ble ble ble.
Þetta er búin að vera svona ble dagur. Þegar strákarnir voru farnir að fara nógu mikið í taugarnar á okkur til að drífa okkur út þá fórum við í göngutúr. Löbbuðum upp í Mosfellsbakarí -sko það sem er á Háaleitisbrautinni- og aftur heim. Strákarnir fengu snúð og kruðerí. Fínt það. Komum heim borðuðum hádegismat, lögðum okkur................... og fórum í heimsókn til ömmu þegar við vorum að verða geðveik á piltunum. Fyrirmyndar foreldrar. Vorum þar í svolitla stund, fórum með þá út að príla í klettunum og flækjast í skóginum. -Smá blettur sem er fyrir utan hjá ömmu, en hefur óendanlegt aðdráttarafl fyrir drengina. Komum heim, elduðum mat.........og klst seinna situr Einar ennþá við matarborðið. Varla búin að snerta matinn. Taka skal fram að það er uppáhaldis maturinn í boði. Pasta með hakki og tómatsósu. Jömmí.
sunnudagur, október 05, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli