miðvikudagur, desember 31, 2003

Allir hressir
hér á bæ. Löngu vaknaðir og komnir á stjá. Gaman saman. Strákarnir fóru í leikskólann í gær og voru þar með öðrum börnum sem eiga foreldra sem nenna ekki að sjá um þau. Ég er með smá moral yfir því að hafa þurft að láta þá fara en við eigum ekki annara kosta völ, draslið pakkar sér víst ekki sjálft. Annars eru þeir líka svo litlir að þegar þeir fara að ásaka okkur um að uppeldið hafi mistekist þá held ég að þeir eigi nú ekkert eftir að tína þetta til. En hver veit. Eftir leikskóla fórum við í ammæli hjá Helenu frænku þeirra og skemmtum okkur svo ægilega vel að við vorum ekki komin heim fyrir um 21. Ji ótrúlega villt. En núna erum við hress að fara í brúðkaup á eftir í hádeginu og svo bara stanslaust stuð í kvöld. Sprengjur og læti. Hlakka til.

Engin ummæli: