föstudagur, janúar 27, 2006


Hann Guðni eða Gúnní eins og hann kallar sig sjálfur er núna búin að vera í talþjálfun síðan í nóvember. Hann fer á hverjum miðvikudegi í þjálfun, fyrst með okkur Gumma en núna með leikskólakennaranum sínum honum Peter. Leikskólinn er líka búin að fá 27 klst stuðning fyrir hann á viku sem þýðir að þá tíma hefur Peter bara fyrir hann, að sjálfsögðu fer eitthvað af þessum tíma í undirbúning en lang mest af tímanum fer í Guðna og hans þjálfun.
Honum fer alveg svakalega fram, það eru ný orð nánast á hverjum degi. Algert æði ! Hann er svo duglegur og klár, furðulegt hvað "málleysið" hefur ekki háð honum hingað til. En það er gaman að fylgjast með því hvað allt fór af stað þegar hann fékk þjálfun.

Við erum eiturhress eins og fyrri daginn, strákarnir eru að fara í kvöld að borða heima hjá vini sínum honum Mads og svo ætlar þeir allir að horfa á Disney show saman. Það er voða spenna og mikil tilhlökkun.

Skólinn er alveg komin á fullt, gaman að því. Þetta verður búið áður en ég veit af. Gummi er búin að vera minna í Köben núna en undanfarið, það er gott. Meira stabilitet á heimilinu þegar hann er ekki endalaust að flækjast þetta út um allt.

Góða helgi !

sunnudagur, janúar 22, 2006


Meistari Grétar og meistari Karen voru í heimsókn hjá okkur um helgina. Þau komu hingað því að Grétar var að verja mastersritgerðina sína, hann massaði 11 og við erum sannfærð um að það sé að miklu leyti okkur að þakka, múhahaha ! En það var yndislegt að fá að hafa þau og við söknum þeirra nú þegar, allt of stutt heimsókn. Vonandi koma þau og verða lengur næst. Inga og Árni komu bæði föstudags og laugardagskvöldið, við spiluðum í gærkvöldi Catan, vúhú hvað það er skemmtilegt að spila.

Jón Gauti heldur áfram að fá tennur núna eru tennurnar við hliðina á framtönnunum í efri góm að koma. Elsku karlinn er búinn að vera rosalega pirraður, en ljúfur og sætur eins og venjulega.

Einar Kári fór til Einars Baldvins frænda á föstudagskvöldið og gisti þar, en Guðni fór til Júlíusar vinar síns að leika á laugardaginn. Sniðugt fyrir þá bræður að fá að vera aðeins aðskildir en Einar er að fara að verða stjernebarn. Stjernebörn eru nefnilega börnin sem eru á stjernestuen en það er deildinn sem Guðni er á. Þeir bræður eiga s.s að vera á sömu deild á leikskólanum. Það verður spennandi að sjá hvernig það verður.

Annars erum við í kósí stuði, nýjustu Idolspólurnar voru að koma sem og áramótaskaupið, þannig að það verður tekið kósi kvöld upp í sófa með sæng og glápt á imbann.

sunnudagur, janúar 15, 2006


Jón Gauti 6 mánaða. Ægilega fínn og sætur eins og venjulega. Hann er kominn með 3 tennur og sú fjórða aaaaalveg að koma. Hann var líka búinn að vera extra pirraður greyið litla.

Annars allt fínt af okkur, skólinn hjá mér er ekki byrjaður af neinu viti, furðulegt hvað allir eru alltaf lengi að koma sér í gang. Mér finnst það nú reyndar bara huggulegt, nota tækifærið og útbý súrdeigsbrauð og annað dúllerí.

Strákarnir eru hressir, ánægðir í sundinu og með gameboyinn sem þeir fengu í jólagjöf. Gummi er líka mjög hress, farinn að hjóla aftur í vinnuna eftir smá hlé, það er búið að vera svo hrikalega kalt á morgnana, burr.

Svo er von á Karen og Grétari vinum okkar. Við erum svo glöð með að þau ætla að vera hjá okkur, erum mikið að pæla í að leyfa þeim ekki að hitta aðra, múhahaha.

þriðjudagur, janúar 10, 2006


Aðskilnaður, ekki ríkis og kirkju sem ég gæti skrifað langan pistil um, heldur aðskilnaður okkar Jóns Gauta. Ég fór s.s frá honum í fyrsta sinn lengra en út í búð. Það fannst honum ekkert sniðugt.

Einar Baldvin var með þrettándaboð á föstudaginn, það var mikið fjör, flugeldar og allur pakkinn. Fjölskyldan hérna í Århus telur nefnilega um 10 fullorðna og 10 börn. Þannig að þetta var ágætis samkvæmi. Eftir það brunaði ég EIN í stelpupartý til Mariu en hún er að flytja til Kína, þannig að það var nú tilefni til að hittast og skála. Hinar skáluðu ég var á bíl.

Á laugardeginum fór ég nú ekki lengra en í afmæli í næsta hús, bókstaflega. Hún Camilla á nr 93 bauð mér í afmælið sitt. Ég var náttl svo hryllilega forvitin að sjá hvernig dönsk kellingaafmæli eru að ég gat ekki beðið. Þetta var mjög grand, 3ja rétta máltíð, steikur og alles. Eftir matinn voru settar nokkrar vodkaflöskur á borðið og svo byrjuðu dömurnar að hella í sig. Ég sem hélt að svona gerðu bara vestmanneyjskar stelpur ! Ég er svo gömul að ég drekk bara rauðvín, en OMG hvað þetta var fyndið, þær urðu fyllri og fyllri. Jón var reyndar svo brjálaður út í pabba sinn að ég fór snemma heim, eða þ.e.a.s áður en þær byrjuðu að æla.

Sunnudagurinn fór í Randers regnskov allra síðustu ferð. Við eigum árskort sem er að renna út, það er svo gaman að fara og fá að sjá allskonar eksotiskt dýr í návigi. Reyndar finnst strákunum mínum allt sem ekki er hundar, kettir og marsvín ansi eksótiskt þannig að það þarf s.s ekki að fara langt yfir skammt.

En s.s góður endir á góðri helgi.

miðvikudagur, janúar 04, 2006


Einar Kári skólastrákur, virðist eitthvað svo langt í burtu. En þó ekki, ég fór í dag og skráði hann í 6 ára bekk, börnehaveklasse heitir það. Mér fannst það skrítið að skrá litla/stóra barnið mitt í grunnskóla. Ég man sjálf eftir mínum fyrsta skóladegi. Pabbi fylgdi mér í skólann og ég man ekki betur en ég hafi skemmt mér prýðilega, ég er a.m.k enn í skóla. Í þetta sinn meira að segja að læra að verða kennari. Ég vona að strákarnir mínir eigi eftir að skemmta sér jafn vel í skóla og við foreldrarnir höfum gert hingað til.

Annars er hversdagurinn kominn í allri sinni dýrð. Það er reyndar skuggalega kalt hérna, burr burr. Við gerum reyndar bara eins og danirnir kveikjum á kertum til að hita upp kofann. Það þýðir ekkert annað, annars förum við bara á hausinn við að borga rafmagsreikninginn. Ekki viljum við það.

sunnudagur, janúar 01, 2006

Gleðilegt nýtt ár

Skrítin áramót hjá okkur hérna á Flintebakken, forsaga málsins er að það er búið að vera ömurlegt veður hérna. Svona íslenskt veður með snjó og kulda, við erum eins og aðrir nískir danir á sumardekkjum þannig að við komumst t.d ekki til köben um daginn vegna færðar. Jæja anyways þá voru vinir okkar í Horsens búnir að bjóða okkur í mat á gamlárskvöld en vegna hálku á vegum þá treystum við okkur ekki.
Þannig að við sátum hérna á gamlárskvöld 5 saman, borðum góðan mat, ferskur aspas í forrétt, rostbeef í aðalrétt og triffle í eftirrétt. Gummi og strákarnir sprengdu heilan helling og það var mikið stuð á þeim. Um kl 22 lognuðstu strákarnir útaf og við hjónin sátum og horfðum á sjónvarpið fram til miðnættis. Nenntum ekki einu sinni að skála í kampavíninu sem við áttum inni í ískáp. Svona er þetta að vera með 3 lítil börn og engar aukahendur. Stundum smá skrítið en ofsa gaman.