miðvikudagur, desember 03, 2003

Læknaheimsóknir !
Ég var að byrja í dag sem nemi. Ég fór á leikskóla hérna í hverfinu sem heitir Jörfi. Mér líst vel á mig, en ég fór í morgun og var frá 8-3. Deildin sem ég er á er með börn á aldrinum 4-5 ára. Þetta er fínir krakkar. Það er ferlega fínt að vera nemi svona í desember, maður fær fullt af hugmyndum um skemmtilegt jólaskraut og svona.
Við fórum með stráknana til læknis í dag. Ég fór með Guðna í heyrnarmælingu og það gekk svona glimrandi vel ! Drengurinn heyrir bara allt. Humm. Gummi fór með Einar Kára til augnlæknis og það kom í ljós að hann er fjarsýnn og með sjónskekkju en ekkert samt til þess að hafa áhyggjur af. Úr því að þetta háir honum ekkert þá verður ekkert gert strax, við kíkjum bara til hans aftur þegar við komum til landsins næst.......... eða þar næst.

Engin ummæli: