Karíus og Baktus.
Við sátum við borðið og vorum að ræða Karíus og Baktus. 'Eg var að lesa bókina fyrir Einar og hann var alveg heillaður af þeim félögum. Hann varð nú reyndar svolítið hræddur við þá og þegar pabbi hans bauð honum upp á súkkulaði. "Koma þá ekki Karíus og Baktus og verða með læti" Pabbi hans gat sannfært hann um ef hann burstaði tennurnar vel þá væri allt í lagi að borða smá súkkulaði. Svo sátum við og vorum að spjalla um þá félaga og hann var að telja fyllingarnar i tönnunum á okkur foreldrunum. -Við skulum ekkert tala um hvað þær voru margar- Hann er ekki par ánægður yfir því að vera ekki með svona hús í tönnunum eins og foreldrarnir. SVINDL.
sunnudagur, september 28, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli