mánudagur, júlí 21, 2003

Sumarfrí !

Gleymdi að skrifa í gær.....
Ji ég gleymdi hreinlega að skrifa í gær. Þetta er nú algert hneyksli ! En gærdagurinn var svakalega skemmtilegur. Við fórum snemma á róló og kíktum síðan á Macdonalds í hádeginu. OMG ég hef aldrei séð Guðna borða jafn mikið, hann lét eins og hann hefði aldrei fengið ætann bita. Well.
Um 2 leytið fórum við í svaka lestarferð að heimsækja Peter sem er vinur hans Pabba siðan þeir voru að vinna saman hjá Plogman. Hann og konan hans eru með bumbubúa, tíhí. Þau eiga sem sagt heima svolítið út í sveit og það var ótrúlega gaman að heimsækja þau. Það var sko eldaður snilldar matur umm. Fullorðna fólkið skemmti sér konunglega og strákarnir voru eins og litlir puntuenglar allann tímann. Við fórum að sjá kanínur og það var sko ævintýri. Í leigubílnum á heimleiðinni um 9 leytið lognuðust drengirnir út og það var haldið á þeim sofandi inn. Ég var reyndar skólaus því að Einar fékk þá snilldarhugmynd að henda skónum mínum niður af svölunum og þeir fundust ekki meir. Meira en lítið furðulegt. En ef þetta var ekki merki um að ég á að kaupa mér nýja skó þá veit ég ekki hvað. Ég er búin að hafa augastað á sandölum síðan við komum. Hver veit !
En við erum síðan á leiðinni til Jótlands á eftir. Við ætlum að hitta fjölskylduna á flugvellinum kl 11. Jey það verður gaman.

Bæjó Tóta

Engin ummæli: