Helgin og annað
Á laugardaginn fóru strákarnir í síðasta tímann sinn í íþróttaskólanum. Gaman að því. Í skólanum hjá Einari áttu foreldrarnir að fara í þrautirnar með börnunum. Það var ótrúlega gaman og Einar var duglegur að segja mér til. Enda ekki vanþröf á. Ég þurfti að fara upp í skóla í verkefnavinnu og á meðan fóru strákarnir með pabba sínum á leitin að Nemó. Það fannst þeim nú ekki leiðinlegt. Um kvöldið komu Gummi og Hafdís í smá heimsókn. Very nice.
Sunnudagurinn var alveg týpiskur letidagur. Við fórum út að viðra strákana, ætluðum að sýna þeim jólaljósin en þeir höfðu nú lítinn áhuga á þeim. Vildu mikið frekar skoða alla jeppana. Hallllló. Svo kíktum við til vina okkar sem voru að fá sér lítinn hvolp. Tík sem heitir trú. Ægilega sæt, strákarnir voru alveg í skýjunum með kvikindið. Við fórum svo að sjá kveikt á jólatréinu niðri á Austurvelli. Það var ægilega huggulegt.........í svona 30 mín en þá voru strákanir líka búnir að missa þolinmæðina. Gaman að segja frá því.
Ég er búin að vera heima í dag að vinna verkefni. Jey en gaman.
mánudagur, desember 08, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli