Veikindi veikindi veikindi.
Einar Kári er ennþá lasinn, grey karlinn. Hann er voða slappur en voða skemmtilegur. Það er svolítið gaman að vera svona heima með veikt barn ef maður gefur sér tíma í að njóta þess. Það skapast skemmtilegar stundir, liggja upp í rúmi og lesa.....um miðjan dag. Leyfa að vaka lengur og vera að lita. Og svo bara að vera að spjalla og vera saman. Mjög skemmtilegar samræður sem myndast.
Guðni fór í leikskólann í dag, en það var hringt í okkur um 12 leytið og þá var hann svo lítill í sér, bara búin að vola og vera voðalega ólíkur sjálfum sér. En hann hresstist nú eftir að hann kom heim. Ég fór hins vegar á Kjarvalstaði með hópnum mínum og það var mjög skemmtilegt. Náðum að rakka niður kennarana og svona. Gummi og Guðni fóru hins vegar til Dóru frænku, sem er nú hálfgerð Dóra amma. Þeir sátu bara lengi og spjölluðu.
En annars er það að frétta að það rignir inn blöðum og pappírum sem við erum að undirrita fyrir húsakaupin. Það er bara allt að gerast. Annars auglýsum við eftir einhverjum til að koma og sitja hjá strákunum svo að við getum fengið smá tíma fyrir okkur. Bara til að skreppa saman í sund. Púff það er svolítið erfitt að eiga svona lasarusa þó að yndislegir séu.
miðvikudagur, nóvember 05, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli