föstudagur, október 27, 2006


Gummi er komin heim og allt í blóma, ljóma. Honum var reyndar hótað að hann fengi ekki pláss í vélinni, en það reddaðist á síðustu stundu. Félagi hans barnapían Tómas var ekki jafn heppinn en hann flaug til köben og var ekki komin í sveitina fyrr en í nótt, hánótt. Gummi er í skýjunum með kúrsinn og segist hafa fengið heilmikið út úr því að hafa setið hann (annað en fullt af bjór og góðum mat, hohoho).


Skólinn hjá mér er að verða erfiðari og erfiðari, það er nokkuð ljóst að ég á ekkert eftir að komast hjá því að fara að hugsa sjálfstætt og ákveða um hvað ég ætla að skrifa. Mér finnst þetta ægilega erfitt og brýt heilan um merkar kenningar daginn út og daginn inn. Mjög slítandi að vera í skóla, ekki eins auðvelt og margir gefa í skyn.

Annars er það helst í fréttum á heimilinu að Jón Gauti er farinn að ganga, hann er á svipuðu róli og bræður hans voru en þeir voru ekkert að flýta í þessum efnum sem og öðrum. Einar er td ekki enn búin að missa eina einustu barnatönn, allt stellið situr mjög fast. Ekkert að því ss en Einar er byrjaður að tala frekar mikið um hvað hann fær mikla peninga þegar hann missir tennurnar. Þá kemur nefnilega tannálfurinn (og hann er skoh til í alvörunni mamma, segir Einar) og gefur manni fullt af peningum. Veit ekki alveg hvert gengið á mjólkurtönnum er í dag, þarf að tékka á því. Kannski veit Karen vinkona það, hún vinnur í seðlabankanum. Þeir vita víst allt um gengi og vísitölur (segir hún, en hvað veit maður ss !).
Helgin er framundan, lítið planað en örugglega margt brallað. Mömmugrúbbuvinkonur mínar koma í kaffi á sunudaginn, ég hlakka til að hitta þær. Skemmtilegar konur.
Bið að heilsa í bili, góða helgi.

föstudagur, október 20, 2006


Föstudagur til fjár og haustfríið alveg að verða búið. Gummi kemur heim á laugardaginn til að fá hrein föt í töskuna, eða hér um bil. Hann er búin að skemmta sér mjög vel í Munchen, sjá spennandi réttarhöld og hitta skemmtilegt fólk. Allt eins og best verður á kosið.


Hérna heima er stemningin svona, svona, hefur verið betri en hefur líka verið verri. Jón Gauti er búin að vera lítill í sér og vill mikið láta halda á sér, það getur verið frekar pirrandi þegar þarf að gera 150 aðra hluti. Strákarnir stóru eru líka svolítið víraðir, en það er kannski líka því um að kenna að starfið í leikskólanum og frítidhjemmet hefur ekki verið í föstum skorðum. Ég hef þá kenningu að við erum svo mikil regludýr að við þurfum að hafa fasta stundaskrá. Það fer okkur ekkert sérlega vel að fljóta svona áfram. Sei sei.
En til að bæta upp fjarveru bóndans þá ákvað ég að skella mér í mollið. Fór frekar snemma og var mætt 11, það voru 40 stæði laus af 400, takk fyrir. Stappað af fólki og allir með krakkana sína. Þvílík gæðastund að hendast í mollið með öllum hinum, ég var sæl og glöð með blásið hárið í háhæluðum skóm að versla. Barnlaus. Það var glöð mamma sem var 2 peysum og 1 skyrtu ríkari sem sótti strákana sína í dag.
Á eftir koma Heiðbrá og Baldvin í mat, en það verða heimatilbúnir kjúklingaborgarar í matinn. Jömmí. Þau komu líka í gær og ég held svei mér þá að það hafi bjargað geðheilsunni. Reyndar styrktist geðið líka helling við símtal við kæra vinkonu og boð í mat á sunudaginn. Gott að eiga góða að.
Góða helgi gott fólk.

mánudagur, október 16, 2006


Sætir karlar þessir tveir á bekknum. Myndin er tekin úti á róló á sunnudaginn en Þóra, Danni og börn komu í "sleepover" á laugardaginn. Það var mikið stuð, endalaust af góðum mat, spilum, gríni og glens. Við pössuðum svo börnin þeirra á sunudeginum á meðan þau fóru í kirkju.
Annars er það helst í fréttum að það er haustfrí í skólunum, ótrúlega sniðug uppfinning. Það er meira að segja frí í mínum skóla, en verkfallið hafði þær afleiðingar að ég þarf að lesa, lesa og lesa upp námsefni sl vikna. Gaman að því. Svo er Gummi líka að fara í vinnuferð, fyrst til Munchen og eftir það til Den Haag ekki jafn gaman að því.
Það er hægt að spyrja sig að því hversvegna mér sé svona ílla við þessi ferðalög hans Gumma, svarið er ekkert einfalt. En í stuttu máli sagt þá sakna ég hans þegar hann er ekki heima. Hann er besti vinur minn og svo er hann ótrúlega góður að td að gefa Jóni að borða og svæfa hann, skemmta mér og strákunum svo fátt eitt sé upptalið. En svona er lífið.
Annars rákumst við á þessa frétt sem fjallar um (fyrir þá sem ekki skilja dönsku !) um það að heilbrigt líferni getur haft áhrif á lífstílssjúkdóma eins og asthma. Eins og flestir sem Gumma þekkja þá er alkunna að hann er (var) með asthma. Svo slæman að hann var búin að eyðileggja á sér um 25% af lungunum. Sei sei sei, ekki gott. En þegar við fluttum hingað til DK þá las ég grein eftir svona hippó konu sem lýsti því að sykur væri verkfæri djöfulsins. Ef forðst væri sykur biði manns elíf hamingja og fá aukakíló. Það var við manninn mælt, ég tók allan sykur af Gumma, við mikil mótmæli þó, hnuss og formælingar. En hann er laus við asthman, búið að skrifa um þetta í blöðin ergo ég vann. Múhahaha.
Lifið vel og lengi en ekki í fatahengi !

mánudagur, október 09, 2006


Verkfallið leyst og allir strákarnir fóru í skólana sína í dag. Bjuggumst við bagslagi hjá Jóni Gauta en það var nú aldeilis ekki þannig, hann var sæll og glaður að komast á vöggustofuna. Segir vonandi meira um það hversu vel honum líður þar heldur en hversu skemmtileg ég er. Tíhí.

Guðni var líka ánægður með að hitta vinina í leikskólanum og Einar Kári skemmti sér konunglega á fritidshjemmet. Ss allt eins og það á að vera. Nema ég og lesturinn, mér gekk ferlega ílla að festa hugan við bækurnar og varð lítið úr lestri. Ég verð greinilega að lesa á safninu, gengur ekki að vera hérna heima, allt of freistandi að kíkja aðeins í tölvuna og skella í eina og eina þvottvél. Skamm skamm.
Ég er búin að ákveða að læsa blogginu, það eru einhverjir búnir að fá boðsmiða í emailið sitt. Ef það eru einhverjir sem vilja fylgjast með okkur en hafa ekki fengið boðsbréf, skrifið mér endilega línu á totaeinars at gamil.com og ég set ykkur á listann.
Ég er ekki að læsa blogginu vegna þess að ég er hrædd um að það lesi einhver ókunnugur bloggið okkar, mér líður bara betur með að setja inn prívat upplýsingar um okkur þegar ég veit hverjir lesa.
Bið að heilsa í bili, er að fara upp í sofa að glápa og svo rekur Gummi mig örugglega út að hlaupa. Hann er alger harðstjóri þegar kemur að þessum hlaupum. Rekur mig út sama hvað ég kvarta og kveina. Á móti kemur að ég skipti mér mikið afþví hvað hann borðar. Múhahaha !

fimmtudagur, október 05, 2006


Ekkert nýtt að frétta í verkfallsbransanum, allt að verða vitlaust. Þessi mynd er tekin á mótmælum á þriðjudaginn en þá söfnuðust 10 þús manns niður í bæ. Það var frekar magnað ! Það hefur verið skrifað töluvert um þessi verkföll á mbl þið getið lesið um þetta hérna, hérna og hérna.

Frá okkar sjónarhorni séð þá erum við ótrúlega þakklát gagnvart því fólki sem er í verkfalli til að berjast fyrir betri framtíð fyrir börnin okkar. Það er alveg ótrúlegt hvað það er búið að skera niður þjónustuna á leikskólunum hérna bara síðan að við fluttum. En bara sem dæmi þá er síðan við fluttum búið að taka af matinn í hádeginu, banna fastráðningar, minnka hlutfall leikskólakennara og kostnað ófaglærðra og s.frv. Þetta eru breytingar sem hafa áhrif á okkur sem fjölskyldu. Það absúra í þessu öllu er síðan að það á að lækka leikskólagjöldin á kostnað þjónustunnar. Það þrátt f að allar kannanir sýna að foreldrar VILJA borga meira fyrir betri þjónustu.
Ég er amk búin að leggja okkar að mörkum í þessari baráttu, það er litla sem við höfum getað gert. En við höfum blokkarað stofnanirnar og farið í mótmælagöngur.
En þrátt fyrir að ég styðji verkfallið þá vona ég innilega að þessu fari að ljúka, við söknum öll hversdagsins og rútínunar þrátt fyrir að við reynum að vera jákvæð. Við krossum fingur fyrir því að þetta leysist sem fyrst. Vonandi förum við öll í skólann á mánudaginn.

Ég set alltaf reglulega inn myndir á myndasíðuna en er búin að taka linkinn út. Þið sem viljið fá hann sendann sendið mér email á totaeinars "at" gamil.com. Túttilú !