föstudagur, mars 09, 2007

Posted by Picasa









Vikan er búin að vera veikindalaus, guði sé lof fyrir það. Hérna eru myndir sem voru teknar á sædýrasafni í Grenå sl sunnudag en þá var Guðninn orðinn nógu hress til að fara aðeins út.

Annars er leikur veðrið við okkur, ég fór út að hlaupa í gær í 10° hita og sól. Frekar ljúft. Góða helgi gott fólk.

föstudagur, mars 02, 2007





Guðninn minn er lasinn. Hann er búin að vera lasinn lengi en síðustu helgi fékk hann mjög háan hita og er búin að vera með hita síðan. Við misstum ss af stamkúrsinum sem átti að vera í vikunni. Það er bara þannig.

Annars er fátt að frétta, lítið um félagslíf í veikindunum og við látum okkur dagdreyma um húsið okkar og tilveru á Íslandi. Gaman að því.