Við hættum okkur út í rigninguna....
....við Einar þegar við (ég) ákváðum að það væri kominn tími á að fara í nike outlettið. Það var svona eins og 40 mín strætóferð og skemmtileg heit en það var nú bara gaman. Strætóinn fór í gegnum hverfi sem ég labbaði oft um þegar við bjuggum hér um árið. Gaman að því. En svo komum við í búðina og OMG hvað það var mikið af flottu dóti, sérstaklega barnafötum. En ég var dugleg og keypti mér bara skó sem mig vantaði og íþróttagalla sem kostaði ekki nema 164 dkr og það er nú ekki mikið á NIKE mælikvarða.
Þegar við komum heim voru Guðni og Gummi útúr chillaðir eftir að hafa hvílt sig ansi vel. Við ákváðum að labba út í ein af görðunum sem var mælt með við okkur í gær og það var svona ljómandi gaman. Það voru fullt af hjólum, dýrum, sanddóti og lítill pollur til að sulla í . Við ætlum sko endilega að endurtaka þessa skemmtun, jafnvel bara strax á morgun. Nú fer að líða að því að við förum til Jótlands. Jey hvað það verður gaman !
föstudagur, júlí 18, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli