Helgin framundan.
Jæja núna er síðasta helgin fram að vörninni hjá Gumma framundan, þannig að hann verður með "hinni konunni" á meðan. Hin konan er sem sagt Sveinn Ólafsson leiðbeinandinn hans, og þeir verða að vinna alla helgina. Vonandi síðasta helginn þeirra !!! Sorry Sveinn, ekkert personulegt. En allavegana þá er ég ein með strákana ALLA helgina og ég lýsi hér með eftir einhverjum sem nennir að fá okkur í heimsókn, bjóða okkur í mat, hitta okkur á róló eða bara eitthvað. Haha. En amma ætlar allavegana að koma með mér í húsó á laugardaginn, það er ammælishátið í boði leikskólanna. Ví ví og þar sem ég er starfsmaður með 2 börn á leikskóla tel ég það skyldu mína að mæta OFUR hress.
föstudagur, ágúst 22, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli