fimmtudagur, desember 25, 2003

Aðfangadagur jóla
var ágætur, ég er reyndar orðin lasinn en það er bara þannig. Ég fór með strákana að keyra út síðasta dótið og á meðan kláraði Gummi. Þegar drengirnir voru búnir að reyna að sofa var farið með þá út að keyra, það gekk svona ljómandi vel og þeir sváfu eins og ljós. Gummi kíkti upp í garð en ég kláraði að undirbúa matinn. Svo var þessi hefðbundna dagskrá, bað og spariföt. Jólamaturinn var þvílík snilld. Tartalettur fylltar með rækjum og fiskbollum í hvítvínssósu. Nammm. Hreindýrasmásteik með brúnum kartöflum og því helsta, sósan var frábær með bláberjum. Í eftirrétt var sérrí frómas eins og amma Tóta gerir. Ég held að það hafi verið gott, en ég var hætt að finna bragð ! Við dönsuðum aðeins í kringum jólatréið og svo var drifið í pakkana. Það var svo gaman að fylgjast með strákunum segja Vá Vá sama þótt að við værum að opna pakkana. Frekar krúttlegt. En við fengum; pening frá foreldrum okkar, diskamottur, ostaskera, kerti og minnisbók frá systkinum okkar. Gummi fékk sokka, vettlinga, útvarp og bók frá okkur hinum en ég fékk húfu, trefil og 3 bækur frá þeim. Þetta eru æðislegar gjafir og ég hlakka til að koma þeim fyrir á nýja heimilinu okkar í danmörku. Strákarnir fengu líka ótrúlega mikið flott; föt, bækur, pússl, dúkkur, bíla, hnífapör, Harry Potter snaga og dýr. Þeir voru rosalega ánægðir með allt sem þeir fengu. Við gáfum Einari hjól og Guðna dúkkukerru, ég held að það hafi slegið í gegn. Við fórum svo til mömmu og pabba, skoðuðum gjafirnar þeirra og horfðum á krakkana skemmta sér.
En núna er ég hundlasinn og ég vona að ég komist í jólaboðið sem er á eftir hjá mömmu og pabba. Frekar súrt, en svona er þetta.
Takk fyrir okkur, öll kortin og allar gjafirnar. Gleðileg jól enn og aftur.

Engin ummæli: