Vinir.
Við erum rík af vinum en á síðustu dögum erum við búin að eignast 3 nýja vini, hvorki meira né minna. Birna og Fúsi eignuðust strák að morgni 2.okt. Hann var fljótur í heimin og dreif sig að þessu á 90 mínutum. Við vitum ekki enn hvað hann heitir en hann var 14 merkur og 50 cm.
Eydís og Jón eignuðust 2 stráka í nótt -3.okt- Annar var tekin með sogklukkum en hin með keisaraskurði. Þeir voru 11 og 12 merkur. Við vitum heldur ekki hvað þeir heita en okkur skilst á foreldrunum að þeir séu mjög ólíkir.
Við óskum þessum nýju vinum okkar og foreldrum þeirra alls hins besta. Það verður ekkert smá mikið fjör í kringum okkur næstu árin.
föstudagur, október 03, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli