þriðjudagur, nóvember 04, 2003

Pestarbæli.
Heimilið er nú orðið að sannkölluðu pestarbæli, það eru allir meira eða minna veikir. Við gamla settið erum bara slöpp, Guðni er allur að koma til en Einar Kári er roslega slappur. Elsku karlinn. Pensillinið sem ég fékk fyrir Guðna var nú kannski ekkert svo sniðugt. Honum finnst það svo ógeðslegt að hann kúgast þegar hann finnur lyktina og reynir að skalla mann þegar við erum að reyna pína það ofaní hann. Ég hringdi í Björgvin í morgun og útskýrði þetta fyrir honum, sleppti samt að segja að hann reyndi að skalla okkur. Ég held hef þann grun að það geti hljómað furðulega, sko fyrir fólk sem hefur ekki hitt Skassið. En Björgvin skildi þetta mjög vel og sagði; "ég sá það á honum í gær að maður pínir þennan unga mann ekki mikið" Málið var það að ég dró Guðna inn á stofu til hans og Guðni var MJÖG lengi að fyrirgefa mér. S.s langrækin frekja. Humm.
En núna eru bræðurnir að hlusta á Línu langsokk og það er meiriháttar gaman.

Engin ummæli: