fimmtudagur, desember 23, 2004

Jólin alveg að koma

sem okkur finnst ótrúlegt hérna í 10° hita og rigningu. Ekki mjög jólalegt. Danir eru heldur ekki jafn skreytingaglaðir og íslendingar þannig að okkur finnst hálf grátt út að líta.

Amma Tóta rokkar eins og fyrri daginn. Hún er búin að kenna Einari að telja, draga frá og leggja saman. Svo ætlar hún að fara að kenna honum að skrifa nafnið sitt og spila á spil. Guðni er farinn að segja Tóta -mömmunni til mikillar gleði - þannig að við sjáum fram á með þessu áframhaldi getum við afbókað talmeinfræðingin og sent Einar beint í grunnskóla eftir áramót. Þær eru nefnilega svo magnaðar þessar ömmur !

En annars erum við bara í rólegheitum og hygge. Vona að þið hin séu það líka.

Gleðileg jól öll saman !

sunnudagur, desember 19, 2004

Hátíð í bæ.

Enda frúin komin á fertugsaldurinn. Við buðum nágrönnum okkar í mat á föstudagskvöldið, en þau eiga 3 dætur á aldur við strákana. Það var æðislega gaman, það var boðið upp á íslenska fiskisúpu og lagtertu ala Gummi. Partýið byrjaði kl 17:30 og þau fóru um kl 23. Krakkarnir duttu reyndar út eitt af öðru en þau stóðu sig ótrúlega vel.

Laugardagurinn var prinsessudagur en afmælisbarnið fékk sérpanntaðan morgunmat og opnaði pakkana. Takk fyrir mig öll saman ! En forréttindi dagsins fólust í að vera uppi í rúmi að lesa og hanga í náttfötunum allan daginn. Ekki leiðinlegt það.

Í dag komu svo íslenskuvinir okkar sem ætla að vera hérna um jólin í hádegismat. Það var fiskisúpa........aftur ! Lagkaka og det hele. Það var heldur ekkert leiðinlegt, fullt af pökkum og svona.

Annars eru myndir komnar á myndasíðuna okkar, þannig að..........

föstudagur, desember 17, 2004

Ég C

alveg skýrt án gleraugna. Það er alveg ótrúlegt ! En ég fór í aðgerðina í gær um 1 leytið. Ég var mætt um 12 en þá fékk ég smá róandi, smá svona til að ná að anda ofaní maga. Aðgerðin sjálf tók um 30 mín mér fannst nú reyndar svolítið krípí en vel þess virði. Eftir að hafa hvílt mig í klst kom Gummi að sækja mig. Strax á leiðinni heim sá ég ágætlega en eftir að hafa lagt mig, sá ég nánast fullkomlega. Stórkostlegt ! Svo gat ég horft á sjónvarpið í gærkvöldi án gleraugna. Snilld !

En í dag er síðasti dagurinn hans Einars á leikskólanum, ég ætla að sækja hann snemma. Við erum að fá nágranna okkar í mat í kvöld og ég þarf að fara að versla og svona.

Svo er það bara ammæli á morgun the big 3 0 . Gjafirnar streyma inn frá íslandi og ég hlakka voðalega til að opna þær á morgun. Ekki búin að kíkja í eina einustu, alveg satt :Þ

þriðjudagur, desember 14, 2004

Hérastubbur bakari

tók sér bólfestu í Gumma á sunndaginn og hann bakaði bara alveg fullt. Brúna lagtertu með smjörkremi og piparkökur. Ægilega fínt ! Strákarnir hjálpuðu okkur við að skera út piparkökurnar, en við lögðum ekki alveg í að lita þær með glassúr. Kannski eftir nokkur ár ! Það eru komnar myndir af herlegheitunum á myndasíðuna.

Guðni er alveg búin með aðlögunina á leikskólanum, og núna er hann allan daginn. Hann tók þetta í nefið, þessi dugnaðarforkur. Einar getur ekki beðið eftir að byrja og spyr á hverjum degi; fæ ég nú að fara í skólann með Guðna. En síðasti dagurinn hans Einars verður á föstudaginn, við ætlum að leyfa honum að taka almennilegt frí. En amma Tóta kemur svo á mánudaginn. Nóg að gerast !


laugardagur, desember 11, 2004

Kalli kónguló !

kom inn til okkar í morgun. Það heyrðust svoleiðis skaðræðisvein í bræðrunum, einmitt þegar við foreldrarnir vorum að reyna að sofa aðeinssssss lengur. En þeir bræður hafa erft þann arf úr föðurætt að vera hræddir við allskyns kvikindi. Ég hins vegar reyni að sannfæra þá um að þetta séu allt vinir mínir og gef út þær skipanir að það megi ALLS ekki drepa þessi saklausu kvikindi -s.s kóngulær og húsflugur- En ég tók myndir af þeim bræðurunum með Kalla og þær myndir eru komnar á myndasíðuna.

Guðni er byrjaður að tala meira og meira, enda svo sem 3ja þannig að.........En núna segir hann Shrek í tíma og ótíma, með þessum líka hreim. Mjög fyndið ! En hann segir ekki frekar en fyrri daginn mamma eða pabbi, hann ætlar að eiga það til góða !

Gleðilegan kreisíber allir saman.

föstudagur, desember 10, 2004

Taske

sem er jólasveinastrákur kom heim með okkur í gær af leikskólanum hans Einars. Hann kíkti með okkur í jólagleði í leikskólann hans Guðna þar sem borðið var fram jólglögg og eplaskífur. Ægilega huggó ! Hérna er mynd af Einari og Taske.

Ég var að frá bréf frá augnklínikkinni sem ætla að laga nærsýnina hjá mér. Það kom í ljós eftir skoðun að ég er með þykka hornhimnu og smá sjáöldur sem ku gefa bestan árangur í svona meðferð. En reyndar hafði sjónin versnað töluvert síðan ég hafði farið síðast til augnlæknis og ég er komin með -7,25. En ég má s.s búast við að hafa 100% sjón á 30 ára afmælinu mínu. Jey hvað það er æðislegt.


miðvikudagur, desember 08, 2004

Bæjarferð

var á dagskrá hjá okkur í dag. Það er alltaf voða ævintýri að fara niður í bæ, sérstaklega ef þessi stóri guli keyrir okkur. Í bænum fórum við í dótabúðina en það er alveg fastur liður. Það er SVO gaman, Gummi hitti okkur þar og við fórum á kaffihús. Einar er svo mikill nautaseggur að hann elskar að fara á kaffihús ;-) Þetta var indælisferð í góðu veðri.

sunnudagur, desember 05, 2004

Gin og klaufa

eða handa, fóta og munnsjúkdómur herjar á litla Guðna núna. Elsku karlinn, hann er allur í blöðrum í munninum og getur ekki kyngt. Hvað þá drukkið pelann sinn, elsku karlinn. En þetta gengur vonandi fljótt yfir. Guðni var nefnilega að byrja á leikskóla eða börnehave og er í strangri aðlögun þar.

Annars erum við hress og kát, erum búin að setja upp jólaskrautið og syngjum með jólalögum. Æðislega væmin öll, við og jólalögin ;-)

fimmtudagur, desember 02, 2004

Smá misskilningur !

Fréttir frá Danaveldi:
Danskt e-magasin sem heitir "vidste du det" sendi á dögunum mail til áskrifenda með fróðleiksmolum um jólahald í öðrum löndum og þar stóð meðal annars: Julesvinet kommer På Island fejrer man d. 23. december "Thorlåksmessa", og denne dag spiser mange den traditionelle ret gravad rokke med smeltet fåretalg og kartofler. D. 24. december minder meget om vores jul, men på Island er det ikke julemanden, der kommer med gaverne, men derimod "jolasveinen" eller julesvinet. D. 5. januar slutter julen, og man brænder juletræet af uden for huset, mens man udklædt som alfer danser om bålet. http://www.vidstedudet.dk/

miðvikudagur, desember 01, 2004

Íslenskur matur er vibbi

og þá er ég að tala um hnoðmör, siginn fisk og hrútspunga. Eða allan skemmdan og myglaðan mat sem íslendingar láta sér til munns. Margir halda meira að segja sérstakar hátíðir í kringum skemmdan mat, ég held að það sé kallað Þorrablót. En við erum lukkuleg hérna í danmörku með lifrarkæfu og markríl. Játakk.

Það voru íslenskir stúdentar á Öresundskollegie því góða kollegie sem ég bjó á mín yngri ár. Þetta par hneigist til skemmds matar og það lyktaði allt af signum fiski öðru hvoru á kolleginu sérstaklega í miklum stillum. Þau fengu vatn í munninn og gátu varla talað um annað en hvað þau hlakkaði til að fá almennilegan siginn fisk. Það var reynt að redda hjá fisksala sem keyrir um norðurlöndin til að selja íslendingum fisk en því miður, enginn siginn fiskur. Þau voru friðlaus, þar til að það kom í ljós hvaðan lyktin af signa fiskinum hafði verið. Þá hafði ungur svíi legið látinn inni á herbergi í 4 vikur.

Jáhá !