Búin að vera nokkra daga heima og þetta er allt að koma, þvotturinn gubbast samt enn upp úr óhreinatauskörfunum en það er aðallega vegna þess að þvottavélin hefur verið eitthvað sloj *hóst*
En strákarnir eru komnir í leikskólann og ægilega ánægðir með það. Þeim fannst ÆÐI að vera komnir heim og voru kátir að fá að sofa í rúmunum sínum og leika með dótið. Okkur hinum fannst líka æði að vera komin heim, en ég þurfti að hella mér út í skilaverkefni fyrir skólann, nóg að gera að bæta mér upp heila viku.
Ég fór á fund með talþjálfanum hans Guðna en hann á að fara í talþjálfun 1x í viku. Það verður megináhersla á að kenna honum tákn með tali það verður spennandi. Fyrst verðum við með honum og svo leikskólakennarinn sem er aðallega með hann. Þetta er frábær þjónusta sem við erum að fá.
Mads vinur strákana kom heim með okkur í dag til að leika, en hann er stórvinur strákana. Svo eru Einar B og co að koma í mat, íslenskt lambalæri og annað huggulegt. Nammi namm.
Það eru komnar myndir frá Íslandsheimsókninni á vefinn, tékk it out .
föstudagur, október 28, 2005
laugardagur, október 22, 2005
Ísland farsælda frón
Er búið að vera dásamlegt. Það er búið að vera brjálað að gera, ekki stoppað nema í heimsóknum eða á fundum og þetta er æði allt saman. Við eigum svo æðislega fjölskyldu og vini að það hálfa væri helmingi meira en nóg.
Fyrstu dagana vorum við í Barmahlíðinni hjá foreldrunum, það var bara lovely, Einar Kári og kötturinn eru orðnir vinir og kötturinn leyfir honum að dröslast með sig út um allt. Mikil hamingja með það. Steini og Stella hafa svo hýst okkur í fína, nýja húsinu sínu. Það fer ekki ílla um okkur.
Við erum búin að ná að hitta flesta en alls ekki alla, en svona er þetta, það er mikill hraði og allt að gerast.
Í kvöld erum við svo að fara að hitta Århus gengið og fara í útskriftina hennar Hildar Eddu sys sem er að útskrifast sem B.a í stjórnmálafræði.
Á mánudaginn er svo haldið heim á leið, blendnar tilfinningar, en þetta er búið að vera gott frí.
Er búið að vera dásamlegt. Það er búið að vera brjálað að gera, ekki stoppað nema í heimsóknum eða á fundum og þetta er æði allt saman. Við eigum svo æðislega fjölskyldu og vini að það hálfa væri helmingi meira en nóg.
Fyrstu dagana vorum við í Barmahlíðinni hjá foreldrunum, það var bara lovely, Einar Kári og kötturinn eru orðnir vinir og kötturinn leyfir honum að dröslast með sig út um allt. Mikil hamingja með það. Steini og Stella hafa svo hýst okkur í fína, nýja húsinu sínu. Það fer ekki ílla um okkur.
Við erum búin að ná að hitta flesta en alls ekki alla, en svona er þetta, það er mikill hraði og allt að gerast.
Í kvöld erum við svo að fara að hitta Århus gengið og fara í útskriftina hennar Hildar Eddu sys sem er að útskrifast sem B.a í stjórnmálafræði.
Á mánudaginn er svo haldið heim á leið, blendnar tilfinningar, en þetta er búið að vera gott frí.
miðvikudagur, október 05, 2005
Ég er búin að átta mig á hvert mitt hlutverk í "fríinu" hans Gumma er, en það er að hvetja hann áfram og peppa hann upp til ýmissa afreka. En hann er búin að vera ægilega duglegur, laga símasnúrurnar, festa upp hillur, bæsa loftið í stofunni og er að fara í gang með að mála stofurnar. Jiiiiii hvað það verður flott hjá okkur. Hann er núna í CPH á námskeiði og ég held að honum finnist bara fínt að komast aðeins út af heimilinu ;-)
Strákarnir eru allir fínir og sætir. Jón Gauti er farinn að setja hendurnar meðvitað upp í sig og hjalið verður háværara og skemmtilegra.
Stóru strákarnir fóru til tannlæknis í morgun, þeir stóðu sig eins og hetjur. Fengu verðlaun fyrir 0 holur. En Einar Kári er svolítið hræddur við holur og karíus og baktus. Þetta var auðvitað allt fest á "filmu" (það er náttl engin filma í digitalvélinni okkar) en það er eitthvað pikkles í gangi með að færa myndirnar yfir á tölvuna þannig að myndasýning bíður betri tíma.
Núna eru bara nokkrir dagar í Ísland og við erum orðin mjög spennt að hitta alla. Dagskráin er að verða fullbókuð og við sjáum fram á pakkaða dagskrá og nóg að gera.
Skólinn er á fullu og ég verð að segja að mér finnst 7 einingar í það mesta ef ég á að ná að sinna öllu hinu líka. Sérstaklega ef maður er með einkunnasýki en ég verð að drífa mig að lækna mig af henni ef ég á ekki alveg að fara yfirum.
Einar Kári er með svo lítið hjarta, ég var að fara lesa fyrir svefninn um daginn og ég var eitthvað þreytt þannig að ég valdi stutta bók Palli var einn í heiminum. Einar fór að hágráta þegar hann sá hvað ég hafði valið og sagðist ekki getað hugsað sér að hlusta á hana hún er nefnilega svo hræðileg endurtók hann í sífellu uns ég hætti við. Það hafði mér aldrei dottið í hug, Palli hræðileg ! En svona var pabbi hans líka, ekki hefur hann þetta frá mér :-)
Strákarnir eru allir fínir og sætir. Jón Gauti er farinn að setja hendurnar meðvitað upp í sig og hjalið verður háværara og skemmtilegra.
Stóru strákarnir fóru til tannlæknis í morgun, þeir stóðu sig eins og hetjur. Fengu verðlaun fyrir 0 holur. En Einar Kári er svolítið hræddur við holur og karíus og baktus. Þetta var auðvitað allt fest á "filmu" (það er náttl engin filma í digitalvélinni okkar) en það er eitthvað pikkles í gangi með að færa myndirnar yfir á tölvuna þannig að myndasýning bíður betri tíma.
Núna eru bara nokkrir dagar í Ísland og við erum orðin mjög spennt að hitta alla. Dagskráin er að verða fullbókuð og við sjáum fram á pakkaða dagskrá og nóg að gera.
Skólinn er á fullu og ég verð að segja að mér finnst 7 einingar í það mesta ef ég á að ná að sinna öllu hinu líka. Sérstaklega ef maður er með einkunnasýki en ég verð að drífa mig að lækna mig af henni ef ég á ekki alveg að fara yfirum.
Einar Kári er með svo lítið hjarta, ég var að fara lesa fyrir svefninn um daginn og ég var eitthvað þreytt þannig að ég valdi stutta bók Palli var einn í heiminum. Einar fór að hágráta þegar hann sá hvað ég hafði valið og sagðist ekki getað hugsað sér að hlusta á hana hún er nefnilega svo hræðileg endurtók hann í sífellu uns ég hætti við. Það hafði mér aldrei dottið í hug, Palli hræðileg ! En svona var pabbi hans líka, ekki hefur hann þetta frá mér :-)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)