föstudagur, maí 30, 2003

Frídagar í miðri viku !
Eru frábærir, það ætti helst að vera 1 á viku. Þetta eru skemmtilegustu dagarnir. Í gær fórum við á "ströndina" í nauthólsvík strax um morgunin kl 9:30. Það var æðislegt. Enginn kominn og frábært veður, sól og hiti. Guðna fannst nú reyndar svo gaman að hann hennti sér í sjóinn. Það var nú samt frekar fyndið, þeim bræðrum fannst svo æðislegt! Umm erum farin að hlakka til að fara til Danmerkur í sumar. Það verður gaman.
Svo fórum við í kaffi til ömmu og afa í Barmahlíðinni þar sem við fengum ís. Frænkur okkar þær Júlía Kristín og Ninja voru þar og við skemmtum okkur konunglega í garðinum hjá þeim í stekjandi hita.
Mamma og Einar fóru síðan í búðina að kaupa grillkjöt og Pabbi grillaði og chillaði.
Bræðurnir fóru síðan í bað og snemma að sofa, sem bitnaði síðan á foreldrunum þar sem þeir vöknuðu kl 6. Það var ekki alveg jafn gaman. Hehe

mánudagur, maí 26, 2003

Fyndnar setningar !
Einar er komin á þann aldur að hann er farinn að segja ýmislegt skondið. Hann segir iðulega ; Hlustaðu á mig þegar ég tala " ef við foreldrarnir erum ekki alveg nógu fljót að svara honum. Frekar fyndið. Og svo sagði hann um daginn þegar Mamma var eitthvað að reka á eftir honum um morgunin þegar hann var á leiðinni í leikskólann. " ég er fúll út í mömmu " hehe.
Og svo var náttl það merkilegasta, Einar fór í húsdýragarðinn með Garðaborginni og datt ofan sápukúlufatið í vísindatjaldinu. Hann varð rennandi blautur og það þurfti að klæða hann úr öllu. En honum varð ekki meint af, skellihló þegar hann sagði foreldrunum frá þessu.
Svo er Einar mjög upptekinn af byssum ( eins og mamma hans er hrifin af því ) en hann notar þær til þess að skjóta ljóta fólkið í teiknimyndunum. Situr einn og það heyrist biss biss þegar hann skýtur.

Helgin
Á laugardaginn fórum við í húsdýragarðinn í boði Heklu það var ekkert smá grand. Pulsur, gos og ís á allt liðið. Ótrúlega flott.Við vorum ánægð með það. Svo komum við heim og höfðum það huggulegt. Horfðum á Júrovísion og svona. Gaman að því.
Sunnudagurinn var rólegur, Pabbi fór með strákana í heimsókn til afa Reynalds og Kötu á meðan Mamma lagði sig. Við kíktum síðan öll í kaffi til Jónínu frænku. Annars líður þetta bara allt ofurhratt. Við förum út til danmerkur 14 Júlí og það verður örugglega ótrúlega gaman. En það þarf að redda passa fyrir Guðna þó að hann sé pínulítill, tíhí.

þriðjudagur, maí 20, 2003

Pakki frá Báni !
Hvað haldið þið að hafi komið með póstinum í dag ? Það kom pakki frá Diddi frænku á Báni Hún sendi okkur dót frá Báni. Guðni fékk bók og bangsa en Einar fékk litabók. Gaman gaman.
Annars er það að frétta að það er komin dagsetning á aðgerðina sem eyrnalæknirinn ætlar að gera. Það verður 27 maí. Jey ! Þá verður hátíð í bæ. Mamma er byrjuð á Ásborginni og það er roooooooosalega stór leikskóli. Pabbi er að klára ritgerðina sína og vinna. Hann er svo duglegur. ;-)
En meira seinna.

mánudagur, maí 19, 2003

Sunnudagur til sælu.
Sunnudagar eru fínir dagar, þessi var pínu skrýtinn. Guðni er orðinn nokk hress en var samt inni í dag með Pabba að hvíla sig. Sko Guðni þurfi að hvíla sig, þó að Pabbi hafi tekið þetta einum of hátíðlega. Þeir sváfu í næstum allann dag. Humm.
Einar og Mamma fóru hins vegar í ævintýraleiðangur með strætó niður bæ. Gaman að því. Hittu Jónínu frænku og mömmu hennar á kaffihúsi. Svo var röllt niður Laugaveginn. Þegar við komum niður á Lækjatorg ákváðum við að kíkja til ömmu-l í kópó. Alltaf gaman þar!
Þegar Mamma og Einar komu heim voru feðgarnir NÝ vaknaðir. Ekki alveg nógu sniðugt. En þannig var það og núna rétt í þessum skrifuðu orðum er Guðni að sofna. Það verður ekki gaman fyrir hann að vakna á morgun. Æi æi.

laugardagur, maí 17, 2003

Veikindi og sund.
Enn og aftur er Guðni veikur, þetta á engan endi að taka. ÚFF, núna er hann með 40c hita og allt í volli. En Mammann nýtur þess að vera heima að hvíla sig fyrir vinnuna sem byrjar á mánudaginn. Einsi og Pabbi fóru hins vegar í sund og til ömmu-l í kópavoginum. Gaman að því !

föstudagur, maí 16, 2003

FRÉTTIR !
Stubbafréttir eru aðallega þær að það lítill stubbastrákur á leiðinni hjá Kára vini okkar ! Birna mamma hans er nebbl með ANNANN strák í mallanum. Jey, gaman gaman. Og svo eru það Gummi og Hafdís vinir okkar eru komin með dagsetningu á brúðkaupsdaginn sem verður 15.maí.2004. Gaman gaman.

Út að borða !
Hey, það gleymdist að segja frá því að Einsi fór með ömmu og afa út að borða á Macdonalds. Sko málið var að þau fóru fyrst í IKEA þar sem amma og afi keyptu handa mér tjald. Svona tjald sem hægt er að hafa inni í herbergi, það er ótrúlega flott ! Svo fórum við á Macdonalds. Ótrúlega gaman !
Takk fyrir mig amma og afi.!
bæjó spæjó

fimmtudagur, maí 15, 2003

Þetta er fyndið veit hún ekki að við erum bara 1 og 3ja ára ? hehe
Name: Megan D.
Homepage: http://www.datechristiansingles.com/date.htm
City TX
Sent: 22.17 - 14/5

Thought I would say HOWDY from Texas:)

En þessi skrifaði allavegana í gestabókina, það gerir það enginn annar ! huh


þriðjudagur, maí 13, 2003

Ammælisgjafir og sjúkrahús
Guðni og mamma lenntu í hremmingum, eða þannig sko. Guðni þurfti að fara á spítala, æi æi æi. það var ekki gaman, hann var orðin svo slappur eftir veikindin og gat svo lítið drukkuð og hvafði ekkert pissað. Greyið karlinn. Þannig að Mamma og Pabbi brunuðu með hann á Barnaspítalann þar sem hann fékk höfðinglegar móttökur. Þar fékk hann nál í skallann og næringu í gengum hana. Þar voru þau í nokkra tíma á meðan það var verið að vökva karlinn, hann hresstist svo við þetta að hann fékk að fara heim. Hann var nú ekki alveg orðinn hress, en honum leið allavegana betur. Í dag er hann svo hin hressasti og við vonum að hann fari til Binnu á morgun. Tíhí.
Ammælisgjafirnar hans Einars voru frábærar;
Mamma og Pabbi gáfu honum ; Spil,CD dýrin í hálsaskógi, baðdót og risaeðluspólu.
Amma og Afi ; gáfu honum Líló og Stich. ( hann segir reyndar alltaf Líló og steinn en hey )
L-amma og afi; Dót í sandkassann.
Júlía Kristín og Nínja; Sundbuxur, sundgleraugu og handakútar.
Ósk frænka; föt, litabók og litir.
Siggi frændi ; buxur og púsl.
Jónína frænka ; Sanddót og Burberry peysa.
Allir saman takk fyrir mig !!!!!

mánudagur, maí 12, 2003

Kostingar og ammæli.
Helgin var FRÁBÆR !
Á laugardaginn fórum við á opið hús á Garðaborginni hans Einars og það var mega gaman, Einar var nú samt ekki alveg á því að sýna okkur hvað hann er búin að vera að gera í vetur, en við vorum aðallega að spjalla og sýna Guðna pleisið. Mjög skemmtilegt. Svo fórum við út í Breiðagerðisskóla að kjósa, þar að segja við foreldrarnir kusum en strákarnir voru nú aðallega að skemmta sér. Eftir það var röllt yfir á Austurborgina hennar Mömmu og það var mjög gaman. Það var æðilegt sumar sól og vöflusala. Eftir mikið gaman og grín, héldum við heim en þá var Guðni orðin e-ð lasaralegur og hann byrjaði að æla og spúa. Ekki gaman ! Mamma og Einar fóru svo í kostingapartý til Soffu ömmusystur og þar voru allir kátir og glaðir. Gaman gaman, Einsi fór ekki að sofa fyrr en um 12 leytið !!!!!!!
Ammælisdagurinn.
Fyrstu gestirnir komu kl 11, fjölskyldan hans pabba kom þá í hádegismat. Ammælisbarnið fékk fullt af fínum ammælisgjöfum. aðallega þó föt. Guðni var ekki eins ánægður með partýið og hann ældi á stofugólfið !!!!!! ekki alveg nógu lekkert.
Um 3 leytið komu Jónína, Júlía Kristín og Ninja. Mæður þeirra fylgdu nú reyndar líka með!!!!! hehe. Afi og amma lang komu líka með sand og útidót, gaman gaman, og krakkarnir voru allann tímann úti að leika í sólinni, nema auðvitað Guðni sem lá lasinn inni. Amma, afi og Júlía frænka komu síðan og þá varð nú líðið ammælisbarn kátur, þau komu með Líló og Stich það varð algjör sæla.
Um kvöldið komu svo barnlausu vinir mömmu og pabba með Pétur pan og borðuðu alla afgangana.
Núna er Einar í leikskólanum þar sem hann er stjarna dagsins.

föstudagur, maí 09, 2003

Háls nef og eyrnalæknir.
Mamma og Guðni fóru til læknisins. Við fórum til læknis sem við höfum aldrei farið til áður og það var fínt. Hann var voða fínn og skoðaði peyjann vel og vandlega. Guðni var nú ekki hress með þessa meðferð, en þetta tókst allt á endanum. Hann sagði að þar sem þetta liti allt frekar ílla út, það er svo mikill vökvi í eyrunum á honum þá ætlar hann að gera aðgerð á honum. Aðgerðin verður þannig að það verður skorið í hljóðhimnunar og tekið sýni til ræktunar. Þetta er gert til þess að vökvin úr eyrunum nái að leka jafn óðum og hann kemur. Svo grær hljóðhimnan með tímanum og vonandi verður hann þá vaxinn upp úr þessu eyrnaveseni. humm humm. Og vonandi verður sýnið í lagi, því að annars þurfum við að liggja lengi lengi á spítalanum og fá sýklalyf í æð. ojojoj.

En afmælisundibúiningurinn er í hámarki og það verður STUÐ hérna á sunnudaginn. Jey jey!


miðvikudagur, maí 07, 2003

kl 6:15......ekki nógu sniðugt !
Guðni vaknar oft á ókristinlegum tíma 6:15 í morgun. Mamma sefur alltaf eins og steinn allar nætur þannig að Pabbi pikkaði í hana í morgun og rak hana fram úr. Einar hafði komið upp í hjónarúm um 5 leytið, þannig að hann svaf köllin hans Guðna af sér. Þeir eru svo mikilir púkar, Guðni var svo úthvíldur í morgun að það hálfa hefði verið nóg. Hann vill bara komast úr rúminu sínu og fara að leika. Hann er svo góður að leika sér einn, hann er bara að dunda sér við að skoða dót heillengi. En allavegana þá eru allir vaknaðir núna og morguntraffíkin að komast í gang ! Svo er það heimsókn til Háls nef og eyrnalæknisins á eftir kl 5.


mánudagur, maí 05, 2003

Soðinn fiskur og kartöflur.
Það eina sem drengirnir fást til þess að borða er soðin ýsa og kartöflur stappað saman með tómatsósu. Mjög girnilegt ! Á meðan við foreldrarnir gæddum okkur á mjög girnilegum mexicoskum mat, ensiladas, svona til þess að vera nákvæm ! hehe. Þá sátu þeir með fiskinn sinn stappaðann mjög ánægðir með sig. Ótrúlegt. En Guðni er ekkert sérlega duglegur að borða hann er svo slappur, hann fór samt til Binnu í dag en en vill lítið borða. Hann er reyndar að fara til læknis á miðvikudaginn og þá ætlar Mamma að "pannta" rör og hálskirtlatöku. Sjáum til hvernig það gengur, segi ykkur frá því seinna.
Bless kex.


sunnudagur, maí 04, 2003

Lítið um að vera og þó..........
Helgin er búin að vera róleg, en það er nú líka bara fínt. Guðni og Mamma voru heima á föstudaginn afþví að Guðni er búinn að vera svo vansæll og lasinn. Mamma og hann fóru fyrst með bílinn á dekkjaverkstæði og létu setja sumardekk undir bílinn og svo brunuðu þau til læknis sem sagði; "ekki spurning þetta barn þarf að fá rör í eyrun" Mamma varð ægilega glöð og þau fóru, sóttu Einar, Pabba og pizzu. Ægilega gaman og mikið stuð. Mamma og Pabbi eru alveg dottin í 24 þanni að þau sátu límd allt kvöldið og horfðu á, en okkur var nú alveg sama við vorum nebbl sofnaðir.
Á laugardaginn fóru Pabbi og Einar í sund en Mamma og Guðni fóru í smáralindina. Þvílík mistök og klúður, Kringlur eru verkfæri dauðans og ekki við hæfi stressaðra mæðra og ungra drengja. En það var nú samt pínu gaman af því að við sáum pabba hennar Gabríelu spila á gítar. Guðna fannst það SNILD og hann dansaði og dillaði sér í takti við rokkið. Gaman að því. Kvöldið rólegt, foreldrarnir bara í videogírnum! hehe.
Á sunnudaginn vorum við í róleg heitunum. Einar og Pabbi fóru reyndar upp í Háskóla að nördast, en Mamma og Guðni voru heima. Svo fórum að eins í heimsókn í Lækjarásinn, Einsi fékk ammælisgjöf og svona ægilega fínt. Við vorum nú aðallega úti í garði að leika. En löng og ströng vika framundan þannig að það er eins gott að spýta í lofana og vona það besta.


föstudagur, maí 02, 2003

1 mai hátíðahöld.
Það var gaman og mikil til hlökkun á heimilinu að halda hátíðlega upp á dag verkalýðsins. En það var ótrúlega kalt. Úff. En Mamma og Einar létu sig hafa það og fóru niður í bæ og löbbuðu með feministum Mamma fékk sér bleikan bol og svo löbbuðum við með öllu hinu fólkinu í bleika skottinu. Það var mikil stemmning og mikið gaman. En það var allt of kalt, þannig að þegar við komum niður á Ingólfstorg þá kom Pabbi og sótti okkur og við fórum til langömmu og afa í kópavoginum. Þar voru allir og það var mikið stuð. Það var mikið hlegið og þrasað um pólitík, farið í fótbolta og borðað mikið af kökum. Það finnst okkur litlu peyjunum rosalega gaman. Jónína frænka kom svo með okkur heim og það var frábært. En það er að koma helgi og vonandi verður veðrið betra !