sunnudagur, september 28, 2003

Einar í leikfimi !
Einar fór líka í leikfimi með pabba sínum. Þetta er sama leikfimin og hann var í síðusta vetur þannig að hann er þokkalega vanur. Þarna voru 4 vinkonur hans úr leikskólanum, hann var nú ekki lítið ánægður með það. Annars var hann ekki alveg nógu duglegur að hlýða þjálfaranum en það kemur vonandi núna með haustinu.
Við fjölskyldan kíktum niður í bæ, Einar átti smá pening -100 kr- og hann vildi endilega bjóða okkur upp á eitthvað. Við fórum í búðina með bleika svíninu og þar keypti hann snúða, ekki dónalegt !!!. Við vorum samt aðallega að fara og kaupa ammælisgjöf handa mömmu, en það sem við ætluðum að kaupa var ekki til -vil ekki skrifa það í bloggið, er of hrædd um að hún lesi það- Þannig að hún verður bara að fá smá bakkelsi frá okkur í dag og svo gjöfina seinna.
'Eg svaf varla í nótt mig var svo mikið að dreyma Eydísi vinkonu sem á von á tvíburum. Mig dreymdi svona mikið að hún væri búin að eiga tvo fína stráka. Sjáum til !!!!!!!!!

Engin ummæli: