þriðjudagur, september 27, 2005

Ég var klukkuð af Hildi sys og Laufey bekkjó. Hérna koma 5 tilgangslaus atriði um sjálfa mig.

#1 Ég er mikill morgunhani vakna alltaf á sama tíma 06:45 en er að samaskapi sofnuð um kl 22
Við hjónin erum ekki samstíga í þessu, en Gumma finnst ægilega gott að vaka lengi á kvöldin.

#2 Ég hef aldrei horft á sápuóperur s.s nágranna eða leiðarljós en ég er hinsvegar MJÖG hrifin af raunveruleika þáttum.

#3 Ég er búin að vera með blejubörn í 5 ár og það stefnir allt í 3 ár í viðbót, mér finnst við hjónin eiga fá einhverskonar verðlaun fyrir ;-)

#4 Ég er í króniskri megrun og það eru fáir kúrar sem ég hef ekki prófað með litlum árangri þó. Mér finnst svooooooooo gott að borða ;-)

#5 Ég hef verið í "viltu vinna milljón", komst í stólinn og klúðraði 3ju spurningu. Ég hef það mér til afsökunar að ég var með barn á brjósti og við það rýrnar heilinn. (Heilinn í mér er s.s búin að vera í stöðugri minnkun í 5 ár!!!!)

Ég klukka Beru frænku í Köben, en ég held bara svei mér þá að það sé búið að klukka alla í kringum mig.

föstudagur, september 23, 2005

Það kom skemmtilegt bréf í póstinum í gær, en í því stóð í stuttu máli; we are glad to inform you that your name has been entered on the list of professional representatives before the European Patent Office". S.s Gummi er komin með lögfræðigráðuna sem er aðalmálið í bransanum í dag. Hann fær gráðuna út á svokallað "gamlingjareglu" en það eru fyrir þá sem hafa starfað í 5 ár við einkaleyfi í löndum sem ekki voru orðin aðildarríki. Ísland er s.s ný orðið aðildarríki og þessvegna fékk hann gráðuna. Allt saman mjög spennandi þó að ég hafi lítin skilning á þessu, mér skilst samt að þetta sé fyrir aðaltöffarana.

Næst best er samt það að Gummi er hættur að vinna á gamla staðnum og verður í 5 vikna fríi áður en hann byrjar á nýja staðnum að vinna. Það þýðir að við hjónakornin eigum eftir að sitja saman og læra alla daga. Fjúff hvað það verður mikið stuð á okkur ;-)

Veðrið leikur við okkur hérna í Århus, það er ennþá hægt að labba úti berfættur í sandölum og á peysunni. En það er hátt í 20° hiti á daginn. Lovely ;-)

Annars er lítið að frétta, helgin verður róleg að vanda. Stefnt að hausthreingerningu í garðinum og huggulegheit. Sennilega slæðist þó inn eins og 1 kaffiboð og matarboð, mér þykir það líklegt.

Góða helgi !

sunnudagur, september 18, 2005

Mikið að gerast á Flintó.

Einar Kári er kominn heim frá Koloní. Hann skemmti sér að eigin sögn mjög vel og langar alveg að fara aftur. Hann saknaði okkar reyndar smá og það komu tár í augun en það heyrðist ekkert. Þetta sagði hann okkur í bílnum á leiðinni heim þegar við sóttum hann. Hann er bara krútt.

S.l vika er búin að vera alveg klikk, en stæðstu fréttirnar eru samt að Gummi er kominn með nýja vinnu, búin að segja upp gömlu vinnunni. Hann er að fara að vinna hjá PV hérna í Århus og byrjar 1 nóv á nýja staðnum. Skrifstofan hans er 30 m frá gömlu vinnunni, frekar fyndið en öll einkaleyfafyrirtækin liggja við sömu götu hérna í Århus. Gaman að því.

Annars er allt í sömu skorðum, Jón Gauti góður og sætur, ég í skólanum, strákarnir í sínum skóla og Gummi í ræktinni á fullu. Bara allt eins og þetta á að vera.

Einar átti góða setningu í gær þegar pabbi hans var að reka á eftir honum að koma niður. "Pabbi farðu bara inn í herbergi þar sem gestirnir eru þegar þeir koma, og legðu þig í sófanum. Ég er alveg að koma". Pabbi hans varð alveg kjaftstopp við þetta svar, tíhí.

mánudagur, september 12, 2005

Ömmur og afar eru kostagripir. Við erum heppin hérna á Flintebakken að við eigum svona plat svoleiðis fyrir strákana okkar. Einar Baldvin ömmubróðir þeirra og Heiðbrá konan hans eru alveg í ömmu og afa hlutverkinu. Það er æði, þau koma reglulega og fá strákana að láni, leyfa þeim að gista og gera margt skemmtilegt. Það sem er líka svo skemmtilegt við að vera hjá þeim er að þau eiga kisu, fugla og fiska. Stundum líka mýs ;-) Svo er náttl Baldvin sonur þeirra sem er 11 ára og algert idol strákana. Þeir dýrka hann og dá, hann á fullt af flottu dóti og nennir endalaust að leika við þá. Ekki leiðinlegt ! En strákarnir fóru s.s til þeirra á laugardaginn og komu aftur seinnipart sunnudagsins. Tímann notuðu foreldrarnir til að stússast og snúast í hlutum sem þurfti að gera. Svona eins og að þrífa bílinn e Póllandsferðina.

Skólinn hjá mér er kominn á fullt og ég er að taka 2 dönskuáfanga af kjörsviði. Ég er s.s að læra núna að verða dönskukennari. Ég er líka í einum áfanga sem heitir grunnskólinn og kennarastarfið, allt saman mjög spennandi.

Gummi er líka komin á námskeið í european patent eitthvað, en hann fer þá annan hvern miðvikudag til köben. Fer snemma og kemur seint, en hann er mjög ánægður með námskeiðið og hlakkar til að vita ótrúlega mikið meira um allskonar einkaleyfi ! Spennó !

Strákarnir eru á sundnámskeiði á miðvikudögum, þannig að annan hvern miðvikudag sæki ég þá "seint" eða kl 16:30 (þeir voru allra síðustu börnin um daginn) og fer með þá beint á sundnámskeiðið. Þar klæði ég þá í náttfötin og þegar við komum heim þá er eitthvað fyrirfram útbúið í boði. S.s grjónagrautur en það er uppáhaldið þeirra þessa dagana. Mér líður eins og súperkonu þessa daga þegar ég druslast með þá alla 3. So far so good.

Jón Gauti er mesta krúttið, hann er farinn að brosa eftir pöntun og hjala smá. Strákarnir eru alltaf jafn hrifnir af honum, og Guðni segir svona 50x á dag; söd baby, söd.

Einar kári er síðan að fara á koloní á miðvikudaginn, en það eru einskonar sumarbúðir fyrir leikskólakrakkana. Elstu krakkarnir fara og eru fram á föstudag. S.s 2 nætur í burtu frá okkur. Hann fékk tár í augun þegar við vorum að tala um þetta í morgun, hann er svo viðkvæmur þessi elska. En hann á eftir að plumma sig vel strákurinn og ég er ekkert viss um að hann eigi yfir höfuð eftir að hugsa til okkar það verður svo spennó allt sem er í boði á kolonien.

mánudagur, september 05, 2005

Pólland er mjög spes land, svo ekki sé annað sagt.

Þetta er land öfgana, á götunum eru ótrúlega flottir bílar en líka mestu druslur sem við höfum séð. Reyndar keyra þeir pólverjar sem urðu á vegi okkar alveg eins og brjálæðingar, það skipir litlu máli hvað reglur eða ljós segja, það bara spurning um að vera nógu kaldur og láta sig vaða yfir ! Ég er ekki nógu köld til að getað keyrt í þessu brjálæði, en Gummi var farinn að keyra eins og alvöru pólverji eftir vikuna. Hrikalegt alveg !

Við vorum í íbúð inni í miðju íbúðarhverfi, það var sjarmerandi að fara í bakaríið á morgnana að kaupa brauð. Sjá fólkið fara í vinnu og konurnar rölta með barnavagna. En svo 5 mín frá okkur var RISA kringla en hún var amerískt stór, alveg HUGES. Frekar skrítið að labba inn í svona amerískan heim eftir að hafa gengið á gangstéttum sem voru meira eða minna brotnar og íllafarnar. Umhverfið allt frekar trist en fólkið (þá sérstaklega konurnar) fallega klætt og snyrtilegt. Maturinn sem við fengum var æði og kostaði lítið. Mæli með honum, en borgin Stettin er kannski ekki svo spennandi en samt sem áður gaman að hafa komið til Póllands.

Við kíktum yfir til Berlínar en það er í ca 1 klst fjarlægð frá Stettin. Berlín er alltaf æðisleg og við vorum alveg jafn hrifin eins og fyrir 5 árum þegar við vorum þar síðast. Það hefur verið heilmikil uppbygging á þessum tíma . Við fóru í dýragarðinn og út að borða á Kúdam.

Annars var þetta ágætisfrí, notuðum tímann vel, hvíldum okkur og vorum í rólegheitum með strákunum. Vorum heppin með veður þannig að það var hægt að vera úti á kvöldin berfættur í stuttermabol. En sama hversu gott frí er þá er alltaf best að vera komin heim.

Fullt af nýjum myndum á netinu.