sunnudagur, nóvember 16, 2003

Meiriháttar helgi.
Þetta er nú búið að vera hrikalega skemmtileg helgi. Við slepptum reyndar íþróttaskólanum á laugardaginn, það var komin svo mikil dagskrá að það varð einhverju að fórna. Við fórum nebbl á Dýrin í Hálsaskógi og það var SkO gaman. Við fengum frábær sæti alveg fremst fyrir miðju og bæði Mikki refur og Lilli klifurmús komu og heilsuðu upp á okkur. Klöppuðu meira að segja Guðna á hausinn. Eftir leikhúsið drifum við okkur heim því að við þurftum að fara að elda fyrir dinnerinn hjá Soffu frænku. Þemaið var Arabískt en ég misskildi það aðeins og við komum með rétt frá Kazastan, en ég meina Hey ! Það kom nú ekki að sök. Það var allavegana hrikalega gaman, fullt af góðum mat, skemmtilegt fólk, bjór og grín. Við hittumst alltaf 1x í mánuði móðurfjölskyldan mín, allir koma með eitthvað, það er bara ákveðið þema og svo er kvöldið í takt við þemað. Mjög gaman. Og mjög góður matur. Við komum ekki heim fyrr en um 10 í gærkvöldi og úff hvað allir voru þreyttir. En í morgun drifum við okkur á fætur, fórum í sund og núna er Gummi að þrífa jeppan sem við erum að fara að skila á morgun. :-( Guðni er sofandi og ég og Einar erum að spjallast á. En fram undan er að það eru bara 2 vikur eftir í kennslu hjá Gumma og bara 2 dagar eftir í skólanum hjá mér. Það eru reyndar um 1.000.000 verkefni eftir en ég rúlla þeim upp. Svo er það bara Árhús næstu helgi. Jey hvað ég hlakka til.

Engin ummæli: