þriðjudagur, desember 27, 2005


Gleðilega hátið öll sömul, takk fyrir okkur öll. Við erum alveg í skýjunum með allar þær fínu, fínu gjafir sem við fengum. Þetta eru jólin sem við erum með 3 lítil börn, svolítið skrítið en jólin komu samt kl 18 þó að ekki væri búið að leggja á borð með jóladúk og sparistelli. Það er bara þannig, við höfðum í nóg að snúast við að baða, elda og taka til. Nú skil ég fólk sem borðar annars staðar en heima hjá sér á jólunum, þetta er hörkupúl. Ég var líka sofnuð kl 21:30 með strákunum á aðfangadag, algerlega búin á því. Gummi var hressari og vakti "örlítið" lengur.

Við erum búin að hafa það mjög gott, búin að gera vel við okkur í mat og drykk alla daga. Borðuðum kalkún á aðfangadag, fórum með hangikjöt til Einars Baldvins á jóladag og fengum svo góða vini í heimsókn í gær, annan í jólum.

Í dag fór svo Gummi að vinna, úff, erfitt að hafa hversdaginn svona fljótt eftir hátíðarnar. En strákarnir eru heima með okkur Jóni Gauta, leikskólinn lokaður og allir í fríi.

Svo er það bara Köben núna á miðvikudaginn, ætlum að vera í 2 nætur, kíkja í jólatívolíð og svona. Kósí, pósí.

miðvikudagur, desember 21, 2005

Þetta er hann Jón Gauti 5 mánaða. Hann fór í 5 mánaða skoðun núna á mánudaginn en þá var hann 6,7 kg, 68 cm. Það þykir alveg eðal í þessum vaxtakúrfu bransa, meðalmaður á þyngd og lengd. Hann er ljúfur og kátur eins og fyrri daginn. Það helsta sem er nýtt að frétta af honum er að hann er kominn með tönn. Litla tönn í neðri góm vinstra megin. Svo er hann farinn að borða líka tvisvar á dag. Graut fyrir hádegi og kartöflur í kvöldmat. Hann er mjög ánægður með það að vera loksins byrjaður að fá að borða.

Af hinum strákunum er það helst að frétta að skórinn og jólasveininn hefur mikið aðdráttarafl. Einar ræsir þá bræður um kl 5 á morgnana alveg hress, við foreldrarnir erum ekki alveg jafn hress svona snemma.

Einar er að fara leika vitring í kirkjunni, en elstu krakkarnir í leikskólanum setja upp jólaguðspjallið í kirkjunni. Ekki vitfirðing eins og móðursystur hans léku einu sinni fyrir langa löngu. Það er önnur og lengri saga.

sunnudagur, desember 18, 2005


Ég er afmælisstelpa í dag, þá má ég ráða segir Einar Kári. Ekki mikil tilbreyting þar en ég reyni þá bara að vera extra ráðrík í dag. Humm !

Við hjónin fórum allein niður í bæ í gærkvöldi, ok kannski ekki alveg allein. Jón fékk að fljóta með. Við keyptum síðustu jólagjafnirnar og fórum út að borða. Það var frekar fyndið við fórum á snobb stað til að fá okkur að borða. Það er þétt milli borða og fólkið á næsta borði varð forvitið þegar það heyrði okkur tala íslensku. Þau voru mjög hress og skemmtileg, eiga fullt af íslenskum vinum en þau eiga þetta fyrirtæki sem flytur inn vörur til íslands. Gaman að því ;-)

Gummi var búin að baka pönnukökur og hella upp á gott kaffi handa mér. Það finnst mér æði, svo fékk ég fína pakka. Bakpoka frá strákunum, ilmvatn frá Gumma og bók frá mömmu og pabba. Bara æði pæði.

Seinna í dag förum við svo til Hadsten þar sem Baldvin frændi minn á líka afmæli. Hann er 12 ára í dag. Þar ætlum við að sitja og gúffa í okkur góðan mat, síld, rækjur og annað góðgæti. Gummi er líka búin að baka randalínur, hvíta með sultu og brúna með smjörkremi. Ægilega duglegur. Ykkur er velkomið að kíkja í kaffi og randó, nóg til !

fimmtudagur, desember 15, 2005


Þetta er hann Gummi, hann er voðalega gleymin og utan við sig eins og flestir sem þekkja hann vita. En hann sló sjálfan sig út í gær og slökkti á frystikistunni........aftur. Síðast tók hann hana úr sambandi en núna slökkti hann á henni. Í kistunni var allskyns gúmmulaði og gotterí s.s 3 kg rostbeef, íslensk lambalæri, 6 kg af hakki og ómælt magn af kjúklingabringum.

Ég uppgvötvaði þetta þegar ég var að fara að elda, Gummi var á fundi niður í vinnu og það voru ekki hugguleg smsin sem ég sendi honum. Ég var MJÖG reið út í hann. Svo hringdi ég í ömmu og hún sagði mér bara að stinga í samband aftur, en hún gaf mér líka leyfi til að kalla hann idjót. Amma skilur mig nefnilega þegar kemur að mat og frystikistum :Þ Ég hringdi líka í Önnu Jónu sem vottaði mér samúð sína, veit ekki alveg hvort það var út af kjötinu eða út af Gumma. Hún er grænmetisæta þannig að það mætti segja mér að hún væri að samhryggjast mér að vera með Gumma og þó !

En ég er samt búin að jafna mig að mestu, vona bara að við deyjum ekki úr matareitrun þó að við höfum fryst allt kjötið aftur. Vonum bara það besta.

þriðjudagur, desember 13, 2005Julemusen kom í heimsókn til okkar í gær, en hún kom heim með Guðna af leikskólanum. Þetta er hrekkjótt mús sem gerir skandala. Á þessu heimili litaði hún mjólkina bláa og setti rúsinur í smjörboxið. Það fannst strákunum sniðugt.

Það er annars gaman að sjá hvað Einar er að fatta þetta allt saman í fyrsta sinn, núna man hann eftir því að opna jóladagatalið og kíkja í skólinn. Svo er hann farinn að óska sér allskonar dýrgripi í jólagjöf, s.s gameboy og turtelkall. Það verður spennandi að sjá þá opna gjafnirnar á aðfangadagskvöld.

Annars er julehygge út um allan bæ, í vinnunni hjá Gumma, í leikskólanum hjá strákunum (báðum deildum) og svo á taleinstetutet. Brjálað að gera,+ það að þvotturinn þvær sig ekki sjálfur frekar en fyrri daginn. Ég hélt að ég fengi svo æðislega mikinn tíma þegar önninn væri búin en mér finnst bara ennþá allt vera á haus. Kannski er það bara ég sem er á haus !

föstudagur, desember 09, 2005

Jóla, jóla, jóla er alveg stemningin þessa dagana. Svo gaman, stóru strákarnir eru að fatta þetta allt saman í fyrsta sinn núna, eru spenntir að opna dagatalið, nenna að baka með okkur og fylgjast vel með jólagjafaumræðunum í leikskólanum. Voða gaman.

Gummi sleppti julefrokostinum í köben, úff hvað ég er fegin. Mér finnst alveg glatað að sitja ein kvöld eftir kvöld með strákunum, þó að yndislegir séu.

Það eru nýjar myndir í albúminu góða helgi og gleðlilegan 3ja í aðventu.

mánudagur, desember 05, 2005

Heimsmeistarakeppni í piparkökubakstri var hérna á Flintó í gær. Einar Baldvin og co komu og máluðu á piparkökur með okkur. Það var ótrúlega gaman ! Við Einar Kári erum reyndar ekki mikið föndurfólk þannig að við gáfumst fljótt upp en hin voru alveg að gera meistarstykki. Það er nú meira hvað krökkum þykja piparkökur með glassúr góðar, ekki man ég eftir því að hafa þótt þetta svona gott. Reyndar segir mamma að hún hafi aldrei nennt að baka jólasmákökur afþví að okkur fannst þær ekkert góðar. Sennilega svolítið til í því ! Eini staðurinn þar sem mér finnast smákökur ÆÐI er hjá mömmu hennar Hafdísar vinkonu. Býst ekki við að fá að smakka þær í ár.

En framundan er maraþonvika í köben ferðum hjá Gumma, hann fór snemma í morgun kl 5 og kemur seint í kvöld. Annað eins verður á miðvikudaginn og svo julefrokost (sem mér þykir frat að vera ekki boðið í !) á föstudaginn yfir nótt. Púff eins gott að þetta verði ekki alltaf svona. Mér finnst ekki skemmtilegt að sitja ein kvöld eftir kvöld, buhu.

Annars er lítið að frétta, strákarnir hamingjusamir og við líka. Okkur hlakkar til jólanna og erum að velta fyrir okkur hvað við eigum að bralla fyrir utan að borða góðan mat. Okkur hlýtur að detta eitthvað í hug.