sunnudagur, ágúst 10, 2003

Uff !

Dauðþreyttir foreldrar.
Eftir svona helgar erum við foreldrarnir dauðuppgefin, enda ekki furða búið að vera nóg að gera.
Laugardagurinn vöknuðum snemma og fórum í sund, drifum okkur heim og fengum okkur hádegismat. Lögðum okkur öll. Þar sem veðrið var frekar óspennandi þá ákváðum við að slaufa gay pride og drífa okkur frekar í bíó. Fórum á skógarlíf 2 það var hin mesta skemmtun. Það var svo mega mikil rigning að við ákváðum að kíkja í kaffi til ömmu og afa í Barmó. Þar var náttl partý eins og venjulega. Alltaf stuð í barmó. Einar skemmti sér svo vel að hann vildi ekki koma með okkur heim, en hitti okkur hjá Soffu. Við fórum hins vegar með Guðna heim og settum hann í náttföt. Fórum til Soffu í mat, það var tailenskt þema og maturinn var MEIRIHÁTTAR ! Takk fyrir okkur. Um 7 1/2 hlupum við út, sóttum Júlíu barnapíu. Við fórum svo á tónleikana, þeir voru frábærir, en aðstaðan þarna í Laugardalshöllinni er til skammar. Við vorum að drepast að sitja á svona ömurlegum stólum. Komum heim, horfðum á video og höfðum það huggulegt. Guðni tók reyndar á móti okkur í mega stuði, en Einar hafði háttað sig úr öllu, neitað að fara í náttföt og sofnað í hjónarúminu. Guðni var náttl ákveðinn í því að missa ekki af neinu í þessu svaka partýi sem hann var í.
Sunnudagurinn var kosí, strákarnir vöknuðu auðvitað ALLT of snemma og við gátum pínt þá til þess að leggja sig um 11 leytið. Þannig að þá gátum við aftur sofnað zzzzzzzzzzzz. Um 1 leytið rukum við út, löbbuðum niður í bæ, keyptum okkur snúð og fengum brauð handa öndunum. Fórum niður að tjörn, henntum brauði í endurnar, fórum í strætó heim og núna erum við í tjilli. Frekar fínt og frekar fín helgi. Svo bara á morgun vinna og leikskóli. Það verður fínt fínt.

Engin ummæli: