hann og kyssti hann. Ég er svo glaður, heyrist mikið núna. Hans gleði er þó ekki hálf á við gleði okkar hinna. Þetta var orðið ansi þreytt að vera bíllaus. Við erum svooooooooo miklar lúxusplöntur. En við amma fengum "barnafrí" og fórum í nýju Kringluna hérna Bruuns. Þetta er risastórt og það eru æðislegar búðir og tilboð út um allt. Ekki leiðinlegt það, en þrátt fyrir góðan ásetning var engu eytt og ekkert keypt. Við fórum líka í bíó, sáum Calender girls við hlóum svo mikið að tárinn trilluðu niður. Oh þetta var einmitt það sem við þurftum, hlægja svolítið mikið. En núna er rosalegt prógramm. Sorpa, Ikea og svo stóri leikvöllurinn eftir hádegi. Á morgun ætlum við svo að kaupa okkur nýja myndavél. Ég lofa að vera dugleg að dúndra inn myndum. Jey jey.

miðvikudagur, febrúar 11, 2004

Fínar fréttir
héðan frá Århús, við erum í góðu stuði. Helgin var fín, Einar B og Heiðbrá komu í kaffi á laugardaginn og svo komu þau með mat á sunnudaginn. Ansi ljúft. Salka kom líka í heimsókn með Loga og það var mjög gaman að hitta þau mæðgin. Mánudagurinn var hinsvegar svolítið erfiður fyrir okkur öll, það var einhver hundur í okkur. En það lagaðist eftir að við fórum á leikvöll sem er niðri í bæ, ji hvað það var gaman. En í gær fóru svo Einar Kári og Amma með Einari B og Heiðbrá að skoða vísindasafn. Það er nefnilega vetrarfrí hérna. Alltaf frí í viku 7. Nú er maður orðin eins og dani, telur allt í vikum -Not-. En við erum almennt hress og kát, veðrið er fínt og við kunnum æ betur og betur við okkur. Gaman að því.

föstudagur, febrúar 06, 2004

Margar góðar fréttir
frá Århús núna. Einar Kári er komin með pláss á barnaheimili frá og með 1 apríl. Börnehaven er við hliðina á vöggustofunni hans Guðna þannig að þetta gæti ekki verið betra. Svo komu tilkynning í gær frá íslendingafélaginu um að það væru færesk hjón að selja ýsu. Frosin ýsa bein og roðlaus á 74 dkr/kg það er nú alveg ágætt. Eða hvað. Ég keypti allavegana 7kg. Nammi namm. Ég hlakka til að fá mér soðna ýsu með kartöflum og smjöri. Það er líka það eina -fyrir utan pulsur- sem strákarnir borða án þess að væla. Gaman gaman. En annars er komin föstudagur í okkur, Gummi kom snemma heim úr vinnunni og svona. Jey ! Góða helgi !

fimmtudagur, febrúar 05, 2004

Vöggustofan hans Guðna
er rosalega flott, við fórum í dag í heimsókn. Hann verður á deild sem heitir papagojerne, eða á páfagaukadeildinni. Á deildinni hans eru 4 fötluð börn. Á öllum leikskólanum eru 5 tvítyngd börn -það eru 30 börn á öllum leikskólanum-. Leiksvæðið er mjög flott og mér líst mjög vel á þetta allt saman. Þau sem koma fyrir 7:45 fá morgunmat, svo er ávaxtahressing áður en þau fara út um 9:30 og svo er hádegismatur kl 11:30. Það er eingöngu lífrænt ræktað fæði. um 14 er svo kaffi, þá fá þau brauð með áleggi, en ekkert sætt, ekkert pålegg -súkkulaði álegg- á þessum leikskóla. Ég vildi bara að hann kæmist aðeins fyrr inn. Oh það væri svo frábært. En við ætlum að vera dugleg að koma í heimsókn og bara vera stutt í garðinum að leika. Annars fórum við í Vericenter sem er svona pínulítil kringla með nokkrum búðum og leiksvæði. Það tekur um 30 mín að ganga þangað. Það var ágætis afþreying og strákarnir skemmtu sér vel. Einar fékk meira að segja nýja kuldaskó. Hann kvartar alltaf svo um í fótunum. Nóg í bili. Bið að heilsa.

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

Ekkert að frétta
héðan af Flintebakken. Allt gengur sinn vanagang, amma og ég reynum að skemmta strákunum með því að fara með þá út á róló og niður í bæ. Spennandi það. En við fengum pakka frá íslandi, Kata sendi okkur flísdress á strákana, þau koma sér vel á róló. Takk fyrir okkur. Frábær dress. Bíllinn er kominn í viðgerð og við fáum hann á föstudaginn eftir viku. Það verður fínt. María kom í kaffi í dag, það var mjög hressandi að fá hana í heimsókn. Við Guðni fórum síðan að skoða vöggustofuna sem hann fer á, ég er 15 mín að ganga þangað. Það er nú ekki mikið. Amma og Einar fóru á meðan niður í bæ að fá sér pulsu -held ég- Vonandi skemmta þau sér vel.

mánudagur, febrúar 02, 2004

Nýjasta vinkona okkar
hún Sonja Lind fæddist í Ástralíu Við hlökkum voðalega mikið til að hitta hana og óskum henni, Stellu, Steina, Sif og Söru Líf til hamingju með allt saman.

sunnudagur, febrúar 01, 2004

Kvefpest
hrjárir okkur öll núna. Leiðinda pest, það lekur svoleiðis horið úr okkur öllum að það er alveg merkilegt. En horinu fylgir slappleiki og leiðindi. Ég er allavegana með hausverk og ílla fyrir kölluð. Við ætluðum á opið hús hjá íslendingafélaginu en klikkuðum á því. Við vorum meira að segja búin að mæla okkur mót við íslenskt par -Maríu og Pálmar- sem við erum búin að kynnast. En þau komu hingað í kaffi í staðinn. Það voru nú fín skipti. En á eftir kemur Einar B og fjölskylda í mat. Það verður nú örugglega gaman. Gummi er búin að vera ægilega duglegur -eins og alltaf- að hengja upp ljós og svona. Þetta er allt að koma, en myndavélin finnst ekki. :-( Frekar fúlt það.