laugardagur, ágúst 30, 2003

Dr Gummi !

Dr Gummi !
Gummi stóðst prófið með glans, þetta var nú kannski smá sýning. Karlar í skikkjum og svona. En þetta var flott og ótrúlega gaman að fylgjast með svona athöfn. Það þarf auðvitað ekki að taka það fram að Gummi glansaði í gegnum þetta. Algjör snilli. En dagurinn var svolítið skrítinn, fórum með strákana snemma á leikskólann og við fórum svo beint í reddingar. Keyrðum með búsið niður í Víkingsheimili, þar sátu nokkrir fullfrískir karlmenn að horfa á bold and the bjútiful. -ég meina um hvað erum við að tala !!!! Helló ! Ég er að enn að jafna mig eftir þessa skelfilegu reynslu. En annars gekk bara allt vel, ég fór í greiðslu hjá Óla, við fórum á Holtið í hádeginu ég fékk mér hrefnu og OMG hvað þetta er góður matur !!!!!!!!!! En allavegana byrjaði vörnin kl 2 og var í tæpa 2 klst. Svo var okkur boðið í glas hjá rektornum. -Það þykir víst fínt ! Mamma og Pabbi sóttu strákana í leikskólann og við vorum komin í veislusalinn um 5 leytið. Þetta var allt algjör snilld, það heppnaðist ALLT ótrúlega vel. Maturinn var meiriháttar þeir elduðu og mér skilst að maturinn hafi verið mjög góður.-Lystin var ekkert sérlega mikil. En ræðurnar voru frábærar, krakkarnir voru mikil prýði, og ég held að allir hafi skemmt sér vel. Við dróum með okkur heim nokkra eðlisfræðinga og héldum VILLT partý. Losnuðum við fólkið um 1 leytið eftir að hafa opnað pakkana. Öhöm ég mæli ekki með því að pakkar séu opnaðir eftir svona marga bjóra :-$. En við vöknuðum hress í morgun, skúrðum og tókum til. Reyndum að sofa en við sökuðum svo strákanna þannig að........... En núna sitjum við og erum með fjölskyldupartý, búin að fara í sund, komin með snakk í skálar og erum að horfa á Tarsan. Jibbý!

Engin ummæli: