sunnudagur, september 28, 2003

Karíus og Baktus.
Við sátum við borðið og vorum að ræða Karíus og Baktus. 'Eg var að lesa bókina fyrir Einar og hann var alveg heillaður af þeim félögum. Hann varð nú reyndar svolítið hræddur við þá og þegar pabbi hans bauð honum upp á súkkulaði. "Koma þá ekki Karíus og Baktus og verða með læti" Pabbi hans gat sannfært hann um ef hann burstaði tennurnar vel þá væri allt í lagi að borða smá súkkulaði. Svo sátum við og vorum að spjalla um þá félaga og hann var að telja fyllingarnar i tönnunum á okkur foreldrunum. -Við skulum ekkert tala um hvað þær voru margar- Hann er ekki par ánægður yfir því að vera ekki með svona hús í tönnunum eins og foreldrarnir. SVINDL.
Ammæli ömmu.
Í morgun fór Gummi með strákana í sund, þvílík sæla fyrir mig að vera hérna ein í kotinu. Þvílíkt stuð. Eftir hádegi löbbuðum við niður í Barmó. Mamma var að halda upp á 46 ára afmælið sitt, það var þessi þvílíka veisla. Brjálað stuð og margir gestir. Ji hvað það var gaman. Skora á mömmu að halda oftar svona boð, gaman að hitta skemmtilegt fólk. Við stoppuðum reyndar bara í klukkutíma sem var nú bara fínt afþví að strákarnir voru ennþá góðir og sætir þegar við fórum. Ekki orðnir tjúll. En við söknuðum nú samt Júlíu Kristínar og Ninju, en þær voru hjá pabba sínum. :-(
Einar í leikfimi !
Einar fór líka í leikfimi með pabba sínum. Þetta er sama leikfimin og hann var í síðusta vetur þannig að hann er þokkalega vanur. Þarna voru 4 vinkonur hans úr leikskólanum, hann var nú ekki lítið ánægður með það. Annars var hann ekki alveg nógu duglegur að hlýða þjálfaranum en það kemur vonandi núna með haustinu.
Við fjölskyldan kíktum niður í bæ, Einar átti smá pening -100 kr- og hann vildi endilega bjóða okkur upp á eitthvað. Við fórum í búðina með bleika svíninu og þar keypti hann snúða, ekki dónalegt !!!. Við vorum samt aðallega að fara og kaupa ammælisgjöf handa mömmu, en það sem við ætluðum að kaupa var ekki til -vil ekki skrifa það í bloggið, er of hrædd um að hún lesi það- Þannig að hún verður bara að fá smá bakkelsi frá okkur í dag og svo gjöfina seinna.
'Eg svaf varla í nótt mig var svo mikið að dreyma Eydísi vinkonu sem á von á tvíburum. Mig dreymdi svona mikið að hún væri búin að eiga tvo fína stráka. Sjáum til !!!!!!!!!

laugardagur, september 27, 2003

Baby leikfimi.
'Eg fór með Guðna í svona baby leikfimi í morgun. Það var ótrúlega gaman. Fyrst var upphitun í sal og svo var farið í þrautir. Hann var þvílíkt að fíla þetta í ræmur og ég líka. Andri Snær og mamma hans voru líka að sprikkla. Þetta verður stuð. Núna eru Gummi og Einar í sinni leikfimi ! :-)

föstudagur, september 26, 2003

Hvolpafull læða.
Við vorum að keyra áðan að sækja strákana þegar við sáum kött sem var eitthvað aðeins þung á sér. Gummi var fljótur til ; " Kisan þarna er greinilega hvolpafull " Halló !!!!!
Föstudagar eru sæludagar !
Föstudagar eru fjölskyldudagar, þá erum við öll þreytt eftir vikuna og höfum það kosí öll saman. -eða reynum það- Við gerum okkur einhvern dagamun, pönntum okkur mat og horfum á vídeó. 'i kvöld ætlum við gömlu hjónin að fá okkur Subway en strákarnir barnabox frá Macdonalds
Mjög huggulegt að sleppa við matseld og vesen.
Annars er það að frétta að strákarnir byrja í íþróttaskólanum á morgun, Guðni fer í smábarnaleikfimi sem er fyrir börn á aldrinum 18-24 mánaða. Við förum allar í saumó. Gaman að því. Einar Kári fer eins og síðasta vetur í íþróttaskóla hérna upp í Réttó. Það verður fínt fyrir þá að fá útrás. Sérstaklega þegar það verður kaldara og minna hægt að fara út á róló. Já svona er það !

þriðjudagur, september 23, 2003

Júlía Kristín og Ninja
Eru í heimsókn. Við Einar fórum og sóttum þær í dag í leikskólann þeirra Klambra. Einari fannst það ÆÐI að fá að fara með að sækja frænkur sínar. Hann var reyndar ekki alveg að ná því að leikskólinn þeirra heitir ekki Garðaborg heldur Klambrar, hann bjó til nýtt nafn sem er svona mitt á milli, Klambraborg !!!
En allavegana þá er búið að vera rosalega gaman að hafa þær í heimsókn, strákarnir eru bara auðveldari ef eitthvað er......... humm. 'I kvöldmat átti að vera lifrapylsa, kartöflustappa og rófur, en húsmóðirin (ég) misreiknaði mig aðeins á suðutímanum !!!!!!!!!!! Bara dæmigert ég ! Þannig að börnin fengu pulsur og kartöflur í staðinn. Þau voru hæðst ánægð með það, allavegana borðuðu gestirnir vel. OMG ég hef aldrei séð svona lítið barn eins og Júlíu Kristínu borða, hún borða 2 pulsur, fullt af kartöflum, tómat og svo 'IS. 'Eg skil ekki hvar hún geymir allan þennan mat. Einar Kári sem er svona sirka helmingi stærri en JK gat varla borðað eina pulsu......... jáhá svona er það. 'Eg bara skil þetta ekki eins og mér þykir gaman að borða !

sunnudagur, september 21, 2003

Amma góða.
Allt í einu upp úr þurru sagði Einar Kári "mig langar svo að hitta ömmu" Við reyndum fyrst eitthvað að eyða þessu enda ný komin heim, en þegar hann sagði "mig langar svo að hitta hana, hún er svo góð" þá náttl bráðnuðum við og drifum okkur út í bíl. 'I Barmó var vellandi stuð að venju, pabbi var ný komin frá Finnlandi og alles. Allavegana þá fóru strákarnir út með töskur sem amma góða hafði keypt handa þeim. Mar er alltaf að græða.......... Einar Kári var nú ekki par ánægður með að fara heim, en það endaði þannig að ég lofaði að sækja frænkur hans á þriðjudaginn þannig að þau geti leikið sér almennilega saman. En Einar er svo ánægður með töskuna að hann fór strax með hana upp og fyllti hana af lífsnauðsynlegum bókum, og svo döslaðist hann með hana út um allt. Það er hrikalega krúttlegt að sjá hann burðast um með tösku sem er svo þung að hann ræður varla við hana. En allt fer taskan, meira að segja inn á bað þegar hann var að fara að pissa. !!!!!!!!

Gudmundur Thorunn og Lina.

Guðmundur, Þórunn og Lína.
Við lágum upp í rúmi á föstudagskvöldið, ég og Einar Kári. VIð vorum að spjalla saman svona rétt fyrir svefnin. Það koma oft mjög skemmtilegar samræður. Hann er búin að vera á skeiði að kalla okkur Gumma og Tótu. Mjög fyndið, sérstaklega í sundi og svona. Ehem. En ég var að segja við hann að ég heiti Þórunn og pabbi heiti Guðmundur, hann horfði á mig og sagði;"já ég veit, ég heiti líka Lína ekki bara Einar" ég varð alveg kjaftstopp, ég meina halló !

sund kaffiboð og bíó.

Sund kaffiboð og bíó.
Fín helgi eins og venjulega, við fórum í sund í gær og þrátt fyrir veðrið var ótrúlega gaman. Það er bara meira fjör ef það er smá vindur sem rífur í mann. Við gerðum heiðarlega tilraun til að fara niður í bæ og sjá sniðuga dagskrá en eftir að það kom haglél þá fengum við nóg. Ekki dettur mér í hug að það hafi verið margir að sjá Línu og félaga. En hver veit. Við fórum svo til mömmu og pabba og tróðum okkur þar í kaffiboð sem ekki var búið að bjóða okkur í. Þar var þessi ægilega fína Betty súkkulaði kaka. Um kvöldið komu Gummi og Hafdís í mat og það var svona ægilega mikið stuð.
'I morgun fór Gummi með strákana út á róló, það var víst ansi hvasst hérna upp á hóli, en þeir ljómuðu allir þegar þeir komu inn. Eftir að við vorum öll búin að leggja okkur fór ég með strákana í bíó þar hittum við Hafdísi og 'Ola. Gaman að því, ég verð nú alveg að viðurkenna að mér finnst svona sérhannað bíó fyrir börn ömurlega leiðinlegt, en ég læt mig hafa það. Eftir að hafa keypt bakkelsi í Hagkaup komum við heim og glöddum Gumma sem var búin að sitja sveittur og vinna.

föstudagur, september 19, 2003

Bonni !

Ljósmyndun !
Við vorum að koma úr myndatöku hjá Bonna og hann er svo flottur. Það er alveg sama hversu hrikalegri strákarnir eru þá eru myndirnar alltaf ótrúlega flottar hjá honum. Þetta er í fimmta skiptið sem við förum til hans og það verður ekki næst fyrr en að strákarnir fermast ! Flott það. En allavegana mættum við á staðinn og þá fór Einar Kári strax að suða um bílinn sem hann fékk að vera í þegar hann var um 1 árs. Sko í myndatökunni. Við erum auðvitað oft búin að skoða myndirnar og þegar hann var yngri þá sagði hann alltaf "lesa Einar" og það var sko að skoða Bonna myndirnar. En allavegana var þetta alveg kostulegt, Guðni tók kast og alles. Við ætluðum að vera æðislega sniðug og láta taka mynd af okkur öllum en það tókst ekki betur en svo að Guðni grenjaði eins og ljón og Einar var að bora í nefið ! Næs ! En við hjónin vorum hins vegar eins og flottustu fyrirsætur, hehe.
Núna eru þeir búnir að borða eitt barnabox per mann og eru að horfa á Tvið. Ekki amalegt það.fimmtudagur, september 18, 2003

bleh !

Bleh bleh bleh !
'Eg er heima í dag. Er að drepast í maganum. -nánari lýsingar á magaverknum fást í síma 562 4818/698 1812- En ég er semsagt ALEIN heima og er búin að vera massa fullt af verkefnum fyrir skólann. Núna er ég að hugsa um að skella mér í eitt stykki ritgerð í barnabókmenntum. Er það ekki alveg rakið. Annars fer alltaf ótrúlega drjúgur tími í að hanga í tölvunni, ég bara skil þetta ekki................... hum

þriðjudagur, september 16, 2003

Fréttir !

Fréttirnar
eru núna á báðum stöðvum á sama tíma.............. hvaða rugl er það. Dettur virkilega einhverjum í hug að maður horfi á annað en rúv. Þetta ruglar alveg skipulagið, þetta var orðið svo svakalega fínt. Koma heim um 4, leyfa strákunum að horfa á eina góða ræmu, sörfa aðeins á netinu á meðan drukkinn var kaffibolli, farið að taka til kvöldmat, gefa skrímslunum að borða, ganga frá, hella aftur upp á kaffi, ( já ég veit 'EG DREKK MIKIÐ KAFFI) setjast niður, horfa á 2, horfa síðan á 1, hátta, bursta, lesa og svæfa. En núna er allt í rugli, ég get ekki einu sinni bloggað um það ég er svo miður mín.............. ALGJÖRT RUGL. 'Eg fíla ekki breytingar en ég fíla Línu !

sunnudagur, september 14, 2003

ehem !

Smá slys
Varð á tjörninni í dag. Við fórum snemma út, það er svo gaman að vera með þeim fyrstu niður á tjörn. Þá eru endurnar svo svangar að þær hakka í sig. Allavegana þá var æðislega gaman, það þarf reyndar að passa Guðna rosalega vel, hann var alltaf komin hálfur ofaní. 'I bókstaflegri merkingu............... Það voru komnar alveg massa margar endur þegar allt í einu heyrist splass og þær flugu allar í burtu.............af því að kerran okkar hafði dottið í. OMG við hlógum svo mikið, þetta var eins og lélegur brandari. Gummi fiskaði hana upp úr og gat undið eitthvað úr henni. Svo gátum við sett hana í skottið, það vildi svo heppilega til að við vorum með fullt af dagblöðum í skottinum, þannig að við gátum sett undir rennandi blauta kerruna. Það fyndnasta var samt að strákarnir kipptu sér ekkert upp við þetta, þeim fannst MJÖG eðlilegt að við skyldum henda kerru út í tjörn. Við erum greinilega mjög uppátækjasamir foreldrar !!!!
Eftir hádegi fórum við Einar Kári með mömmu, Júlíu Kristínu og Ninju á Línu Langsokk allt í boði mömmu. Takk fyrir okkur ! Það var ótrúlega gaman, ég hló ekkert minna en krakkarnir. 'A tímabili leið mér eins og það gæti ekki verið leikari að leika Línu, þetta var bara alveg eins og ég held að hin "eina sanna" Lína er. Eftir Línu buðum við í Línu pönnsur og gaman. Guðni og Gummi skemmtu sér líka vel í fjarveru okkar, þeir rölltu saman niður í Hagkaup og keyptu sér FULLT af nammi. Gott hjá þeim.
Núna eru strákarnir farnir að sofa, Gummi í bíói með Hemma og ég á að vera að læra. Humm

laugardagur, september 13, 2003

Ammæli.

Ammæli og fleirra.
Við fórum í ammæli áðan til Birgittu. Þetta var svona Bruch og það var æðislega gaman. Reyndar fullmikil læti í börnunum fyrir minn smekk, en þar sem það voru bara börnin mín sem voru með læti þá get ég mjög lítið sagt. Humm. Núna eru allir búnir að sofa, Gummi upp í FG og ég að reyna að klambra saman ferðinni okkar til þýskalands í október. 'Eg held að við lendum þessu þannig að við förum til London, gistum þar eina nótt á einhverju subbuhóteli, fljúgum á ókrstinlegum tíma til Dússeldorf, förum í brúðkaupið, gistum þar og fjúgum svo þaðan til London og svo heim. Held að þetta verði bara fínt. Svona smá honnímún fyrir okkur hjónin. 'Utskriftargjöfin okkar. Jey !

föstudagur, september 12, 2003

Diddi frænka.
Diddi frænka passaði í gærkvöldi. Hún er ótrúlega frábær pössunarpía :-) Allt til í að passa strákana. Takk fyrir að vera svona góð og dugleg.

Byssur !
'Eg er og hef alltaf verið á móti stríði og hernaði. Mér finnst alltaf hálfóhuggulegt að þjálfa fólk upp í að drepa annað fólk. 'Eg hef nokkrum sinnum lennt í því að lenda inn í miðri þvögu af mótmælendum -sko þegar við bjuggum í danmörku um árið- og ég verð alltaf ótrúlega hrædd þegar ég sé löglegumenn með byssur, kylfur og önnur barefli. Yfirleitt eru svona 10 löggur á hvern mótmælenda. Allavegana þá fórum við á Bloody sunday í gær og ég er ennþá að jafna mig. 'Eg skrifa meira um það á eftir. 'Eg verð víst að fara í verklegan nátturufræði tíma. Bjakk

fimmtudagur, september 11, 2003

Bíó !
Við erum að fara í bíó. 'Eg er dyggur lesandi mbl.is og er alltaf vinnandi einhverja bíómiða. Gaman að því. Við erum að fara á Bloody sunday með Hafdísi og Gumma. Það verður örugglega gaman. 'Oli Boggi og Sveinn komu í heimsókn í gær............þó ekki saman. Það var mikið gaman mikið grín. Við erum að hugsa um að skella okkur í brúðkaupið þeirra Jans og Dilekar sem verður í þýskalandi 18 okt. Er það ekki bara frekar fínt ?

mánudagur, september 08, 2003

tom leidindi.

Tóm leiðindi á sunnudegi.
Ok kannski ekki tóm leiðindi en samt....... Sunnudagurinn var nebbl skrítinn dagur. Aldrei þessu vant fórum við ekki út fyrir hádegi, heldur lágum eins og skötur hérna heim. Veðrið var ekkert spennandi, rigning og leiðindi. En það var til þess að drengirnir, sem eru eins og hundar sem þarf að viðra reglulega, voru hundleiðinlegir. Eða þannig sko. Við drusluðumst svo út eftir hádegi, löbbuðum til Hrundar og Kristjáns. Það var fínt, en drengirnir voru eins og 100 börn. Geri aðrir betur. Þegar við höfðum fluið þaðan heim, komu tengdó í mat. Gummi snilli var með þessa þvílíku steik í matinn. Drengirnir voru eins og ég veit ekki hvað.
Sem sagt svona til að draga þetta saman þá eru þeir litil regludýr sem þurfa að fara út og láta viðra sig 2x á dag. OG hana nú. Það er auðvitað okkur foreldrum að kenna ef það klikkar. Humm.
Annars vorum við að koma úr sundi, það er ekki annað hægt en að nýta þetta góða veður. Namm namm

sunnudagur, september 07, 2003

Myndaalbúm.

Myndir !
'Eg var að setja link hérna á myndir. Stafrænamyndavélin er alveg að gera sig ! ho ho.
Sveinn og Unnur komu í mat í gær og það var ótrúlega gaman. Maturinn var algjör snilld ! Við hlógum út í eitt, mjög gaman.

laugardagur, september 06, 2003

Sund og sager.

Sund og MacDonalds.
'Eg fór með strákana í sund, við fórum eins og venjulega í Grafarvogslaugina. Mamma, amma, Júlía Kristín og Ninja slógust í hópinn. Það var meiriháttar stuð. Eftir sundið fórum við síðan í boði mömmu á MacDonalds. Takk fyrir okkur. 'Eg var stabíl og fékk mér bara kaffi. Dugleg dugleg.

Gummi kokkur.

Dr Gummi meistarkokkur !
Gummi er og hefur alltaf verið snilldarkokkur. Núna á eftir erum við að fá Svein og Unni í mat. Það verður nú gaman. Gummi er búin að vera að föndra við að gera heimatilbúið pasta. Fúsi, Birna, Sivva og Geiri gáfu honum pastavél í útskriftargjöf og núna heyrist mér á kappanum að það verði heimatilbúið pasta á borðum allar næstu helgar. Namm namm.

Ný tölva.

Tölvan dó.
Gamla tölvan okkar dó. Blessuð sé minning hennar. Hún var búin að lifa góðu og farsælu lífi í 3 ár. Hún var orðin mikill garmur undir það síðasta, lyklaborðið var orðið lélegt, músin ónýt og greyið búin krassa einu sinni. Þannig að það var keypt ný tölva á 3ja ára raðgreiðslum. Já há svona er lífið á Tunguveginum.

Bowling for columbine.

Bowling for Columbine.
Er frábær mynd. Algjör snilld ! Fólkið sem kemur fram í myndinni er svona fólk sem maður sér alveg fyrir sér sem "týpiska" ameríkana. Feitir og vitlausir. Sorry mér finnst þetta bara sorglegt hvað þessi þjóð er ílla farinn og fer ílla með aðrar þjóðir. Kannski er þetta eins og með börnin -ég er auðvitað öll þeim- barn sem er barið í æsku ber önnur börn og er líklegra til að berja sín börn. En ég mæli sem sagt hiklaust með henni.

miðvikudagur, september 03, 2003

Feminstahitt.

Feministar
Ég fór að hitta feminista í gær það var ótrúlega gaman og fróðlegt. Hérna eru myndir þaðan. Eins og fyrri daginn þá finnast fínni myndir af mér. En við erum búin að fjárfesta í stafrænni myndavél þannig að það fer nú kannski eitthvað að glæðast í þeim málum. Sko með "góðu" myndirnar. En annars er það að frétta að skólinn er byrjaður, kannski ekki alveg kom á fullt en ég er líka á FULLU að njóta þess að vera í smá fríi. Við hjónin erum líka búin að vera skipta og skila gjöfum. Búin að eignast FULLT af nýju dóti. Jey gaman gaman!

Myndir ur doktorsvorn.

Myndir úr doktorsvörninni.
Hérna eru myndir úr vörninni ! Sjáið hvað maðurinn minn er áberandi sætastur :-) Hann les þetta hvort eð aldrei þannig að. Ég hef hinsvegar alveg séð sætari myndir af mér !