Amma góða.
Allt í einu upp úr þurru sagði Einar Kári "mig langar svo að hitta ömmu" Við reyndum fyrst eitthvað að eyða þessu enda ný komin heim, en þegar hann sagði "mig langar svo að hitta hana, hún er svo góð" þá náttl bráðnuðum við og drifum okkur út í bíl. 'I Barmó var vellandi stuð að venju, pabbi var ný komin frá Finnlandi og alles. Allavegana þá fóru strákarnir út með töskur sem amma góða hafði keypt handa þeim. Mar er alltaf að græða.......... Einar Kári var nú ekki par ánægður með að fara heim, en það endaði þannig að ég lofaði að sækja frænkur hans á þriðjudaginn þannig að þau geti leikið sér almennilega saman. En Einar er svo ánægður með töskuna að hann fór strax með hana upp og fyllti hana af lífsnauðsynlegum bókum, og svo döslaðist hann með hana út um allt. Það er hrikalega krúttlegt að sjá hann burðast um með tösku sem er svo þung að hann ræður varla við hana. En allt fer taskan, meira að segja inn á bað þegar hann var að fara að pissa. !!!!!!!!
sunnudagur, september 21, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli