laugardagur, desember 20, 2003

Ammælisdagurinn
var frábær. Hann byrjaði frekar furðulega við sváfum öll yfir okkur, en mér tókst að hlaupa út með kökuna sem ég hafði bakað fyrir leikskólann. Þegar ég kom síðan heim í hádeginu var Gummi búin að baka þessa fínu köku handa mér. Það hafði reyndar víst ekki alveg gengið áfallalaust fyrir sig, kremið var eitthvað vefjast fyrir honum. Það stóð nefnilega 2 matskeiðar kaffi og hann setti kaffikorg. Það var svolítið þurrt *döh* og ekki gott að bíta í korginn. Furðulegur hann Gummi getur leyst allskonar eðlisfræðigátur, en það er ekki séns að fá hann til að fara eftir uppskrift. Hann áttaði sig nú á þessu. Ég fór síðan aðeins í Smáralindina til þess að klára síðustu gjafirnar, og við sóttum síðan strákana snemma. Ég fékk ægilega fínar gjafir. Bók, inniskó og dvd -Stuard litla- Gummi og Einar Kári höfðu farið í kringluna og valið þessar gjafir af mikilli ást. Um kvöldið kom Júlía sys og vinkonur hennar að passa fyrir okkur á meðan við fórum niður í bæ. Ansi huggulegt, fórum í strætó og fengum okkur að borða. Mjög góður dagur. En það hringdi hins vegar enginn í mig, fyrir utan mömmu, Kötu og Birnu vinkonu. Það hefur kannski eitthvað með það að gera að ég var varla heima allann daginn. <:o)

Engin ummæli: