laugardagur, október 11, 2003

Myndir af nýjustu vinum okkar.
Hérna eru myndir af nýjustu vinum okkar, tvíburum Jóns og Eydísar. Þeir eru að fara heim í dag rúmlega viku gamlir. Við hlökkum til að kynnast þeim betur og vonum að þeim gangi allt í haginn.
En annars er það að frétta af okkur að Gummi kemur heim frá danmörku í dag. Það er orðið opinbert að fyrsta tungumálið hans Guðna verður danska. Við giskum á að hann eigi eftir að segja "en öl" áður en að langt um líður. Spennandi. En í kvöld erum við með matarboð, nokkrir vestmanneyjingar. Það verður fjör ef ég þekki þetta fólk rétt.

Engin ummæli: