miðvikudagur, júlí 27, 2005

Aldur er viðkvæmt hugtak hérna á Flintó.

Guðni Þór er nefnilega búin að finna góða leið til þess að stríða bróður sínum. Hann "segist" vera 5 ára og setur 5 fingur í loftið. Þá verður Einar Kári ægilega leiður afþví að hann er svo akkúrat týpa og hann veit að Guðni er bara 3ja en hann er 5 ! Þetta finnst Guðna náttl alveg óendanlega fyndið en veit ekkert skemmtilegra heldur en að stríða bróður sínum og okkur hinum. Það er alveg magnað hvað hann getur tjáð sig þó að hann kunni í mesta lagi 30 orð. Gaman að þessu, eða það finnst Guðna að minnsta kosti.

Við hin erum hress og kát, Gummi er búin að vera taka til í geymslunni og setja upp á háaloft. En við vorum að fatta e 1 og hálfs árs búsetu hérna að það er háaloft ! Glæsilegt !
Annars eru vinir okkar Magga, Óli, Salka og Júlli að flytja heim til Íslands en Gummi og Einar Kári fóru að hjálpa þeim að setja í gáminn. Þeirra og strákana þeirra verður sárt saknað, en svona er lífið. Áður en við vitum af þá verðum við komin í heimferðarhugleiðingar.

Jón Gauti heldur áfram að vera á spariskónum, hann er bara algert ljós. Ég er öll að koma til, fór meira að segja í göngutúr í gær og í dag. Var reyndar gersamlega búin á því eftir, en það er svo gott að fá smá súrefni.

Á mánudaginn er svo leikskóli og vinna, ég held að það verði bara fínt fyrir okkur öll.

föstudagur, júlí 22, 2005

1 vikna gamall

Hann Jón Gauti, hann er alveg yndislegur. Alger afmælisútgáfa, sefur, drekkur, pissar og kúkar. Bara alveg eins og lítil börn eiga að vera. Alveg dásamlegur. Ég verð nú alveg að viðurkenna að þegar ég horfi á hann svona lítinn og yndislegan þá langar mig alveg í fleirri börn. En það lagast alveg pottþétt þegar eyrnabólgurnar og matvendnin mætir á svæðið.
Hann er sennilega mest kyssta barnið í Danmörku, allavegna í Århus. Við keppumst öll við að knúsa hann og kyssa þessar fáu mínútur sem hann er vakandi. Baby söd segir Guðni Þór stóri bróðir með væminni röddu. Einar Kári er búin að lofa því að berja alla sem ætla að berja Jón þannig að Jón þarf ekki að óttast bandita.

Gummi súperpabbi þeytist út um allt með strákana stóru svo að mamman fái einhvern frið til að jafna sig. Hann er einmitt í þessum skrifuðu orðum í Legolandi með peyjana. En ég er rétt rólfær um húsið og þarf mikið að hvíla mig, þannig er það nú.

Mamma kom og fór, stoppaði stutt. Fór með strákana niður í bæ og í dótabúð, sagði eins og bara ömmur segja; þið megið fá allt sem ykkur langar í ! Sápukúluvél varð fyrir valin. Mikil hamingja.

Einar Baldvin frændi og fjölskylda komu svo í gær og elduðu handa okkur mat. Ekki slæmt að fá svona þjónustu. Þau ætla svo að koma á laugardaginn og taka stóru strákana í gistingu. Gummi er að fara á mega fótbolta leik, Börsungar á móti einhverjum Jótum, það verður örugglega gaman.

Takk fyrir allar kveðjurnar og hugskeytin ;-) Farið varlega í brjálaðri helgarumferð.

mánudagur, júlí 18, 2005

Jón er komin heim

og mamma hans náttl með honum. En við erum mjög fegin að vera komin heim til hinna karlanna okkar.

Við Gummi fórum upp á spítala kl 7.15 á föstudagsmorguninn 15 Júlí eftir að hafa skutlað strákunum í leikskólann. Leikskólinn þeirra opnar kl 06.30, sem betur fer, annars hefðu við verið í vondum málum.
Okkur Gumma var vísað inn á herbergi en spítalinn er rosalega flottur, öll herbergi eru einstaklingsherbergi með sjónvarpi og auka rúmi fyrir maka. Þvílíkur lúxus !
Eftir að það var búið að undirbúa mig fyrir aðgerðina, þá var okkur rúllað inn á aðgerðarherbergi, ég fékk mænudeyfingu og svo var hafist handa. Gummi var með mér allan tímann og mér fannst það frábært, þvílíkur munur. Kl 8:48 fæddist svo Jón Gauti Guðmundsson. Gummi fór með hann í hliðarherbergi þar sem hann var skoðaður og Gummi klippti naflastrenginn og svo var komið með hann til mín inn á aðgerðarherbergi. Þeir feðgar voru hjá mér allan tímann og við hjónin gátum spjallað og dáðst að nýjasta afkvæminu.
Eftir það var farið með mig á vöknun þar sem ég var til hádegis. Ég fékk strax morfíndripp en leið ekkert sérlega vel af því. Jón Gauti var 3270 gr og 55 cm s.s bæði léttari og lengri en bræður hans en það munar um að hann er fæddur eftir 38 vikna meðgöngu en bræður hans eftir 42 vikur +.
Það fór vel um okkur á spítalanum, ég var reyndar ekki alveg nógu vel verkjastillt en það kom ekki í ljós fyrr en á laugardaginn að ég er með ofnæmi fyrir morfíni og það gekk ílla að fá almennileg verkjalyf í staðinn fyrir það. En ég finn samt að ég er lengur að jafna mig núna en síðast en það er víst bara þannig.

Gummi var náttl súperpabbi með strákana, þeyttist með þá á rólóa og skemmtigarða hingað og þangað. Magga, Óli, Salka og Júlli voru dugleg að passa strákana þannig að Gummi kæmist í heimsókn til okkar. Það munaði öllu að fá smá tíma án stóru strákana, þó að yndislegir séu.

Mamma kemur svo kvöld og verður fram á fimmtudagsmorgun. Það verður fínt að fá extra hendur til að hjálpa til, ekki veitir af.

mánudagur, júlí 11, 2005

5 ára brúðkaupsafmæli í dag

stór áfangi fyrir okkur hjónin, lítill fyrir mannkynið, við gerum okkur grein fyrir því ;-)
En við erum búin að hafa það gott í dag, fórum niður í bæ og fengum okkur brunch og hugguleg heit. Sæti maðurinn minn keypti svo handa mér Georg Jenssen skart sem ég er búin að dáðst að allt allt of lengi.

Eftir að við vorum búin að sækja strákana fórum við niður á strönd enda um 28° hiti. Frekar huggulegt að flatmaga í sólinni og huggulegheitunum. Grilluðum síðan Magasín steikur um kvöldið og sötruðum rauðvín með. Gerist ekki betra !

Helgin var líka frábær, Einar Baldvin og co komu í mat á laugardaginn, sátum úti í sumarhita og sól. Á sunnudaginn drifum við okkur í jarðaberjatínslu, tíndum 4 1/2 kg af jarðaberjum á 20 mín. Um kvöldið fórum við svo í skemmtilegasta 2 ára afmæli sem ég hef komið í, en við sátum hjá Möggu og Óla úti í garði frá kl 17 til kl 23, ekki leiðinlegt ! Úff hvað við eigum eftir að sakna þeirra ! Svona er þetta í útlöndunum, fólk kemur og fer, flestir fara þó til Íslands þar sem við eigum þó tækifæri á að hitta það aftur.

Annars eru 4 dagar í litla barnið, getum varla beðið. Áður en við vitum af verðum við orðin 5, en það er frekar stór tala ;-) Jafn stór og árin sem við erum búin að vera gift og eins og Einar Kári er gamall !

föstudagur, júlí 08, 2005

7 dagar í fjölgun

og ég held bara þrátt fyrir almennan hressleika og kátínu þá nennum við þessu ekki aftur. Þetta verður komið gott.

Maja föðursystir hans Gumma og Gvendur maðurinn hennar komu í heimsókn á sunnudaginn og það var rosalega gaman að hitta þau. Þau stoppuðu næstum því allan sunnudaginn. Alltaf gaman þegar fólk gefur sér tíma til að kíkja við í sveitina.

Hafdís vinkona kom líka í heimsókn og gisti í 2 nætur. Hún kom færandi hendi, með föt frá Eydísi vinkonu handa litla manninum og náttl fullt af slúðri. Það var leiðindaveður en það skemmdi s.s ekki mikið fyrir okkur þar sem H&M var skannað vel og vandlega.

En annars er bara allt að smella, fötin, vagninn, bílstólinn, skiptiborðið og allt það komið í hús. Meira að segja búið að kaupa snuð, það má alltaf lifa í voninni.

sunnudagur, júlí 03, 2005

Hreiðurgerð og brúðkaupsafmæli.

Hreiðurgerðin á fullu hjá okkur hjónunum, mér skilst að flestir fari að þrífa brjálað inni í skápum en ég þarf þess ekki. Er hvort eð er alltaf eitthvað að þrífa inni í skápum ;-) En ég versla eins og brjáluð kona, og þá meina ég brjáluð kona. Ég fer búð, úr búð í búð, alveg án þess að blása úr nös. Eins og mér finnst það yfirnátturulega leiðinlegt flesta daga, en núna er einhver kraftur sem rekur mig áfram. Það sem ég hef komið heim með er; ný garðhúsgögn, ný borðstofuhúsgögn, myndarammar, hirslur fyrir barnaföt og margt margt annað.

Þetta er auðvitað allt keypt á mega tilboði og ég lét mig meira að segja hafa það að fara á opnunardaginn á risaopnun á stórri byggingarvöruverslun bara til að kaupa garðhúsgöng á 1000 dkr. Burðaðist meira að segja með þau ein út úr búðinni inn í bíl. Það þarf vart að taka fram að það sem eftir var dags lá ég í bælinu, gersamlega búin á því !
Borðstofusettið fengum við á 1500 dkr, borð og 4 stóla. Það var svona skyndiákvörðun, fórum út í búð að kaupa eitthvað allt, allt annað en komum heim með borðstofusett. Gaman að því !

Gummi stendur sig eins og hetja i að setja saman, hengja upp, bora, bera, henda og snúast í kringum mig. Segir ekki orð þessi elska þó að hann komi heim þreyttur úr vinnunni og ég með svona að meðaltali 3 verkefni sem EKKI mega bíða. En ég passa nú líka upp á að hafa alltaf kaldan bjór í ískápnum. Ekki annað hægt í 25° hita !

Næstu helgi er svo 5 ára brúðkaupsafmæli hjá okkur, Magga og Óli vinir okkar buðum strákunum í næturgistingu. Við notuðum tækifærið og fórum út að borða og í bíó. Rosalega gaman að fá smá hjónatíma.