föstudagur, janúar 28, 2005


Þetta er hann Einar Kári hlaupabólustrákur. Hann er nú alveg með á hreinu afhverju hann er með hlaupabólu en það er afþví að hann hljóp svo rosalega hratt inni í fællessal. Einmitt þá vitið þið það kæru vinir, aldrei hlaupa of hratt.

En okkur var einmitt boðið í afmæli í gær til hennar Emilíu sem varð 5 ára. Það var auðvitað mikil tilhlökkun og spenna en Einsi var allt allt of lasinn til að mæta. Gummi var að vinna lengi og því hljóp draumabarnapían í skarðið fyrir okkur. Hann Grétar kom og reddaði okkur svo að við Guðni og Karen gætum farið í afmælið. Við vorum ekki svikin af veitingunum og þökkum fyrir okkur ;-)

Framundan er svo helgin og einhver boð. Vonandi komumst við ;-) en enn meira vonum við samt að Guðni fái líka hlaupabólu, íllu er best aflokið !

þriðjudagur, janúar 25, 2005


Þeir eru lasnir strákanir, það var hringt af leikskólanum og við beðin um að sækja þá. Elsku karlarnir, en núna liggja þeir saman uppi og horfa á sjónvarpið. Svo mikil krútt.

Annars vorum við á maraþonfundi í leikskólanum þeirra þar sem var verið að ræða tungumálaerfiðleika þeirra. Það er öllum hulin ráðgáta hversvegna svona vel fúkerandi drengur eins og Guðni skuli ekki tala. Á fundinum voru fyrir utan okkur sálfræðingur, talmeinafræðingur, leikskólastjórinn og leikskólakennari. Mjög áhugavert.
En Einar fer í sérstakan málörvunarhóp 2x í viku, sá hópur er á vegum ráðgjafamiðstöðvarinnar. En það verður ekki fyrr en eftir 3-4 mánuði. Spennandi að sjá !

Annars erum við hress þrátt fyrir kulda og hor. Það lagast eins og allt annað ! ´ik eins og danirnir segja ;-) Posted by Hello

laugardagur, janúar 22, 2005


Við fórum í ræktina og ákáðum að koma við í búð til að kaupa ný skæri. Það þurfti nefnilega að klippa Einsa Karlinn. -Guðni er ennþá með svo lítið hár !- Það tókst með svona miklu ágætum. Hann er svona ægilega ánægður með útkomuna blessaður ;-)
Annars er helst að frétta að við erum að fara í matarboð í kvöld til Family Fjeldsted. Það verður alveg örugglega mjög skemmtilegt.
Við fengum líka bréf frá spítlanum þar sem stóð að þeir ætla að sækja barnið 15. Júlí. 2005 kl 11:45.
Það stóð nú reyndar ekki kl hvað en það hefði verið fyndið !Posted by Hello

fimmtudagur, janúar 20, 2005


Nýjasta "trendið" á heimilinu treflar um hálsinn við matarborðið. Það er allt i einu orðið ógeðslega kalt og mikið rok hérna. Burr. Posted by Hello

miðvikudagur, janúar 19, 2005


Nýjasti meðlimurinn í fjölskyldunni Flintebakken. Við erum í skýjunum með væntanlega fjölgun en von er á litla barninu 27. Júlí. Foreldrarnir gera ráð fyrir að þetta sé þriðji drengurinn enda fáránlegt að breyta uppskriftinni fyrst að hún virkar svona vel. Vinnuheitið er Jón ! Posted by Hello

sunnudagur, janúar 16, 2005

Árskort

í Rander Regnskov er komið í hús og förum við á laugardaginn að kíkja á eðlurnar, slöngurnar, apana og fuglana. Mjög spennandi. Eftir dýragarðinn var farið á MacDonalds og það var æði ! Eða það fannst allavegana strákunum. Okkur hinum fannst það kannski allt í lagi, samt er MC komin með einhverja stefnu um að vera með gæðakaffi og með´í. Allt í lagi en engin svakaleg gæði.

Dagurinn í dag var afslöppun og hugguleg heit, kanínuróló og kaffiboð. Búin að gera nóg fyrir börnin í bil.

fimmtudagur, janúar 13, 2005

Guðni sterki og sundnámskeið !

Guðni er rosalega sterkur -að sögn Einars Kára sem er höfðinu hærri- en það voru stelpur að stríða þeim í leikskólanum og Guðni tók sig til og potaði í augun á þeim. Þær voru svo hræddar að þær hlupu og burtu. Guðni er hetjan hans Einars sem þorir aldrei að berja neinn nema hann ! Furðulegt ! Við foreldrarnir vorum að sjálfsögðu ekkert rosalega ánægð með framtak yngra eintaksins að pota í augu en eftir að hafa talað við starfsfólkið þá skilst okkur að stúlkurnar hafi átt þetta kannski örlítið skilið.

Einar Kári er byrjaður á sundnámskeiði sem er 1x í viku. Það heitir Plask og leg, en það er aðallega til að gera börnin örugg í vatni og æfa þau fyrir komandi sundæfingar. Mjög sniðugt ! En það sniðugasta er samt að þetta er hérna rétt hjá og við erum enga stund að labba þetta.

laugardagur, janúar 08, 2005

Brjálað veður

hérna í Dene. Við hjónin létum það nú ekki aftra okkur í að skella okkur í ræktina. OK, reyndar brá okkur smá að sjá tré sem hafði rifnað upp með rótum. En hey ! hvað er það milli vina.

Eftir hádegi ákáðum við að kíkja í Idé möbler að skoða húsgöng sem við erum að spá í handa strákunum. Við vorum nú næstum því fokin öll um koll fyrir utan búðina þannig að við ákváðum að drífa okkur heim. Þegar heim var komið leiddist okkur svolítið, ég meina við þurfum ekki bæði að skemmta drengjunum. Þannig að við fengum þá snilldarhugmynd að mála litla herbergið og skipta um herbergi við strákana. Við höfðum nefnilega verið svo séð fyrir nokkrum mánuðum að kaupa málningu á tilboði og eins bæs til að bæsa loftið. Þannig að við erum búin að taka vaktaskipti á drengina, og skiptast á að mála.

Púff samt hvað ég nenni þessu ekki lengur !

miðvikudagur, janúar 05, 2005

Gleðilegt ár og takk fyrir þau gömlu.

Jólin eru liðin og við erum hálf grá og guggin eftir ofát og huggulegheit. Það er erfitt að snúa sér að verkefnum hversdagsins.

En við erum rosalega ánægð með allar gjafirnar fínu sem við fengum. Við fengum aðallega bækur sem er nú ekki leiðinlegt hérna í útlandinu þar sem ekki er hægt að kaupa íslenskar bækur. Benedikt búálfur og drekasögurnar eru alveg að slá í gegn.

Það voru líka slegin persónuleg met í matreiðslu, það tókst að elda kalkún á aðfangadagskvöld og brúna kartöflur á nýársdag. Eitthvað sem við erum búin að stefna á lengi. Ótrúlega villt hjón :-)

Einar Kári er byrjaður á nýja leikskólanum eða sama leikskóla og Guðni er á. Þeir eru rosalega ángæðir þar. Fyrsta daginn hans Einars ætlaði ég að sækja hann um hádegisleitið, ekki láta hann vera of lengi fyrsta daginn. Nei, þá neitaði hann að koma með mér heim, þannig að það hefur ekki verið nein aðlögun. Rosalega fínt hvað hann er ánægður, þá erum við öll svo mikið ánægðari.