miðvikudagur, desember 17, 2003

Týndur sími og ammæli
Ég er búin að týna símanum mínum. Hann bara hvarf, púff. Ég skil ekkert í þessu. S.l fimmtudag er síðasta skipti sem ég notaði hann. Furðulegt. Svo var alltaf á tali í honum, en furðulegra. Það sem er mest svekkjandi er að það er ekki hægt að rekja hann þar sem við erum búin að henda ábyrgðarskirteininu -döh- og aularnir týndu nótunni okkar. Frekar svekkjandi. Við höldum í vonina að hann finnist á einhverjum dularfullum stað þegar við flytjum. Þannig að það þýðir ekkert að hringja í mig eða senda mér SMS. Frekar leiðinlegt svona rétt fyrir jól, allir sem ætluðu að senda mér jólasms verða bara að hringja í mig. En það er nú kannski ekkert svo leiðinlegt.
Svo á ég ammæli á morgun. Allir ; Hringja í mig heim í síma 562 48 18. Alveg ófeiminn. Hehe

Engin ummæli: