Annar í jólum
Jæja nú er það svart, við erum bæði orðin slöpp en höfum látið okkur hafa það að mæta í jólaboðin *dæs* nei ég segi svona, það sem er yndislegast við jólin er einmitt að fara og borða góðan mat og hitta skemmtilegt fólk. Við vorum hjá mömmu og pabba í gær og það var ótrúlega mikið stuð. Krakkarnir voru svo skemmtilegir, maturinn snilld og félagsskapurinn til fyrirmyndar. Kvarta ekki yfir því.
Í dag fórum við svo til Soffu systur hennar mömmu í jólaboð. Það var gaman að hitta alla, en skrítið að vita að við eigum kannski ekki eftir að sjá fólkið fyrr en eftir kannski 5-6 ár. Krakkarnir eitthvað svo litlir og það er synd að missa af þeim vaxa og þroskast. En svona er þetta nú allt saman. En núna erum við komin heim, strákarnir eru uppi að horfa á " Þegar Tröllið stal jólunum" og við að bíða eftir að þeir sofni. Kannski spurning um að taka smá syrpu í 24.
föstudagur, desember 26, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli