Slúberta blogg.
Ég er nú meiri slúbertinn, ekkert búin að skrifa lengi lengi.... það virkar allavegana þannig afþví að það hefur svo mikið gerst. Gummi kom heim á laugardeginum og um kvöldið komu krakkarnir í mat. Það var mikið gaman og mikið grín. Berglind og Ómar komu með súpu í forrétt og hún var alveg ótrúlega góð!!! Jömmí Í aðalrétt var rostbeef með de hele, heimalagaðri bernesósu og alles og Óli kom með eftirréttinn, köku sem eins og nammi. Svo var drukkið mikið vín og sagðar margar sögur. Ekki leiðinlegt það. Daginn eftir fórum við til Berglindar og Sigga með kalt rostbeef og fengum okkur sveittar samlokur sem var alveg í takti við líkamlegt ástandið á fólkinu. Þegar allir voru búnir að leggja sig þá fórum við í sund og svo beint í mat til Hrundar og Kristjáns. Þar var alveg tekin pakkinn. Frekar fínt.
Á mánudagsmorguninn var svo hringt frá DK og við boðin velkomin. Við erum mjög spennt, núna erum við bara að reyna finna út úr því hvað við þurfum að gera áður en við förum út. Ég er líka að reyna að vera í skólanum og Gummi í vinnunni, sjáum til hvernig það gengur. hehe
þriðjudagur, október 14, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli