Stöðumælavörður
Reyndi að sekta mig fyrir 2 dögum. Málið var að ég þurfti aðeins að skreppa í mollið að kaupa svolítið -týpískt svona í prófum- og ég tími aldrei að borga í bílastæðahúsið. Þannig að ég legg yfirleitt í stæði sem ekki þarf að borga fyrir. Hélt ég ! En ég er allavegana að ganga út og sé 3 menn standa við bílinn minn og hleyp að bílnum og spyr mjög ljóskulega ;"ertu að sekta bílinn minn ?" Þeir sögðu við mig að bílnum væri ólöglega lagt og ég fengi 600 dkr sekt fyrir það. Ég ennþá alveg ljóshærð útskýrði fyrir þeim að ég væri frá Íslandi og þar mætti maður bara leggja hvar sem er ! Ég kynni bara ekki á svona kerfi þar sem mætti bara leggja sumstaðar en ekki annarsstaðar, ég gæti engan vegin áttað mig á því ! Þeir sáu aumur á mér og slepptu mér án þess að fá sekt. Með því skilyrði að ég myndi aldrei gera þetta aftur ! Múhahahahah !
En annars er allt fínt að frétta héðan, við erum að fara á djamm með vinnunni hans Gumma í kvöld og Einar Baldvin og Heiðbrá ætla að passa ! En ég ætti auðvitað að vera heima að læra, en ég NENNI því ekki ! hoho
föstudagur, apríl 30, 2004
miðvikudagur, apríl 28, 2004
Foreldrafundur
var á Vöggustofunni hans Guðna í gærkvöldi. Umræðuefnið og fyrirlesarinn var Næringarfræðingur sem sér um ráðgjöf til allra stofnanna sem hafa eitthvað með börn að gera. Þetta var mjög áhugaverður og skemmtilegur fundur.
Það var mæting kl 19 en mér sýndist ekki vera neitt sérlega góð mæting. Þetta var voðalega huggulegt, kerti, rauðvín, vínber, ostar, súkkulaði og kex á borðum. Þetta myndi maður seint sjá á leikskólum heima !!! En næringarfræðingurinn talaði um sykurneyslu barna og "madpakkene". Málið er að Danir eru heldur aftarlega á merinni -finnst mér- í svona málum. Hérna eru t.d engar vörur sem hægt er að kaupa sykurlausar, en allt er fitulaust. T.D er kókómjólkin hérna úr undanrennu en svo rosalega sæt að strákunum finnst hún ógeðsleg !!! Ég hef ekki fundið neinar mjólkurvörur í formi Jógurta og svoleiðis sem þeir vilja. Þarna kemur skyrið sterkt inn heima, algjör snilld sú vara. En anyways er fullt af svona vörum hérna sem er svona mitt á milli þess að vera sælgæti og vera matur. Svona hálfgerðar kökur, fólk kaupir þetta í þeirri góðu trú að það sé að gera börnunum sínum gott afþví að þetta er svo "hollt". Svo sendir fólk börnin sín með þetta í leikskólann og það verða ægileg leiðindi því að þau fara heim og segja ALLIR fá svona og svona, akkuru ekki ég !
Ég verð nú samt alveg að segja að ég er enginn sykur-nammi fanatík. Strákarnir mega alveg fá nammi, ís og kók. Við bara gleymum oft að gefa þeim, kaupum nammi og svo er það bara uppí í skáp. Og við kaupum ekki kex af þeirri einföldu ástæðu að þá borðum við það ;-/ og það er ekki gott.
Umræðan heima á meðal vinkvenna og bekkjasystra minna er mikil um sykur og að það eigi ekki að gefa sykur í óhófi, flestar kaupa sykurlausarmatvörur en feita osta til þess að gefa börnunum. Prótein VS kolvetni er líka mikið umtalsefni, fólki ofbyður oft þessi brauðneysla. En hérna hafa rannsóknir sýnt að börn fá of fitusnautt fæði en mikin sykur. Sem er alls ekki nógu hollt.
En það sem gladdi mig mest við það sem næringarfræðingurinn sagði um matarvenjur barna að við ættum að leyfa þeim að vera matvönd og alls ekki pína börn til þess að vera mikið að smakka nýja hluti. Það kemur allt með meiri þroska. Svo framarlega sem börn borða um 400gr af grænmeti og ávöxtum, fá eitt glas af mjólk á dag þá eru þau í góðum málum. Mikill léttir að heyra þetta, þá get ég hætt að slást við strákana á kvöldinn þegar þeir vilja ekki borða matinn. Þeir eru nefnilega alltaf til í að skipa á matnum og grænmeti. Tómatar, gúrkur, bananar og epli eru í miklu uppáhaldi á þessum bæ. *guðisélof*
var á Vöggustofunni hans Guðna í gærkvöldi. Umræðuefnið og fyrirlesarinn var Næringarfræðingur sem sér um ráðgjöf til allra stofnanna sem hafa eitthvað með börn að gera. Þetta var mjög áhugaverður og skemmtilegur fundur.
Það var mæting kl 19 en mér sýndist ekki vera neitt sérlega góð mæting. Þetta var voðalega huggulegt, kerti, rauðvín, vínber, ostar, súkkulaði og kex á borðum. Þetta myndi maður seint sjá á leikskólum heima !!! En næringarfræðingurinn talaði um sykurneyslu barna og "madpakkene". Málið er að Danir eru heldur aftarlega á merinni -finnst mér- í svona málum. Hérna eru t.d engar vörur sem hægt er að kaupa sykurlausar, en allt er fitulaust. T.D er kókómjólkin hérna úr undanrennu en svo rosalega sæt að strákunum finnst hún ógeðsleg !!! Ég hef ekki fundið neinar mjólkurvörur í formi Jógurta og svoleiðis sem þeir vilja. Þarna kemur skyrið sterkt inn heima, algjör snilld sú vara. En anyways er fullt af svona vörum hérna sem er svona mitt á milli þess að vera sælgæti og vera matur. Svona hálfgerðar kökur, fólk kaupir þetta í þeirri góðu trú að það sé að gera börnunum sínum gott afþví að þetta er svo "hollt". Svo sendir fólk börnin sín með þetta í leikskólann og það verða ægileg leiðindi því að þau fara heim og segja ALLIR fá svona og svona, akkuru ekki ég !
Ég verð nú samt alveg að segja að ég er enginn sykur-nammi fanatík. Strákarnir mega alveg fá nammi, ís og kók. Við bara gleymum oft að gefa þeim, kaupum nammi og svo er það bara uppí í skáp. Og við kaupum ekki kex af þeirri einföldu ástæðu að þá borðum við það ;-/ og það er ekki gott.
Umræðan heima á meðal vinkvenna og bekkjasystra minna er mikil um sykur og að það eigi ekki að gefa sykur í óhófi, flestar kaupa sykurlausarmatvörur en feita osta til þess að gefa börnunum. Prótein VS kolvetni er líka mikið umtalsefni, fólki ofbyður oft þessi brauðneysla. En hérna hafa rannsóknir sýnt að börn fá of fitusnautt fæði en mikin sykur. Sem er alls ekki nógu hollt.
En það sem gladdi mig mest við það sem næringarfræðingurinn sagði um matarvenjur barna að við ættum að leyfa þeim að vera matvönd og alls ekki pína börn til þess að vera mikið að smakka nýja hluti. Það kemur allt með meiri þroska. Svo framarlega sem börn borða um 400gr af grænmeti og ávöxtum, fá eitt glas af mjólk á dag þá eru þau í góðum málum. Mikill léttir að heyra þetta, þá get ég hætt að slást við strákana á kvöldinn þegar þeir vilja ekki borða matinn. Þeir eru nefnilega alltaf til í að skipa á matnum og grænmeti. Tómatar, gúrkur, bananar og epli eru í miklu uppáhaldi á þessum bæ. *guðisélof*
þriðjudagur, apríl 27, 2004
Prófið var fínt í gær
eða svona þannig. Ég fann nú alveg fyrir því að það munaði miklu að ég náði að lesa vel síðustu dagana fyrir prófið. En þetta fag hefur setið svolítið á hakanum hjá mér -eins og öll hin fögin- ég hef bara rétt náð að gera þau verkefni sem ég VERÐ að gera og svo einhvernvegin ekki meir. En þrátt fyrir það er mér að ganga ágætlega og ég er alveg að massa 7-8 í vetrareinkunir í flestu. Vetrareinkunin gildir um 50% í öllum kúrsum þannig að ég er sátt. Ég er greinilega að vinna ágætlega undir pressu ;-) Svo er næsta próf á mánudaginn í straumum og stefnum í leikskólauppeldi ég er svolítið hrædd við það fag, eða réttara sagt ég er hrædd við kennarann hún hefur kennt mér allar annir og ég veit einhvernveginn aldrei hvað hún vill fá !!! Mjög snúið allt.
Við fengum tjaldið og eldunarsettið í gær. Ég er ótrúlega spennt að sjá tjaldið ! Gummi hringdi einmitt úr vinnunni í gær eftir að ég sagði honum að tjaldið væri komið þá hafði hann mestar áhyggjur að ég myndi tjalda því úti í garði ! Humm, alveg í hreinskilni þá held ég að ef það hefði ekki verið rigning -og ég í heimaprófi- þá hefði ég nú sennilega skellt mér í að tjalda og kíkja á gripinn. Hver veit nema það hefði verið kvöldmatur úti í garð ;-) Ég er klikk ég veit það !!
Annars eru allir hressir og kátir. Guðni er farinn að sleppa því að segja NEI heldur segir hann NEJ, frekar krúttlegt. Ekki mikill munur en munur þó.
Takk fyrir peppupp kommentin í gær, halda áfram svona. Hoho.
eða svona þannig. Ég fann nú alveg fyrir því að það munaði miklu að ég náði að lesa vel síðustu dagana fyrir prófið. En þetta fag hefur setið svolítið á hakanum hjá mér -eins og öll hin fögin- ég hef bara rétt náð að gera þau verkefni sem ég VERÐ að gera og svo einhvernvegin ekki meir. En þrátt fyrir það er mér að ganga ágætlega og ég er alveg að massa 7-8 í vetrareinkunir í flestu. Vetrareinkunin gildir um 50% í öllum kúrsum þannig að ég er sátt. Ég er greinilega að vinna ágætlega undir pressu ;-) Svo er næsta próf á mánudaginn í straumum og stefnum í leikskólauppeldi ég er svolítið hrædd við það fag, eða réttara sagt ég er hrædd við kennarann hún hefur kennt mér allar annir og ég veit einhvernveginn aldrei hvað hún vill fá !!! Mjög snúið allt.
Við fengum tjaldið og eldunarsettið í gær. Ég er ótrúlega spennt að sjá tjaldið ! Gummi hringdi einmitt úr vinnunni í gær eftir að ég sagði honum að tjaldið væri komið þá hafði hann mestar áhyggjur að ég myndi tjalda því úti í garði ! Humm, alveg í hreinskilni þá held ég að ef það hefði ekki verið rigning -og ég í heimaprófi- þá hefði ég nú sennilega skellt mér í að tjalda og kíkja á gripinn. Hver veit nema það hefði verið kvöldmatur úti í garð ;-) Ég er klikk ég veit það !!
Annars eru allir hressir og kátir. Guðni er farinn að sleppa því að segja NEI heldur segir hann NEJ, frekar krúttlegt. Ekki mikill munur en munur þó.
Takk fyrir peppupp kommentin í gær, halda áfram svona. Hoho.
mánudagur, apríl 26, 2004
Heimpróf
Er að fara í heimapróf eftir smá stund og er alveg að deyja úr stressi ! Arg þoli ekki svona stress er búin að drekka marga kaffibolla og er alveg að missssssa mig !
Helgin var frábær, grilluðum í fyrsta sinn og það var meiriháttar. Annars var ég bara að læra undir próf afþví að það er SVOOOOOOOO skemmtilegt !
Er að fara í heimapróf eftir smá stund og er alveg að deyja úr stressi ! Arg þoli ekki svona stress er búin að drekka marga kaffibolla og er alveg að missssssa mig !
Helgin var frábær, grilluðum í fyrsta sinn og það var meiriháttar. Annars var ég bara að læra undir próf afþví að það er SVOOOOOOOO skemmtilegt !
föstudagur, apríl 23, 2004
Gaman saman í sumar.
Eða það vona ég að minnsta kosti. Það er kominn mikill sumarhugur í okkur Gumma og við keyptum okkur tjald í gær. Reyndar bara á netinu en engu að síður er 4 manna tjald og eldunarsett á leiðinni hingað í pósti. Gaman gaman. Svo er ég búin að vera að browsa um netið og ég fann frábæra heimasíðu þar sem öll tjaldstæði eru og þau eru ekkert slor. Mig langar svo að fara um suður Jótland sérstaklega á eyju sem heitir Römo. Um hvað ég hlakka til.
Sumardagurinn fyrsti var víst á fimmtudaginn, hann hefði gjörsamlega farið framhjá okkur nema afþví að við fengum sumargjafir og kort. Æðislega gaman ! Takk fyrir okkur.
Annars er lítið að frétta ég er bara að reyna að drusla mér í gegnum siðfræðina gengur hægt en gengur þó ! Gummi er að fara á morgun að vinna með fólkinu hérna í kring. Málið er að þetta svæði hérna í kring er í okkar eigu og við borgum visst mikið í sameiginlegan sjóð til þess að láta sjá um að það sé slegið grasið og tréin klippt. En semsagt 1x á ári er svona fællesmöde -mjög vinsælt hjá dönum allt þetta fællesdót- þar sem allir hittast og ditta að umhvefinu. Dagurinn byrjar ægilega huggulega með kaffi og vínarbrauðum. Ef ég þekki dani rétt þá verður örugglega vinnudeginum lokið með bjór ! En ekki hvað ;-)
Eða það vona ég að minnsta kosti. Það er kominn mikill sumarhugur í okkur Gumma og við keyptum okkur tjald í gær. Reyndar bara á netinu en engu að síður er 4 manna tjald og eldunarsett á leiðinni hingað í pósti. Gaman gaman. Svo er ég búin að vera að browsa um netið og ég fann frábæra heimasíðu þar sem öll tjaldstæði eru og þau eru ekkert slor. Mig langar svo að fara um suður Jótland sérstaklega á eyju sem heitir Römo. Um hvað ég hlakka til.
Sumardagurinn fyrsti var víst á fimmtudaginn, hann hefði gjörsamlega farið framhjá okkur nema afþví að við fengum sumargjafir og kort. Æðislega gaman ! Takk fyrir okkur.
Annars er lítið að frétta ég er bara að reyna að drusla mér í gegnum siðfræðina gengur hægt en gengur þó ! Gummi er að fara á morgun að vinna með fólkinu hérna í kring. Málið er að þetta svæði hérna í kring er í okkar eigu og við borgum visst mikið í sameiginlegan sjóð til þess að láta sjá um að það sé slegið grasið og tréin klippt. En semsagt 1x á ári er svona fællesmöde -mjög vinsælt hjá dönum allt þetta fællesdót- þar sem allir hittast og ditta að umhvefinu. Dagurinn byrjar ægilega huggulega með kaffi og vínarbrauðum. Ef ég þekki dani rétt þá verður örugglega vinnudeginum lokið með bjór ! En ekki hvað ;-)
fimmtudagur, apríl 22, 2004
Guðni týndist
á þriðjudaginn. Gummi var í köben og það var allt í volli.
Málið var að ég fór að sækja þá í leikskólann -að venju- og þegar við komum heim þá höfum við það alltaf þannig að á meðan ég geri þetta venjulega sem ég geri alltaf, taka þvott af snúrunum, setja yfir kaffi og undir búa smá snarl fyrir þá, þá eru þeir úti að hjóla. Það þykir þeim ægilegt sport og það er alltaf nóg um að vera hérna í nágreninu. Æðislega gaman. Nema það að Einar er búin að vera frekar þreyttur eftir leikskólann og því vill hann komast beint inn að borða og horfa svo að eins á sjónvarpið. Guðni hélt uppteknum hætti og fór og hjólaði. Svo þegar ég ætlaði að kalla á hann inn fann ég hann hvergi. Það var bara hjól á miðri götu og enginn Guðni. Ég var nú ekkert stressuð fyrsta korterið en svo fór ég að ókyrrast. Ég spurði alla sem ég hitti hvort að þeir hefðu rekist á hann og áður en ég vissi af var komið heilt lið að leit að honum. Ég gekk um með tárinn í augunum og fannst þetta HRÆÐILEGT. Ég er sá fyrir mér að honum hefði verið rænt og við krafin um lausnargjald. Ég hringdi í Karen til þess að sitja hjá Einari á meðan ég var að leita. Á meðan hún hjólaði hingað kom nágrannakona mín með Guðna. Hann hafði þá verið alveg hinum megin við götuna lengst upp frá. Mikið var ég glöð þegar hann fannst og ég var í svo mikilli geðshræringu að ég gleymdi að þakka öllum fyrir hjálpina við að leita.:-/
En annars er allt gott að frétta ég fer í fyrsta prófið mitt á mánudaginn og það er bara lesa,lesa,lesa og lesa.
á þriðjudaginn. Gummi var í köben og það var allt í volli.
Málið var að ég fór að sækja þá í leikskólann -að venju- og þegar við komum heim þá höfum við það alltaf þannig að á meðan ég geri þetta venjulega sem ég geri alltaf, taka þvott af snúrunum, setja yfir kaffi og undir búa smá snarl fyrir þá, þá eru þeir úti að hjóla. Það þykir þeim ægilegt sport og það er alltaf nóg um að vera hérna í nágreninu. Æðislega gaman. Nema það að Einar er búin að vera frekar þreyttur eftir leikskólann og því vill hann komast beint inn að borða og horfa svo að eins á sjónvarpið. Guðni hélt uppteknum hætti og fór og hjólaði. Svo þegar ég ætlaði að kalla á hann inn fann ég hann hvergi. Það var bara hjól á miðri götu og enginn Guðni. Ég var nú ekkert stressuð fyrsta korterið en svo fór ég að ókyrrast. Ég spurði alla sem ég hitti hvort að þeir hefðu rekist á hann og áður en ég vissi af var komið heilt lið að leit að honum. Ég gekk um með tárinn í augunum og fannst þetta HRÆÐILEGT. Ég er sá fyrir mér að honum hefði verið rænt og við krafin um lausnargjald. Ég hringdi í Karen til þess að sitja hjá Einari á meðan ég var að leita. Á meðan hún hjólaði hingað kom nágrannakona mín með Guðna. Hann hafði þá verið alveg hinum megin við götuna lengst upp frá. Mikið var ég glöð þegar hann fannst og ég var í svo mikilli geðshræringu að ég gleymdi að þakka öllum fyrir hjálpina við að leita.:-/
En annars er allt gott að frétta ég fer í fyrsta prófið mitt á mánudaginn og það er bara lesa,lesa,lesa og lesa.
mánudagur, apríl 19, 2004
Helgin var fín
gott veður sól og blíða. Við fórum í tivólíð með nesti -alveg eins og hinir danirnir- og leyfðum svo strákunum að leika sér í leiktækjunum sem eru þar. Það var fínt en við foreldrarnir vorum aðeins of ílla klædd.*burr,burr* Um kvöldið fór ég síðan í stelpupartý og það var æðislega gaman. Ég hitti 3 stelpur sem ég hef aldrei séð áður og 2 af þeim eiga stráka á Einars aldri. Ég ætla að reyna að drífa hann í heimsókn til þeirra sem fyrst.
Sunnudagurinn var letidagur en við kíktum inn í Barbrand sem er gettóið hérna í Århús. Það eru hlutfallslega mest um fólk af erlendum uppruna hérna í Århús af öllum bæjum hérna í danmörku. Flestir útlendingarnir safnast saman þarna í Brabrand. Það er varla hægt að sjá fólk sem er ljóst á hörund, konurnar eru með slæður og karlarnir eru með gullkeðjur og á þvílíku sportbílunum. Helsta aðdráttarafl Brabrand er Bazar Vest sem er markaður sem selur grænmeti, ávexti og arabískan mat *nammi namm*. En ástandi er svo slæmt þarna að lögreglan fer ekki inn í hverfið ef það eru slagsmál og læti. Strætó áskilur sér meira að segja rétt til þess að stoppa ekki fyrir farþegum ef þeim líst ekki á aðstæður. Þetta er mjög furðulegt að vera þarna, það eru stórar blokkir sem eru ódýrar í leigu og því safnast útlendingarnir þangað, og það er ótrúlegt að maður sér á umhverfinu að þetta er næstum því ekki danmörk, hálfgert Tyrkland eða eitthvað svoleiðis. Staðsetningin á hverfinu er frábær, stutt í bæinn og það er ótrúlega fallegt umhverfi, ég var meira að segja stundum þarna þegar ég var yngri afþví að ma og pa þekktu fólk sem bjó þarna, mér skilst að þá hafi þetta líka verið slumm. Þegar við vorum að leita af stað til að búa á kom okkur á óvart hvað raðhús voru fáránlega ódýr þarna, oft allt að 500 þús dkr í samanburði við okkar hverfi. Við erum nú ægilega ánægð að það var hægt að tala okkur ofan af því að kaupa ekki hús þarna *púff* við erum svo ægilega lukkuleg í snobbhverfinu okkar ;-)
gott veður sól og blíða. Við fórum í tivólíð með nesti -alveg eins og hinir danirnir- og leyfðum svo strákunum að leika sér í leiktækjunum sem eru þar. Það var fínt en við foreldrarnir vorum aðeins of ílla klædd.*burr,burr* Um kvöldið fór ég síðan í stelpupartý og það var æðislega gaman. Ég hitti 3 stelpur sem ég hef aldrei séð áður og 2 af þeim eiga stráka á Einars aldri. Ég ætla að reyna að drífa hann í heimsókn til þeirra sem fyrst.
Sunnudagurinn var letidagur en við kíktum inn í Barbrand sem er gettóið hérna í Århús. Það eru hlutfallslega mest um fólk af erlendum uppruna hérna í Århús af öllum bæjum hérna í danmörku. Flestir útlendingarnir safnast saman þarna í Brabrand. Það er varla hægt að sjá fólk sem er ljóst á hörund, konurnar eru með slæður og karlarnir eru með gullkeðjur og á þvílíku sportbílunum. Helsta aðdráttarafl Brabrand er Bazar Vest sem er markaður sem selur grænmeti, ávexti og arabískan mat *nammi namm*. En ástandi er svo slæmt þarna að lögreglan fer ekki inn í hverfið ef það eru slagsmál og læti. Strætó áskilur sér meira að segja rétt til þess að stoppa ekki fyrir farþegum ef þeim líst ekki á aðstæður. Þetta er mjög furðulegt að vera þarna, það eru stórar blokkir sem eru ódýrar í leigu og því safnast útlendingarnir þangað, og það er ótrúlegt að maður sér á umhverfinu að þetta er næstum því ekki danmörk, hálfgert Tyrkland eða eitthvað svoleiðis. Staðsetningin á hverfinu er frábær, stutt í bæinn og það er ótrúlega fallegt umhverfi, ég var meira að segja stundum þarna þegar ég var yngri afþví að ma og pa þekktu fólk sem bjó þarna, mér skilst að þá hafi þetta líka verið slumm. Þegar við vorum að leita af stað til að búa á kom okkur á óvart hvað raðhús voru fáránlega ódýr þarna, oft allt að 500 þús dkr í samanburði við okkar hverfi. Við erum nú ægilega ánægð að það var hægt að tala okkur ofan af því að kaupa ekki hús þarna *púff* við erum svo ægilega lukkuleg í snobbhverfinu okkar ;-)
laugardagur, apríl 17, 2004
Tívolíið
er alveg að standa undir væntingum okkar. Við fórum í morgun með nesti og djús í flösku. Alveg eins og danir gera. Við fundum rosalega flottan róló og það var hrikalegt stuð.
En ég er að fara í partý í kvöld til Sölku skvísu. það verður örugglega mikið fjör. Heima á skerinu er vinkonurnar að gæsa Hafdísi, það er nú örugglega ekki minna stuð. Ég væri nú alveg til í að taka þátt í því. Vona bara að þær sendi mér myndir af herlegheitunum
Bæ í bili.
er alveg að standa undir væntingum okkar. Við fórum í morgun með nesti og djús í flösku. Alveg eins og danir gera. Við fundum rosalega flottan róló og það var hrikalegt stuð.
En ég er að fara í partý í kvöld til Sölku skvísu. það verður örugglega mikið fjör. Heima á skerinu er vinkonurnar að gæsa Hafdísi, það er nú örugglega ekki minna stuð. Ég væri nú alveg til í að taka þátt í því. Vona bara að þær sendi mér myndir af herlegheitunum
Bæ í bili.
Upplifun Gumma
Var í gær að leika með strákunum hérna fyrir utan í 16 stiga hita og sól. Þetta var í fyrsta skipti sem að maður upplifði stemninguna í hverfinu, en við búum efst í U-laga botnlanga þar sem er engin umferð. Allt í einu fylltist allt af krökkum að leika sér í tennis, skilmast, eltingaleik osfrv. Einar og Guðni léku sér með 6 og 7 ára strákum í skilmingaleik. Einn hluti leiksins var að hleypa ekki Einari og Guðni inn í einn garðinn hjá grannanum við hliðina á okkur, sem gerði garðinn náttúrulega enn meira spennandi. Síðan skildu strákarnir ekkert í því að Guðni skyldi bara mumbla (dadada a ha a ha) og að Einar skyldi tala eitthvert óskyljanlegt mál. Ég útskýrði fyrir þeim að við værum frá Íslandi, sem þeim fannst að ég held nokkuð cool. Þeir spurðu mig (Gumma) síðan um aldur Guðna eða eiginlega hvort að hann væri "baby". Ég sagði að hann væri baby og þá leit þetta allt öðruvísi út. Guðni fékk greiðann aðgang inn í garðinn sem þeir voru að "verja" og Einar Kári fékk takmarkaðann aðgang. Eftir þetta mátti Guðni gera allt. Maður er annars farinn að geta bablað barna dönsku sem er nátturulega fyrsta skrefið í þessum tungumála fasa. Grannarnir eru alveg frábærir og maður upplyfir þetta eins og eina stóra fjölskyldu. Mjög sáttur við þetta.
Var í gær að leika með strákunum hérna fyrir utan í 16 stiga hita og sól. Þetta var í fyrsta skipti sem að maður upplifði stemninguna í hverfinu, en við búum efst í U-laga botnlanga þar sem er engin umferð. Allt í einu fylltist allt af krökkum að leika sér í tennis, skilmast, eltingaleik osfrv. Einar og Guðni léku sér með 6 og 7 ára strákum í skilmingaleik. Einn hluti leiksins var að hleypa ekki Einari og Guðni inn í einn garðinn hjá grannanum við hliðina á okkur, sem gerði garðinn náttúrulega enn meira spennandi. Síðan skildu strákarnir ekkert í því að Guðni skyldi bara mumbla (dadada a ha a ha) og að Einar skyldi tala eitthvert óskyljanlegt mál. Ég útskýrði fyrir þeim að við værum frá Íslandi, sem þeim fannst að ég held nokkuð cool. Þeir spurðu mig (Gumma) síðan um aldur Guðna eða eiginlega hvort að hann væri "baby". Ég sagði að hann væri baby og þá leit þetta allt öðruvísi út. Guðni fékk greiðann aðgang inn í garðinn sem þeir voru að "verja" og Einar Kári fékk takmarkaðann aðgang. Eftir þetta mátti Guðni gera allt. Maður er annars farinn að geta bablað barna dönsku sem er nátturulega fyrsta skrefið í þessum tungumála fasa. Grannarnir eru alveg frábærir og maður upplyfir þetta eins og eina stóra fjölskyldu. Mjög sáttur við þetta.
Matartíminn í leikskólanum
hans Einars fannst mér algjört met. Það er gaman að sjá hvað krakkar læra mikið í leikskóla. Ég geri mér ekki alltaf grein fyrir því hvað þau læra mikið af matarmenningu þjóða með því að borða í leikskólanum. Á fimmtudaginn í leikskólanum hjá Einari var pastaréttur og smörrebröd. Smörrebrödet var með makríl, lifrarkæfu, einhverskonar pylsum með steiktum lauk, eggjum og tómötum og svo rostbeef. Það voru 4 helmingar af rúgbrauði á mann. Á borðinu stóð svo majónes og remúlaði í skálum. Mjög huggulegt. Þetta kunnu sko krakkarnir að meta -allir nema Einar K- og þau settu mikið af remúlaði og majónesi. Og það heyrðist nammi namm. Einar Kári er nebbl svolítið spes -hvaðan ætli hann hafi það- og vildi borða áleggið fyrst og síðan brauðið. Það fannst krökkunum mjög sérstakt og einn strákurinn sagði ; Nej Einar sådan spiser man ikke bröd í danmark, se man holder med begge hånder. Frekar krúttlegt.
hans Einars fannst mér algjört met. Það er gaman að sjá hvað krakkar læra mikið í leikskóla. Ég geri mér ekki alltaf grein fyrir því hvað þau læra mikið af matarmenningu þjóða með því að borða í leikskólanum. Á fimmtudaginn í leikskólanum hjá Einari var pastaréttur og smörrebröd. Smörrebrödet var með makríl, lifrarkæfu, einhverskonar pylsum með steiktum lauk, eggjum og tómötum og svo rostbeef. Það voru 4 helmingar af rúgbrauði á mann. Á borðinu stóð svo majónes og remúlaði í skálum. Mjög huggulegt. Þetta kunnu sko krakkarnir að meta -allir nema Einar K- og þau settu mikið af remúlaði og majónesi. Og það heyrðist nammi namm. Einar Kári er nebbl svolítið spes -hvaðan ætli hann hafi það- og vildi borða áleggið fyrst og síðan brauðið. Það fannst krökkunum mjög sérstakt og einn strákurinn sagði ; Nej Einar sådan spiser man ikke bröd í danmark, se man holder med begge hånder. Frekar krúttlegt.
föstudagur, apríl 16, 2004
Sól og sumar
gaman gaman. Hérna er æðislegt sumarveður. Einar Kári var í leikskólanum alveg fram að hádegi. Hann fór með nesti í leikskólann og hann fékk að velja sjálfu. Hann vildi frá ristað brauð með ost og skinku, 5 smá tómata og rúsinur. Mjög ánægður með þetta sjálfur. Hann var alveg ferskur allann tímann. Eftir fundinn sem ég átti með starfsfólkinu í gær, stungu þau upp á að ég reyndi kannski að vera aðeins jákvæðari. -sem ég er ekki búin að vera- Málið er að við erum búin að vorkenna honum svo hryllilega að það hálfa væri nóg ! Við hefðum helst viljað sleppa þessu. En anyways þá tókum við jákvæða pakkann í gær. Oh hvað þú ert heppin, ble ble ble. Það hefur greinilega svínvirkað.
En framundan um helgina er Tívolí ferð og hugguleg heit. Ég væri öfga til í að fara í Dýragarð, þurfum að sjá til!
p.s ég kemst ekki inn á trallið þannig að ég svara líklega seint.
gaman gaman. Hérna er æðislegt sumarveður. Einar Kári var í leikskólanum alveg fram að hádegi. Hann fór með nesti í leikskólann og hann fékk að velja sjálfu. Hann vildi frá ristað brauð með ost og skinku, 5 smá tómata og rúsinur. Mjög ánægður með þetta sjálfur. Hann var alveg ferskur allann tímann. Eftir fundinn sem ég átti með starfsfólkinu í gær, stungu þau upp á að ég reyndi kannski að vera aðeins jákvæðari. -sem ég er ekki búin að vera- Málið er að við erum búin að vorkenna honum svo hryllilega að það hálfa væri nóg ! Við hefðum helst viljað sleppa þessu. En anyways þá tókum við jákvæða pakkann í gær. Oh hvað þú ert heppin, ble ble ble. Það hefur greinilega svínvirkað.
En framundan um helgina er Tívolí ferð og hugguleg heit. Ég væri öfga til í að fara í Dýragarð, þurfum að sjá til!
p.s ég kemst ekki inn á trallið þannig að ég svara líklega seint.
miðvikudagur, apríl 14, 2004
Leikskólinn
hans Einars er kannski ekki alveg eins og ég hefði viljað en........... ég talaði við leikskólastjórann í gær. Ég varð svolítið aum yfir þessu öllu. Mér finnst mjög erfitt að horfa upp á litla barnið mitt svona óöruggt. Leikskólastjórinn brást vel við óskum mínum og ég fæ fund með starfsfólkinu á deildinni hans og hinum leikskólakennurunum á morgun. Mér líst vel á það. Þær eru reyndar ennþá að stinga upp á að ég fari að tala dönsku við hann !!! ég er ekki alveg að kaupa það. En svona er þetta.
Veðrið er æðislegt núna, það er búið að spá 16° hita á laugardaginn. Ekki slæmt það, ég held bara svei mér þá að sumarið sé komið ! Nammi namm.
hans Einars er kannski ekki alveg eins og ég hefði viljað en........... ég talaði við leikskólastjórann í gær. Ég varð svolítið aum yfir þessu öllu. Mér finnst mjög erfitt að horfa upp á litla barnið mitt svona óöruggt. Leikskólastjórinn brást vel við óskum mínum og ég fæ fund með starfsfólkinu á deildinni hans og hinum leikskólakennurunum á morgun. Mér líst vel á það. Þær eru reyndar ennþá að stinga upp á að ég fari að tala dönsku við hann !!! ég er ekki alveg að kaupa það. En svona er þetta.
Veðrið er æðislegt núna, það er búið að spá 16° hita á laugardaginn. Ekki slæmt það, ég held bara svei mér þá að sumarið sé komið ! Nammi namm.
þriðjudagur, apríl 13, 2004
Páskaskemmtun !
Gummi var spurður að því í vinnunni hvað við ætluðum að gera um páskana. Hann sagði að við værum að fá fullt af Íslendingum í heimsókn. Þá spurði yfirmaður hans hvað við ætluðum að gera. Gummi sagðist ekki alveg vera með það á hreinu en við fáum okkur sennilega nokkra öl og tölum ílla um dani ! Fólkið við matarborðið varð víst frekar vandræðalegt á svipinn og fór að tala um eitthvað annað ! Skrítið !
Gummi var spurður að því í vinnunni hvað við ætluðum að gera um páskana. Hann sagði að við værum að fá fullt af Íslendingum í heimsókn. Þá spurði yfirmaður hans hvað við ætluðum að gera. Gummi sagðist ekki alveg vera með það á hreinu en við fáum okkur sennilega nokkra öl og tölum ílla um dani ! Fólkið við matarborðið varð víst frekar vandræðalegt á svipinn og fór að tala um eitthvað annað ! Skrítið !
mánudagur, apríl 12, 2004
sunnudagur, apríl 11, 2004
Páskaegg
Namm namm namm. Krakkarnir eru búin að borða páskaegg eins og ég veit ekki hvað í morgun. Þau fengu meira að segja egg án þess að borða morgunmat !!!! En smá súkkulaði í morgunmat 1x á ári skaðar varla neinn :-) Við erum búin að hafa það huggulegt með gestunum okkar, það er búin að vera brakandi sól og blíða, þver öfugt við það sem búið var að spá. En það er búið að vera algjör bónus, og auðveldar töluvert lífið þegar það eru 4 börn 5 ára og yngri.
Í dag fara svo gestirnir til síns heima, og við erum að fara í danskan frokost til Einars Baldvins. Svo er það bara slökun og verkefni á morgun.
Namm namm namm. Krakkarnir eru búin að borða páskaegg eins og ég veit ekki hvað í morgun. Þau fengu meira að segja egg án þess að borða morgunmat !!!! En smá súkkulaði í morgunmat 1x á ári skaðar varla neinn :-) Við erum búin að hafa það huggulegt með gestunum okkar, það er búin að vera brakandi sól og blíða, þver öfugt við það sem búið var að spá. En það er búið að vera algjör bónus, og auðveldar töluvert lífið þegar það eru 4 börn 5 ára og yngri.
Í dag fara svo gestirnir til síns heima, og við erum að fara í danskan frokost til Einars Baldvins. Svo er það bara slökun og verkefni á morgun.
föstudagur, apríl 09, 2004
Fínir dagar
þessir frídagar. Við erum búin að vera með fullt af heimsóknum og það er æði ! En við tókum það bara rólega í gær, vorum hérna heima og slöppuðum af. Í dag fórum við í tivóli, keyptum okkur frípassa sem verða öruggleg mikið notaðir. Við sáum meira að segja kongafjölskyldunna þannig að þessi ferð rokkaði feitt !. Gaman gaman.
Gleðileg páska !
þessir frídagar. Við erum búin að vera með fullt af heimsóknum og það er æði ! En við tókum það bara rólega í gær, vorum hérna heima og slöppuðum af. Í dag fórum við í tivóli, keyptum okkur frípassa sem verða öruggleg mikið notaðir. Við sáum meira að segja kongafjölskyldunna þannig að þessi ferð rokkaði feitt !. Gaman gaman.
Gleðileg páska !
miðvikudagur, apríl 07, 2004
þriðjudagur, apríl 06, 2004
Krúttlegt
að hlusta á karlana mína hlægja upphátt að Tomma og Jenna sem eru núna í sjónvarpinu. Það glymur allt þeir hlægja svo hátt.
Ég sit hérna niðri og er að skrifa ritgerð, ég vorkenni sjálfri mér alveg óskaplega og dauðsé eftir að hafa farið í svona áhugavert fag sem er með svona hrikalega mikið lesefni. :-( Ég er búin að drekka svona 1000 kaffibolla í dag, uss ekki gott. En ég ætla nú samt að drusla mér í gegnum þetta svo að ég geti verið í fríi um Páskana. Vei !
að hlusta á karlana mína hlægja upphátt að Tomma og Jenna sem eru núna í sjónvarpinu. Það glymur allt þeir hlægja svo hátt.
Ég sit hérna niðri og er að skrifa ritgerð, ég vorkenni sjálfri mér alveg óskaplega og dauðsé eftir að hafa farið í svona áhugavert fag sem er með svona hrikalega mikið lesefni. :-( Ég er búin að drekka svona 1000 kaffibolla í dag, uss ekki gott. En ég ætla nú samt að drusla mér í gegnum þetta svo að ég geti verið í fríi um Páskana. Vei !
mánudagur, apríl 05, 2004
Mánudagur til mæðu
er svo sannarlega búið að vera yfirskriftin á þessum degi. Hann er búin að vera langur og strangur. Hann byrjaði á því að við sváfum yfir okkur og þá fer yfirleitt allt í flækju. En við Einar fórum í leikskólann með nesti alveg ákveðin í því að borða hádegismat. Við mættum um 9 leytið en það voru eiginlega engin börn, allir í fríi. Ég ákvað að skreppa aðeins frá (í 50 mín) og leyfa Einari að vera einum smá stund. Þegar ég kom til baka þá var hann allur grátbolginn og þá hafði hann átt mjög erfitt. Hafði bara klætt sig í úlpuna og vildi ekki vera þarna lengur. Eftir að ég kom hékk hann í mér þannig að ég sá engan tilgang í að vera þarna lengur. Þegar við komum heim finnst mér hann eitthvað svo slappur til augnanna, þá er greyið litla komin með hita og allt í volli. Elsku karlinn.
En ég er að reyna að klára síðasta verkefnið mitt á þessari önn og ég er alveg að mygla. Ég er búin með smá og ég á að skila því eftir páska.*arg*
er svo sannarlega búið að vera yfirskriftin á þessum degi. Hann er búin að vera langur og strangur. Hann byrjaði á því að við sváfum yfir okkur og þá fer yfirleitt allt í flækju. En við Einar fórum í leikskólann með nesti alveg ákveðin í því að borða hádegismat. Við mættum um 9 leytið en það voru eiginlega engin börn, allir í fríi. Ég ákvað að skreppa aðeins frá (í 50 mín) og leyfa Einari að vera einum smá stund. Þegar ég kom til baka þá var hann allur grátbolginn og þá hafði hann átt mjög erfitt. Hafði bara klætt sig í úlpuna og vildi ekki vera þarna lengur. Eftir að ég kom hékk hann í mér þannig að ég sá engan tilgang í að vera þarna lengur. Þegar við komum heim finnst mér hann eitthvað svo slappur til augnanna, þá er greyið litla komin með hita og allt í volli. Elsku karlinn.
En ég er að reyna að klára síðasta verkefnið mitt á þessari önn og ég er alveg að mygla. Ég er búin með smá og ég á að skila því eftir páska.*arg*
sunnudagur, apríl 04, 2004
Myndó
húsmóðirin á Flintebakken 95 -og þá er ég ekki að tala um Gumma- hún er búin að baka 2 kökur. Eina bananaköku og eina Súkkulaðiköku. Ji og hún sem má ekki borða kolvetni, en fyrir þá sem ekki vita það þá eru svona kökur algjör kolvetnabomba ! Og hana nú. En þessar kökur bakaði ég ofaní gestina sem ætla að koma í kaffi, gaman gaman.
En ég fór líka út í búð og keypti svona web-cam þannig að nú getið þið séð mig þegar ég tala við ykkur á netinu. Ekki amalegt það. Græjan kostaði litlar 150 dkr í nettó sem er svona Bónus, fín búð. Og fyrst ég var komin út í búð þá keypti ég kassa af páskabjór -ekki ofan í mig, bjór = kolvetni *arg*- þannig að nú mega gestirnir koma.
Minnst á gesti ég var að tala við Stellu í Ástralíu og þau eru að koma að heimsækja okkur í Júlí, alla leið frá Ástralíu ! Humm góðir vinir þar á ferð. Jey ég hlakka svo til !
húsmóðirin á Flintebakken 95 -og þá er ég ekki að tala um Gumma- hún er búin að baka 2 kökur. Eina bananaköku og eina Súkkulaðiköku. Ji og hún sem má ekki borða kolvetni, en fyrir þá sem ekki vita það þá eru svona kökur algjör kolvetnabomba ! Og hana nú. En þessar kökur bakaði ég ofaní gestina sem ætla að koma í kaffi, gaman gaman.
En ég fór líka út í búð og keypti svona web-cam þannig að nú getið þið séð mig þegar ég tala við ykkur á netinu. Ekki amalegt það. Græjan kostaði litlar 150 dkr í nettó sem er svona Bónus, fín búð. Og fyrst ég var komin út í búð þá keypti ég kassa af páskabjór -ekki ofan í mig, bjór = kolvetni *arg*- þannig að nú mega gestirnir koma.
Minnst á gesti ég var að tala við Stellu í Ástralíu og þau eru að koma að heimsækja okkur í Júlí, alla leið frá Ástralíu ! Humm góðir vinir þar á ferð. Jey ég hlakka svo til !
laugardagur, apríl 03, 2004
Lambakjöt á diskinn minn !
hver man eftir þeim auglýsingum. Bjakk þoli ekki þessar landbúnaðarauglýsingar á Íslandi, sleppa því að auglýsa og nota peninginn til þess að lækka kjötið þannig að fólk geti keypt sér ! OG þá er þjóðfélagsádeilu minni lokið í bili ;-)
Við vorum nefnilega að borða íslenskt lambalæri og það var ýkt gott. Ekkert sjúklegt en gott. Þetta var samt bara smá svona afþví að þetta er íslenskt og allt það. Keypti það í okurbúllunni Fötex á 89 dkr. Ekki amalegt það.
Annars verður að segjast að Gummi fær átaksverðlaunin í dag. Hann er búin að vera svoooooooooo duglegur, setti upp snúrur úti og lista á borðstofuna. Það versta er að nú gerir hann örugglega ekkert næstu 2 mánuðina. Þetta var bara svona minor kast. Ég er hinsvegar búin að vera úti í garði að dunda mér, setja niður stjúpur og svona. Ég held að ég geti alveg sagt frá hjartarótum; mér finnst garðvinna ógeðslega leiðinleg. Næst ætla ég að kaupa mér íbúð í blokk ! -eða sko þegar við flytjum til íslands-
hver man eftir þeim auglýsingum. Bjakk þoli ekki þessar landbúnaðarauglýsingar á Íslandi, sleppa því að auglýsa og nota peninginn til þess að lækka kjötið þannig að fólk geti keypt sér ! OG þá er þjóðfélagsádeilu minni lokið í bili ;-)
Við vorum nefnilega að borða íslenskt lambalæri og það var ýkt gott. Ekkert sjúklegt en gott. Þetta var samt bara smá svona afþví að þetta er íslenskt og allt það. Keypti það í okurbúllunni Fötex á 89 dkr. Ekki amalegt það.
Annars verður að segjast að Gummi fær átaksverðlaunin í dag. Hann er búin að vera svoooooooooo duglegur, setti upp snúrur úti og lista á borðstofuna. Það versta er að nú gerir hann örugglega ekkert næstu 2 mánuðina. Þetta var bara svona minor kast. Ég er hinsvegar búin að vera úti í garði að dunda mér, setja niður stjúpur og svona. Ég held að ég geti alveg sagt frá hjartarótum; mér finnst garðvinna ógeðslega leiðinleg. Næst ætla ég að kaupa mér íbúð í blokk ! -eða sko þegar við flytjum til íslands-
föstudagur, apríl 02, 2004
Kvikmyndagetraun !
Hvernig væri að taka upp svona létta skemmtilega leiki á föstudögum. Gummi er að fá sér bjór með yfirmanni sínum. (Kissing asses)
En úr hvaða mynd koma þessir frasar ;
50 bucks, grandpa, for 75, the wife can watch
A.Hey yo,Hey yo check this! B.That's a Lotus Supree A.No that's rent.You should go for it.You look hot tonight.Don't take less than a hundred,call me whan your through. Take care o' you!B. Take care o' you.
Oh honey, I've got a run in my pantyhose...wait a minute, (laughing) I'm not wearing pantyhose!
You guys work on commission right? Big mistake, big, huge! Excuse me ladies, I have to go shopping now!
Þetta er úr einni gamalli og góðri. Ég á hana á spólu og er búin að sjá hana svona u.þ.b Milljón sinnum.
Góða helgi og trallið nú villt krakkar mínir ;-)
Hvernig væri að taka upp svona létta skemmtilega leiki á föstudögum. Gummi er að fá sér bjór með yfirmanni sínum. (Kissing asses)
En úr hvaða mynd koma þessir frasar ;
50 bucks, grandpa, for 75, the wife can watch
A.Hey yo,Hey yo check this! B.That's a Lotus Supree A.No that's rent.You should go for it.You look hot tonight.Don't take less than a hundred,call me whan your through. Take care o' you!B. Take care o' you.
Oh honey, I've got a run in my pantyhose...wait a minute, (laughing) I'm not wearing pantyhose!
You guys work on commission right? Big mistake, big, huge! Excuse me ladies, I have to go shopping now!
Þetta er úr einni gamalli og góðri. Ég á hana á spólu og er búin að sjá hana svona u.þ.b Milljón sinnum.
Góða helgi og trallið nú villt krakkar mínir ;-)
Allt í plati !
við erum ekkert að flytja til köben. Hehe. En þeir sem lásu bloggið, gerðu athugasemdir og hringdu. Gaman gaman að hlaupa apríl. Það var gaman að finna að fólki er ekki sama um okkur og hefur áhuga á því sem við erum að gera. Trallið er alveg að virka !
En annars er það að frétta af okkur að Einar er byrjaður á leikskóla og honum lýst svona svona á þetta allt saman. Flott dót og skemmtilegur leikskóli, en honum líst ekkert á börnin. Við vorum í klst í gær og svo vorum við 2 1/2 klst í dag. Þannig að eftir helgi þá ætla ég að skilja hann aðeins eftir og við ætlum að fá okkur að borða hádegismat þar. Vonandi fer þetta nú allt að koma.
En helgin framundan, gott veður sól og blíða. Svo koma gestirnir í næstu viku. Oh hvað ég hlakka til, Reynald frændi Gumma og vinur hans koma á miðvikudaginn og svo koma Gunni+Þórarna+börn á fimmtudaginn. Sem sagt fullt hús af fólki og mikil gleði
við erum ekkert að flytja til köben. Hehe. En þeir sem lásu bloggið, gerðu athugasemdir og hringdu. Gaman gaman að hlaupa apríl. Það var gaman að finna að fólki er ekki sama um okkur og hefur áhuga á því sem við erum að gera. Trallið er alveg að virka !
En annars er það að frétta af okkur að Einar er byrjaður á leikskóla og honum lýst svona svona á þetta allt saman. Flott dót og skemmtilegur leikskóli, en honum líst ekkert á börnin. Við vorum í klst í gær og svo vorum við 2 1/2 klst í dag. Þannig að eftir helgi þá ætla ég að skilja hann aðeins eftir og við ætlum að fá okkur að borða hádegismat þar. Vonandi fer þetta nú allt að koma.
En helgin framundan, gott veður sól og blíða. Svo koma gestirnir í næstu viku. Oh hvað ég hlakka til, Reynald frændi Gumma og vinur hans koma á miðvikudaginn og svo koma Gunni+Þórarna+börn á fimmtudaginn. Sem sagt fullt hús af fólki og mikil gleði
fimmtudagur, apríl 01, 2004
Spennó
Leyndarmálið sem ég mátti ekki segja um daginn er ekki leyndarmál lengur. Gummi er komin með nýja vinnu og við ætlum að flytja til Köben. Gaman gaman. Fyrirtækið ætlar að borga allt fyrir okkur, sölulaunin á húsinu og allann kostað. Ekki amalegt það. Við erum ægilega spennt yfir þessu og hlökkum mikið til. Það verður bara leiðinlegt að kveðja alla sem við erum búin að kynnast hérna í Århús og leiðinlegt fyrir strákana að fara á nýja leikskóla. En svona er lífið.
Leyndarmálið sem ég mátti ekki segja um daginn er ekki leyndarmál lengur. Gummi er komin með nýja vinnu og við ætlum að flytja til Köben. Gaman gaman. Fyrirtækið ætlar að borga allt fyrir okkur, sölulaunin á húsinu og allann kostað. Ekki amalegt það. Við erum ægilega spennt yfir þessu og hlökkum mikið til. Það verður bara leiðinlegt að kveðja alla sem við erum búin að kynnast hérna í Århús og leiðinlegt fyrir strákana að fara á nýja leikskóla. En svona er lífið.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)