sunnudagur, júní 29, 2003

Helgin.......
.....var frábær. Við strákarnir fórum upp í sumarbústað með ömmu og afa. Úff hvað það var gaman. Júlía Kristín og Ninja voru líka með. Mamma keyrði okkur á föstudaginn og við vorum ekkert smá hressir þegar við komum uppeftir. Höfðum sofnað í bílnum og svona. Fórum á róló og kíktum á svæðið. Þegar Mamma kvaddi okkur misskildi Einar Kári aðeins og hélt að hann væri að fara líka. Hann hljóp inn í bústað ;"ég ekki fara heim úr bústað, ég vera í sumarbústað með ömmu og afa." Hann náttl bræddi alveg ömmu og afa. ohhhhhhh. Guðni var aðeins ósáttur en hann jafnaði sig fljótt. Annars var prógrammið mest þannig að það var mikið borðað, farið á róló, hlaupið og leikið sér. Afskaplega skemmtilegt. ! Á sunnudaginn komu síðan Mamma og Pabbi að sækja peyjana. Þeir ( og þau ) urðu nú pínu fegin að hittast, enda í fyrsta sinn í 3jú ár rúmlega sem Mamma og Pabbi eru barnlaus.
En hjónin höfðu það nú líka ansi huggulegt, fóru ekkert út á laugardeginum fyrr en þau fóru út að borða með Stellu og Steina. Það var meira að segja svo mikið fjör að þau kíktu á lífið. Alveg hreint ótrúlegt. ! Á sunnudeginum áður en þau sóttu drengina þá fóru þau í bröns niður í grasagarð.......... ummm mælum með því.
En núna eru 2 vikur í að við förum út. Vííí hvað við hlökkum til................

mánudagur, júní 23, 2003

Sumar og sól.
Umm veðrið er búið að vera æðislegt. Á laugardaginn vorum við í rólegheitum, gengum í kringluna og keyptum fullt.......... Það var nebbl kringlukast með fullt af skemmtilegum tilboðum. En Einsi karlinn var eitthvað slappur þannig að við fórum bara beint heim. Kvöldið var rólegt og gott.
Á sunnudaginn fórum við í fullt af búðum að kíkja á baðherbergisdót, svona klósett og svona. Gaman að því. Svo fórum við í ammæli til Kára vinar okkar sem varð 1 árs. Vúhú það var svo gaman. Amma og afi hringdu svo og buðu okkur í kvöldmat. Grill og fínerí. Namm namm. Þegar við komum heim var bara farið beint í bað og borðaður hafragrautur. zzzzzzzzzzzzz sofið í alla nótt.

föstudagur, júní 20, 2003

Fundið hjól og veikindi.
Einsi karlinn er veikur núna, greyið karlinn. Nóttin var algjört rugl. Mamma var heima og svaf með honum megnið af deginum. Mamma missti þannig af grillveislu Ásborgar en það er nú bara þannig........ Hann er svo lasinn, spurning um að láta lækninn kíkja á hálskirtlana. Humm.

Hjólið er komið heim........ sem er hið besta mál. En á laugardagskvöldið var Einar að hjóla úti og Pabbi gleymdi að taka hjólið inn. Á sunnudagsmorguninn var það horfið..... ;-( ógesslega leiðinlegt. En Mamma hafði merkt það í bak og fyrir þannig að......... svo hringdi kona í kvöld og sagðist hafa fundið það og bauðst til þess að koma með það heim til okkar. Við Tunguvexfjölskyldan erum svo glöð með að það er fólk sem er góðhjartað og skilar því sem að finnur. Gott ef allir væru svona góðir.

Hæ hó jibbý jei........
17 júní var ótrúlegur dagur, það ringdi allt allt of mikið. Þetta var nett fyndið við fórum náttl í skrúðgönguna sem var í boði Ogvodafone og það var hrikalega troðið. Við heyrðum ekkert í lúðrasveitinni, en það var nú svosem allt í lagi. Þegar niður í bæ var komið þá sáum við nokkur skemmtiatriði og Guðni dillaði sér og dansaði. Mjög gaman. Svo gengum við í áttina að hljómskálagarðinum og það var hoppukastali og ýmislegt fleirra sem hæfir 8 ára börnum. Guðni var ekki alveg að tengja og BRJÁLAÐIST þegar hann fékk ekki að fara með svona tuttugu 8ára börnum í hoppukastala. Svona getur lífið verið ósanngjarnt. Litli skaphundurinn okkar varð svo ótrúlega reiður að við foreldrarnir sáum okkur þann kostin vænstan að yfirgefa svæðið. Við rölltum til Jóns og Eydísar upp á Klapparstíg, því að frúin átti ammæli. Eydís er orðin blómleg, Einari fannst hún nú samt ekkert feitari en Mamma sín. Vonandi heldur hann ekki að Mamma hans sé með tvíbura í maganum eins og Eydís. Það er nebbl ekki þannig......hehe. Eftir vöflur og annað góðgæti héldum við til ömmu og afa í Barmó þar sem var mikil matarveisla með fullt af fólki. Það finnst okkur stubbunum skemmtilegt.

mánudagur, júní 16, 2003

Helgin og pössunarpían.
Helgin var fín, Díddí frænka var pössunarpía á meðan Mamma og Pabbi fóru í brúðkaup. Einar segir nú reyndar að það eina sem þau gerðu var að keyra um í bílnum okkar. En mig grunar nú að það sé nú ekki alveg rétt. Þegar við foreldrarnir komu heim um 8 leytið hálf hífuð þá var búið að hafa pizzupartý og horfa á teiknimyndir. Það fannst litlum strákum skemmtilegt.
Á sunnudeginum labbaði Mamma að sækja bílinn sem frænka hafði farið á heim. Svo fór fjölskyldan í húsó í boði essó.
Fínt veður fín ferð fín helgi.

Afi í sjónvarpinu !
Afi var í sjónvarpinu um daginn að tjá sig eitthvað um fótbolta. Mömmu fannst það voðalega merkilegt, en spenntari var hún samt að sjá viðbrögð Einars Kári við að sjá afa í sjónvarpinu. Honum fannst nú lítið til þess koma að karlinn skyldi vera í kassanum. Mamma var pínu spæld og var síðan seinna að segja ömmu frá þessu áhugaleysi. Amma spurði þá "hvað sagði Guðni" Mamma var svolítið skömmustuleg þegar hún viðurkenndi það að hún hafði ekki haft rænu á að sýna honum að afi var í sjónvarpinu. Aumingja Guðni, alltaf komið fram við hann eins og hann sé algjört grænmeti. Humm það breytist kannski þegar hann fer að tala. Ætli það gerist ekki um svipað leyti og hann fær hár!

þriðjudagur, júní 10, 2003

Hvítasunnuhelgin !
Þett var fín helgi með öllu því hefðbundna. Göngutúrum, kringluferðum, heimsóknum og fínheitum. Ægilega gaman. Annars er lítið að frétta. Díddí frænka er komin frá báni og hún ætlar að passa okkur á laugardaginn. En þá eru Mamma Pabbi að fara í brúðkaup. Gaman að því !

miðvikudagur, júní 04, 2003

Frekar fyndið.
Danmerkurferðin er að verða áþreifanlegri í hugum foreldranna og Mamma sat með Einar í gær og var að sýna honum heimasíður ýmissa dýragarða sem við erum að fara að heimsækja í sumar. Honum fannst þó aðallega til blettatígranna koma og nennti helst ekki að skoða hitt. Svo vaknaði hann í morgun kl 6 og læddist inn. Þegar hann sá að foreldrarnir voru sofandi fór hann niður, en kom svo upp eftir smá stund með skóna sína. Hann vildi fá hjálp til þess að fara í þá því hann þurfti að drífa sig til útlanda. hehe. Sennilega sér hann þetta fyrir sér eins og skreppitúr í húsdýragarðinn.

sunnudagur, júní 01, 2003

Partýgrís.
Það er ekki gaman þegar það rignir svona mikið. Það var einum of mikið í dag ! Mamma Einar fóru í morgun SNEMMA út til að kaupa útskriftargjöf handa Þór sem er frændi Pabba. Þau fóru í Intersport og það var sko algjört sport. Hehe. Keyptu gólfkúlur handa honum. Gaman að því. Svo fórum við aðeins í heimsókn til ömmulang en þegar við komum heim var Guðni komin með hita. :-( ojojoj. Það var búið að bjóða fjölskyldunni í 2 partý og nú voru góð ráð dýr. Amma Hildur og Afi Einar voru í Hvalfirði og Júlía frænka í partýi, þannig að það var komið að tómum kofanum þar. Amma Kata og Afi Reynald hlupu í skarðið og voru hjá Guðna í nótt á meðan Mamma Pabbi og Einar fóru í partýin. Einar skemmti sér konunglega og hljóp út um allt og var eins og brjálaðingur. En þetta reddaðist nú allt saman og þegar við komum heim í bílnum þá sagði hann " ég vil ekki fara heim ég vil fara aleinn í partý" frekar slappt af foreldrunum að gefa ekki eftir og leita af partýi fyrir hann.
Humm