fimmtudagur, júlí 17, 2003

Bakken var fínn.
En þetta er bara svona tívólí úti í skógi. Guðni var ekki alveg að njóta sín þannig að við erum að hugsa um að sleppa öllu túristadæmi svona á meðan við erum hérna. Auðvitað var gaman, Einar fór í nokkur tæki og Guðni fékk meira að segja að fara í 2. Svo fengum við okkur middag inn í skógi og það fannst Guðna skemmtilegt. Hægt að hlaupa um og sprella, það er sko gaman. Við fórum til baka á lestarstöina með hestakerru og Einar sat sjarfur allann tímann, honum fannst þetta alveg geðveikt. Guðni var ekki eins hress. Þegar við komum heim þá hittum við skólasystur mína úr MH úti á róló og hún bennti okkur á fullt af skemmtilegum görðum þar sem hægt er að róla og sprella. Ætlum að tékka á því á morgun.
Svo kom pakki með póstinum í morgun. Ég hafði gleymt möppunni með öllum upplýsingunum sem ég var búin að vera svo dugleg að safna mér. Ég hringdi hálf volandi í Kötu á flugvellinum og Kata náttl reddaði þessu. Takk fyrir það Kata okkar. ;-)

Bæjó spæjó Tóta

Engin ummæli: