mánudagur, mars 29, 2004

Er verið að tala um minn mann ?

Þegar karlmenn grilla !

Eina matreiðslan sem hinn "sanni" karlmaður tekur sér fyrir hendur er að
standa við grillið; í kvöldsólinni og með bjór í hendi. En þegar hann býðst
til að taka til starfa við grillið tekur við óhjákvæmileg röð atburða...

1. Konan fer í búðina.
2. Konan útbýr salatið og eftirréttinn.
3. Konan undirbýr kjötið fyrir hamskiptin, leggur það á disk með
nauðsynlegum útbúnaði og færir það manninum sem stendur hnarreistur við
grillið drekkandi bjór.
4. Maðurinn leggur kjötið á grillið.
5. Konan fer inn fyrir og leggur á borð og aðgætir meðlætið.
6. Konan fer út til að láta manninn vita að kjötið er að brenna.
7. Maðurinn grípur kjötið af grillinu og réttir konunni.
8. Konan leggur síðustu höndina á aðalréttinn og leggur hann á borðið.
9. Þegar allir hafa matast tekur hún af borðinu og þvær upp diskana.
10. Maðurinn spyr konuna hvort hún hafi ekki notið þess að fá "kærkomið
frí" frá matseldinni.

Og samkvæmt viðbrögðum konunnar leggur hann út frá þeirri viðteknu skoðun
karlmanna að ómögulegt sé að uppfylla væntingar sumra kvenna!


Snilli
Bara þannig að það sé á hreinu þá er hún Diddi sys algjör snilli. Þessa grein skrifaði hún meðal annars ! Snilli.
Annars nenni ég nú oftast lítið að tjá mig um svona mál á þessari síðu. En ég er annars mjög yfirlýsinga glöð manneskja og hef margar og miklar skoðanir m.a á skólagjöldum. Það er eitt samt sem mér finnst geymast í þessari umræðu og það er að við erum með skólagjöld á Íslandi ég borga t.d 35 þús kr á ári fyrir að vera í Kennó. Mér finnst það bara yfirdrifið nóg, þakka ykkur fyrir.
Sumarið er komið
allavegana svona opinberlega, það er komin sumartími og við töpuðum 1 klst í gær. Þannig að núna er 2ja tíma munur á Íslandi og Danmerku. Það er samt ekki að sjá úti að sumarið sé komið það er allt hálf hráslagalegt og grátt. Við erum líka öll meira eða minna með hor -huggulegt- þannig að það er fát sem minnir á sumarið !
Helgin var svolítið skrítin, svona inni-hanga-helgi en það gekk bara ágætlega. Fengum fína gesti á laugardagskvöldið og svona. Í gærkvöldi horfðum við hinsvegar á snilldarmynd sem heitir "I Kina spiser de hunde" þvílíkt meistarverk. Ég hef aldrei hlegið svona mikið af limlestingum og blóðslettum. Mæli með henni.

laugardagur, mars 27, 2004


Hérna eru þeir bræður í nýju fötunum sem amma Hildur keypti. Ægilega fínt !

föstudagur, mars 26, 2004

Nýjar myndir
á myndasíðunni okkar. Enjoy !
Læknisheimsóknin
Var í gær. Það gekk svolítið ílla að finna læknastofuna en það tókst að lokum. Á móti okkur tók maður svona milli 40 og 50. Örugglega ægilega fínn. Eftir að hafa stamað veikindasögu Guðna upp fyrir honum þá hlustaði hann peyjann og skrifaði lyfseðil upp á asthma lyfs mixturu. Sagðist vera algjörlega á móti pensillini en mixturan myndi hjálpa honum að hósta og þar með losa sig við sýkinguna. Eini gallinn við svona Asthma mixturur er að það eru svo miklar aukaverkanir, handskjálfti, hraður hjartsláttur og ruglingur á svefninum -einmitt það sem við þurftum á að halda- Ég verð nú alveg að viðurkenna að ég verð að bæta Björgvini heimilislækni á Íslandi á lista yfir þess sem ég sakna. En svona er þetta nú bara og ég held að ég verði bara að læra að lifa með því að hafa annan heimilslækni, mér skilst að fólk lifi þetta nú alveg af. En það er svo hinsvegar önnur saga hvernig !
Ég fer svo út í apotek að sækja lyfið borga litlar 30 dkr fyrir það -sem er djók, svona lyf með heimsókn hefðu aldrei orðið undir 3000 íkr- og svo byrjaði ofbeldið sem fellst í því að við þurfum að halda Guðna -fast- til þess að geta troðið ofan í hann lyfinu. Það er ekki það skemmtilegasta sem við hjónin gerum, Guðni verður svo öfga sár út í okkur og ofbeldið -skiljanlega- En þetta hófst að lokum við mikinn harm.
Í morgun fékk svo Gummi það silldar ráð -ég er gift snilla- að setja bara mixturuna í bikar og leyfa Guðna sjálfum að drekka hana, viti menn það gekk svona glimrandi og hann skellti þessu í sig eins og þetta væri eitt staup af súkkulaði ! Góður.
Þannig að núna erum við á leiðinni á leikskólann og Einar ætlar líka að prófa sinn leikskóla í dag. Þannig að það er komið fullt prógramm fyrir daginn.
Bið að heilsa og góða helgi.

fimmtudagur, mars 25, 2004

Lasarus
hann Guðni. Hann er búin að vera veikur síðan á mánudaginn og núna er ég komin með nóg. Ég ætla með hann til læknis í dag. Greyið litla er svo viðkvæmur í eyrunum að það má ekkert útaf bera. En ég fer með hann til læknis í dag. Vonandi "reddar" hann þessu.
Annars er lítið að frétta, allt spakt á þessum bænum. Það er orðið ljóst að ég kem heim 12 maí og verð til 18 mai. Ég er að koma heim til þess að taka próf, fara í brúðkaup og svona. Margt að gerast. En þeir sem vilja hitta mig.......... bara bóka tíma !

þriðjudagur, mars 23, 2004

Töfratuskan mín
fína bleika er týnd. Ég auglýsi hér með eftir henni, hún er bleik svona gróf og ægilega sniðug. Hitt heimilisfólkið er þó ekki undir grun þar sem ég veit að þeir myndu aldrei snerta tuskur. Það veit ég af eigin reyslu. Þannig að það er helst að lítil mús sem hefur verið hjá Maríu og Pálmari hafi verið að verki. En lesendur góðir ef þið rekist á tuskuna góðu, vinsamlegast komið henni til skila sem fyrst. Hennar er sárt saknað hér er allt í ryk og drullu.

sunnudagur, mars 21, 2004

Fín helgi
þessi sem liðin er. Búin að gera alveg fullt. G. Massi og frú komu í mat á laugardagskvöldið. Það voru svínalundir ala Gummitota. Ekki ónýtt. Svo prófuðum við nýja sundlaug í dag í Hinnerup sem er bær hérna rétt hjá, svona Mosfellsbær. Sundlaugin er æðisleg, rennibraut, heit barnalaug og alles. Auðvitað ekki hálft á við íslenskar sundlaugar, en hey maður getur ekki fengið allt ! Það er það sem ég sakna mest -fyrir utan kea vanilluskyrs- eru sundlaugarnar. En ódýri bjórinn bætir það fljótt upp. Þannig að í hvert skipti sem ég verð eitthvað leið yfir því að geta ekki farið í Árbæjarlaugina þá fæ ég mér bara bjór. Þannig að ég er hálf full alla daga eeeeeeeeeeen með góða afsökun. Þetta er jú allt bara af hreinum söknuði. !
Við bökuðum síðan svona 80 pönnukökur sem við fórum með til Einars Baldvins og Co. Með smá stoppi til námshestanna hérna í næstu götu.

Góð helgi og enn skemmtilegri vika með fullt af spennandi fréttum. Einar að fara í heimsókn í leikskólann og ......... æi ég má víst ekki segja það. En það verða vonandi ótrúlega spennandi fréttir bráðlega.

Nei ég er ekki ólétt !

föstudagur, mars 19, 2004

Einar fékk bréf í dag

frá leikskólanum sem hann er að fara á. Þar stóð ; Kære Einar nu skal du snart til at gå i börnehaven på Gul stue sammen med mang andre börn. Du må gerne komme og besöge os. Mange hilsner fra store og små på gul stue. Einar varð ægilega lukkulegur með þetta og við ætlum að taka þau á orðinu og kíkja á mánudaginn í heimsókn. Það verður örugglega mjög gaman.
Annars er lítið að frétta, við erum bara í föstudagsfíling hérna heima. Með góðan mat í ofninum og sólheimaglott. Gerist ekki betra.
Góða helgi !

fimmtudagur, mars 18, 2004

Guðni gleðipinni
er orðin hrokur alls fagnaðar í leikskólanum. Hann er bara alveg að jafna sig á þessu og er búin að eignast lítin vin. Vinur hans heitir Friðrik og er kolsvartur. Þeir félagarnir eru mikið í því að hlaupa saman og sprella. Friðrik er farin að tala alveg heilmikið, hann segir alltaf þegar ég kem ; Gudni din mor er her ! Eins á Gunðni það til að safna krökkunum í kringum sig og lesa fyrir þau. Skipar krökkunum að lesa og svo situr hann mjög hátiðlegur og "les" fyrir börnin. Mjög gaman.
En við erum búin að kaupa okkur nýjan bíl, rauðan Renault 1994 á 28 þús dkr. Hann er reyndar bara þriggja dyra en hann er svo fínn að það er ekkert til að kvarta yfir. Og svo fer bara Opelinn heim við fyrsta tækifæri. Ég vona að hann seljist fljótt. Ég set inn myndir af Rauðu eldingunni við fyrsta tækifæri, en minni á að það eru komnar nýjar myndir í albúmið á barnalandi.

miðvikudagur, mars 17, 2004

Það er sól og blíða
og það er spáð 15 ° hita í dag. Ekki slæmt það. Við Einar ætlum að drífa okkur út að hjóla og þrífa svo bíllinn.
En ég gleymdi að segja frá aðalgræðinu sem við fengum frá mömmu. Við fengum páskaegg. 4 egg frá Nóa Siríus, þau komu meira að segja óbrotin. Geri aðrir betur ! Eftir allt þetta ferðalega Köben-Gautaborg-Köben -Århús. En mamma kom líka með Lýsi það var nú mikil gleði og Guðni labbar á eftir mér þegar ég er með lýsisflöskuna og segir meja meja. -sem þýðir sko meira meira- En hann er alveg að verða sáttari og sáttari að fara á leikskólann. Það eru búnir að vera nokkrir dagar þar sem hann hefur verið allt annað en sáttur við að fara í leikskólann. En hann hefur verið svona 5 mín að jafna sig eftir að ég er farin. Ekki mikil sorg bara svona aðeins að árétta þetta með að hann vildi kannski bara frekar vera heima og horfa á góða ræmu, éta kex og drekka djús. En það er aðal afþreyingin hérna !

þriðjudagur, mars 16, 2004

Skvísurnar komu í lunch
í dag og það var mikið hlegið að vanda. En það kom upp í umræðunum hjá okkur að það væri gaman að skreppa á Norah Jones tónleika sem eru í köben 22.júní. En því miður vorum við of seinar og það er uppselt. *snökt* En við förum kannski seinna á eitthvað annað geim.
Einar Kári er svo góður strákur, við erum búin að vera með svona viðurkenningarkerfi í gangi. Hann fær einn límmiða fyrir hverja nótt sem hann sefur í sínu rúmi. Eftir fimm límmiða fær hann að velja sér gjöf. Svo fórum við um daginn að kaupa fyrir hann gjöf og þá sá hann lítið tvíhjól, svona eins og fyrir Guðna. Hann varð svona ægilega hrifinn af því og hætti ekki að tala um það. Við skildum nú ekki alveg afhverju hann vildi nýtt hjól, nýbúin að fá þetta fína hjól. En hann hætti ekki, var alveg harður á því að hann vildi fá svona hjól eftir fimm nætur. Við fórum að spurja hann út í hvað hann ætlaði að gera við 2 hjól. Sko þá var málið að hann ætlaði að leggja það á sig að sofa fimm nætur í sínu rúmi svo að Guðni fengi líka tvíhjól. Dúllan. Oh við bráðnuðum. En við eyddum nú samt þessari hjólaumræðu, Guðni er svo mikill brjálaðingur að hann ræður engan vegin við tvíhjól ennþá.

mánudagur, mars 15, 2004

Alltaf að græða
við hérna á Flintebakken 95. Við Einar græddum alveg fullt. Fórum með mömmu niðri í bæ og hún keypti og keypti og keypti á okkur og handa okkur. Ekki slæmt það. Við fórum í dótabúð og mamma ætlaði að vera ægilega góð við Einar og leyfa honum að velja sér eitthvað. Hann var nú ekkert upprifinn en svona lét sig hafa það að velja tvo digimon stauka einhverja. Það krúttlegasta var samt að hann passaði sig vel að Guðni fengi líka alveg eins. Og allt sem við keyptum þá var hann alltaf að spyrja hvort að Guðni fengi ekki alveg eins ! Dúllan.
En við höfðum það svo hrikalega gott í dag, það var sól og blíða og yndislegt veður. Mamma er algjör töfrakona með þetta hún kemur alltaf með góða veðrið. Og svo fer hún á morgun *sniff* en skvísurnar koma í lunch þannig að það verður nú samt sem áður nóg að gera. Gaman gaman.

sunnudagur, mars 14, 2004

Mamma er komin !
til Århús, hún kom á laugardagskvöldið kl 23 eftir laaaaaaaanga lestarferð frá Gautaborg. Og hálf lasin í þokkabót, aumingja mamma. En laugardagurinn fór eiginilega í að bíða eftir henni. María og Edda komu með skvísurnar sínar í kaffi og það var nú alveg aldeilis fínt að hafa svona fína afsökun fyrir því að þurfa ekki að vera að læra ;-) annars náði ég að læra alveg fullt. Það er bara allt á góðu róli hjá mér núna. Gummi og Einar fóru hinsvegar í bíó og á Macdonald. Einari finnst það geðveikt ! Fyrir honum er það eins og að fara á djamm, svona Mac-djamm.
Mamma kom með góða veðrið og það var sól og blíða með 9° hita í dag. Jömmi ég held bara að sumarið sé alveg að koma. Við mamma og Einar fórum á aðalsafnið niðri í bæ, skemmtum okkur konunglega, rölltum aðeins um bæinn. EB og Heiðbrá komu í kaffi. Ægilega fínt.
Á morgun ætlum við í bæinn og sýna henni pleisið. Svo fer hún á Þriðjudaginn, því miður. Við hefðum þurft að hafa hana í svona viku, að minnsta kosti -og pabba með. Kannski næst.

föstudagur, mars 12, 2004

Trall
er alveg nauðsynlegt þegar maður bloggar, ég hef séð ljósið. Enda held ég að ég verið mikið duglegri að blogga eftir að fá svona fín tröll frá ykkur öllum. Sætt.

En við erum hress og kát, ég fór og keypti video í Bilka í dag. Hitt dó, ég skil þetta ekki alveg þetta með tækin okkar sko fyrst bilaði ristavélin, svo örbylgjuofninn og svo videoíð. Á tímabili hélt ég að ryksugan hefði bilað. Ég meina hallllló. Hvað er málið ? Getur verið að þegar maður kaupir allt á útsölu og á tilboði að það lifi skemur en hitt. Humm. Svik og prettir. En það er mikil gleði á heimilinu eftir að vera komin með video aftur, þetta var bara eins og að missa Au-pairina. En við gerum bara eins aðrir sem hafa verið með Au-pair, fáum okkur bara aðra ! ;-P
Blogglæknirinn
hann Grétar maðurinn hennar Karenar lagaði þetta allt fyrir mig.......og gott betur. Takk fyrir kærlega, ég er bara klökk. Annars er ég líka með harðsperrur í maganum ég hló svo mikið, hver segir að html geti ekki verið fyndið ? Ég bara spyr ? En svo dreymdi mig tags og allskonar rugl í nótt -ólíkt öðrum nóttum þar sem draumarnir eru fullkomlegar rökréttir- þetta var eins og ég hefði verið að læra fyrir próf seint um kvöld og þá dreymir mig alltaf lesefnið.
Niðurstaða; aldrei að læra eftir kl 20 það veldur martröðum.
En annars er spenna hérna á heimilinu mamma er að koma í heimsókn annað kvöld og við hlökkum svo til, það er svo gaman að fá heimsóknir að heiman. Það verður líka gaman fyrir strákana að fá einhvern að heiman.

En hvernig finnst ykkur nýja útlitið á síðunni okkar ? Er þetta ekki glimrandi fínt. Og svo er komið svona ægilega fínt trall. En trall er svona þar sem maður skrifar kveðjur og þakkar fyrir sig. Sniðugt.

fimmtudagur, mars 11, 2004

Verð að kíkja á einhvern blogg lækni.

miðvikudagur, mars 10, 2004

Er að verða brjáluð
Á að hafa ekki koment á síðunni. Getur einhver hjálpað mér. Er að klikkast ! og það viljum við ekki. Vinsamlegast hafið samband við mig á gummitota at hotmail.com

þriðjudagur, mars 09, 2004

Eðlisfræðitilraunir og aðrar raunir.
Guðni er sæll og ánægður í leikskólanum, vínkar mér bless keikur og hleypur til krakkana til að fara að leika. Hann lúllaði í leikskólanum í dag og það gekk bara vel. Enginn peli og ekki neitt. Duglegur strákur.
Einar Kári er hérna heima með mér á daginn og hann er ótrúlega duglegur að dunda sér. Fara út að hjóla, út að kríta, klifra í garðinum og svona. Það hefur líka nokkuð verið um eðlisfræðitilraunir eins og;

# Setja cerrytómat inn í örbylgju, kveikja á örbylgjunni og sjá hvað gerist.
# Kveikja á lampa og setja hárið að perunni og finna hvernig það hitnar.
# Hella eplasafa í frystikistuna og sjá hvernig flygsunar hanga alveg ótrúlega lengi.
# Klifra upp í tré og henda dóti niður.
# Henda dóti upp í tré og athuga hvort það festist.

Eins og lesa má er hann sko sonur pabba síns. Mjög mikill spekulant. En ég held samt að hann sé með minnið mitt. Hann man allavegana allann fjandann.

En við erum annars hress og kát. Eða restin af fjölskyldunni er kát, ég er að skera niður kolvetni og mér finnst það skítt. Enginn sykur, ekkert pasta og lítið brauð. En þetta ku svínvirka. Ef ég ætla að láta sjá mig á stuttbuxum í sumar verður eitthvað að fara að gerast. Bið að heilsa.

mánudagur, mars 08, 2004

Nýjar breytingar, nýjir stafir.
Er þetta ekki fínt sem ég er búin að vera föndra við ! Ótrúlega smart að sjá íslenska stafi. Þetta kendi hún Karen mér, en ég fór með skvísunum á kaffihús á laugardaginn. Gaman gaman.

laugardagur, mars 06, 2004

Í sundi er gaman að vera ralla la la la la la
en við fórum sem sagt í sund í morgun. Fórum í gamla laug sem er hérna niðri í bæ og við vorum fyrirfram alveg búin að dæma hana vonlausa. En eftir að hafa verið "rænd" í móttökunni -borguðum um 100dk fyrir okkur öll- þá reyndist þetta hin fínasta laug. Auðvitað ekkert í samanburði við laugarnar heima -það stenst náttl ekkert samanburðin við þær- þá erum við bara nokk ánægð. Strákarnir voru alveg í skýjunum með sundferðina og ég verð nú alveg að viðurkenna það að mér fannst nú ansi notalegt að standa leeeeeeeengi undir sturtunni án þess að fá vott af samviskubiti. Um fullt af "ókeypis" heitu vatni.

föstudagur, mars 05, 2004

Eins og talað úr mínu hjarta
þessi grein en bara þannig að fólk fari nú ekki að misskilja neitt þá er brjálað að gera hjá mér og ég myndi aldrei eitthvað vera að hanga á netinu *djók* ég les bara nauðsynlegustu blogg og smá svona uppskriftir og umræður. En bara smá. En ég rakst á link á þessa grein hjá fyndasta bloggara sem ég veit um. Já já ég veit hún er systir mín og maður á aldrei að hrósa skyldmennum sínum. -það er eins og að hrósa sjálfum sér-
BRJÁLAÐ AÐ GERA !
Þetta búið að vera algjör klikkun. Það er svo brjálað að gera.
Aðlögunin hjá Guðna gengur mjög vel, hann virðist þrífast mjög vel á leikskólanum og vera ánægður. Hann varð reyndar veikur á miðvikudaginn -en bara í einn dag- en það virðist ekki hafa komið að sök í þessu aðlögunarferli. Hann var í hádegismat í fyrsta sinn í dag og hann borðaði nú ekki mikið. Þetta leist honum ekki á ; síld, hrogn og rúgbrauð. Bjakk, frekar vill hann danskar pulsur. En þessu verður hann nú að venjast.
Við Einar Kári erum heima á meðan, og það er sko nóg að gera hjá okkur. Við höfum verið að erindsrekast í búðum og annað slíkt. Hann er líka að læra að hjóla og það er sko ótrúlegt mál að kenna honum að bremsa. Hann fer á blússandi fart niður brekkur og hendir sér svo af hjólinu þegar ég vil að hann stoppi. Aðeins of mikill áhættubransi fyrir mig. Þannig að ég hleyp gargandi á eftir honum ; Einar, Einar stigðu á bremsuna, stigðu á bremsuna. Sjáið þið þetta ekki alveg fyrir ykkur. Ótrúlega gefandi og skemmtilegt.
Af okkur hjónunum er allt það besta að frétta, alltaf nóg að gera. Vorum að kaupa hillur inn í geymslu. Svona stál ægilega fínar og svo var fjárfest í svefnsófa til þess að hafa inni hjá stráknum. Vonandi fáum við Gummi þá að hafa hjónarúmið ein. *jea rigth* Allir hressir og kátir. Gaman að sjá hvað það eru margir búnir að kvitta í gestabókina á barnalandi *enn og aftur jea rigth* en ég var að setja inn "nýjar" myndir. Smá Tóta tossi í gangi. Þetta reddast.
Góða helgi.

mánudagur, mars 01, 2004

Fyrsti í aðlögun
hjá Guðna var í dag. Þetta gekk svona ljómandi vel, við fórum öll saman fjölskyldan en Gummi fór nú fljótt í vinnuna. Aðlögunin er þannig að við megum koma og vera eins og við viljum og þetta veltur á því hvernig Guðni tekur þessu öllu. Einar Kári má koma með okkur þannig að það verður ekkert mál. Þeir voru alveg himinlifandi drengirnir með skólann. Guðni alveg fór hamförum í dótinu. Kraftmikill og duglegur. Svo fóru þeir bræður út að leika og ég brá mér afsíðis að spjalla við deildastjórann og leikskólakennarann hans. Þeim fannst allt í lagi að skilja Guðna eftir úti því að hann hafði jú stuðning af bróður sínum. Þegar ég kom út úr viðtalsherberginu þá var Einar Kári kominn inn. Þá hafði hann orðið svo hræddur að vera einn úti að hann varð að koma inn að leita að mér. Guðni var hinsvegar ennþá úti mjög svalur á þessu. Jáhá svona er lífið, það er ekkert alltaf sá yngri sem er aumari. Humm