Smá slys
Varð á tjörninni í dag. Við fórum snemma út, það er svo gaman að vera með þeim fyrstu niður á tjörn. Þá eru endurnar svo svangar að þær hakka í sig. Allavegana þá var æðislega gaman, það þarf reyndar að passa Guðna rosalega vel, hann var alltaf komin hálfur ofaní. 'I bókstaflegri merkingu............... Það voru komnar alveg massa margar endur þegar allt í einu heyrist splass og þær flugu allar í burtu.............af því að kerran okkar hafði dottið í. OMG við hlógum svo mikið, þetta var eins og lélegur brandari. Gummi fiskaði hana upp úr og gat undið eitthvað úr henni. Svo gátum við sett hana í skottið, það vildi svo heppilega til að við vorum með fullt af dagblöðum í skottinum, þannig að við gátum sett undir rennandi blauta kerruna. Það fyndnasta var samt að strákarnir kipptu sér ekkert upp við þetta, þeim fannst MJÖG eðlilegt að við skyldum henda kerru út í tjörn. Við erum greinilega mjög uppátækjasamir foreldrar !!!!
Eftir hádegi fórum við Einar Kári með mömmu, Júlíu Kristínu og Ninju á Línu Langsokk allt í boði mömmu. Takk fyrir okkur ! Það var ótrúlega gaman, ég hló ekkert minna en krakkarnir. 'A tímabili leið mér eins og það gæti ekki verið leikari að leika Línu, þetta var bara alveg eins og ég held að hin "eina sanna" Lína er. Eftir Línu buðum við í Línu pönnsur og gaman. Guðni og Gummi skemmtu sér líka vel í fjarveru okkar, þeir rölltu saman niður í Hagkaup og keyptu sér FULLT af nammi. Gott hjá þeim.
Núna eru strákarnir farnir að sofa, Gummi í bíói með Hemma og ég á að vera að læra. Humm
sunnudagur, september 14, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli