þriðjudagur, september 23, 2003

Júlía Kristín og Ninja
Eru í heimsókn. Við Einar fórum og sóttum þær í dag í leikskólann þeirra Klambra. Einari fannst það ÆÐI að fá að fara með að sækja frænkur sínar. Hann var reyndar ekki alveg að ná því að leikskólinn þeirra heitir ekki Garðaborg heldur Klambrar, hann bjó til nýtt nafn sem er svona mitt á milli, Klambraborg !!!
En allavegana þá er búið að vera rosalega gaman að hafa þær í heimsókn, strákarnir eru bara auðveldari ef eitthvað er......... humm. 'I kvöldmat átti að vera lifrapylsa, kartöflustappa og rófur, en húsmóðirin (ég) misreiknaði mig aðeins á suðutímanum !!!!!!!!!!! Bara dæmigert ég ! Þannig að börnin fengu pulsur og kartöflur í staðinn. Þau voru hæðst ánægð með það, allavegana borðuðu gestirnir vel. OMG ég hef aldrei séð svona lítið barn eins og Júlíu Kristínu borða, hún borða 2 pulsur, fullt af kartöflum, tómat og svo 'IS. 'Eg skil ekki hvar hún geymir allan þennan mat. Einar Kári sem er svona sirka helmingi stærri en JK gat varla borðað eina pulsu......... jáhá svona er það. 'Eg bara skil þetta ekki eins og mér þykir gaman að borða !

Engin ummæli: