föstudagur, október 17, 2003

Útlönd.
Við erum að fara til útlanda, fyrst er það Lon og don. Fínt það, hlakka til, gistum þar eina nótt og svo förum við til Dússeldorf í fyrramálið. Ekki leiðinlegt. Brjálað partý og stuð í brúðkaupinu -vonandi- kannski að ég nái eitthvað að dusta rykið af þýskunni. En núna er bara að klára ritgerð og svo drífa sig út á flugvöll. Strákarnir verða hjá mömmu og pabba ! Þau eru algjörir englar, og þegar við komum á sunnudaginn verða þeir komnir hingað sofandi, en þá ætlar Kamilla systir að passa. Ég held svei mér þá að ég eigi bestu fjölskyldu í heimi !!!

Engin ummæli: