föstudagur, febrúar 23, 2007
Við vorum alveg í ruglinu í gær. En við sváfum yfir okkur, vöknuðum ekki fyrr en 7:45 sem er náttl rugl. En það voru smurðir matpakkar og liðinu hrúgað út í bíl á milljón. Gummi festi bílinn og við ákváðum að labba með strákana í staðinn. VIð skiptumst á að halda á Jóni Gauta afþví að auðvitað var ekki hægt að keyra kerruna hans í öllum þessum snjó. Elsku karlinn volaði alla leiðina í vöggustofuna sem var lokuð vegna veðurs þegar við komum þangað. Þannig að dagurinn í gær var heimahuggudagur og það var fínt. En við fáum örugglega bjartsýnisverðlaun fyrir að halda það að danskt samfélag virki þegar það snjóar. Mjög stert merki um að að það er kominn tími til að við flytjum heim, við skiljum ekki og munum aldrei skilja þetta fólk.
En annars eru allir með hor niður á axlir og allt að gerast. Lovely.
mánudagur, febrúar 19, 2007
Festelavn er mit navn, boller vil jeg have. Þetta hljómaði hérna um allt hverfi í gær. Við fjölskyldan vorum reyndar hálfslöpp eftir hósta, uppköst og veikindi síðustu viku. Sem betur fer var vetrarfrí og allt skrúfað niður þannig að það slapp. Þannig séð !
En á sunudaginn héldu vinir okkar og nágrannar upp á fastelavn með tilheyrandi tunnuslætti. Einar náði að vera festelavnskongur og slá tunnuna niður. Þetta er þriðja árið sem hann er kongurinn í hverfinu. Tíhí.
En núna eru þeir bræður allir mjög kvefaðir og sljóir, vonandi fer veðrið að hlýna og batna. Burrrr.
miðvikudagur, febrúar 14, 2007
Þetta er sem sagt nýja heimilið okkar en við flytjum í Holtsbúð 3 í júlí. Þetta er búið að ganga hratt og við erum ótrúlega ánægð með að vera á leiðinni heim. Við tökum alltaf ákvarðanir á ljóshraða og þetta var ein af þeim.
Þetta er ss um 200 fm raðhús með innbyggðum bílskúr. Stóru strákarnir fara í Hofstaðaskóla og Jónsinn fer á Lundaból. Ég fæ alveg sæluhroll við tilhugsunina, en við erum búin að vera hérna í 3,5 ár núna í sumar og þetta er bara komið gott. Förum með sól í hjarta og erum reynslunni og nokkuð mikið af nýjum vinum ríkari.
Núna er reyndar bara leiðindatími með greiðslumati, fasteignasölum og sölu á húsinu hérna. Þarf að fara að gera eitthvað af viti í skólanum þó að hugurinn sé allt annars staðar.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)