þriðjudagur, maí 30, 2006


Úff langt síðan ég bloggaði, en það er ástæða fyrir því. Hann Jón Gauti varð í fyrsta sinn alvöru veikur, þá erum við að tala um 40° hita og alles. Við snarhættum við sumarbústaðaferðina og skiptumst á að halda á honum og sinna heimilinu og stóru strákunum. Það var ýmislegt skemmtilegt gert ss farið í bíó, tívólí og bæjarferðir. Gaman gaman.

En núna er Jón Gauti orðinn hress og lífið komið í sínar skorður aftur. Lovely alveg. Fáum gesti um helgina, vinir okkar sem búa í Köben. Við finnum okkur áreiðanlega eitthvað skemmtilegt að gera.

Í lokinn smá mont, finnst ykkur ekki maðurinn á myndinni sætur og peysan sem hann er í giiiiðveik ? Peysan er nú hálfpartin í boði mömmu þar sem hún borgaði lopann en ég prjónaði. Vúhú er voða stolt af mér.

mánudagur, maí 22, 2006


Bjór og grjónagrautur í kvöldmat. En mér til afsökunar þá leiddist mér svo alveg hryllilega að ég ákvað að opna mér eins og einn bjór með matnum. Mér leiddist svo afþví að Jón Gauti og ég erum búin að vera ein í allan dag. Fórum snemma að sækja strákana svo tíminn myndi nú eitthvað líða við að rexast í þeim. Nei, nei þá fóru þeir í heimsókn til vinar síns, litlu unglingarnir mínir. Var búin að elda grjónagraut handa strákunum þannig að þetta varð þessi absura samsetning. Ég byrja bara í megrun á morgun !

Annars er Gummi í Svíþjóð alveg að rokka, búin að mingla við einhvern topp hjá phillips, en hvað veit ég ss um það. Anyways þá sagði ég við hann ef hann myndi rekast á polaren och pyret þá vantaði strákana föt fyrir sumarið og næsta vetur. Áður en ég vissi af var hann búin að kaupa barnaföt fyrir óggislega mikin pening. Mikið meira en ég tími nokkurn tíman að kaupa. Sniðug ég að senda kallinn í svona rándýra búð en hann hringdi í mig með öndina í hálsinum afþví að það var allt svo "óggisliga töff". En núna sit ég ss búin með 2 bjóra og grjónagraut, alveg hress !

sunnudagur, maí 21, 2006


Römö var æði, fallegt landslag, flott tjaldsvæði, afmæli, hestaferðir, trampólín, góðir gestir og gott skap. Bara eins og hlutirnir gerast bestir. Féllum alveg fyrir staðnum og umhverfinu. Vorum svo ánægð með ferðina að við pöntuðum okkur sumarhús við skagen næstu helgi. Það er reyndar spáð leiðindaveðri, þannig að við ætlum aðeins að anda í þetta. Sjáum til, sjáum til.

Ég fór svo í próf á föstudaginn, gekk ágætlega. Þar með er ferli mínum í kennó lokið í bili. Er búin að láta þýða námsferilinn og svo er bara að sækja um í master á næstu önn. Þetta hefur allt sinn gang.

Gummi er að fara til Svíþjóðar á námskeið núna á eftir og kemur aftur á þriðjudagskvöldið. Vona að hann sakni okkar ekki of mikið, hehe.

Takk fyrir afmæliskveðjurnar og afmælisgjafnirnar til Einars Kára. Hann var himinlifandi með gjafnirnar og ætlar að kaupa sér skólatösku fyrir peningana sem hann fékk. Algerlega hans hugmynd *hóst*.

Hérna eru myndirnar en likarnir sem eiga að vera hérna við hliðina eru komnir neðst á síðuna. Kíkið á stemninguna.

fimmtudagur, maí 11, 2006


Þetta er veðrið á Römö næstu daga. Ekkert leiðinlegt. Hinsvegar var hringt úr leikskólanum og ég beðin um að sækja hann Einar Kára afþví að hann var komin með hita. Það passaði ekki alveg inn í plönin hvorki hjá mér eða þeim bræðrum. Þeir ætluðu nefnilega heim með Mads vini sínum eftir leikskóla og við foreldrarnir ætluðum á foreldrafund. Fyrir utan allt sem átti eftir að gera fyrri sumarhúsferðina. Arg !

Ég á móðursystur sem sagði einu sinni um elsta og þá eina barnið sitt sem veiktist á aðfangadag. Blessað barnið var með 40° hita og mjög slappur. Þá kom þessi fyrrnefnda móðursystir mín með þá smellnu setningu "ekki læt ég helvítið hann xxxx eyðileggja fyrir mér jólin". Stundum líður mér þannig með EKG, hann verður alltaf veikur ef eitthvað stendur til. Man t.d varla eftir afmæli hjá honum þar sem hann hefur ekki verið alveg fárveikur. Ef það væri nú bara afmæli þá myndi ég ekkert segja, en við erum að tala um nánast öll ferðalög líka. Eins og við erum nú ferðaglöð fjölskylda. Jæja anyways þá förum við á eftir hvað sem tautar og raular. Með afmælisgjafnirnar og góða skapið. Túttilú !

þriðjudagur, maí 09, 2006


Einar fótboltastrákur er byrjaður að æfa fótbolta. Kominn með græjurnar, takkaskó keypta á ebay, legghlífar og bolta. Fótboltagallana á hann nokkra, en amma og afi í Barmó hafa verið dugleg að kaupa fótboltagalla á strákana í gegnum tíðina. Gaman að því.

Af okkur er allt gott að frétta svona annars, erum að fara í sumarhús á eyjuna Römö næstu helgi, en það er 3ja daga helgi. Römö er rétt fyrir utan Esbjerg, ég er með "lista" yfir staði sem mig langar að sjá meðan við búum hérna. Römö er einn af þeim, svo og Skagen, Bornholm og Sönderborg. Spennó, en við höldum upp á 6 ára afmælið hans Einars í sumarhúsinu.

Annars erum við lítið inni við þessa dagana, sumarið er komið með 20°+ hita og sól. Lovely.