miðvikudagur, júlí 16, 2003

Dýragarðurinn....
var æði. Við vöknuðum á skikkanlegum tíma eftir fína nótt. Ákváðum að drífa okkur í dýragarðinn. Við erum ansi vel staðsett hérna úti á Amager. Stutt í metronið. Dýragarðurinn var frábær, ótrúlega flott allt þarna. Skemmtilegast fannst okkur samt að sjá apana tína lýsnar af hvor öðrum. Þá hlógum við mikið. En við vorum þar í um 4 klst og við hefðum getað verið enn lengur, en það var sól og svolítið heitt þannig að við fórum bara heim þegar strákarnir voru búnir að fá nóg.
Á morgun ætlum við að fara á bakkann. Það verður vonandi jafn skemmtilegt.

Tóta

Engin ummæli: