laugardagur, ágúst 30, 2003

Dr Gummi !

Dr Gummi !
Gummi stóðst prófið með glans, þetta var nú kannski smá sýning. Karlar í skikkjum og svona. En þetta var flott og ótrúlega gaman að fylgjast með svona athöfn. Það þarf auðvitað ekki að taka það fram að Gummi glansaði í gegnum þetta. Algjör snilli. En dagurinn var svolítið skrítinn, fórum með strákana snemma á leikskólann og við fórum svo beint í reddingar. Keyrðum með búsið niður í Víkingsheimili, þar sátu nokkrir fullfrískir karlmenn að horfa á bold and the bjútiful. -ég meina um hvað erum við að tala !!!! Helló ! Ég er að enn að jafna mig eftir þessa skelfilegu reynslu. En annars gekk bara allt vel, ég fór í greiðslu hjá Óla, við fórum á Holtið í hádeginu ég fékk mér hrefnu og OMG hvað þetta er góður matur !!!!!!!!!! En allavegana byrjaði vörnin kl 2 og var í tæpa 2 klst. Svo var okkur boðið í glas hjá rektornum. -Það þykir víst fínt ! Mamma og Pabbi sóttu strákana í leikskólann og við vorum komin í veislusalinn um 5 leytið. Þetta var allt algjör snilld, það heppnaðist ALLT ótrúlega vel. Maturinn var meiriháttar þeir elduðu og mér skilst að maturinn hafi verið mjög góður.-Lystin var ekkert sérlega mikil. En ræðurnar voru frábærar, krakkarnir voru mikil prýði, og ég held að allir hafi skemmt sér vel. Við dróum með okkur heim nokkra eðlisfræðinga og héldum VILLT partý. Losnuðum við fólkið um 1 leytið eftir að hafa opnað pakkana. Öhöm ég mæli ekki með því að pakkar séu opnaðir eftir svona marga bjóra :-$. En við vöknuðum hress í morgun, skúrðum og tókum til. Reyndum að sofa en við sökuðum svo strákanna þannig að........... En núna sitjum við og erum með fjölskyldupartý, búin að fara í sund, komin með snakk í skálar og erum að horfa á Tarsan. Jibbý!

fimmtudagur, ágúst 28, 2003

Allt ad gerast !

Stóri dagurinn !
er á morgun, wow hvað það er búið að vera mikið stress í dag. Ég er búin að vera á 1.000.000 í allann dag. Keyrði karlana í morgun, sótti borð, fór í kringluna og fékk lánað fullt af fötum sem ég fór síðan með heim til Eydísar þar sem ég mátaði átfittin og hún kommentaði. Ekki slæmt að eiga tískudrottingu sem vinkonu. En niðurstaðan er semsagt að ég verð í svörtu buxnadragtinni út HM, þvílíku pæjuskónum og rauðröndóttum bol úr polaren og pyret. Mér líður mikið betur með að þetta er allt komið á hreint.............. hehe. Gummi er líka búin að vera þvílíkt duglegur, hann fór og hitti Grissen sem er annar andmælandinn hans. Það gekk bara vel og Gumma leist bara vel á karlinn.
Við fengum Opelin okkar aftur og það er æðislegt að keyra hann, ég fíla kraftmikla bíla. Núna er strákarnir litlu farnir að sofa, Gummi að æfa sig í síðasta skiptið fyrir vörnina. En annars er planið að fara snemma að sofa í kvöld og sofa vel og lengi. zzzzzzzzzzzzz

miðvikudagur, ágúst 27, 2003

Namm namm.

Veðrið er frábært !
Það er ekki hægt að vera annað en súper glaður. Fyrsti dagurinn í fríinu er búin að vera ALLT of fljótur að líða. En ég er búin að hjóla út um allann bæ. Fyrst í klippingu til Óla Bogga, og núna er ég orðin uber blond. Beygluhúsið og kaffi með Eydísi á Súfistanum. Þegar ég kom heim dró ég Gumma frá bókunum og við sóttum strákana í leikskólann og drifum okkur í sund. Það var ótrúlega gaman. Pizza Hut er hverfispizzubúllan okkar og það var þetta fína tilboð í gangi þannig að við skelltum okkur á pizzahlaðborð. Frekar huggulegt. Þurftum þar að auki ekkert að borga fyrir strákana eftir að hafa sannfært starfsfólkið um að þeir borðuðu hvort eð er svo lítið ! hehe.
En núna er ég dottin í bakstur og fínerí. Allt fyrir veisluna............

þriðjudagur, ágúst 26, 2003

Buin i vinnunni.

Hætt að vinna ¨!
Jebbs ég er hætt að vinna í bili. Það var fín tilfinning að baka köku í gærkvöldi og kveðja liðið. Þetta er búið að vera meiriháttar sumar í allastaði. Það er ómetanlegt að fá svona góða reynslu, þetta er á við mörg á í skólanum. Minnst á skólann: arg ég er að verða geðveik á að það eru ekki komnar stundatöflur. ARG. En annars er bara undirbúningur fyrir veisluna framundan. Baka og redda. Úff gaman að því !

mánudagur, ágúst 25, 2003

Ótrúleg gaman !
Það er búið að vera ótrúlegt stuð um helgina. Á laugardaginn var Gummi auðvitað að vinna, en ég gat platað ömmu Tótu með mér í Húsdýragarðinn. Það var frábært, það er ótrúlega mikið nýtt komnir litlir grísir og allt. Hrikaleg krútt. En allavegana eftir að mér hafði tekist að DRAGA Guðna út þá sofnaði hann í bílnum. Við keyrðum ömmu heim og lögðum okkur síðan öll. Eftir hádegi þegar allir voru orðnir hressir ákvað ég að troða mér í heimsókn þrátt fyrir að mamma væri að vinna og pabbi væri út á landi að djamma. Það var ekkert sérstaklega gaman. Einar og Guðni voru eins og 2 risaeðlur þarna nálægt prinsessunum litlu Júlíu Kristínu og Ninju. Bjakk. Það endaði með því að ég hljóp með þá út á róló þar sem þeir gátu hlaupið sykurinn úr sér. Það var sko kók og kaka í boðinu. Ekki alveg nógu sniðugt ! hehe náttl allt mér að kenna. Um kvöldið gerðum við Gummi svo heiðarlega tilraun til að horfa á Cicago. Eða þetta var svona:
Gummi; Ég tók mynd.
ég; Nú frábært !.
Gummi; Já Cicago, við getum farið upp á þú getur sofnað yfir henni. :S frekar halló. Anyways. Ég sofnað allavegna fljótt yfir henni !
Sunnudagurinn.
Ble.......aldrei þessu vant fórum við ekki út fyrir hádegi þannig að það voru allir orðnir frekar pirraðir. En við fórum í sund, í snildar sundlaug í Grafarvoginum. úff hvað var gaman. Guðni ætlaði að tapa sér þegar hann fattaði að hann flaut alveg þegar hann var með handakútana. Ég og Einar fórum í rennibrautina og OMG hvað hún er frábært. Einar vill samt ekki fara í hana aftur. I wonder WHY ! kannski afþví að mamma hans öskraði eins og BRJáluð manneskja. Gæti verið. Við kíktum svo í heimsókn til Ragnars, Guðrúnar og Ásmunds til að kaupa kartöflur. En það var líka þannig að við hálf hlupum út. Furðulegt.
En núna er allt komið í ró.........zzzzzzzzzzzzz og Gummi að vinna eins og venjulega !
Góða nótt.

föstudagur, ágúst 22, 2003

Helgin !

Helgin framundan.
Jæja núna er síðasta helgin fram að vörninni hjá Gumma framundan, þannig að hann verður með "hinni konunni" á meðan. Hin konan er sem sagt Sveinn Ólafsson leiðbeinandinn hans, og þeir verða að vinna alla helgina. Vonandi síðasta helginn þeirra !!! Sorry Sveinn, ekkert personulegt. En allavegana þá er ég ein með strákana ALLA helgina og ég lýsi hér með eftir einhverjum sem nennir að fá okkur í heimsókn, bjóða okkur í mat, hitta okkur á róló eða bara eitthvað. Haha. En amma ætlar allavegana að koma með mér í húsó á laugardaginn, það er ammælishátið í boði leikskólanna. Ví ví og þar sem ég er starfsmaður með 2 börn á leikskóla tel ég það skyldu mína að mæta OFUR hress.

miðvikudagur, ágúst 20, 2003

Nr 1000 !

Hvar var nr 1000 ?
Humm það er spurning, en ég held samt að það hafi verið Gummi. Gaman að því. Annars er það að frétta af okkur að Guðni er hættur að gráta alveg svona mikið í leikskólanum. Ekki alveg hættur þó ! Þetta kemur sennilega allt, bara spurning um hvenær. En annars erum við bara að gera það sama, Gummi að æfa sig fyrir vörnina, ég að vinna og drengirnir í skólanum. Skólinn hjá mér byrjar svo 1. sept. Wooo ég hlakka svo til. Annars fór ég í heimsókn til Eydísar í gærkvöldi og hún er ekkert smá fín með bumbuna. Bumban er samt svo nett að ég er ekkert viss um að það séu tvíburar í henni tíhí. Það verður bara að koma í ljós.

sunnudagur, ágúst 17, 2003

Sunnudagur !

Sunnudagur til sælu.
Ummm sunnudagar eru æðislegir. Það var svo æðislegt veður í morgun að við skelltum okkur beint í sund. Umm það var frábært. Komum heim borðuðum heimatilbúna pizzu og hugguðum okkur. Við vorum búin að hvíla okkur og hafa það fínt ákváðum við að kíkja upp í kirkjugarð til ömmu Sellu. Við reyndum aðeins að útskýra fyrir Einari hvern við værum að fara að heimsækja. Hann var ekki alveg að ná þessu......en...... kannski líka afþví að hann er bara 3ja. Þegar við vorum kominn upp eftir ákváðum við bara að sleppa þessu og hætta að útskýra allt svona nákvæmlega. En í góða veðrinu kíktum við líka til langömmu Tótu að kíkja á rifsberin, sem nb Einar kallar jarðaber. Anyways. Góður dagur, gott veður.
Komin heim búin að borða og strákarnir komnir inn í rúm.

laugardagur, ágúst 16, 2003

Menningarnott !

Menningarnótt.........
......eða frekar menningardagur í okkar tilfelli. Við fórum niður í bæ um 1 leytið og það var ótrúlega gaman. Við kíktum fyrst niður í Top Shop til þess að sjá alla eðlisfræðinördana að verki. Við sáum margt flott og skemmtilegt, en fyrst og fremst sáum við fullt af fólki, meira að segja nokkra sem við þekkjum. Gaman að því. Við löbbuðum fram og aftur um laugaveginn, fórum í bónus og keyptum okkur nesti. Löbbuðum niður á tjörnina og gáfum öndunum brauð, þær voru glorsoltnar greyin litlu. Greinilega ekki menningarnótt hjá þeim. En allavegana erum við komin heim núna, Einar liggur grátandi uppi í herbergi afþví að hann vildi ekki borða kvöldmat. Við erum búin að hóta svo oft að senda hann upp matarlausan ef hann vill ekki það sem er í boði. -sem er nú reyndar oftast !!! Þannig að......... Guðni hleypur hér um í skóm af mér með plastpoka í hendini, Gummi er farinn niður í bæ að vinna við eðlisfræðitilraunirnar í Top Shop og ég er búin að leigja mér Friends og er farin að hlakka til að horfa............

Tóta

fimmtudagur, ágúst 14, 2003

Numer 1000 !

Hver verður gestur númer 1000 ?

I leikskola er gaman !

Guðni í aðlögun.
Hann Guðni er í aðlögun eins og ekki hefur framhjá dyggum lesendum bloggsins. Honum hefur ekkert líkað neitt sérstaklega vel að fara í leikskólann, hann er búin að gráta og gráta. Elsku karlinn. En í dag sótti ég hann þegar hann var búinn að sofa í hádeginu og þá hafði hann aðeins verið að vola yfir daginn en ekkert alvarlegt þó. Hann var að lita þegar ég kom og sótti hann, en hann var voðalega glaður að sjá mig........... en ekki hvað.
Annars gengur allt vel hérna heima, Gummi er duglegur að vinna að vörninni og við sjáumst varla. Það er svona rétt að við borðum saman kvöldmat, en þetta fer nú að taka enda.

Tóta


sunnudagur, ágúst 10, 2003

Uff !

Dauðþreyttir foreldrar.
Eftir svona helgar erum við foreldrarnir dauðuppgefin, enda ekki furða búið að vera nóg að gera.
Laugardagurinn vöknuðum snemma og fórum í sund, drifum okkur heim og fengum okkur hádegismat. Lögðum okkur öll. Þar sem veðrið var frekar óspennandi þá ákváðum við að slaufa gay pride og drífa okkur frekar í bíó. Fórum á skógarlíf 2 það var hin mesta skemmtun. Það var svo mega mikil rigning að við ákváðum að kíkja í kaffi til ömmu og afa í Barmó. Þar var náttl partý eins og venjulega. Alltaf stuð í barmó. Einar skemmti sér svo vel að hann vildi ekki koma með okkur heim, en hitti okkur hjá Soffu. Við fórum hins vegar með Guðna heim og settum hann í náttföt. Fórum til Soffu í mat, það var tailenskt þema og maturinn var MEIRIHÁTTAR ! Takk fyrir okkur. Um 7 1/2 hlupum við út, sóttum Júlíu barnapíu. Við fórum svo á tónleikana, þeir voru frábærir, en aðstaðan þarna í Laugardalshöllinni er til skammar. Við vorum að drepast að sitja á svona ömurlegum stólum. Komum heim, horfðum á video og höfðum það huggulegt. Guðni tók reyndar á móti okkur í mega stuði, en Einar hafði háttað sig úr öllu, neitað að fara í náttföt og sofnað í hjónarúminu. Guðni var náttl ákveðinn í því að missa ekki af neinu í þessu svaka partýi sem hann var í.
Sunnudagurinn var kosí, strákarnir vöknuðu auðvitað ALLT of snemma og við gátum pínt þá til þess að leggja sig um 11 leytið. Þannig að þá gátum við aftur sofnað zzzzzzzzzzzz. Um 1 leytið rukum við út, löbbuðum niður í bæ, keyptum okkur snúð og fengum brauð handa öndunum. Fórum niður að tjörn, henntum brauði í endurnar, fórum í strætó heim og núna erum við í tjilli. Frekar fínt og frekar fín helgi. Svo bara á morgun vinna og leikskóli. Það verður fínt fínt.

föstudagur, ágúst 08, 2003

Dagskra.

Aðlögun barna á Garðaborg.
Fimmtudagur 1. dagur. Guðni fer í leikskólann kl 9 með pabba sínum og skoðar deildina og leikskólann. Hittir börn og starfsfólk. Fer kl 10.
Föstudagur 2.dagur. Guðni mætir kl 9 og er í leikskólanum kl 11. Mamma með Guðna allann tímann.
Mánudagur. 3.dagur. Guðni mætir kl 9, Pabbi er með honum til að byrja með en skreppur svo aðeins frá. Guðni er í leikskólanum til 11.
Þriðjudagur. 4.dagur. Guðni mætir kl 9, Pabbi kveður fljótlega og nær í hann eftir hádegismat kl 12:30.
Miðvikudagur. 5.dagur. Guðni mætir kl 9. Aftur kveður Pabbi en hann sækir peyjann eftir hvíld kl 13:30.
Fimmtudagur. 6.dagur. Guðni mætir kl 8:30 í morgunmat og Pabbi sækir hann kl 13:30.
Föstudagur. 7.dagur. Guðni kemur kl 8:30 og er til 15.
Mánudagur. 8.dagur. Aðlögun að öllum líkindum lokið og Guðni orðinn LEIKSKÓLASTRÁKUR !!! jey jey.

Gudni skolastrakur.

Guðni er orðinn leikskólastrákur.
Ég fór með Guðna í aðlögun í morgun. Það var æðislega gaman. Við komum kl 9 og fórum fyrst inn í heimilisdót, kíktum í kubbana og fórum svo út að leika. Guðni er svo cool að hann spáði ekki í það hvort að ég væri á svæðinu eða ekki. Einar Kári var heima afþví að í gærkvöldi þá var hann allt í einu kominn með háann hita. Hann fór því ekki í leikskólann í dag, þó að hitalaus sé. Við nenntum ekki að taka sénsinn á því að senda hann í dag og hafa hann síðan hundlasinn heima um helgina. Það er nebbla margt að gerast um helgina, það er náttl gaypride og svo erum við að fara á tónleika með Diane Krall. Siggi mágur snillingur reddaði miðum. Ví hí.

fimmtudagur, ágúst 07, 2003

Aðlögun !

Guðni er komin í aðlögun
á Garðaborg. Hann fór í morgun með pabba sínum og bróður. Fyrst fóru þeir í söngstund, svo fór hann að leika með trékubbana og út að leika. Honum fannst þetta nú lítið mál. Langflottasti töffarinn. En hann hefur nú svo sem líka mikinn styrk af bróður sínum. Einar Kári var hinsvegar hæst ánægður að mæta aftur á leikskólann, hann mátti varla vera að því að kveðja gamla settið ! Gummi er að læra alla daga og er byrjaður að hringja út og bjóða í veisluna. Það gegnur bara vel að mér skilst. Ég er hins vegar byrjuð aftur í vinnunni og ég er pínulítið eins og Einar Kári, ótrúlega ánægð að vera komin í rútínu. Gaman að því !

mánudagur, ágúst 04, 2003

Komin heim !

Við erum komin heim !
Á Tunguveginn og við erum hrikalega ánægð. Ferðin heim gekk vel. Við vöknuðum snemma, fengum okkur morgunmat og svo var brunað út á flugvöll. Þar þurftum við auðvitað að bíða ansi lengi eftir að vera tékkuð inn. Döh ! En það hofst að lokum. Í flugvélininni var ekki ALVEG jafn kosi og í ferðinni út. Daman sem tékkaði okkur inn missti nebbl af námskeiðinu þar sem kennt var að vera almennileg við fólk með börn. En það er nú bara þannig. Jói flug vinur tengdapabba var flugstjóri og hann bauð Gumma og Einari Kári fram í flugstjórnarklefa. Einari fannst það nú álíka merkilegt og að styra bíl. Sem hann hefur og gert þegar við fórum í dýragarðinn. hehe, næstum alveg eins. En við komumst í gengum tollinn með glans og það meira að segja án þess að við smygluðum víni. Humm. Pabbi sótti okkur síðan út á völl og við vorum komin hingað heim um 2 leytið. Strákarnir horfðu á góða ræmu og við lásum póstinn. Tókum upp úr töskum og gengum frá. Þvotturinn OMG, um hvað erum við eiginilega að tala............svona 30 vélar í það minnsta.
Kíktum til tengdó og í mat til mömmu og pabbi. Þvílík snilld........ steiktur silungur i forrétt, lambalæri með nýjum kartöflum og ís í eftirmat. Betra gerist það varla. Takk fyrir okkur. Núna erum við komin heim, drengirnir sofnuðu á 5 mín og ég held bara að ég fari að trítla upp.

sunnudagur, ágúst 03, 2003

Ammæli.
Tad var rosalegt stud i ammælinu i gær. Tad var alveg a islenska visu, majonesbraudtertur og de hele. Mjøg fint. Strakarnir voru i 7unda himni. Fullt af nyju doti og skemmtilegur felagsskapur.
Um 7 leytid forum vid svo nidur i bæ ad hitta Arna, Hrønn og Rannveigu Eyju sem var med Einari Kara a leikskola. Tau voru endalaust hress og vid vorum nidri i bæ til kl 10 um kvøldid. Enda 22 c hiti. Huggulegt.
I morgun skundudum vid svo nidur i bæ og forum i svona kanalsiglingu. Tad var otrulega gaman ad fara tetta med gæd sem var med allt a hreinu. Siglingin tok um 1 klst. Eftir tad løbbudum vid og fengum okkur smørrebraud settumst nidur i solinni og huggudum okkur. Nuna erum vid hinsvegar ad taka sma siestu uppi a hoteli.
A morgun. I fyrramalid er svo flogid heim. Gaman ad tvi. Afi Einar ætlar ad sækja okkur. Vid hløkkum til ad hitta hann. Og audvitad alla hina lika.



laugardagur, ágúst 02, 2003

Heim til Islands.

Heim til 'Islands.
Vid forum nidur i bæ i morgun, forum i Illum ta snildar verslun. We love it. Alllavegana keyptum vid lika alveg fullt af doti. Skyrtur a Gumma, nyja tøsku fyrir allt sem vid erum buin ad kaupa og sængurverarsett. Gaman ad tvi.
Svo tokum vid metroin heim og tegar vid saum hotelid sagdi Einar mjøg anægdur, vei vid erum komin til 'Islands ! ehemm. Hvernig eigum vid ad utskyra fyrir honum ad a Islandi er ekki 24/7 herbergistjonusta og morgunmatur sem er algjør snild. Nb kl er ad verda 16 og eg er ennta sodd sidan kl 8. Tengist tvi kannski ad vid bordudum otrulega mikid, enda otrulega gott ! hehe.
En nuna erum vid i barnaafmæli og eg sit vid tølvuna og tarf EKKI ad borga fyrir skrifa tennan pistill. Gaman ad tvi.

K?benhavn.

København.<
Vid komum til køben i gær eftir finan akstur. Vid vorum ekki nema um 3 klst a leidinni. Mjøg gott. Serstaklega tar sem tetta eru tæpir 400 k.
En allavegana komum vid hingad a hotelid um hadegi og tekkudum inn. Vid fengum fint herbergi a 16 hæd med utsyni yfir midbæinn. Ekki slæmt tad. Tad var magnadur hiti i gær. Um 30 c. Allt of heitt !!! En vid drifum okkur to fljott ut, keyptum okkur vatn og avexti og forum a rolo. Telma og Snorri sem bua a Øresundskollegiinu voru buin ad benda okkur a nokkra roloa og vid forum a einn teirra i gær. Eg veit ekki alveg hvernig eg a ad lysa teim en tetta er einhverskonar gæsluvøllur med engir gæslu. Tad verda ad vera foreldrar eda einhver fullordin med børnunum. En tad er fullt af doti og fineri. Hjol, skoflur og føtur og svoleidis. Svo er lika oft sullupollur sem er audvitad ædislegt i tessum hita. En allavegana satum vid tar i godu yfirlæti i tæpa 2 klst. Gummi for sidan med strakana upp a hotel en eg nidur i bæ ad versla sidustu hlutina sem mig "vantadi". En tad var farid i HM og verslad grimmt. Faranlega odyrt samt. Eg keypti mer 2 skyrtur, 2 boli, 1 peysu, 1 pils, 1 buxur og nattføt a strakana. Og tetta kostadi um 1500 dkr. Mer finnst tad nu mjøg vel sloppid.
En svo forum vid i kvøldmat til Gunna og Torørnu. Vid viltumst bædi a leidinni uppeftir og heim, tannig ad vid erum buin ad sja ansi mikid af stor københavn.
I dag er rigning, og vid erum bodin i afmæli til Bergdisar dottur Gunna og Torørnu. Tannig ad...............