Undur og stórmerki
Hafa gerst hérna á Flintebakken, Einar er farinn að hjóla án hjálpardekkja. Stórt skref fyrir manninn, lítið fyrir mannkynið ;-)
Annars er helgin búin að vera tíðindalítil, við fórum reyndar í mat til Pálmars og Maríu á föstudaginn en það var frídagur hérna í danmörku. Mjög huggulegt. Gummi fór síðan í smíðaklúbb um kvöldið þar sem liðsmenn Heklu fótboltafélagsins komu saman og spiluðu póker !
Við erum búin að finna ansi sniðugan barnaveitingastað niður í bæ, en þar geta krakkarnir leikið sér í rosalega flottu leiklandi. Það er meira að segja góður matur þar, ekki svona sveitt eins og er oft á þessum stöðum. Bara snilld.
Núna erum við að fara til Einars Baldvins en þar er fólk að fara að monta sig af nýju tækjunum sínum. Eða Einar er að fara að sýna okkur mótorhjólið sitt og við honum nýja bílinn okkar. Sniðugt !
sunnudagur, apríl 24, 2005
mánudagur, apríl 18, 2005
Annasöm helgi
En eftir tiltekt í garðinum og grill um kvöldið í 18° hita og sól þá ákváðum við að skella okkur í Legoland á sunnudeginum eða a jú ja jey eins og Guðni kallar það !. Við vorum meira svo grand að smella okkur á árskort. Þannig að Legoland verður vel kannað hjá okkur í sumar. Stráknum finnst æði að fara þangað og úr því að við verðum heima í allt sumar þá er ágætt að hafa eitthvað að fara um helgar.
Í dag elduðum við svo í leikskóla strákana. Við elduðum íslenska kjötsúpu, reyndar með Nýsjálenskt lambakjöt, en hey, skiptir ekki málið. Súpan var æðislega góð og krakkarnir og starfsfólkið voru mett og sæl eftir matinn.
Einar hafði reyndar smá áhyggjur af þessu og leist ekkert svakalega vel á að hafa kjötsúpu í matinn. Hann sagði við mig rétt áður en við fórum af stað í morgun; "mamma, viltu ekki heldur baka pönnukökur, það þyir öllum krökkunum svooooooo gott, ég er ekkert svo viss um að þau borði súpu" Hann er skynsamur strákur hann Einsi, það er ekki hægt að segja annað ;-)
En eftir tiltekt í garðinum og grill um kvöldið í 18° hita og sól þá ákváðum við að skella okkur í Legoland á sunnudeginum eða a jú ja jey eins og Guðni kallar það !. Við vorum meira svo grand að smella okkur á árskort. Þannig að Legoland verður vel kannað hjá okkur í sumar. Stráknum finnst æði að fara þangað og úr því að við verðum heima í allt sumar þá er ágætt að hafa eitthvað að fara um helgar.
Í dag elduðum við svo í leikskóla strákana. Við elduðum íslenska kjötsúpu, reyndar með Nýsjálenskt lambakjöt, en hey, skiptir ekki málið. Súpan var æðislega góð og krakkarnir og starfsfólkið voru mett og sæl eftir matinn.
Einar hafði reyndar smá áhyggjur af þessu og leist ekkert svakalega vel á að hafa kjötsúpu í matinn. Hann sagði við mig rétt áður en við fórum af stað í morgun; "mamma, viltu ekki heldur baka pönnukökur, það þyir öllum krökkunum svooooooo gott, ég er ekkert svo viss um að þau borði súpu" Hann er skynsamur strákur hann Einsi, það er ekki hægt að segja annað ;-)
sunnudagur, apríl 10, 2005
Erum orðin 5 í heimili
Eftir að marsvín að nafni Bangsi flutti inn til okkar. Marsvínið er s.s skírt í höfuðið á Bangsa kisu sem á heima í Barmahlíð, Einari fannst það eina nafnið sem kom til greina á gæludýr. Fínt nokk, mér skilst að það hafi virkað hingað til. Við erum líka svo mikið fyrir að skíra og heita í höfuðið á einhverjum, tíhí.
En Bangsi er 7 vikna marsvín og hann er ægilegt krútt, hann skalf reyndar af hræðslu fyrstu dagana og leist held ég ekkert á okkur -eða strákana-, en ég held að hann sé að taka okkur í sátt svona smá saman ;-)
Við vorum með heljarinnar grill í gær, 8 fullorðnir og 5 börn. Svakastuð, gestirnir voru lengi og skemmtu sér vel -held ég- Gumma tókst að brjóta stól og svona, þannig að ég held að þetta hafi bara verið vellukkað.
Guðni er allur að koma til, og er farinn að kúka í WC, ok það gerðist 1x en það er þó í áttina. Þannig að nú er staðan 2-1, hann er komin með hár, farinn að nota wc en ekki farinn að tala ennþá. Jú jú hann er farinn að tala fullt, en hann á samt langt í land. Vonum bara það besta með hækkandi sól og allt það.
Eftir að marsvín að nafni Bangsi flutti inn til okkar. Marsvínið er s.s skírt í höfuðið á Bangsa kisu sem á heima í Barmahlíð, Einari fannst það eina nafnið sem kom til greina á gæludýr. Fínt nokk, mér skilst að það hafi virkað hingað til. Við erum líka svo mikið fyrir að skíra og heita í höfuðið á einhverjum, tíhí.
En Bangsi er 7 vikna marsvín og hann er ægilegt krútt, hann skalf reyndar af hræðslu fyrstu dagana og leist held ég ekkert á okkur -eða strákana-, en ég held að hann sé að taka okkur í sátt svona smá saman ;-)
Við vorum með heljarinnar grill í gær, 8 fullorðnir og 5 börn. Svakastuð, gestirnir voru lengi og skemmtu sér vel -held ég- Gumma tókst að brjóta stól og svona, þannig að ég held að þetta hafi bara verið vellukkað.
Guðni er allur að koma til, og er farinn að kúka í WC, ok það gerðist 1x en það er þó í áttina. Þannig að nú er staðan 2-1, hann er komin með hár, farinn að nota wc en ekki farinn að tala ennþá. Jú jú hann er farinn að tala fullt, en hann á samt langt í land. Vonum bara það besta með hækkandi sól og allt það.
mánudagur, apríl 04, 2005
Vorið er komið
Með öllu því dásamlega sem því fylgir. Það sem mér finnst æðislegast við vorið er að þurfa ekki að kappklæða mannskapinn áður en haldið er út. Það er líka svo gaman að sjá krakkana úti að leika langt fram eftir kvöld bara á peysunum. *Dæs* Þetta er svo mikið æði. Á svona dögum erum við alveg í sjöunda himni yfir því að búa í útlandinu. Alveg búin að gleyma kuldanum s.l vetur ! hehe
Með öllu því dásamlega sem því fylgir. Það sem mér finnst æðislegast við vorið er að þurfa ekki að kappklæða mannskapinn áður en haldið er út. Það er líka svo gaman að sjá krakkana úti að leika langt fram eftir kvöld bara á peysunum. *Dæs* Þetta er svo mikið æði. Á svona dögum erum við alveg í sjöunda himni yfir því að búa í útlandinu. Alveg búin að gleyma kuldanum s.l vetur ! hehe
sunnudagur, apríl 03, 2005
Nýr bíll og ný herbergi.
Er það helsta á dagskrá á heimilinu núna þessa dagana. En Gummi skrapp út í sveit og keypti þar nýjan bíl, Fiat Multiple en það er svona 6 manna bíl sem við rúmust öll vel í, meira að segja þegar litla barnið kemur ;-) Við erum alveg í skýjunum með þetta.
Gummi notaði svo tækifærið og fór aftur út í sveit, en í þetta sinn að sækja kojur sem við keyptum handa strákunum. Þannig að þeir fara í stóra herbergið uppi og við í litla. Ansi sniðugt ;-) Núna er Gummi einmitt að leggja lokahönd á undirbúningin, mála og svona. Þetta verður ægilega fínt. Þá fá strákarnir líka almennilegt pláss til að leika sér í. Þá hefur svolítið vantað almennilegt herbergi.
Svo enduðum við sunnudaginn á að fara út í hallargarð drottingarinnar með Loga og þeim bræðrum Aroni og Viðari. Foreldrar þeirra fylgdu reyndar líka með, en það var svaka stuð, grillaðar pulsur og svona. Á meðan var Gummi sveittur heima að gera fínt. En það er líka allt orðið svakalega fínt ;-)
Er það helsta á dagskrá á heimilinu núna þessa dagana. En Gummi skrapp út í sveit og keypti þar nýjan bíl, Fiat Multiple en það er svona 6 manna bíl sem við rúmust öll vel í, meira að segja þegar litla barnið kemur ;-) Við erum alveg í skýjunum með þetta.
Gummi notaði svo tækifærið og fór aftur út í sveit, en í þetta sinn að sækja kojur sem við keyptum handa strákunum. Þannig að þeir fara í stóra herbergið uppi og við í litla. Ansi sniðugt ;-) Núna er Gummi einmitt að leggja lokahönd á undirbúningin, mála og svona. Þetta verður ægilega fínt. Þá fá strákarnir líka almennilegt pláss til að leika sér í. Þá hefur svolítið vantað almennilegt herbergi.
Svo enduðum við sunnudaginn á að fara út í hallargarð drottingarinnar með Loga og þeim bræðrum Aroni og Viðari. Foreldrar þeirra fylgdu reyndar líka með, en það var svaka stuð, grillaðar pulsur og svona. Á meðan var Gummi sveittur heima að gera fínt. En það er líka allt orðið svakalega fínt ;-)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)