sunnudagur, nóvember 30, 2003

ammæli ammæli ammæli
Það er búið að vera stöðugt stuð hérna í allan dag. Húsið er búið að vera stappfullt af gestum. Ótrúlega gaman. Fyrst komu vinkonurnar sem eiga lítil börn, þær komu í morgun og það var ótrúlega gaman. Mikið hlegið. Um 3 leytið komu systkinin hans Gumma og börnin þeirra. Það var nú heldur ekki leiðinlegt, og í kvöld er svo vona á vinum okkar. Sko þessum barnlausu. Jey hvað ég er glöð. Það sem sonur minn er búin að græða á þessu 2ja ára afmæli er;
Fullt af bókum, nokkrar sem hann átti og aðrar nýjar.
Náttföt.
Bíla.
Sængurver -ótrúlega flott heimabroderað-
Litabók og liti.
Föt -buxur bol og sokka-
Jáhá mar græðir aldeilis á því að eiga afmæli.

laugardagur, nóvember 29, 2003

3ja og hálfsárs skoðun.
Einar fór í skoðun á föstudaginn er svona 3 1/2 árs skoðun. Þar er allt skoðað, málskilningur, líkamlegur þroski, sjónmæling og bara fullt fullt. Allavegana kom hann mjög vel út í flestu, var með mjög gott í málskilningi en hann sér ílla. Elsku karlinn, hann þarf kannski gleraugu. Hömm það er nú ekki eins og það sé ekki í fjölskyldunni að sjá ílla. Við nennum nú reyndar ekki með hann til augnlæknis fyrr en þegar við komum til danmerkur, sjáum til.
Annars er það að frétta að ég fer í verknám á leikskóla hérna í hverfninu og er yfir mig lukkuleg með það. Ég var ekki alveg að meika að fara inn í kópavog, þá sveit á hverjum degi. Ég er löt ég viðurkenni það. Það er allt í undirbúningi fyrir afmælið á morgun, ég er búin að standa sveitt að baka. Úff hvað það er gaman. Annars eigum við nú ekki von á mörgum á morgun, Barmahlíðar gengið kom í mat á fimmtudaginn þannig að restin kemur á morgun.
Við fórum líka út á snjóþotu áðan, það var ótrúlega gaman, það var eins gott að við nýttum tækifærið mér skilst að snjórinn fari að fara. Humm

fimmtudagur, nóvember 27, 2003

Guðni á ammæli í dag. Tveggja ára. Vá !

miðvikudagur, nóvember 26, 2003

Laus við ofnæmið.
Guðni er alveg laus við ofnæmið. Jey og Jibbý. Hann fór í mælingu hjá ofnæmislækninum í dag og Volla ekkert ofnæmi, ekki fyrir neinu. Þannig að við fórum beint niður á Macdonalds og gáfum barninu ostaborgara. En ekki hvað ! En honum fannst osturinn ógeðslegur. Sjáum til hvernig hann bregst við mjólkinni. En svo er afmæli á morgun. Guðni flotti verður 2ja ára. Gaman að því.

þriðjudagur, nóvember 25, 2003

Hetja dagsins
er Guðni þór hann fór snemma í morgun í aðgerð. Reyndar frekar litla, það var verið að setja nýtt rör og taka nefkirtlana. Hann var lengi inni á aðgerðarborðinu og HNE læknirinn kom síðan og sagði mér að hann hefði sennilega fundið ástæðuna fyrir því afhverju hann fær alltaf endurteknar sýkingar. Nefbeinið vinstra megin er of þröngt sem verður til þess að það hreinsast ekki eðlilega út úr nefinu og leiðir til endurtekina sýkinga. Jáhá. Hann þarf að fara í aðgerð á spítalanum, það er svosem ekkert mikið mál en hann þarf að leggjast inn. Það er spurning um hvort að þetta verði gert úti í DK eða hérna heima "akút" einhvern tíman þegar við komum heim í frí. Sjáum til. En núna erum við að fara að borða og svo er próflestur í kvöld. Próf á morgun. Wolla.

mánudagur, nóvember 24, 2003

Húsið
Við fórum að skoða húsið okkar. -Skrítið að skoða hús sem við eigum, en búum ekki í- Við kollféllum fyrir hverfinu, þetta er svokallað lokað hverfi, sem þýðir það að þetta er eins og botlangi og það má ekki keyra á meiri hraða en 30. Það eru hjól og barnadót fyrir framan nánast hverja einustu hurð og það er mökkur af krökkum þarna. Nettó -danska bónus- er hverfisbúðin og við erum nú ekki ósátt við það ! Húsið að innan er rosalega krúttlegt og fínt. Það er reyndar allt öðruvísi en ég hafði ímyndað mér, en alls ekki síðra að neinu leyti. Það eru reyndar nokkrir hlutir sem við myndum þurfa að gera, leggja parket, setja nýja innréttingu inn í þvottahús og svona. En það gerist nú bara seinna. En við erum ótrúlega ánægð og hlökkum til. Það gefur mikið öryggi að hafa séð húsið og umhverfið. Eftir skoðunarferðina voru sumir orðnir slappir þannig að við fórum heim til Einars Baldvins og Heiðbráar -sem voru reyndar í Berlín- og chilluðum þar, lásum blöðin og höfðum það huggulegt. Þegar húsráðendur komu heim elduðu þau frábæran mat og við spiluðum, spjölluðum og höfðum það huggulegt, fórum snemma að sofa því að við þurftum að vakna svo snemma. Við stilltum klukkuna á 6:50. Þegar klukkan hringdi vorum við svo þreytt að við kúrðum aðeins lengur. Heiðbrá kom síðan niður til þess að kíkja á okkur, humm þá vorum við á íslenskum tíma þannig að klukkan var 8 og við þurftum að keyra 320 km til þess að vera komin út á Kastrup kl 11. Well í stuttu máli ; það tókst. Þetta er í annað skipti á allt of stuttum tíma sem við erum í flugvallastressi. Ekki sniðugt ! En heim komumst við, sóttum Einar sem hafði verið í góðum félagsskap hjá Sigga og Hafdísi. Hann var nú ekkert leiður yfir því. Þegar við komum heim, hentum við læri inn í ofn sem ég hafði tekið út áður en við fórum til Dk. Borðuðum, háttuðum, svæfuðum, fórum sjálf upp í rúm að horfa á Nikolei og Julie og steinsofnuðum. Nice.

sunnudagur, nóvember 23, 2003

Ferðasagan.
Ferðasagan mikla hófst eiginlega á fimmtudaginn þegar við fórum með Einar Kára til Sigga og Hafdísar. Hann mátti varla vera að því að kveðja okkur. Mjög sáttur. Um kvöldið smurðum við nesti og pökkuðum niður.
Á föstudagsnóttina vöknuðum við um 4 leytið, vorum komin út um 5 leytið og upp á völl um 6 leytið. Flugið gekk ótrúlega vel og Guðni var eins og ljós alla leiðina. Jólaljós. Við hlupum út í bílaleigubíl, brunuðum til Árhús en það tók um 3 tíma að keyra. Við erum reyndar langflottust þegar það kemur að því að keyra og rata. Keyrum hratt og vel. En þegar til Árhús var komið, var tékkað inn á hótel í HRAÐI og Gummi brunaði í geimið. -Hann verður að segja frá því sjálfur- Guðni og ég fórum niður í bæ og OMG hvað hann er flottur. Það er svo mikið af flottum búðum, ég var alveg með sleftaumana en keypti samt ekki neitt. Dugleg, enda hef ég nógan tíma þegar þangað er komið. Við Guðni löbbuðum um og keyptum pulsur, fórum upp á hótelherbergi, horfðum á danskt Idol og höfðum það huggulegt. Ekki leiðinlegt það. Gummi kom um 1 leytið, MJÖG hress. Hehe
Daginn eftir fórum við að skoða húsið og ég er bara með tárin í augunum ég er svo ánægð með það............ núna er ég hins vegar orðin svo þreytt að framhald verður að vera á morgun.

fimmtudagur, nóvember 20, 2003

Læri læri læri.
Ég var í dag að læra, gekk ekkert sérstaklega vel. Þoli ekki að sitja yfir bókunum, samt er námsefnið ótrúlega skemmtilegt.
Útlönd á morgun.
Það er;
Búið að koma Einar í pössun.
Pakka.
Smyrja nesti.
prenta út farmiða.
prenta út öll kort.

Ég er stessuð og íllt í maganum.

miðvikudagur, nóvember 19, 2003

Búin að selja !
Við erum búin að selja kofann ofan af okkur í bókstaflegri merkingu. Fórum og skrifuðum undir kaupsamninginn í dag. Tók aðeins um 2 klst. Frekar þreytt. En það er semsagt að saxast á yfirdráttinn sem við fengum til að borga út húsið í DK. Það er líka farið að saxast á verkefnin í skólanum. Ég held bara svei mér þá að ég geti byrjað að lesa undir próf á morgun. Góðann daginn hvað ég nenni því ekki. Döh.

mánudagur, nóvember 17, 2003

Mikið að gera.
Núna er allt í einu brjálað að gera hjá okkur. En þetta reddast allt. Einar Kári er alltaf jafn sniðugur við vorum að keyra í leikhúsið á laugardaginn og þá sagði hann ;Mamma veistu að einu sinni var Garðaborgin mín þarna. Hann benti í áttina að Óskasteini sem hann var einu sinnu á. Og veistu hvað þá var Garðaborgin mín blá, en núna er hún græn. Oh hann er svo klár. Guðni er líka voða klár hann er alltaf að segja meira og meira. Hann er meira að segja farinn að segja mamma.

sunnudagur, nóvember 16, 2003

Nýjar myndir.
Það eru líka komnar nýjar myndir í albúmið okkar.
Meiriháttar helgi.
Þetta er nú búið að vera hrikalega skemmtileg helgi. Við slepptum reyndar íþróttaskólanum á laugardaginn, það var komin svo mikil dagskrá að það varð einhverju að fórna. Við fórum nebbl á Dýrin í Hálsaskógi og það var SkO gaman. Við fengum frábær sæti alveg fremst fyrir miðju og bæði Mikki refur og Lilli klifurmús komu og heilsuðu upp á okkur. Klöppuðu meira að segja Guðna á hausinn. Eftir leikhúsið drifum við okkur heim því að við þurftum að fara að elda fyrir dinnerinn hjá Soffu frænku. Þemaið var Arabískt en ég misskildi það aðeins og við komum með rétt frá Kazastan, en ég meina Hey ! Það kom nú ekki að sök. Það var allavegana hrikalega gaman, fullt af góðum mat, skemmtilegt fólk, bjór og grín. Við hittumst alltaf 1x í mánuði móðurfjölskyldan mín, allir koma með eitthvað, það er bara ákveðið þema og svo er kvöldið í takt við þemað. Mjög gaman. Og mjög góður matur. Við komum ekki heim fyrr en um 10 í gærkvöldi og úff hvað allir voru þreyttir. En í morgun drifum við okkur á fætur, fórum í sund og núna er Gummi að þrífa jeppan sem við erum að fara að skila á morgun. :-( Guðni er sofandi og ég og Einar erum að spjallast á. En fram undan er að það eru bara 2 vikur eftir í kennslu hjá Gumma og bara 2 dagar eftir í skólanum hjá mér. Það eru reyndar um 1.000.000 verkefni eftir en ég rúlla þeim upp. Svo er það bara Árhús næstu helgi. Jey hvað ég hlakka til.

föstudagur, nóvember 14, 2003

Ammæli !Gummi á ammæli í dag, svona hálft stórafmæli 35 ára. Einar Kári og ég fórum í kringluna í gær að kaupa ammælisgjöf. Það var mjög merkilegt. Einar vildi nefnilega kaupa hvíta könnu sem hægt er að setja kaffi í. En það varð að vera spiderman á henni. Við leituðum og leituðum en fundum ekkert í þeim dúr. Þannig að við létum okkur nægja að kaupa nýjustu bókina hans Arnalds Indriða og nýja kaffikönnu. Næsti bær við.
Svo þegar ég kom úr leikfimi í morgun, lagði ég á borðið allskyns kræsingar, við fengum meira að segja gest í morgunmat og úr því varð heljarinnar veisla. Gaman gaman. Við fórum svo í foreldraviðtal upp á leikskóla, þar kom í ljós að Guðni er voðalega fær og duglegur en fylgist kannski ekkert neitt mikið með. En hann er nú ekki orðin 2ja ára þannig að.
Við Guðni fáum að fara með Gumma til Árhús þar næstu helgi, við ætlum að fljúga á föstudeginum og koma aftur á sunnudeginum. Einar Kári ætlar að gista hjá Sigga og Hafdísi á meðan. Hann hefur gott af því að kynnast þeim aðeins. Við hlökkum mjög til að sjá umhverfið og húsið sem við erum búin að kaupa. Spennó.
En annars er ég bara í skólanum að vinna fullt af verkefnum, ekki alveg jafn spennandi, en þarft skilst mér. Jay !

þriðjudagur, nóvember 11, 2003

Benjamín og Daníel.
Hérna eru nýjar myndir af krúttunum. Annars er lítið að frétta, en Gummi er að fara út í Julefrokost til Árhús 21 okt. Hann ætlar að vera frá föstudegi til sunnudags, mig dauðlangar að fara með, en mar gerir víst ekki allt. Og svo vantar okkur líka pössun. En ef það er einhver sem langar rosalega til að hafa strákana yfir helgi..........núna er tækifærið, við erum að fara af landibrott.

mánudagur, nóvember 10, 2003

Frábær helgi.
Þetta er nú búið að vera meiri snilldar helgin. Á föstudagskvöldið höfðum við það huggulegt, laugardagurinn byrjaði á hefðbundinn hátt með íþróttaskóla og grjónagraut. Við fórum síðan í myndatöku til mömmu og pabba. Þau voru sem sagt búin að kaupa ljósmyndara til að koma í Barmahlíðina, þetta tókst allt alveg snilldar vel og ég hlakka til að sjá útkomuna. Um kvöldið komu Sveinn og Unnur í mat, við vorum með hreindýrakjötbollur og þær voru bara hreinasta lostæti. Fyrsta sinn sem við eldum svona gúmmulaði en Jón og Eydís gaukuðu þessu að okkur fyrr í haust. Á sunnudaginn fórum við og kíktum á einn af nýju vinum okkar hann Bjarka. Þvílíka dúllan. Það var auðvitað mikið hlegið og mikið spjallað, gaman að eiga góða vini. Eftir sund komu síðan bekkjasystur mínar þær Arna og Bergdís, með þeim komu auðvitað börn og Halli fékk að fljóta með. Það var líka ótrúlega mikið hlegið og mikið gaman.
Góð helgi með fullt af góðu fólki. Annars fór Guðni til háls nef og eyrnalæknis áðan og annað rörið er dottið út þannig að hann fer í aðgerð 25. nóv n.k. Við fjölskyldan erum eins og langlegu sjúklingar núna þessa dagana, öll að fara til lækna og láta flikka upp á okkur, allt fyrir danmerkurferðina.

laugardagur, nóvember 08, 2003

Barnaland.is
Við erum komin með myndir á barnaland.is undir heimasíður. Við erum svo miklir plebbar að við höfum lás á síðunni þannig að það geti ekki allir kíkt. En passw. er gummitota, alveg eins og netfangið okkar. Frekar auðvelt. Linkurinn er hérna við hliðina á. Kíkið hvað við erum sæt.

fimmtudagur, nóvember 06, 2003

Keppni í nöfnum !
Það er sko hægt að fara í keppni í öllu. Líka nöfnum. Hérna er hægt að sjá hversu margir á íslandi heita sömu nöfnum.
5 sem heita Þórunn Erla.
10 sem heita Einar Kári.
55 sem heita Guðni Þór.
88 sem heita Guðmundur Þór.
Það þarf ekki að taka það fram að ég vann keppnina.

miðvikudagur, nóvember 05, 2003

Veikindi veikindi veikindi.
Einar Kári er ennþá lasinn, grey karlinn. Hann er voða slappur en voða skemmtilegur. Það er svolítið gaman að vera svona heima með veikt barn ef maður gefur sér tíma í að njóta þess. Það skapast skemmtilegar stundir, liggja upp í rúmi og lesa.....um miðjan dag. Leyfa að vaka lengur og vera að lita. Og svo bara að vera að spjalla og vera saman. Mjög skemmtilegar samræður sem myndast.
Guðni fór í leikskólann í dag, en það var hringt í okkur um 12 leytið og þá var hann svo lítill í sér, bara búin að vola og vera voðalega ólíkur sjálfum sér. En hann hresstist nú eftir að hann kom heim. Ég fór hins vegar á Kjarvalstaði með hópnum mínum og það var mjög skemmtilegt. Náðum að rakka niður kennarana og svona. Gummi og Guðni fóru hins vegar til Dóru frænku, sem er nú hálfgerð Dóra amma. Þeir sátu bara lengi og spjölluðu.
En annars er það að frétta að það rignir inn blöðum og pappírum sem við erum að undirrita fyrir húsakaupin. Það er bara allt að gerast. Annars auglýsum við eftir einhverjum til að koma og sitja hjá strákunum svo að við getum fengið smá tíma fyrir okkur. Bara til að skreppa saman í sund. Púff það er svolítið erfitt að eiga svona lasarusa þó að yndislegir séu.

þriðjudagur, nóvember 04, 2003

Pestarbæli.
Heimilið er nú orðið að sannkölluðu pestarbæli, það eru allir meira eða minna veikir. Við gamla settið erum bara slöpp, Guðni er allur að koma til en Einar Kári er roslega slappur. Elsku karlinn. Pensillinið sem ég fékk fyrir Guðna var nú kannski ekkert svo sniðugt. Honum finnst það svo ógeðslegt að hann kúgast þegar hann finnur lyktina og reynir að skalla mann þegar við erum að reyna pína það ofaní hann. Ég hringdi í Björgvin í morgun og útskýrði þetta fyrir honum, sleppti samt að segja að hann reyndi að skalla okkur. Ég held hef þann grun að það geti hljómað furðulega, sko fyrir fólk sem hefur ekki hitt Skassið. En Björgvin skildi þetta mjög vel og sagði; "ég sá það á honum í gær að maður pínir þennan unga mann ekki mikið" Málið var það að ég dró Guðna inn á stofu til hans og Guðni var MJÖG lengi að fyrirgefa mér. S.s langrækin frekja. Humm.
En núna eru bræðurnir að hlusta á Línu langsokk og það er meiriháttar gaman.

mánudagur, nóvember 03, 2003

Veikindi !
Núna eru báðir strákarnir veikir og við erum að verða geðveik !!! Ég fór reyndar með Guðna í morgun til Björgvins og hann lét hann fá penisillin. Best að koma þessum pöddum fyrir kattarnef strax ! Gummi er núna að kenna og ég er heima með drengina, þeir eru alveg að spila út, hvorugur búin að sofa neitt og þeir hlaupa hérna um allt á kuldaskónum sínum. Eins gott að við erum ekki í blokk.
En annars er allt fínt að frétta, ég er að DRUKKNA í verkefnum akkurat núna og það er eins gott að fara að spýta í lofana ef eitthvað á að gerast. Það þýðir ekki að hanga heima og glápa endalaust á stubbana.

laugardagur, nóvember 01, 2003

Laugardagur til lukku.
Þetta er búin að vera skrítinn dagur. Við Guðni sváfum til 11 í morgun. Wow það hefur ekki gerst síðan hann var sýnishorn. Gummi var með Einar í íþróttaskólanum og ég dreif mig í að elda grjónagraut, því að það á alltaf að vera grjónagrautur á laugardögum. -Segir Einar- Ég fór síðan með Einar í sund og svo skruppum við í heimsókn til ömmu Tótu. Guðni greyið er ekki eins slappur og hann er búin að vera, ekki með nema um 5 kommur þannig að við erum bjartsýn á að hann fari í leikskólann á mánudaginn. Núna er Gummi að þvo bílinn og ég er búin að vera að föndra þessi fínu hjörtu á síðuna. Hvernig líst ykkur á ? Ég er auðvitað ekkert að nota tímann í að læra, nei þvílík vitleysa.