Laugardagur til lukku.
Þetta er búin að vera skrítinn dagur. Við Guðni sváfum til 11 í morgun. Wow það hefur ekki gerst síðan hann var sýnishorn. Gummi var með Einar í íþróttaskólanum og ég dreif mig í að elda grjónagraut, því að það á alltaf að vera grjónagrautur á laugardögum. -Segir Einar- Ég fór síðan með Einar í sund og svo skruppum við í heimsókn til ömmu Tótu. Guðni greyið er ekki eins slappur og hann er búin að vera, ekki með nema um 5 kommur þannig að við erum bjartsýn á að hann fari í leikskólann á mánudaginn. Núna er Gummi að þvo bílinn og ég er búin að vera að föndra þessi fínu hjörtu á síðuna. Hvernig líst ykkur á ? Ég er auðvitað ekkert að nota tímann í að læra, nei þvílík vitleysa.
laugardagur, nóvember 01, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli