sunnudagur, nóvember 28, 2004

Afmælisveisludagurinn

búinn, það er búið að vera stanslaust stuð alla helgina. Rosalega gaman.
Í dag var veisla frá kl 11 og það var rosalega gaman. Síðustu gestirnir fóru um 6 leytið um kvöldið. Æðislega gaman.

Takk fyrir drengina, við erum alveg agndofa yfir öllum fallegu gjöfunum sem þeir fengu. Nú eiga þeir sko alveg ROSALEGA mikið dót. Takk takk. Það eru komnar myndir á myndasíðuna okkar

Það var svolítið fyndið á föstudaginn þegar við vorum að sækja Gumma niður á lestarstöð þá var Einar svo mikið að tala um að hann saknaði pabba síns. Ég var aðeins orðin þreytt á að hlusta á hann og sagði ; "já en veistu Einar ég sakna pabba líka, hann er maðurinn minn".
Einar hugsaði sig um og sagði "já en hann er líka maðurinn minn"
Ég; "nei hann er pabbi þinn en maðurinn minn."
Einar; "mamma það er ekki rétt, við eigum hann öll saman, þú segir það alltaf sjálf"
Kolféll á eigin rökum. Ég verð að sætta mig við það, við eigum hann ÖLL saman !

föstudagur, nóvember 26, 2004

Gummi er að koma heim

vííí hvað okkur hlakkar til. En hann er með 12 kg í yfirvigt + allar dósirnar sem hann er með í handfarangrinum. Það er nefnilega ekki hægt að halda jól án ORA. Þá er verið að tala um grænar og fiskibollurnar. En mig grunar nú að jólagjafirnar taki svolítið pláss og séu kannski svolítið þungar. Kannski leynast líka einhverjar afæmlisgjafir en Guðni verður 3ja á laugardaginn og ég 30 18.des.

Afmælisveislan verður s.s á sunnudaginn kl 11. Það verður hádegisverðarboð, ægilega huggulegt. Pizzur og kökur. Ægilega huggulegt !

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Tómlegt í kofanum

án pabbans á heimilinu. Einar Kári saknar pabba síns voðalega mikið -að eigin sögn- og suðar um að fá hann til baka, fljótt. Við Guðni erum hinsvegar ekki jafn ílla haldin af söknuði, kannski er það afþví að þegar Gummi er ekki heima þá getum við borðað rúgbrauð með makríl og majó án þess að það sé fitjað upp á nefið ! Okkur Guðna finnst makríll herramannsmatur en erum það smekkleg að hlífa sumum við ilminn af þessum herramannsmat.


föstudagur, nóvember 19, 2004

Einar Kári

er svo sniðugur. Síðustu helgi á laugardeginum þegar mamma og pabbi voru í heimsókn spurði ég hann hvað við ættum að gera með ömmu og afa á sunndeginum. Hann var nú alveg með það á hreinu ; förum á morgun með þeim í flugvélina og fljúgum til Íslands með þeim. Það er svo gaman á íslandi, þar get ég klappað kisunni minn, leikið við stelpurnar mínar og keyrt jeppann minn. Ekki leiðinlegt það !

En annars er allt fínt að frétta, það er orðið kalt hérna, burr. Gummi er að fara á jólahlaðborð í kvöld en ég og strákarnir höldum partý. Krakkapartý með nammi og teiknimyndum. Vei vei !

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Jólapakkarnir

sem amma og afi í Barmó komu með eru ótrúlega spennandi ! Einar Kári skilur ekkert í þessu og spyr svona 100x á dag; eru jólin núna komin ! Elsku karlinn, en rosalega hlakka ég til að halda upp á jólin með honum. Þetta er í fyrsta sinn sem hann er í alvöru að fatta þetta allt með jólin og pakkana.

sunnudagur, nóvember 14, 2004

Hann á ammæli í dag

hann Gummi hann er 36 ára í dag. Jey jey jey.

En það er búið að vera mikið fjör alla helgina, mamma og pabbi eru í heimsókn og það er nú sjaldan leiðinlegt í kringum þau !

En það sem er búið að vera að bralla er helst; búðir, góður matur, bjór, kaffihús, bíltúrar, bazar vest og margt margt fleirra. Strákarnir eru auðvitað alveg í skýjunum með þetta allt saman, amma og afi eru nefnilega svodan uppáhald !

mánudagur, nóvember 08, 2004

London er ÆÐI

Við hjónin höfðum það svo huggulegt. Það var slakað á, sofið, farið út að borða -oft á dag !- , verslað og það allt án barna. Jáhá það gerist nú ekki oft. En við nutum þess í tætlur að fá að vera bara 2 að hanga. Ummmmm.

Mamma Mía söngleikurinn er algert æði, sérstaklega fyrir Abbaaðdáendur. En Abba hefur verið í miklu uppáhaldi hjá okkur hjónum. Þegar Gummi var yngri þá hélt hann að lagið; give me a man after midnigth væri Gummi Gummi the man of the midnigth hann var auðvitað ægilega ánægður með þessa hljómsveit sem söng svona fínt lag um hann. Fyrir stuttu fattaði hann hvernig alvöru textinn er, en þrátt fyrir það hélt hann áfram að halda upp á þetta fína band.

Annars viljum við þakka Þóru og Árna fyrir að hafa haft Guðna og Einari B og Heiðbrá fyrir að hafa haft Einar Kára. Karen og Grétar lögðu líka sitt að mörkum og viljum við einnig þakka þeim mikið fyrir ;-)

föstudagur, nóvember 05, 2004

London here I come !

Svaf ílla í nótt, er ílla haldin aðskilnaðarkvíða. Strákarnir hafa aldrei verið svona lengi hjá öðrum. Nema hjá afa og ömmu í Barmó, en ég held nú líka ef þeir mættu velja þá vildu þeir helst vera þar....alltaf.

En ég vona að þeir hafi það gott um helgina og þeir komi ekki til með að sakna okkar jafn mikið og við söknum þeirra ! Hehehe

miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Svartur dagur í sögu mannkyns

í dag. Skandall og aftur skandall. Núna erum við Einar Kári orðin veik. Ég meina það !!!!! Gummi er farinn til London og ég er ein með strákana, VEIK ! Forsetakostningarnar í USA blikna við hliðina á þessu. Ég missti af vörninni sem ég var búin að hlakka svo mikið til, leiðinlegt ! En svona er þetta víst, vonandi verðum við búin að jafna okkur sæmilega á föstudaginn, því að ég er að fara til London. Verð örugglega ekki vinsæl ef ég sendi barnið veikt í leikskólann, hvað þá í pössunina. En hvað á mar að gera ????
Einar hlakkar reyndar rosalega til að fara í pössun, Einar B frændi er nefnilega með Cartoon network og ég held að þeir frændur eigi eftir að liggja yfir sjónvarpinu. En það er draumurinn !

Jæja þið megið gjarnan senda mér batnistrauma, þannig að ég verði ekki eins og tuska í útlandinu.